Dagur - 20.01.1954, Blaðsíða 1

Dagur - 20.01.1954, Blaðsíða 1
KOSNIN G ASKRIFSTOF A Framsóknarmanna er op- in daglega kl. 10—12 £. h. 1—7 e. h. og frá kl. 8.30 á kvöldin AGU B-LISTINN er Iisti Framsóknar- manna. XXXVII. árg. Akureyri, miðvikudaginn 20. janúar 1954 4. tbl. Á 50 ára afmæli fluglistarinnar, í sl. mánuði, flugu þrýstiíoftsflug- \ clai' yfir minnismerki því, sem reist hefur verið á hæð þeirri í Norð- ur-Karolinufylki I Bandaríkjunum, er Wright-bræður lyftu sér upp frá í fyrstu flugtilraun sinni, er heppnaðist. Þeir flugu þá 120 fet, á 12 sek. Þrýstiloftsfiugvélarnar flugu með 700 mílna hraða á klst. Minnismerki um fyrsta vélflugið Bændaklúbburinn ræddi dagskrá úfvarpsins á fyrsta fundi þessa árs Síðasti fundur Bændaklúbbsins og sá fyrsti á þessu ári, var hald- inn að Hótel KEA 12. þ. m. Ólafur Jónsson sýndi kvik- myndir frá starfsemi Sameinuðu þjóðanna og tvær stuttar og skemmtilegar myndir af dýra- lífi, skógrækt, skógarvörslu, skógarhöggi og timburvinnslu hinna víðáttumiklu skóga á vest- urströnd Bandaríkja Norður- Ameríku. Umræður um daginn og veginn. Á eftir hófust umræður um daginn og veginn m. a. um dag- skrá Ríkisútvarpsins. Þar var málshefjandi Stefán bóndi Stef- ánsson á Svalbarði. Lýsti hann nokkuð hljómleikum er hann var á í Glasgow, sem aðeins einn maður — að vísu 3 álnir og 2 þumlungum betur — hélt. Það var Skoti. Taldist fróðum mönn- um svo til að hann væri a. m. k. fimm íslenzkra tónlistarmanna maki. Hljóðfæri hans var af ein- kennilegri gerð, Stefáni áður ó- kunnri. —o— í sambandi við fyrirspurnir um endurvarpsstöðina í Skjald- arvík, skýrði Davíð Árnason, stöðvarstjóri, tæknilega aðstöðu hennar til móttöku og endurvarps og ráðlagði mönnum, er ekki lík- ar hljómur í tónum og tali frá endurvarpsstöðinni að stytta eða jafnvel taka úr sambandi loftnet- in. Færi það þó að sjálfsögðu eftir gerð tækja og fjarlægð frá stöðinni hvernig loftnet hentuðu bezt. Þennan fyrsta Bændaklúbbs- fund sóttu rúmlega 60 manns. Ákveðið var að halda fund n. k. þriðjudag og verður hann nánara auglýstur í næsta blaði, á laug- ardaginn kemur. FUF hefir Framsóknarvisf og dans- skemmfun í Varðborg annað kvöld Nýjir dægurlagasöngvarar koma fram Félag ungra Framsóknar- manna heldur framsóknarvist og dans að Varðborg annað kvöld kl. 8.30 e. h. Haraldur Sigurðsson stjórnar vistinni og er þess vænst, að spilað verði af fjöri á mörgum borðum. Ágæt spilaverðlaun verða veitt. Að lokinni Framsóknarvistinni verður dansað og leikur hljóm- sveit Karls Adolfssonar fyrir dansinum. Með hljómsveitinni syngja nokkrir af hinum nýju dægurlagasöngvurum héðan úr bænum, sem mikla athygli hafa vakið síðustu dagana. Aðgangs- eyri er mjög stillt í hóf. Öllum er heimill aðgangur, en sér- staklega skorað á stuðnings- menn B-listans að fjölmenna á þessa skemmtun. Útgerðarfélag Akureyringa li.f. liefur sótt um aukið hjallapláss til bæjar- stjórnar - hyggst Siengja upp 1000 lestum iiieira í vor en í fyrra Horfur eru á því að verkun voru hengdar upp 1000 lestir, en Uppfræðslan í einræðislandi j Askrifendur að stóru rúss- nesku alfræðiorðabókinni, sem I út er gefin af útgáfustofnun ;j ríkisins, fengu nýlega bréf frá ;' útgefandanum með þessari j! leiðbeiningu: „Útgáfustofnun I; vísindarita mælir með því að j! bls. 21, 22, 23 og 24 í V. bindi !; verði teknar burt, ásamt með !; myndinni sem er í milli bls. !; 22 og 23. í þeirra stað verði ;j látnar meðfylgjandi bls. með nýjum texta. Blaðsíður þær, j! er að ofan getur, má klippa úr '! bindinu eða skera þær burtu !; með rakbláði....“ !; Nýju blaðsíðurnar voru !; meðal annars mynd frá Ber- ;;ing-hafi, en nýji textinn átti ;j að koma í stað eyðu í BER ;! deild alfræðiorðabókarinnar, í j! stað blaðsíðna, sem á var !! prentuð ævisaga Beria og !| mynd af honum. 