Dagur - 20.01.1954, Page 4
4
D A G U R
Miðvikudaginn 20. janúar 1954
DAGUR
Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON.
Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta:
Erlingur Davíðsson.
Skrifstofa í Hafnarstræti 88 — Sími 1166
Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi.
Árgangurinn kostar kr. 50.00.
Gjakldagi er 1. júlí.
Prentvcrk Odds Björnssonar h.f.
40 ára starf Eimskipfélagsisns
UM ÞESSAR mundir er minnst 40 ára starfs
Eimskipafélags íslands. Stofnun félagsins var eitt
hið merkasta spor, sem stigið var snemma á þess-
ari öld til þess að tryggja pólitískt sjálfsforræði
þjóðarinnar með efnahagslegu sjálfstæði. íslend-
ingar sýndu það þá, sem stundum fyrr og síðar,
er mikilsverðustu mál hafa krafist einingar, að
þeir geta staðið saman um framfaramál sín þótt
hávaði óeiningar einkenni hina daglegu lands-
málabaráttu. Starfsemi félagsins hefur gjörbreytt
aðstöðu landsmanna til verzlunar og atvinnulégra
framkvæmda og rutt hér braut margvíslegum
nýjungum, er til framfara hafa horft. Allt þetta
er rétt og skylt að viðurkenna á þessum tíma-
mótum í ævi félagsins. Hér í blaðinu hefur stefna
félagsins í siglingamálum nú á síðari árum oft-
lega verið gagnrýnd. Nú á 40 ára afmælinu hefur
félagið stigið það spor, sem oft hefur verið kall-
að eftir utan af landi, að hefja áætlunarsiglingar
í milli nokkurra helztu viðskiptalanda þjóðarinn-
ar og innlendra hafna, þar á meðal hafna úti á
landi. Þetta ér fagnaðai-efni og á reynslan von-
andi eftir að sanna, að þessi framkvæmd verði
til hagsældar fyrir félagið jafnt sem fólk úti á
landsbyggðinni. Og raunar gegnir félagið ekki
hlutverki sínu til fulls í íslenzku þjóðlífi fyrr
en það sannast í reynd, að öll starfsemi þess mið-
ast við hagsmuni þjóðarinnar allrar en ekki að-
eins nokkurs hluta hennar.
ÞEGAR MERKIR menn, sem einhvem tíman
hafa verið umdeildir, stíga yfir merkjasteina á
ævibrautinni, er ekki tilhlýðilegt að rifja upp
þær deilur af slíku tilefni. Til þess eru önnur
tækifæri betur fallin. Sama gildir með stofnanir
eins og Eimskipafélag íslands. Á þessum tíma-
mótum geta allir landsmenn af heilum hug ósk-
að þess, að félaginu auðnist á ókomnum árum
að haga starfsemi sinni á þann veg, að hún njóti
óskiptrar velvildar þjóðarinnar allrar, sem á
fyrstu starfsárum félagsins.
---o----
Launráð kommúnista við Laxár-
virkjun og atvinnumál bæjarins
I VIÐTALI, sem Dagur átti nýlega við Guð-
mund Guðlaugsson formann stjórnar Krossaness-
verksmiðjunnar, gat hann þess m. a., að ein aðal-
röksemdin fyrir þeirri skoðun að betur mundi
ganga með rekstur verksmiðjunnar í framtíðinni
en hingað til væri sú staðreynd, að nýju Laxár-
virkjuninni væri lokið og rafmagn til vinnslu á
vetrum væri nú fáanlegt, gagnstætt því sem ver-
ið hefði undanfarin ár. Vinnsla síldar í Krossa-
nesi nú í vetur byggðist beinlínis á því, að raf-
magn var fyrir hendi til þess að starfrækja verk-
smiðjuna. Þetta er athyglisvert dæmi um gildi
virkjunarinnar fyrir atvinnulíf bæjarins og um
þá möguleika sem hin aukna raforka skapar. En
þetta er aðeins byrjunin. Ef rétt er á haldið, á að
vera hægt, á grundvelli hinnar nýfengnu orku,
að stórauka iðnaðarframkvæmdir í bænum. Þeg-
ar orkunni var hleypt á línuna
hingað til bæjarins í haust, voru
næsta fá atvinnufyrirtæki í bæn-
um tilbúin að notfæra sér hina
gjörbreyttu aðstöðu. Einkafram-
takið hafði a. m. k. ekki búið sig
undir framtíðina með aukinni á-
herzlu á atvinnuframkvæmdir.
