Dagur - 30.01.1954, Blaðsíða 1

Dagur - 30.01.1954, Blaðsíða 1
KOSNIN G ASKRIFSTOF A Framsóknarmanna er op- in daglega kl. 10—12 f. h. 1—7 e. h. og frá kl. 8.30 á kvöldin B-LISTINN er listi Framsóknar- manna. XXXVII. árg. Akureyri, laugardaginn 30. janúar 1954 7. tbl. KjósiS fulltrúa samvinnumanna í bæjarstjórn á morgun! Framsóknarmenn, kjósið snemma! Samvinnumenn, snemma! 1. maður B-Iistans Jakob Frímannsson. 2. maður B-listans Þorsteinn M. Jónsson. 3. maður B-listans Guðmundur Guðlaugsson. 4. maður B-Iistans Ilaukur Snorrason. 5. maður B-listans 6. maður B-listans 7. maður B-Iistans Stefán Reykjalín. Ríkharð Þórólfsson. Gísli Konráðsson. 8. maður B-listans Skafti Áskelsson. (. Lærdómsríkar umræður um bæjarmál í útvarpimi í fyrrakvöícl Útvarpsumræðurnar um bæjarmál, sem fram fóru í fyrrakvöld voru lærdómsríkar fyrir bæjarmenn. Þær sýndu, að Framsóknar- flokkurinn hefur á liðnu kjörtímabili haft forustu um markverðqstu framkvæmdir í bænum og samvinnufélagsskapurinn er síyrkasta stoð efnahagslegra framfara og atvinnu í bænum. í heildarmynd útvarpsumræðn- anna á fimmtudagskvöldið varð Ijósara en áður, að Þjóðvarnar- ílokkurinn hér hcfur engin mál að tala um og enga raunverulega stefnuskrá í bæjarmálum. Fylgdi lítill gustqr þáíttöku þeirra í bæjarmálaumræðunum og fór svo að Iokum að þeir notuðu ekki allan tímann til þess að ræða við kjóscndur um áhugamál sín. í ræðum tveggja efstu manna listans kom ekkert nýtt fram. Þær snerust um ýmis fram- kvæmdamál í bænum, sem ýmist eru komin í höfn eða eru á dag- skrá hinna flokkanna og er eng- inn styrkur að tilkomu þessa flokks, enda þarf engan nýjan flokk til þess að koma þeim í höfn. Þriðji maður lista þjóðvarnar- liða virtist þó eiga erindi í út- Við annan tón kvað nú hjá Sjálfstæðismönnum en venja er í blaði þeirra hér og reyndu þeir lítt að taka upp þráð blaðsins til árása á samvinnufélögin eða halda uppi blekfeingum um starf- rækslu þeirra og skattgreiðslur. Það vakti ekki sízt athygli í umræðunum, að þjóðvarnarmenn sönnuðu það öllum hlustendum, að þeir hafa engin mál að tala um, ekkert nýtt fram að bera og eyddu ræðutíma sínum í fimbul- famb um málefni, sem aðrir flokkar hafa á dagskrá og ekki eru hóti betur á vegi stödd nema síður sé fyrir tilkomu þessa flokksbrots. Kommúnistar voru nú slappari en þeir hafa nokk- urn tíma verið áður og er það í samræmi við vonir þeirra um úrslit kosninganna. Alþýðuflokk- urinn reyndi að halda uppi nokk- urri stjórnarandstöðu, en þó fór mestur tími tveggja ræðumanna flokksins til þess að verja þeirra eigin afstöðu til ýmissa mála í bæjarstjórn. Málefnalegav rökræður Fraivjsóknarmanna. Jakob Frímannsson, efsti mað- ur B-listans, rakti í frumræðu sinni störf bæjarstjórnar og sýndi íram á, að fulltrúar Framsóknarflokks ins hafa liaft forustu um mark- vcrðustu framkvæmdirnar og hafa notað aðstöðu súia hjá ríkisvaldi og peningastofnun- um til þess að þoka áleiðis stórmálum, sem ella hefðu stöðvast í bili a. m. k. Hann gat þess m. a. að fyrjr for- göngu Framsóknarmanna var út- vegað 2 millj. króna lán til sjúkrahússins þegar við lá að byggingin stöðvaðist vegna fjár- skorts. Sjúkrahúsið er nú nær fullgert og tekið til starfa. (Framhald á 6. síðu). (Framhald á 7. síðu). Kosningaskrifstofðn er í Gilda- skálanum á morgun - símar 1166 og 1711 - bílaafgreiðsla í Bifrösf - símar 1244 oa 1798.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.