Dagur - 30.01.1954, Blaðsíða 5

Dagur - 30.01.1954, Blaðsíða 5
(Laugardaginu 30. janúar 1954 D A G U R 5 Arður, sem ekki er greiddur, segir ísl.: Endurgreiðsla til viðskiptamanna K E & 757.000 krónur á s. I. ári - Innstæða félagsmanna í stofnsjóði er 6,1 millj. kr. Útborganir ór stofnsjóði nema tugran þúsunda á ári Skattamála- og samvinnusérfræSingar fhaldsins birtust í nýju gerfi í síðasta fslendingi. Finna þeir, að þeim er ekki lengur stætt á skattamálabiekkingunum, því að þeir eru uppvísir að því að hafa flutt hinar herfilegustu blekkingar um skattamál samvinnufélag- anna og skjóta sér undan að geta um greiðslur sem nema hundruð- um þúsunda í bæjarsjóð. Ofan á þessar falsanir staðreynda, reyndu þeir í fyrri viku að blekkja bæjarmenn um hverjir væru stærstu atvinnuveitendur bæjarfélagsins. LAUST OG FAST En þegar búið er að hrekja all- ar firrur þeirra, hörfa þeir til nýrra varnarstöðva og halda það- an uppi sama eiturgashernaðin- um og fyrr á hendur samvinnu- rekstrinum. Enginn arður, segja þeir. í miðvikudagsblaðinu síðasta er grein, sem nefnist ,,Skattfríðindi í skjóli arðs, sem ekki er greidd- ur“. Uppistaðan í greininni er dæmi um mann, sem á að hafa keypt „matvörur11 hjá KEA fyrir 120.00 kr. og ekki fengið arð eða endurgreiðslu nema af 6 krónum af upphæðinni. Augljóst er öll- um, sem til þekkja, að blaðið hefur þarna valið orðið „matvör- ur“ af nokkrum slóttugheitum, því að ekki er urri'annað að ræða en að maðurinn hafi keypt kjöt eða mjólk eða fóðurbæti. Kjöt og mjólkurvörur seíur KEA í um- boðssölu fyrir bændur og eru þær vörur ekki, og hafa aldrei verið, ágóðaskyldar. Á fóðurbæti er nær engin álagning. Ef við- skiptamaður íslendings hefði aft- ur á móti lagt leið sína í vefnað- arvörudeild félagsins eða skóbúð, hefði allt, sem hann keypti, hverju nafni sem nefnist, verið ágóðaskylt, og sama gildir um all an venjulegan varning í öðrum búðum. 757000 kr. á sl. ári. Þarna er því vísvitandi dregin upp röng myiid, enda sést vel, hvað hér er um að ræða, þegar fyrir liggja tölur um endur- greiðslu kaupfélágsins til félags- manna sinna á sl. ári, af viðskipt- um ársins 1952. Á árinu endurgreiddi * félagið félagstíiönnúm sítíum af ágóöa- skyldrí úttekt þeirra á almenn- um verzlunarvörum 756.919 krónur. Af upphæðinni hefur þegar verið grcitt út 274.025.00, en 482.894.00 krónur hafa verið Iagðar í stofnsjóð félagsmanna. Þetta kallar ísl. „arð, sem ekki er greiddur"! Getur blaðið bent á svipaðan hagnað, sem almenn- ingur hefur haft af viðskiptum við ,,máttarstólpana“ í Hafnar- stræti á einu ári? Stofnsjóður á 7. milljón. Á árunum næstu á undan nema enaurgreiðslur kaupfélagsins hundruðum þúsunda á hverju ári. Árið 1952 nam upphæðin 541.650.00, árið þar á undan 359 þús. krónum. Stofnsjóður félags- manna KEA var um fyrri áramót um 6,1 milljón króna. Þetta fé eiga félagsmenn og fá af því góða vexti. — Vaxtagreiðslurnar einar á sl. ári námu um 350 þúsund krónum, og um 300 þúsundm ár- ið á undan. Úr stofnsjóðnum er greitt til félagsmanna eftir sér- stökiun reglum á hverju ári, og það stórar upphæðir. Á árinu 1950 t. d. 244.665 krónur, á árinu 1951 kr. 66.569 og á árinu 1952 kr. 111.047.00. Það er þetta fé, sem Sjálfstæð- ismenn vilja skattleggja sérstak- lega og þar með ræna þúsundir manna í bæ og byggð árangrinum af samstarfinu í kaupfélaginu. — Þannig eru einkahagsmunirnir látnir sitja í fyrirúmi fyrir hags- munum fjöldans. Stórkostlegur sparnaður. Stofnsjóður félagsmanna KEA, sem nú er orðinn röskar 6 millj. króna, sýnir þær stórkostlegu fjárhæðir, sem samvinnurekstur- inn sparar almenningi og sem ella hefði lent í