Dagur - 17.03.1954, Qupperneq 8
8
Baguk
Miðvikudaginn 17. marz 1954
Mikill áhugi meðal bænda
um með áburðarskammfa
Uraferðaráðunautar Búnaðarfélags fslands
ferðast um Eyjafjörð í þessari viku
og velja reitina
Fyrir helgina komu hingað til bæjarins umferðaráðunautar Bún-
aðarfélags fslands, Agnar Guðnason og Sigfús Þorsteinsson, er nú
ferðast hér um fjórðunginn til þess að annast þá sérstöku leiðbein-
ingarstarfsemi fyrir landbúnað, sem stofnað hefur verið til fyrir
Marshall-fé. Stendur starfsemin í 2 ár og sinna henni 4 ráðunautar.
fyrir lilraun
Ráðgerf að gróðursetja 90.000
trjápiöntur hér í vor
Hin nýja skógræktarmynd „Fagur er dalur“
sýnd hér nyrðra um þessar mundir
í ár verður farið um Norð-
lendingafjórðung og Austfirð-
ingarfjórðung, en næsta ár um
Sunnlendinga- og Vestfirðinga-
fjórðung.
Þeir Agnar og Sigfús ferðast nú
um Norðurland, frá Vaðlaheiði
að sýslutakmörkum Stranda- og
Norður-fsafjarðarsýslu, en um
Austurland ferðast ráðunautarn-
ir Egill Jónasson og Ornólfur
Örnólfsson og falla Þingeyjar-
sýslur báðar undir þeirra ferð.
Hafa farið um vesturhéruðin.
Þeir Agnar og Sigfús hafa
ferðast um Húnavatns- og
Skagafjarðarsýslur, en hurfu
liingað er tíð spilltist og færð
versnaði. Hafa þeir ekki lokið
ferðum um Skagafjörð og munu
hverfa þangað aftur.
Hér hófu þeir starfið með ferð
Áíengi tekið úr
Reykjafossi
Síðastliðinn föstudagsmorgun
fundu tollverðir, er voru með
Reykjafossi í ferð skipsins frá
Dalvík á Svalbarðseyri 150 flösk-
ur af spíritus í skipinu og var
áfengið gert upptækt. Áður höfðu
tollverðir fundið 96 flöskur af
spíritus í skipinu er það var statt
á Austfjarðahöfnum. Upplýst
mun hverjir af skipverjum voru
eigendur þessa áfengis og munu
þeir hljóta sinn dóm.
Komst til skila
Það bar við í hríðarveðrinu
er hér gerði fyrir stuttu að
skólapiltur fékk bréf frá póst-
húsinu hér á Akureyri, sem
ekki er í frásögur færandi. Tók
pilturinn við því um hádegisbil
og skundaði svo heim til sín í
matinn. Veðurofsi var og mik-
ið kóf. Þegar heim var komið
var bréfið horfið, hafði sýnilega
fokið úr vasa hans.
Síðastlinn sunnudag var
pilturinn að leik heima hjá sér,
sér hann þá bréfsnepil koma
. skoppandi eftir snjónum og
staðnæmast við fætur hans.
Þarna var komið bréfið sem
fauk í austanhvassviðrinu nú
fyrir skemmstu, en sl. sunnu-
dag var suðvestangola. Bréfið
var vel læsilegt.
til Ólafsfjarðar, en að því búnu
munu þeir ferðast hér innfjarðar
og heimsækja búnaðarfélög í
hverjum hreppi.
í samtali við blaðið létu þeir
vel af ferð sinnimeðalskagfirzkra
og húnvetnskra bænda. Bændur
fjölmenntu mjög á fundi þá, er
þeir efndu til, og voru fundirnir
hvarvetna hinir ánægjulegustu.
Kom í ljós, að bændur hafa mik-
inn og lifandi áhuga fyrir því
starfi, sem hér er verið að vinna.
Sýnisreitir í hverjum hreppi.
Eitt aðalatriðið í þessari nýju
leiðbeiningarstarfsemi er að
koma upp sýnisreit í hverjum
hreppi. Er reiturinn 1 hektari
alls, og síðan skipt í smærri reiti.
Reynt er að velja þessa reiti mið-
svæðis í hreppum, svo að sem
flestir hafi greiðan aðgang að
þeim, og á gamalræktuðum tún-
um. Tilgangurinn með sýnisreit-
unum er að sýna fram á, hverja
uppskeru má fá með vissum
áburðarskömmtum. Búnaðarfélag
ið leggur til áburðinn að 2/3
hlutum. Verður fylgzt nákvæm-
lega með grassprettunni á reit-
um þessum í sumar og bændum
gefnar sem fyllstar upplýsingar
um árangurinn.
