Dagur - 20.01.1954, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 20. janúar 1954
D AGU R
7
FOKDREIFAR
(Framhald af 4. síðu).
hseft konsertpíanó, og er þetta
svo mikil afturför frá fyrri tím-
um, að óviðunandi er með öllu. I
þessu efni þarf að verða breyt-
ing hið bráðasta, og á eftir mundi
koma meiri tækifæri til þess að
hlýða hér á menningarlega hljóm-
leika. Þá er komið að síðasta atrið-
inu, sem upp var talið hér að
framan, málaralistinni. Þar er autt
rúm, og það þarf að skipa.
Hér er enginn nothæfur sýn-
ingarsalur.
í MALARALIST hefur gerzt
merkileg saga á síðustu áratugum á
landi hér. Islenzkir málarar hafa
rutt sér braut og hlotið viðurkenn-
ingu fyrir íslenzka list, sem með
sínum eðlilegu þjóðlegu einkenn-
um skipar sess við hlið lista ann-
arra þjóða með sæmd. Listasafn
ríkisins hefur verið stofnað. Þar
er úrval íslenzkra listaverka og
sýnishorn af ágætri erlendri list.
Listsýningar eru tíðar í höfuð-
staðnum og njóta mikillar aðsókn-
ar og þroskaðri listasmekk fólks-
ins en áður var. Listamenn skipt-
ast á að halda sýningar í höfuð-
staðnum og fólkið fær jafnframt
tækifæri til þess að glöggva skiln-
ing sinn á þessum mikilvæga þætti
menningarmála og auka þekkingu
sína. En fram til þessa aðeins
höfuðstaðarbúar. Hér á Akureyri
gerizt það örsjaldan, að kunnir
Hstamenn efni til sýninga hér, hvað
þá heldur að hér hafi verið komið
upp sýningu á vegum Listasafna
ríkisins, sem þó mætti kallast eðli-
legt. Hvað veldur? Áreiðanlega
fyrst og fremst sú staðreynd, að
hér er ekkert húsnæði nothæft
fyrir listaverkasýningu. Þar krepp-
ir skórinn. Ef úr því máli væri
lyest, mundi hitt koma af sjálfu
sér. Kunnir listamenn mundu
halda hér sýningar, og úrval lista-
verka mundi koma hingað til sýn-
ingar fyrir almenning.
Mikil vöntun í skólabæ.
ÞETTA ER ekkert hégóma-
mél. I skólabæ er vöntun á hæfu
sýningarhúsnæði óviðunandi á-
stand. Á sama tíma, sem skóla-
æska höfuðstaðarins hefur æ betri
tækifæri til þess að kynnast þess-
um þætti menningarmála, skapa
sér skoðun og auka þekkingu sína,
er þessari þroskabraut nær því
lokað úti á landi.
Og hvað þarf til? Hæfilegt sýn-
ingarhúsnæði þarf aðallega tvennt:
Nægilegt veggpláss og ríkuleg of-
anljós um þakglugga. Hvorugt
finnst í venjulegum samkomuhús-
um, sem ætluð eru til skemmtana-
halds, kvikmyndasýninga o. s. frv.
Veggplássið er þá mest gluggar,
og skortir þá hvort tveggja það,
sem að ofan getur. En það er í
ýmsum tilfellum ekkert stórvirki
að breyta þannig samkomusal, að
hann geti orðið nothæfur fyrir
hvort tveggja. í því efni má t. d.
benda á samkomusalinn í Skjald-
borg. Með breytingum á honum
gæti hann vafalaust dugað fyrir
allt í senn, kvikmyndasýningar,
almennar samkomur og myndlist-
arsýningar, Þarna er aðeins nefnt
dæmi, og munu menn sjá, er þeir
hugleiða málið, að ekki er um
stórvirki að að ræða. Hitt er svo
annað mál, hvort framkvæmdin er
möguleg af fjárhagsástæðum o. fl.
Skylda bæjarins.
