Dagur - 30.01.1954, Blaðsíða 4

Dagur - 30.01.1954, Blaðsíða 4
4 D A G U R Laugardaginn 30. janúar 1954 DAGUR Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 88 — Sími 1166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 50.00. Gjalddagi er 1. júlí. Prentverk Odds Björnssonar h.f. Ósanninda-vísitala upp á mcira en 300 stig í ANNAÐ SINN á fáum dögum hefur flokks- blaði Sjálfstæðismanna hér tekizt að koma ósann- indavísitölu sinni upp fyrir 300 stig. í sl. viku var fullyrt, að Kaupfélag Eyfirðinga greiddi 190 þús. kr. til bæjarins af öllum sínum rekstri, en Sam- bandið 36 þúsund. Svo forhert er íhaldið hér orðið í fjandskap sínum við samvinnureksturinn, að það getur ekki einu sinni farið neitt nándar nærri rétt með tölur, sem kunnar eru hverjurrt- manni er rétt vill vita um þessi efni. í öllum skattamálaskrif- um blaðsins að undanförnu hefur verið vandlega þagað um samvinnuskattinn, sem íjemur hjá KEA einu 152 þús. kr. á síðastíiðnu ári. Samvinnu- skattur er viðbót á útsvarið og rennur í bæjar- sjóð. Raunveruleg útsvarsgreiðsla kaupfélagsins er því ekki 190 þús. heldur rösklega 340 þúsund. Þá er eftir að geta um útsvarsgreiðslur hluta- félaga þeirra, sem kaupfélagið á og rekur, en þær eru rösklega 55 þúsund kr. Útsvarsupphæð kaup- félagsins er þá komin í tæpl. 400 þúsund kr. og ósannindi fslendings upp fyrir 100%. Alveg sömu blekkingarnar notar blaðið gagnvart Samband- inu. Segir greiðslur þess í bæjarsjóð 36 þúsund, sleppir útsvari hlutafélags, sem Sambandið á hér og rekur, sem greiddi 45 þús. kr. útsvar í bæjar- £jóð á sl. ári, og auðvitað sleppir það samvinnu- skattinum ,sem SÍS greiðir í bæjarsjóð, en hann nam á sl. ári 87 þúsund kr. Útsvarsgreiðsla Sam- bandsins í bæjarsjóð á sl. ári ncmur því nær 170 þúsund krónum cn ekki 36 þús. eins og fsl. full- yrðir. Þarna er ósannindavísitalan komin upp fyr- ir 300 stig. Ofan á þessi gjöld öll greiða svo sam- vinnufélögin stórar fjárhæðir til bæjarins í fast- eignaskatti, og starfsmenn þeirra milljónir króna í útsvör og önnur gjöld til bæajrins. En 10 „mátt- arstólpar“ Sjálfstæðisflokksins, sem hafa í sínum höndum verulegan hluta verzlunarinnar í bænum og lóðum í einkaeign, greiddu á síðastl. ári samtals um 220 þúsund krónur í útsvar til bæjar- sjóðs. Það er alveg furðulegt, að málgagn eins stjórnmálaflokksins skuli leyfa sér að viðhafa aðrar eins blekkingar um beinar skattgreiðslur samvinnufélaganna og íslendingur hefur gert nú um sinn. Hvert mark hálda menn að sé takándi á öðrum fullyrðingum bláðsins fyrst það leyfir sér beinlínis að falsa upplýsingar um beinar greiðslur samvinnufélaganna til bæjarsjóðs? EFTIR MARGRA ÁRA tilraunir hér í blaðinu til þess að fá íslending til að ræða útsvars- og skattagreiðslur á raunhæfum grundvelli, viður- kennir blaðið loksins sl. miðvikudag, að um það efni hljóti landslög að gilda, en ekki geðþótti bæj- arfulltrúa, og ennfremur, að skattalög frá 1942 takmarki rétt bæjarstjórna til að leggja útsvör á tekjur, sem eru meira en 200 þús. kr. Mikið var. En það er lærdómsríkt, að blaðið fæst fyrst til að viðurkenna þetta eftir að stríðsgróðaskattur sam- vinnufélaga