5 ferðir ráðunautanna.
Ráðunautarnir vinna nú að því
að velja reitina og gera undir-
búningsráðstafanir. En þeir eru
ekki búnir að sleppa hendinni af
þessum reitum. Þeir eiga eftir að
líta eftir þeim fjórum sinnum enn.
Næst koma þeir um það bil sem
borið verður á í vor, síðan þegar
fyrri sláttur fer fram, þá þegar
annar sláttur fer fram og loks í
haust til þess að kynna árangur
tilraunanna.
Almennar umræður um
landbúnaðarmál.
Auk þess sem ráðunautarnir
ræða þetta mál við bændur á
fundum þeim, er þeir halda með
þeim í hreppunum, fer fram al-
menn leiðbeiningarstarfsemi um
ýmsa þætti búnaðarmála og ræð-
ir Agnar einkum um jarðrækt, en
Sigfús um búfjárrækt og einnig
heyverkun.
Hér í Eyjafirði munu þeir alls
halda um 14 fundi og verða hér í
hálfan mánuð. Auk þess munu
þeir væntanlega mæta á Bænda-
klúbbsfundi næstk. þriðjudag.
Fundahöld umferða-
ráðunautanna
Umferðaráðunautar Bl, sem
nú dvelja hér í héraðinu
(samtal við þá annars staðar í
þessu tbl.) munu efna til funda
i héraðinu næstu daga, sem hér
segir: I dag á Árskógsströnd, á
morgun í Öngulsstaðahreppi,
föstudag í Hrafnagilshreppi,
laugardag væntanlega í Amar-
neshreppi. Á mánudag í Saur-
bæjarhreppi, á þriðjudag í
Glæsibæjarhreppi og um kvöld
ið mæta ráðunautarnir á
Bændaklúbbsfundi hér á Ak-
ureyri. Verður þá rætt um
leiðbeiningarstarfið, en erindi
dýralæknisins, sem áður var
auglýst, er frestað.
Ríkisstjórn Islands hefur nú
sent dönsku stjórninni svar sitt
við tillögum þcim í handritamál-
inu, sem menntamálaráðherra
Danmcrkur fól menntamálaráðh.
íslands að bera fram við íslenzku
ríkisstórnina sem trúnaðarmál. I
svari ríkisstjórnarinnar var til-
lögum þessum hafnað, enda er
það í samræmi við þær undir-
tektir, sem málið hefur fengið
hér á landi, síðan skrif hófust um
tillögurnar í dönskum blöðum.
Ríkisstjórnin athugaði vand-
lega þær hugmyndir, sem þarna
komu fram. Meðan á athugun
ríkisstjórnarinnar stóð, fékk hún
vitneskju um, að menntamála-
ráðherra Dana hafði borið málið
undir formenn stjórnmálaflokk-
anna í Danmörk, og mátti þá bú-
ast við, að ekki yrði langt þar til
blaðaskrif hæfust um málið. Rík-
isstjórn íslands fór þess þá á leit
við dönsku stjórnina að mega
skýra stjórnmálaflokkunum hér
frá málinu og var það auðsótt, en
áður en til þess kæmi, hófust
blaðaskrifin um málið í dönskum
Agætur afli í Húsavík
- nýrri loðnu beitt
Undanfarna daga hefur ágætur
afli verið í Húsavík. Róa þaðan 5
—6 þilfarsbátar og nokkrar trill-
ur. Loðna veiddist í sl. viku inn
með fjörum í Húsavík og er
henni nú beitt. Eru horfur á að
áframhald verði á góðuðm afla,
því að mikið magn af loðnu náð-
ist og líklegt að áframhald verði
á loðnuveiði.
Skógræktarfél. Eyfirðinga boð-
aði til sýningar á hinni nýju
kvikmynd Skógræktar ríkisins
sl. mánudagskvöld. Heitir mynd-
in „Fagur er dalur“ og er mjög
falleg og lærdómsrík, því að hún
fjallar aðallega um vöxt barrtrjáa
á íslandi og sýnir á eftirminnileg-
an hátt þann glæsilega árangur
sem náðst hefur, einkum á Hall-
ormsstað og í Múlakoti.
Hefur myndin verið sýnd í
skólum hér og verður sýnd víðs
vegar um héraðið næstu daga. Er
óhætt að hvetja fólk til að sjá
myndina, því að hún er vel tekin
og Ijómandi falleg.
blöðum og síðan á íslandi, og var
málið þar með komið á opinberan
vettvang.