Hvað sem um það er, verður
því ekki á móti mælt með rök-
um, að það er skylda bæjarfélags-
ins sjálfs að hlynna að menningar-
starfsemi í bænum, og væri ekki
nema eðlilegt að stuðlað væri
að því, með þeim ráðum, sem
tiltækileg þættu, að koma hér upp
aðstöðu til þess að fólkið í bæn-
um fari ekki á mis við þá ánægju
og þann þroskamöguleika, sem er
því samfara að kynnast góðum
listaverkum, og auk þess mundi
aðstaða af þessu tagi verða til
upplyftingar fyrir þá listastarf-
semi, sem hér þróast við hin erfið-
ustu skilyrði.
Það er því engin fjarstæða að
ræða þetta mál og önnur skyld í
sambandi við bæjarstjórnarkosn-
ingar. I þessum efnum, sem öðr-
um, er til farsældar leiða, ber bæj-
arfulltrúunum að vera á verði og
grípa til sinna ráða, þegar augljós
þörf er á umbótum og möguleiki
fyrir hendi að framkvæma þær
með aðstoð bæjarfélagsins sjálfs
á einn eða annan hétt. Bæjar-
stjórnir geta hér, sem í öðrum
löndum, gert meira en að hugsa
um brýnustu nauðþurftir. Ráðhús
erlendra bæja, listaverkasöfn og
margt fleira af því tagi, sem kom-
ið hefur verið upp með sameig-
inlegu átaki, votta, að víða er þessi
skilningur á hlutverki bæjar-
stjórna fyrir hendi. Það er ekki
ósennilegt, að þegar árin líða,
mundi það verða talin eins merk-
ur minnisvarði um þá hina nýju
bæjarstjórn, sem nú á að kjósa,
að hún hefði greitt fyrir fögrum
listum í okkar bæ, þótt hún kæmi
í framkvæmd sumum þeim atrið-
um, sem sett hafa verið á óska-
lista nokkurra stjórnmálaflokka.
- Bárður Daníelsson
(Framhald af 5. síðu).
störfum í starfstíma sínum hjá
hinni opinberu stofnim og gyllt
boðið með „ókéyþis Ieiðbein-;
ingum“, sem stofnunin greiddi
honum fyrir að veita.
En kjósendur ættu að gera
það upp við sig, hvort það eru
menn með slíkan ,,heiðarleika“,
sem þeir tclja líklega til að
uppræta spillingu í opinbcru
lífi eða yfirleitt kqmazt til
mciri opinbcrra trúnaðarstarfa.
Þjóðvarnarflokkurinn ætti að
vera lágværari í skrumkröfum
sínum um opinberan heiðar-
lcika eða líta sér nær. Meðan
Bárður Daníelsson og aðrir
honum líkir skipa þar hæsta
sess, veröur slíkt tal aðeins
ncfnt einu nafni: Hræsni á há-
stigi.
Bárðarmál hin seinni — í gær.
Fljótlega eftir að Tíminn hafði
birt þessa frásögn, þótti Þjóð-
varnarliðum ljóst ,að ekki yrði
stætt á framboði Bárðar í Reykja-
vík. Afturkallaði hann því fram-
boð sitt, og flokkurinn birti yfir-
lýsingu þess efnis, að hann væri
samþykkur því að Bárðar drægi
sig í hlé. Til yfirbreiðslu er svo
talað um „opinbera rannsókn“.
Virðist ekki mikið að rannsaka.
Bréfið — ósamt eiginhandarund-
irskrift — hefur verið birt. Dóm-
ur almenningsálitsins er þegar
fallinn.
1 herbergi og eldhús,
eða eldunarpláss, óskast
fyrir miðjan febrúar. Til-
boðum sé skilað á skrifstofu
blaðsins fyrir mánaðamót.
Vandað útvarpstæki,
— Marconi — lil sölu. fyrir
sanngjarnt verð.
Haraldur Sigurgeirsson
Braunsverzlun.