hefur minna gildi fyrir bæjarsjóði — sem fá hluta hans frá ríkinu — en áður var. Meðan SÍS og KEA greiddu svo stórar fúlgur til ríkisins samkvæmt þessum lögum, að hlutur bæj- arsjóða skipti tugum þúsunda, þá var dauðaþögn í íslendingi. Þá var sá hluti aldrei talinn með greiðsliim samvinnufélaganna til bæjarsjóða, né heldur metinn sanngjarnlega, sem hluti af öllum skáttgreiðslum þeirra. Þannig eru ádeilur blaðs- ins á samvinnufélögin jafnan reistar á blekkingum og beinum rangfærzlum. EN ÍSL. er samt ekki af baki dottinn, þótt þessi haldreipi séu nú úr höndum hans .Blaðið kemst að þeirri niðurstöðu, að veltuút- svar KEA mundi nema 500—800 þúsund krónum éf það Væri ein- staklingsfyrirtæki. Þessar töíur býr blaðið til með þeim hætti, að leggja jafnt til grundvallar af- urðasölu fyrir bændur og fiski- menn, sem kaupfélagið annast, og almenna vörusölu og iðnaðar- framleiðslu. Með þessu er blaðið að gefa í skyn, að tekjuafgang- ur á sölureikningum innlendra afurða, sem teknar eru í umboðs- sölu, sé skatt- og útsvarsskyldur, enda þótt honum sé úthlutað til þeirra, sem vörurnar eiga, svo sem framleiðenda mjólkur og kjöts og fisks. En þetta væri mjög óréttlát skattheimta, auk þess lögbrot. Samband ísl. fiskfram- leiðenda fékk útsvari afþessutagi hrundið með dómi fyrir nokkrum árum, og hafði það þó einkasölu á saltfiskverzlun. Þar átti SÍF í höggi við bæjarstjórnaríhaldið í Reykjavík, en það hefur hvorki haldið uppi árásum á SÍF í blöð- um vegna þessa máls, né heldur reynt að fá lagaákvæðum um þetta breytt. Sýnir það, að íhald- ið í Reykjavík er vandara að vopnum í kosningabardaga en skriffinnar íslendings og er langt jafnað. Fyrir bændúi- og aðrá framleiðendur er þessi kenning „íslendings" sérstaklega lær- dómsrík. Þeir eiga, að kröfu blaðsins, að greiða útsvar í bæj- arsjóð hér af afúrðum sínum, sem kaupfélagið tekur af þeim í um- boðssölu. Verður fróðlegt að vita, hvort 2. þingmaður Eyfirðinga vill taka málið að sér fyrir ís- lending og freista þess að koma þessum skatti á bændur og út- vegsmenn í héraðinu. ÞAÐ ER HÆGT að rökræða rneð skynsamlegu móti um ýmis ákvæði skattalaga, en þó því að- eins að umræðugrundvöllurinn sé lögin sjálf, með kostum sínum og göllum. Það er líka hægt að rökræða um skattgreiðslur ein- stakra fyrirtækja, en því aðeins að tölulegár upplýsingar, sem lagðar eru til grundvallar, séu réttar. Hvorugt er gert í fslend- ingi. Ástæðan er augljós. Sann- leikurinn hentar ekki pólitísk- áróðri íhaldsins hér í bæ í þess- ari kosningahríð. Það heiitar heldur ekki að dregið sé fram í dagsljósið, að útsvarsgreiðslur „máttarstólpa" flokksins hér eru hvergi nærri eins miklar og hlað- ið vill vera láta. Einmitt vegna þess, hve framkvæmdir svo- nefndra athafnamanna Sjálf- stæðismanna eru hér smávaxnar og bundnar við smásöluverzlun- ina að langt mestu leyti, leggst skattabyrðin þyngra en ella á millistéttina og allan almenning. Það er þetta, sem Sjálfstæðis- menn vilja tlylja fyrir bæjar- mönrtUm. FOKDREIFAR Að Þönglabakká. Hreiðar Eiríksson á Lauga- brekku skrifar blaðinu: „í NÝÚTKOMNUM blöðum er skýrt frá því, að skemmdarverk hafi enn verið unnin