vasa kaupmanna eða orðið arður af hlutafjáreign nokkurra einstaklinga. En þó segir stofnsjóðurinn í dag ekki nema hálfa söguna. Á hverju ári eru upphæðir, sem skipta hundr- uðum þúsunda, greiddar við- skiptamönnum út í hönd sem endurgreiðsla á vörukaupum, auk þess fjármagns, sem lagt er í stofnsjóð, og að auki fara á ári hverju fram greiðslur úr stofn- sjóðnum samkv. reglugerð hans, og nema þær á 3 undanförnum árum frá 66 þús. til 244 þús. kr. á ári, eins og áður er rakið. LúaSeg biekkingartilraun. Grein sú, sem ísl birti sl. mið- vikudag um endurgreiðslu KEA, er í fyrsta lagi ósvífin árás á kaupfélagið, byggð á röngum og villandi forsendum, þar sem ér kaup á mjólk eða kjöti, sem selt er í umboðssölu fyrir bændur og er því ekki ágóðaskylt, og í öðru lagi lúaleg blekkingartilraun við almennnig, sem á að skilja það á greininni, að endurgreiðsla kaupfélagsins til félagsmanna sinna pé svo smávaxin, að hún skipti engu máli. Staðreynd er hins vegar, að félagið hefur á liðnum áruni endurgreití milljónir króna til félagsmanna sinna af vöru- kaupum þeirra og að á einu ári, því síðasta, sem skýrslur ná yfir nemur greiðslan 757000 krónum. Samvinnumenn mega gjörla sjá, að íhaldið svífst einskis í rógi sínum og svívirðingum um sam- vinnureksturinn. Þessi rógsher- ferð á að efla kjörfylgi íhaldsins og skapa vantrú á samvinnu- rekstrinum. Það er siðferðileg skylda samvinnumanna að hrinda þessari sókn, hvar í flokki sem þeir standa .Það gera þeir eftirminnilega með því að fylkja sér um B-Iistann á morgun. Hvernig stendur á því? Hverníg stendur á því Uð svo margir Sjálfstæðismenn forsmá stefnu einkaframtaksins í verki og hafa aðalviðskipti sín við samvinnufyrirtáeki? Ekki getur það verið vegna ARÐSINS (því Isl. upplýsir að KEA steli hortUm að mestu leyti, þó 757000.00 kr. arð- greiðsla sl. ár og 6 millj. kr. stofnsjóður stáðfesti það ekki). Ekki gétur það verið vegna hagstæðara vöruverðs (því kaupmenn bjóða sízt verri kjör, segir ísl.). Ekki gera þeir það til að læltka á sér útsvörin („því öruggasta leiðin til þess er að fá kaupmönnunum alla verzlun bæjarins í hendur,“ segir ís- lendingur). Og varla gera þeir það af ást til samvinnuhreyfingarinnar, því að þeir hljóta að dá hið blómlega og þróttmikla einka- framtak kaupmannanna, sem fsl. er svo heillaður af. En hvað er það þá, sem hefur valdið því að KEA hefur jafnt og þétt fært út starfsefni sína í réttu lilutfalli við samdrátt einkaframtaksins, sem horfir hefur í _glcymsku og enginn virðist sakna, því á fslendingUr eftir að svara. (Fi-amhald á 7. síðu). SAMANBURÐUR VIÐ TOGARASKIPSIIÖFNINA. Uppáhaldsblekking Sjálf- stæðismanna er að fullyrða, að ein togaraskipshöfn hér greiði meiri skatta til bæjarins en Kaupfélag Eyfirðinga. Þetta eru hrein ósannindi, því að til þess að fá fram hagstæða mynd sleppa Sjálfstæðismenn að geta um samvlnnuskattinn, sem er ekkert nema útsvar og nemur á annað hundrað þúsund kr., ennfremur sleppa þeir útsvör- um allra hlutafélaga kaupfé- lagsins, sem nema tugum þús- unda. En það er athyglisvert fyrir fólk að í þessum saman- burði er tekið starfsfólk Út- gerðarfélagsins og skattar þess, en hins vegar ckki minnzt á starfsfólk samvinnufélaganna. Það er nú upplýst, að launa- greiðslur þeirra hér í bænum ncma um 23 millj. króna, cða sem svarar 40 þxisund króna árslaunum til 570 fjölskyldu- feðra. Mundi elcki fslendingur vilja upplýsa, hversu stóra fúlgu þessi mannfjöldi greiðir í bæjarsjóð? Til leiðbeiningar fyrir blaðið má geta þess, að á Gefjun innheimti verksmiðj- an fyrir bæjarsjóð rétt um hájfa milljón á s. 1. ári, og er það ekki nema nokkur hluti