ENGINN SAMKOMULAGS-
GRUND V ÖLLUR.
Tveir lokaðir fundir voru
haldnir um málið á Alþingi, og
ríkisstjórnin ræddi málið þar
við þingmenn og undirbjó svar
sitt í samráði við þá. I svar-
inu sagði ríkisstjórnin, að það
sé skoðun hennar og allra ís-
lenzkra alþingismanna, að hug-
myndin um sameign handrit-
anna geti ekki orðið samkomu-
lagsgrundvöllur til lausnar í
handritamálinu, þar sem slík
sameign mundi gersamlega
brjóta í bága við þjóðartilfinn-
ingu íslendinga og skilning
þeirra á handritamálinu, og því
verða stöðugur ásteitingar-
steinn í sambúð þjóðanna.
VILJI TIL SAMKOMULAGS.
Þá mun stjórnin og hafa tekið
skýrt fram í svari sínu, að enda
þótt íslenzk stjórnarvöld geti af
framangreindum ástæðum ekki
fallizt á hugmyndina um sameign
handritanna meti þau mikils
þann vilja, sem fi-am kemur til
þess að finna lausn á málinu, og
treysta því, að það verði til lykta
leitt í samræmi við yfirlýstar
óskir íslendinga.
Danir afundnir.
Síðan svar íslendinga var birt
i Danmörk, hafa dönsk blöð mjög
rætt málið og eru afundin, þykj-
ast hafa boðið vel, enda verði nú
ekki meira rætt um málið við fs-
lendinga, segja sum þeirra.
Aðalfundur Skógræktarfélagsins.
Aður en myndasýningin hófst
skýrði Ármann Dalmannsson frá
helztu störfum Skógræktarfélags
Eyfirðinga, sem er sambandsfélag
eyfirzku skógræktarfélaganna.
Var aðalfundur félagsins haldinn
sl. sunnudag. Ármann sagði, að
nú væii ráðgert að gróðursetja
alls um 90 þúsund plöntur í hér-
aðinu, eða meira en nokkru sinni
fyrr og skoraði hann á bæjar-
menn og héraðsbúa að gerast
sjálfboðaliðar við gróðursetning-
arstörfin þegar kallið kemur. Ef
ekki fæst almenn þátttaka í vor,
verður ekki unnt að framkvæma
þessa áætlun.
Aukin þátttaka í starfinu.
Að lokinni sýningunni flutti
formaður félagsins, Guðm. Karl
Pétursson yfirlæknir, hvatning-
arorð til manna um aukna þátt-
töku í skógræktarstarfinu.
Hann taldi að skógræktarmálið
væri eitt af stærstu málum
þjóðarinnar í dag. Enn skorti
lifandi áhuga mikils þorra
þjóðarinnar. Enginu væri í
rauninni mótfallinn skógrækt,
en vandinn væri nú að yfirbuga
afskiptaleysi manna og leysa
orku fjöldans úr læðingi.
Sannað er að barrskógar þrífast
hér vel ,en starfið við að planta
skógi í stórum stíl er eftir. Til
þess þarf margar hendur og fórn-
fúsar og vilja til þess að gjalda
landinu fósturlaunin.
Myndin verður sýnd aftur
annað kvöld í Varðborg kl. 9.
Hestar drepast af
súrheyseitrun
Nýlega missti Indriði bóndi
Vilhjálmsson í Torfunesi í
Köldukinn 4- hesta, og er talið að
þeir hafi drepizt af súrheyseitrun.
Þá veiktust nýlega 4 hestar á
Víkingav., N.-Þing., og drápust
2 þeirra og var einnig talið að um
súrheyseitrun væri að ræða. Á
nokkrum bæjum öðrum hafa
hestar veikzt að undanförnu.
- Lækkun tolla
Framhald af 1. síðu).
framleitt góðar og ódýrar iðn-
aðarvörur til neyzlu innan-
lands og samkeppnisfærar vör-
ur til útflutnings. Engin þjóð
gæti verið án iðnaðar, allra sízt
sú, sem um langleiðir sækir
sína aðdrætti. Þrátt fyrir fá-
menni og hráefnaskort liefði ís-
lenzki iðnaðurinn staðizt vel
prófraun reynslunnar.
Frumvarpinu var síðan vísað
til 2. umræðu og fjárhagsnefndar.
Ríkissfjórn og Alþingi hafna
dönsku handritafiílögunum
Hugmyndin um sameign handritanna getur
aldrei orðið samkomulagsgrundvöllur