í skipbrots- mannaskýlinu að Þönglabakka í Þorgeirsfirði, og hafa eftirlits- menn, sem þangað fóru þann 12. des. sl., þessa sögu að segja. Fyrir einu eða tveimur árurn var svipað athæfi framið þar án >f)ess að úpp kæmist hverjir þar voru að verki, urðu nokkur blaðaskrif um þetta og þótti með ólíkindum að sjómenn hefðu hér nokkuð nærri komið. f FRÉTTUM af skemmdarvcrk- um hinum nýrri, er því slegið föstu, að hér hafi „umrenniúgár“ á skemmtiferðalagi unnið að, — og þá helzt að skilja — þeir, sem landleiðina hafa komið, því að urnrenningar verða þeir síður kallaðir, sem á sjó sigla. Heitir Slysavarnafélagið og yfirvald á aðstoð allra þeirra, sem hjálpað geti til að finna hina seku og er þess full þörf, því að segja má að mannsmorði gangi næst að gera leik að því að eyðileggja björg- unarmöguleika þeirra, sem þarná kunna að verða stáddir á heljar- þröm. ÞANN 6. sept. síðastliðið haust fór eg undirritaður, ásamt fleira fólki, landleiðina út í Fjörðu, tjölduðum við og gistum framar- lega í Hvalvatnsfirði. Daginn eft- ir gengum við 5 saman vestur yfir hálsinn og ofan í Þorgeirs- fjörðinn og um garð á Þöngla- bakka. Þar sem segja má — með orða- lagi blaðamanna — að við höfun verið „umrenningar á skemmti- ferðalagi", og vegna þess að þess ferð var farin að mínu undirlagi vil eg, fyrir kurteisissakir, fríí okkur félaga af grun um að haf; stofnað til veizlufagnaðar o; skemmdarverka á hinum forn; kirkjustað. ÞVÍ ER EKKI að neita að við stigum fæti okkar inn í sæluhús ið á Þönglabakka og e. t. v. má segja að það hafi verið óþarfa hnýsni, en varla brot á lögum eða almennu velsæmi. Enginn okkar hafði komið í skipbrotsmanna- skýli áður, það var því ekki án lotningar að við röktum snæris spotta ofan af nagla, en sá út búnaður heldur þarna hurð að stöfum; er það hin frumstæðasta læsing, en fráleitt sú öruggasta. Fyrst er komið þarna inn í for- stofu, eru þar geymd gömul am- boð og netræksni, sennilega minjar frá fornri ábúð, frekar en að þessir hlutir tilheyri skip- brotsmannaskýlinu, því að ólík lega er nauðleitarmönnum ætluð svo löng dvöl þarna, að þeir þurfi að stunda bjargræðisvegi til lands og sjávar. OKKUR félögum var vitanlega með öllu ókunnugt um hvaða hlutir áttu að vera í skýlinu og hverjir ekki og getum því ekki sagt um hver bein skemmdarverlc hafi þarna verið unnin, en um gengni var hin hraklegasta. Hit- unartæki höfðu sýnilega verið notuð og borðhald farið fram, voru óhreín matarílát og skran alls konar á víð og dreif. . (Framhald á 7. síðu). Gróandi iSnaður er bezta trygging fyrir vaxandi atvinnuöryggi í þessu bæjarfélagi ÞAÐ er athyglisvert hve andstæðingar samvinnu- hreyfingarinnar hér, forðast rækilega að tala um þann iðnað, sem samvinnuhreyfingin rekur hér í þessum bæ. Þess í stað er látlaust tönnlast á því, hve þessi iðnaður og samvinnufélagsskapurinn borgi litla skatta til bæjarfélagsins. í síðasta tölu- blaði „Dags“ hefur verið gerð rækileg grein fyrir ósannindavaðli andstæðinga okkar um skattamálin og sýnt og sannað með tölum, að þessir háu skatt- greiðendur, „máttarstólpar" íhaldsins hér í bæ, greiða aðeifis lítinn hluta af þeirri upphæð sem