8 ungir dægurlaga- söngvarar vekja athygli liér Um s. 1. helgi hafSi hljómsveit Karls Adolfssonar og Varðborg skemmtanir í Varðborg og komu þar fram 8 ungir dægurlaga- söngvarar héðan úr bænum og fluttu einsöngva og dúetta með hljómsveitinni. Hafði unga fólk- ið æft nokkrum sinnum undir þessar skemmtanir. Unga fólkið vakti mikla athygli og var hús- fyllir bæði laugardags- og sunnu- dagskvöld. Þessir söngvarar komu fram: Guðný Aðalbjörns- dóttir, Anna Hauksdóttir, Óðinn Valdimarsson, Hannes Aðal- björnss., Friðrik Blöndal, Hauk- ur Jakobsson, Jón Stefánsson og Óli Fossberg. Nokkrir þessara ungu söngvara munu koma fram með hljómsveitinni á skemmti- samkomu, sem FUF heldur í Varðborg annað kvöld og aug- lýst er annars staðar í blaðinu í dag. Stofnun bændafélags í gær komu nokkrir bændur saman til fundar hér í bænum til að undirbúa stofnun almenns bændafélags eyfirzkra bænda. —- Var ákveðið að boða til stofn- fundar þriðjudaginn 26. þ. m. skreiðar hér nyrðra eigi mikla framtíð fyrir sér. Hér er um nýjung í fiskverkun að ræða hér um slóðir og var fyrst hert veru- legt magn af fiski hér á s. 1. vori, er Útgcrðarfélag Akureyringa lét hengja upp um 1000 Iestir af fiski og nokkrir aðrir aðilar talsvert magn að auki. Sunnanlands var mjög mikið verkað af skreið. Betri vara frá Norðurlandi. Nú þegar reynsla er fengin af því að selja vöruna á erlendum mörkuðum hefur komið í ljós, að varan frá Norðurlandi — og ekki sízt héðan úr Eyjafirði — stenzt ágætlega kröfur kaupenda, en lakara orð hefur sunnlenzka skreiðin fengið. Hér veldur miklu, að veðrátta hér nyrðra er betur fallin til slíkrar verkunar. Hér er einna þurrviðrasamast á landinu og aðstaða til þessarar fiskverk- unar því ágæt. Þá munar og um það, að togarafiskurinn er á ýms- an hátt betur fallinn til þessarar verkunar en vertíðarfiskur sunn- anlands, sem talsvert hefur verið látinn til herzlu. Að öllu saman- lögðu virðist það samdóma álit þeirra, sem bezt fylgjast með þessum málum, að skreiðarfram- leiðsla hér eigi mikla framtíð fyr- ir sér og góð verkun skreiðar hér ó s. 1. ári sé góð undirstáða til að byggja á í markaðslöndunum. Aukning framleiðslunnar hér. Þessi reynsla hefur nú orðið til þess að Útgerðarfélag Akur- eyiinga er að undirbúa mikla aukningu á skreiðarframleiðslu sinni. Félagið hefur sótt um að fá á leigu landssvæði á Gleráreyr- um norðan Glerár og hyggst koma þar upp hjöllum til viðbót- ar við þá, sem félagið lét gera sunnan Glerár á s. 1. ári. Á félag- ið hér nokkurt hjallaefni sem til þessa verður tekið og að auki mun félagið nú útvega meira efni því að ætlunin er að koma upp sem fyrst hjöllum sem geta tek- ið a. m. k. 3000 lestir af blaut- fiski til herzlu. Með þeim fram- kvæmdum sem eru ráðgerðar þegar í vor mun verða hjallapláss fyrir a. m. k. 2000 lestir. í fyrra í haust um 1400 lestir og er nú hafin vinna við að taka þann fisk niður og flytja í geymslur. Mikil atvinna við skreiðarfram- leiðsluna. Reynslan hefur sýnt, að mjög mikil atvinna skapast í landi við skreiðarframleiðslu og eru horf- ur á nð hún fari vaxandi á þessu ári. Þá er og þess að geta, að er togarar veiða fisk til herzlu, gæti verið hagkvæmt fyrir félagið að láta bezta hluta farmsins hverju sinni í hraðfrystihús og styðja því fyrirætlanir félagsins um aukna skreiðarframleiðslu hrað- fiystihússmálið, sem nú er í höndum félagsstjórnarinnar. Síð- an félagið eignaðist fjórða skipið, er svigrúm þess til framkvæmda af þessu tagi meira en áður. Má því segja, að með komu fjórða skipsins hafi möguleikar til auk- innar atvinnu hér á vegum tog- araútgerðarinnar mjök aukist og reynslan sýnir þegar, að þau kaup voru hin þýðingarmesta framkvæmd fyrir atvinnulíf bæj- arins enda þótt allir kæmu ekki augá á það í upphafi. Prófessor Ásmundur Guðmundsson kjörinn biskup S. 1. föstudag voru atkvæði í biskupskosningunni talin og var Ásmundur Guðmundsson pró- fessor kjörinn biskup og hlaut löglega kosningu með 68 og 2/3 atkv., sem er meira en 3/5 atkv., sem til þurfti. Næstur varð Magnús Jónsson, fyrrv. form. Fjárhagsráðs, hlaut 45 atkv., og þriðji próf. Sigurbjörn Einarsson, hlaut 19 atkv. Alls hlutu 34 menn atkvæði í kosningunni. Hinn ný- kjörni biskup er 65 ára gamall, þjóðkunnur kennimaður og rit- höfundur. DAGUR Vegna vélbilunar í prent- smiðjunni kcmur þetta blað út nokkru seinna en vcnja er. Næsta blað kemur út á laug- ardaginn kemur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.