- Sameinaðir
stöndum vér
(Framhald af 4. síðu).
hlotið traust né gengi. Hugðust
jeir gera tilraun upp á eigin
spýtur og stofnuðu hér Pöntun-
arfélag, með góðum stuðningi
íhaldsins. En frækornið féll ekki
í góða jörð, enda hvorki hlúð að
dví af trú né kærleika. Það visn-
aði því smátt og smátt.
KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA
hefur frá upphafi átt því láni að
fagna að framsýnir athafnamenn
hafa jafnan staðið við stýrið.
Hafa þeir á hverjum tíma skilið
kröfur og þarfir félagsmanna og
hagað starfsemi félagsins eftir
jví. Einnig hefur S.Í.S. reist hér
umfangsmikil fyrirtæki, sem
veita hundruðum manna atvinnu.
Eins og fyrr er getið, var Fram-
sóknarfl. frá upphafi ætlað, að
vera sverð og skjöldur samvinnu-
hreyfingarinnar, það hlutverk
hefur hann rækt af kostgæfni,
enda marga hildi háð og hlotið
sigur. Samvinnumenn verða allir
sem einn að taka höndum saman
gegn þeim öflum, sem á hverjum
tíma, leint eða ljóst, vinna gegn
samvinnuhreyfingunni.
SAMVINNA er stefna fram-
tíðarinnar, sem stöðugt verður
beitt með betri og betri árangri
gegn hvers konar böli, arðráni og
ógnum. Við erum sjálf okkar
gæfusmiðir. Látum ekki áróður
sundrungarmarina verða okkur
að fótakefli! Sýnum nú einu sinni
í fullri alvöru hvers samvinnan
er megnug.
Framsóknarfl. hefur einn flokka
staðið heill og óskiptur um sam-
vinnuhreyfinguna og mun rækja
það hlutverk í framtíðinni. Það
er skylda okkar að gera aðstöðu
hans sem stérkasta, jafnt í bæj-
armálum sem landsmálum svo að
samvinnuhreyfingin geti óhindr-
uð haldið áfram að plægja akur-
inn, til hagsbóta og heilla bæjar-
félaginu og öllum landslýð.
Sameinaðir stöndum vér og
sigrum!
Orri.
íbúð til sölu
Efri hæð húseignarinnar
Spítalavegur 19 er til sölu.
Laus til íbúðar í vor.
Ólafur Guðmundsson.
Sími 1315.
A t v i n n a
Stúlka vön saumaskap get-
ur fengið atvinnu nú þegar.
Saumastofa
Björgvins Friðrikssonar s.f.
Sími 1596
Ný fata- og dragtarefni
tekin upp í hverri viku.
Saumastofa
Björgvins Friðrikssonar s.f.
Sími 1596
*
□ Rún — 59541207 — Frl.:
I. O. O. F. = 13512281/z — 0
Sunnudagaskóli Akureyrar-
kirkju er á sunnudaginn kemur
kl. 10.30 f. h. Yngri börnin, 5—6
ára í kapellunni. Eldri börnin, 7
—13 ára í kirkjunni. Æskulýðs-
blaðið kemur út.
Fundur fyrir allar
deildir kl. 5 e. h. í
kapellunni næstk.
sunnudag.
Litmyndir frá Bandaríkjunum
og Canada verða sýndar frá kl. 5
til 5.30 á sunnudaginn að Sjónar-
hæð, samkoma á eftir. Sunnu-
dagaskólinn er kl. 1. Oll börn og
unglingar velkomin. Kvennasam-
koma kl. 8.30 á miðvikudags-
kvöld. Samkoma ungra stúlkna á
fimmtud. kl. 6. Drengjasamkoma
kl. 5.30 á laugardag. Komið og
eigið ánægjulega stund á þessum
samkomum.