Aftur á móti varð þá fyrst unnt
að reka sumar samvinnuverk-
smiðjurnar af fullum krafti enda
höfðu þær verið endurbyggðar
og búnar nýjum vélum með til-
liti til þess m. a., að von var á
þessari auknu orku. Allt þetta
er harla lærdómsríkt fyrir fólk-
ið í bænum og sýnir glöggt, af
hendi hverra má helzt vænta
nýrra atvinnufyrirtækja.
MENN GETA horft fram á
veginn og reynt að gera sér ljóst,
hvort fulltrúar kommúnista,
þjóðvarnar og krata muni nú
breyta háttum sínum og fara að
stofna atvinnufyrirtæki. Og hvort
foringjar Sjálfstæðisflokksins hér
muni líklegir til þess að setja fé
sitt í verksmiðjur og önnur at-
vinnufyrirtæki. En menn skyldu
líka horfa aftur, til liðins tíma,
og minnast þess, hvernig nú
mundu standa málefni Laxár-
virkjunar ef hlýtt hefði verið
ráðleggingum kommúnista um
að hafna samstarfi í efnahags-
samvinnu lýðræðisþjóðanna í
Evrópu og Bandaríkjanna. Þótt
augljóst væri þá, að án slíkrar
samvinnu mundu stórfram-
kvæmdir þær, sem nú eru orðn-
ar veruleiki, eiga mjög langt í
land, völdu kommúnistar fremur
þann kost heldur en ganga gegn
vilja valdhafa í Moskvu, sem
voru andvígir allri efnahagslegri
endurreisn hér sem annars stað-
ar af því að með batnandi af-
komu fjaraði undan byltingar-
starfsemi kommúnista og mögu-
leikum þeirra til heimsyfirráða.
Þegar kommúnistar gaspra hvað
mest um áhuga sinn fyrir nýjum
atvinnuframkvæmdum, er skylt
að láta þá svara þessari spurn-
ingu: Hvernig væri í dag undir-
staða nýrra atvinnufyrirtækja í
bænum ef virkjun Laxár hin
nýja væri enn aðeins áætlun á
pappír en ekki raunhæf fram-
kvæmd? Engir útúrsnúningar
eða undanbrögð duga kommún-
istum til þess að skjóta sér und-
an þeirri ábyi'gð, sem er því sam-
fara, að ganga í móti hagsmunum
eigin byggðarlags og þjóðar til
þess að þjóna undir heimsvalda-
stefnu f jarlægs herveldis. Komm-
únistar eiga það allra manna
bezt skilið, að uppskera í kosn-
ingum eins og þeir hafa sáð, að
fólkið snúi við þeim bakinu með
vorkunnsemi og fyrirlitningu.
FOKDREIFAR
Því ekki að ræða menningarmál?
í UMRÆÐUM þeim, sem orð-
ið hafa í bæjarblöðunum og á
mannfundum nú í þessum mánuði,
sem undanfari kosninganna 31. þ.