útsvara starfsfólksins. TROMP ALÞÝÐUFLOKKSINS.j Aðaltromp Alþýðuflokksins í bæjarstjórnarkosningunuin í Reykjavík er, að bæjarútgerð- in þar, sem er íósturbarn Al- þýðuflokksmanna, og cinka- rekstrarílokkurinn styður, hafi greitt um 27 milljónir í vinnu- laun á s. 1. ári í þeirri stóru borg Reykjavík. Ef menn bera þessi vinnulaun saman við 23 miílj. kr. vinnulaunagreiðslu samvinnufélaganna hér í þess- um litla bæ, sést skýrar en áð- ur, hversu geysilega stór þátt- ur í atvinnu- og efnahagslífi bæjarmanna samvinnurekstur inn er. Kjörorð íhaldsins í þess um kosningum er: Burt með KEA, burt með SÍS! Þegar sú stefnuyfirlýsing er orðin að veruleika eiga bæjarmenn áð lifa á athafnasemi kaupmanna og lóðaeigcndanna í Hafnar- stræti. Glæsilegt fyrirheit um blómlegan bæ! STUÐNINGUR VIÐ TOGARAÚTGERÐINA Sjálfstæðismenn þykjastallra manna mest hafa stutt togara- útgerðina hér þcgar þeir skrafa við kjósendur fyrir ltosningar. En þykja þó fáorðir um kaup- in á Sléttbak. Kjósendur gætu spurt þá að því, hverjir haíi unnið að því að útvega þau lán, sem gerðu mögulegt að káupa Harðbak. Voru það Sjálfstæðis menn? Ennfremur 1 mætti grennslast um það hver sé stærsti hluthafinn í Útgcrðar- félagi Akureyringa og hafi verið frá upphafi annar en bæjai’sjóður. Eru það kannske „máttarstólparnir“ og athafna- mennirnir í Hafnarstræti? Eðá er það Útgerðarfélag KEA? — Loks væri fróðlget að vitá, hvaðan hafi komið lnásfé til þess að kaupa stærsta atvinnu- tæki sjálfstæðishetjanna hing- að til baéjarins, togarann Jör- und? Það skyldi þó aldrei vera að samvinnufélögin, sem að sögn ísl. hafa komið „mjög nið- ur á ahnenningi“ hér í bæ, hafi Iagt þar fram verulegan stuðn- ing til þess að fá hingað þettá atvinnutæki? ARAS Á LÍFSAFKOMU 2500-3000 MANNA Kjörorð íhaldsins í þessum kosningum, sem birt var á gleðisamkomu flokksins um síð ustu helgi, er: Burt með KEA burt með SIS. Skrif íslendings sanna, að þarna hefur engum ílialdsunglingi orðið mismæli. Þetta er stefnumál og yfirlýs- ing um, að bæjarmönnum sé vorkunnarlaust að lifa á at- hafnasemi Sverris, Valgarðs, Odds, og annarra slíkra mátt- arstólpa. Er því og yfirlýst í Snuddu-stefnuskránni með var nöglunum, að slíkir athafna- menn ætli nú að hefjast handa um að stofna ný iðnaðarfyrir- tæki í bænum. Fyrir starfsfólk samvinnufélaganna hér er þetta góð lexía. Það er blátt áfram stefnumál fhaldsins að eyðilcggja atvinnumöguleika þess hjá samvinnufélögunum. Hér er gerð bein árás á afkomu möguleika 2500-3000 manna í bænum, en á loft er haldið yf- lýsingu um iðnaðarfyrirtæki sem „máttarstólparnir" ætli af framkvæmdasemi sinni og ör- læti að reisa einhvern tíman í framtíðinni. Skyldu starfsmenn samvinnufyrirtækjanna vilja skipta? EFNILEGUR GRÓÐUR. í útvarpsumræðunum á fimmtudagskvöldið talaði Bjarni Arason, þjóðvarnarliði, og ræddi margt og mikið um þá spillingu, sem ríkti meðal gömlu flokkanna og hreinleika þjóðvarnarmanna. — Eftir að Bjarni hafði lýst því spillingar- innar díki, sem hann sagði gömlu flokkana vera, sagði hann: „Upp úr þessum jarðvegi er Þjóðvarnarflokkurinn sprott imr.“ Héldu sumir að hann væri þarna að skensa Bárð, eða kannske einhverja aðra fulltrúa heilagleikaflokksins, sem reynast kynnu jafn efni- legur gróður í landnámi hrein- leikans. BRANDARASMIÐIR. Kommúnistar koma nú fram í nýju hlutverki, birta brandara í hverju Verkamannsblaði. f gær segir blaðið t. d. að mál- flutningur þeirra í útavrp- inu hafi verið „röggsam- legur og snjall“ og á líklega einkum við Tryggva Helgason. Já, Tryggvi var einstaklcga áheyrilegur, það má nú segja.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.