Skemmtiklúbbur Templara
heldur skemmtikvöld í Varðborg
föstud. 22. þ. m. kl. 8.30 e. h. Til
skemmtunar: Félagsvist og dans
(söngur með hljómsveitinni: Óð-
inn, Jón og Óli). Ný aðgangskort,
sem gilda að 3 næstu skemmti-
kvöldum, verða seld í Varðboi'g
fimmtudaginn 21. þ. m. milli kl. 6
og 7. Ákveðið að veita auðaverð-
laun fyrir flesta slagi eftir 6
næstu spilakvöld. S. K. T.
. Áheit á Strandarkirk.ju. Kr. 50
frá N. N. — Kr.250 fra G. S. —
Kr. 50 frá ónefndum. — Mótt. á
afgr. Dags.
Fjölmenni heimsótti Pál Magn-
ússon afgreiðslumann, Oddeyrar-
götu 10, á sextugsafmæli hans 15.
þ. m. og mörg heillaskeyti bárust
og víða að.
Sjötugur er á morgun Bolli Sig-
tryggsson á Stóra-Hamri, kunn-
ur bóndi í héraðinu og mikils
metinn. — í tilefni afmælisins
kemur söngkór Munkaþverár-
kirkju — en Bolli er form. hans
— og fleiri vinir hans — saman að
Laugalandi í kvöld.
Lögreglan hefur tjáð blaðinu,
að svo virðist, sem það fari í
vöxt, að hjólreiðamenn vanræki
að hafa ljós á stighjólum sínum.
Er slík vanræksla háskaleg og
getur valdið stórslysum. Verður
framvegis reynt að koma í veg
fyrir þennan ósóma og þeir, sem
af sér brjóta, sóttir til sekta.
Hjónaefni. Nýlega hafa opin-
berað trúlofun sína ungfrú Halla
Benediktsdóttir, Hvassafelli, og
Björgvin Runólfsson, Litla-Sand-
felli, Skriðdal, S.-Múlasýslu. —
Ungfrú Björk Guðjónsdóttir, af-
greiðslumær í KEA, og Guð-
mundur Þórhallsson, Reykjavík.
— Ungfrú Gunnhildur Björgúlfs-
dóttir frá Húsavík og Helgi Pálmi
Árnason frá Húsavík. — Ungfrú
Guðný Magnúsdóttir, hjúkrunar-
kona, Akureyrarspítala, og Val-
garður Haraldsson, kennari,
(verkam. Þoi-valdssonar), Hóla-
braut 15 hér í bæ.
Hesíamannafél. Léttir sýnir
kyikmynd um hestinn fyrir félaga
og gesti í Ásgarði, Hafnarstræti
88, í kvöld, miðvikudaginn 20.
janúar kl. 9 e. h. Skemmtinefndin.
*
©
-5-
I
&
I
I
i
I
l
|
i
HINSTA KVEÐJA
til JAKOBS LILLIANDALH
frá nokkrum vinum hans
Nú horfinn ert þú af heimsins sviði,
vér hyggjum að því en skiljum trautt.
Hví öxin er lögð að lifsins viði
svo limið græna er þegar dautt.
Varst gæfumaður til gleði borinn
þó gleggst má telja þinn lifsins merg
að orð þín stóðu sem stafur skorinn
í stál eða íslenzkt f jallaberg.
Vér þökkum störfin þín vaski vinur
og vinarþelið og glaða lund.
Við óskum kærleikans — kæri hlynur —
þig kraftur styrki frá lífsins mund.
t
VK
í-
H. B.
©
1
*
<■
?
<r
t
t
©
<-
i
©
4-
æ
<■
©
4-
<■
Nýjar mjaltavélar
til sölu, tækifærisverð, nýr
rafmótor viðeigandi getur
fylgt. A. v. á.
Hjólastóll
til sölu. Ódýr.
Afgr. visar d.
Rafmagns-Guitar
og vandaður söng-mikra-
fónn til sölu.
Upplýsingar i sima 1383
JERSEY-PILS
JERSEY-KJÓLAR
SA UMASTOFAN
GRÁNUFÉLA GSG. .11