m., hefur nær einvörðungu verið
rætt um framkvæmdir og atvinnu-
mál, og er raunar ekki undarlegt,
því að þau málefni eru undirstaða
þess, að hér sé hægt að lifa mann-
sæmandi lífi En eigi að síður er
það sannmæli, að maðurinn lifir
ekki á einu saman brauði, og
fleira þarf til að skapa menningar-
líf en sæmilega efnahagslega af-
kofflu, vélar og hús. Þess vegna
er ekki úr vegi að taka á dagskrá
nokkra þætti menningarmála nú
áður en til kosninga verður geng-
ið. Hér hefur verið rætt um nauð-
syn þess að bæta aðbúð barnanna
í bænum með byggingu nýs barna-
skóla á Oddeyri. Það er orðir að-
kallandi framkvæmdamál, sem
ekki má dragast lengi að leitt verði
í höfn. Ætti ekki að þurfa neinar
deilur um það. Sama er að segja
um sundhöllina. Á því var vakin
athygli hér í blaðinu í haust, að
þessi skólabær væri nú svo sett-
ur,' að ekki væri hægt að fram-
kvæma sundkennslu að lögum
vegna ófullnægjandi aðstöðu. Þetta
er óviðeigandi ástand og um ekk-
ert annað að ræða nú en bærin
láti þegar hefja starf við að full-
gera sundhöllina. Þessi skoðun
virðist líka hafa fengið byr í
bæjarstjórninni, því að í fjárhags-
áætluninn nú er ráðgerð 400 þús.
kr. lántaka til þessa máls, auk
100 þús. kr. framlags frá bænum.
Mörg mál önnur af þessu tagi má
gjarnan taka á dagskrá. Svo sem
aukna áherzlu á fegrun bæj-
arins, sem nokkuð hefur verið
unnið að á síðasta kjörtímabili,
möguleika á stofnun Matthíasar-
safns, byggðasafnsmálið, sem kom-
ið er allvel áleiðis, stuðning við
að koma upp Nonnasafninu, auk-
inn stuðning við náttúrugripa-
safnið o. s. frv. Þessum málum
öllum má þoka áleiðis, annað
tveggja með beinni forustu bæjar-
stjórnar eða stuðningi við þau
samtök, sem hafa tekið þessi mál
að sér. Öll þessi mál mundu stuðla
að því að hér verði enn fremur
en nú er menningarbær og góð-
ur samastaður fyrir uppvaxandi
æsku.
Hinar fögru listir.
ÞAÐ ER kunnara en frá þurfi
að segja, að mikil grózka hefur
verið í fögrum listum á landi hér
á síðustu áratugum, svo sem leik-
list, hljómlist og málaralist. í þeim
efnum hafa höfuðstaðarbúar af
eðlilegum ástæðum haft forustu.
Með breytingum þeim, sem gerð-
ar voru á samkomuhúsi bæjarins í
tíð núverandi bæjarstjórnar var
aðstaða til leiksýninga endurbætt
til muna, enda höfum við síðan
fengið nokkrar góðar heimsóknir
frá listamönnum Þjóðleikhússins,
auk þess, sem heimamenn sjálfir
hafa. lagt til leiklistarlífsins, og
verður vonandi framhald á því.
Fyrir atbeina Tónlistarfélagsins
hér höfum við einnig, endrum og
eins, fengið að hlýða á góða hljóm-
listarmenn, sem nú eru tíðir gest-
ir í höfuðstaðnum. í þvi sambandi
er vert að benda á, að fyrir því
eru góðar heimildir, að hér í bæn-
um sé ekki til eitt einasta not-
(Framhald á 7. síðu).
Sameinaðir stöndum vér!
FYRIR HVERJAR kosningar, til þings eða bæj-
arstjórnar, hefur það ekki brugðist að andstöðu-
flokkar Framsóknarflokksins hafa notað árásir á
samvinnuhreyfinguna sem aðaluppistöðu í kosn-
ingabaráttu sinni. Þetta kann að virðast 'einkenni-
legt þar sem allir þessii' flokkar, hafa marglýst yfir
og samþykkt, á hallilúja-samkundum sínum —
landsfundum og þingum —, að þeir væru meira
og minna aðdáendur og velunnarar samvinnuhug-
sjónarinnar. En þetta vill gleymast síðustu vikurn-
ar fyrir kosningar. Þá hella þeir úr skálum reiði
sinnar, og spara hvergi róg, lygar og níð, ef verða
mætti til að rugla einhverja fylgjendur samvinnu-
hreyfingarinnar og gera þá óánægða.