KEA og Sambandið greiða bæjarfélaginu í skatta. ÞESS í STAÐ er þess vandlega gætt, að ræðá sem minnst um þau margþættu áhrif, sem hinn stórfelldi iðnrekstur samvinnufélaganna hefur fyrir þetta bæjarfélag. Þann merka þátt sem iðnaðurinn hefur öllu öðru fremuf átt í, að á undangengnum árum hefur verið gróandi í bæjarfélaginu. Iðnað- urinn hefur samhliða og hann hefur verið og er ein traustast atvinnustoðin í þessu bæjarfélagi átt merkan þátt í mörgum öðrum merkum framförum sem hér hafa orðið. Eitt af þeim óbeinu áhrifum er bygging raforkustöðvarinnar við Laxá, sem hvort tveggja í senn er tilkomin vegna fólksfjölgun- ar í bænum og þarfa iðnaðarins. Margt fleii'á mætti benda á þessu hliðstætt, en öllum sem eitthvað fylgj ast með því sem er að gerast er það full ljóst, að þar sem vaxandi atvinnuöryggi er fyrir hendi, þar fylgir margt fleira í kjölfarið sem miðaf að því að bæta hag fjöldans. í þessu sambandi er eigi úr vegi að líta til margra annara bæjarfélaga þar sem full- komin kyrrstaða ríkir í atvinnumálum viðkomandi staðái’. Þar eru litlar framfarir og þar er hið opin- bera tregt til allra athafna. IÐNAÐUR samvinnumanna í þessum bæ er nú í örum vexti, þar er verið að fara inn á ný og ný svið, og eru miklar vonir tengdar við margt sem þar er að gerast. Þessi iðnaður, sem í dag veitir um 5—600 manns fasta atvinnu árið um kring, vinnur jafnt og þétt áð því marki að auka tölu þeirra sem hann getur tekið við og veitt trygga atvinnu. FYRIR þjóðfélagið í heild er þessi iðnaður stór merkur, þar sem hann sparar nú þegar fjölda millj- óna í erlendum gjaldeyri árlega, en er auk þess merkur þáttur í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar, í því tilliti að vera sjálfri sér nóg á sem flestum sviðum. Sá mikli fjöldi manna sem við iðnaðinn starfar skilur þetta og finnur í æ ríkai'i mæli þann styrk, sem þeim sem einstaklingum er að þessari starfsemi og hver stoð hann er fyrir bæjarfélagið í heild. — Þetta vita líka andstæðingar samvinnuhreyfingar- innar þó þeir auglýsi það eigi í blöðum sínum, þess í stað grípa þeir til annara meðala, svo sem skatt- fríðinda samvinnufélaganna og reyna af veikum mætti að gera þau tortryggileg í augum fólksins frá þeim sjónarhóli. Þeim láist bara eitt í því efni og það er að þeim sést yfir að íslensk alþýða er nú orðið mjög vel upplýst og skilur málin eins og þau liggja fyrir og lætur því eigi toga sig á neinar hlið- argötur til þess að blinda sig þar. — IÐNAÐUR samvinnumanna er rekinn fyrir fólk- ið í landinu og það fólk sem við iðnaðinn starfar er með starfi sínu að vinna iðnaðinum æ traustari festu í þjóðlífi voru. Þannig vinnur það með störf- um sínum að því að tryggja lífsafkomu sína og sinna um langa og ókomna framtíð. Þetta fólk skilur að örugg afkoma iðnaðarins er öryggi fyrir þess eigin velferð. Þess vegna munu iðnaðarmenn samvinnu- hreyfingarinnar hér, ganga fylktu liði að kjör- borðinu á sunnudaginn kemur og kjósa þá menn er hafa barist og munu ávalt berjast fyrir velferð iðnaðarins í þessu bæjarfélagi, frambjóðendur F ramsóknarf lokksins. — Samvinnumaður.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.