FRAMSÓKNARFLOKKURINN var stofnaður
m. a. til varnar samvinnuhreyfingunni, sem íhaldið
sýndi þá enga miskunn og kom þá til dyranna
eins og það var klætt. Hann hefur einn allra flokka
barist heill og óskiptur fyrir Vexti og viðgangi
samvinnunnar. Kaupmangararnir, sem löngum hafa
mótað stefnu íhaldsins, hafa þá hugsun eina að
skara eld að sinni köku, á kostnað almennings.
Kratar boðuðu þjóðnýtingu á öllum sviðum, sem
hina einu framtíðarlausn. Og kommúnistaflokkur-
inn var stofnaður með alræði öreiganna sem leiðar-
ljós. Skyldi því marki náð með byltingu og blóðs-
úthellingum. En nú hafa úlfarnir brugðið sér í
sáuðargærur; þó þeir standist ekki þá freistingu
að hælbíta ef færi gefst, og fyrir kosningar láti
þeir skína í vígtennurnar. Hvað á þessi skollaleik-
ur að þýða?
ÞAÐ ER augljóst. Samvinnuhreyfingin er með
trúrri og markvissri baráttu Framsóknarflokksins
orðin langöflugasta þjóðfélagshreyfing í landinu,
sem vonlaust er að verði knésett með árásum
utanfrá. Þetta skilja þessir flokkar. Þess vegna
bera þeir Framsóknarfl. alls konar vömmum og
skömmum og segja hann standa samvinnuhreyf-
ingunni fyrir þrifum. En sjálfir þykjast þeir hinil"
sönnu hugsjónamenn. Ef við lítum nanar á þessar
fullyrðingar, verður útkoman þeim þó ekki sem
hagstæðust. Hvernig er t. d. umhorfs hér á Akur-
eyri, mesta samvinnubæ landsins?
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN er fjölmennasti
flokkur bæjarins og ætti því, ef samvinnuáhugi
hans væri annað en sýndarmennska, að geta ráðið
hér lögum og lofum um öll samvinnumálefni.
Reyndin er þó allt önnur. Samvinnumenn hafa al-
gjörlega hafnað leiðsögn þeirra. Áhuginn virðist
líka fremur hafa birzt í órökstuddri gagnrýni og
beinum árásum, en þörf eða löngun til að vinna
góðum málstað gagn. Eru því samþykktir flokksins
líka sýndarmennska ein. Sjálfstæðisfl. vill telja
sjálfum sér og öðrum trú um, að hann sé allra
stétta flokkur. Hann mun samt aldrei geta þjónað
tveim herrum, samvinnuhreyfingin og kaupmang-
arastefnan verða alltaf andstæðingar.
KRATAR DÁSAMA þjóðnýtingu. Sennilega eru
engar stofnanir eins illa liðnar og þjóðnýttar ríkis-
stofnanir, sem eru orðnar ríki í ríkinu, og almenn
og sanngjörn gagnrýni má sín einkis gegn. Jafnvel
tilskipanir ráðherra, sem þessar stofnanir heyra
undir, eru Sniðgengnar og þeir sjálfir gerðir að
athlægi. Kratar hafa í áratug stjórnað hér Kaup-
félagi Vei'kamanna og hafa þar einir öllu ráðið.
Það hefur ekki farið mikið fyrir þess'ari stofnun
um dagana. Þó sýndi hún tilburði til framsóknar
um tíma — verkaði fisk og veitti fiokkra atvinnu —
en hefur nú um fjöldamörg ár verið ágætt sýnis-
horn þess hvernig samvinnufél. á að starfa svo
Sjálfstæðisfl. líki. Hljóðlátt og fyrirferðarlítið.
EN KRATAR hafa í fleiru verið íhaldinu til geðs.
T. d. hefur málgagn þeirra Alþýðum. iðulega átt
samstöðu með íslendingi í árásum á hina fjöl-
þættu og þróttmiklu starfsemi KEA. Þátttaka krata
í samvinnumálum bæjarins lofar ekki miklu.
Kommúnistar hafa einnig sýnt tilburði til að ger-
ast framámenn í samvinnuhreyfingunni, en ekki
(Framhald á 7. síðu).