Dagur - 07.04.1954, Síða 4

Dagur - 07.04.1954, Síða 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 7. apríl 1954 DAGUR Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa 1 Hafnarstræti 88 — Sími 1166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 50.00. Gjalddagi er 1. júlí. Prentverk Odds Björnssonar h.f. 2 SjálfstæðisOokkurinn og bruna- tryggingarnar OFT HEFUR veri'ð bent á það hér í blaðinu, hve erfitt sé fyrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins utan af landi að þjóna kjördæmum sínum af trú- mennsku og flokki sínum um leið. Þetta fer nefni- lega ekki saman ævinlega. Ef annars vegar er höfuðborgin og ímyndaðir hagsmunir hennar en hins vegar hagsmunamál „utanbæjarmanna“, sem Reykvík-ingar kalla okkur, þá tekur stjórn Sjálf- stæðisflokksins alltaf skýlausa afstöðu með Rvík, og þá hefjast andlegar þrengingar vesal- ings þingmannanna, sem fólkið úti á landi kaus til að gæta þess að hlutur þess væri ekki fyrir borð borinn. Flokksstjórnin heimtar, að þeir fylgi Reykjavíkursjónarmiðinu skilyrðislaust, en sam- vizkan segir þeim líklega eitthvað annað. Ósköp er þá erfitt að geta ekki þjónað tveim herrum: kjördsemi sínu og Reykjavík, og úrslit sálarstríðs- ins verða því miður alltaf á eina leið. Þegar hönd- in læðist upp við atkvæðagreiðsluna, húkir betri vitundin í hlekkjum í sálarkjallaranum, en flokks- stjórnin sendir blíðubros inn um gluggana á efri hæð. UNDANFARIN ÁR hefur höfuðborgin haft sér- stöðu um brunatryggingar, eins og reyndar margt annað. Sjálfstæðisflokkurinn fékk það lögfest, að Reykjavík mætti bjóða út sínar tryggingar en þyrfti ekki að vera bundin Brunabótafélaginu eins og önnur sveitarfélög. Þetta reyndist í fram- kvæmdinni eins og fyrirfram var vitað, og síðan hafa reykvískir húseigendur þurft að greiða mikl- um mun minna fyrir tryggingar húsa sinna en aðrir landsmenn. En þetta þykir reykvískum Sjálfstæðismönnum ekki nóg, því að nú hafa þeir borið fram frumvarp á Alþingi þess efnis, að Reykjavík sé ekki aðeins heimilt að bjóða út brunatryggingar eins og áður hefur verið, heldur sé bænum heimilt einnig að taka þær í sínar eigin hendur. Segjast þeir munu gera það af þessu tvennu, sem hagkvæmara þyki, en grunur leikur á, að þeir vilji þarna eiga bakdyr til að skjótast út um ef svo hörmulega skyldi einhvern tíma til takast, að lægsta tilboð kæmi frá Samvinnutrygg- ingum, því að þangað þætti þeim óbærilegt að greiða peninga sína. j EINS OG skýrt var frá i blaðinu fyrir viku síð- an, fór fram atkvæðagreiðsla um það í Neðri deild um daginn, hvort önnur sveitarfélög skyldu öðl- ast þennan sama rétt og Reykjavík, hvort þau mættu bjóða tryggingarnar út eða taka þær í eigin hendur, ef þau kærðu sig um. Óskir um að losna við skyldutryggingu hjá Brunabótafélaginu hafa iðulega komið fram frá sveitarfélögum utan af landi, meðal annars héðan, en þeim hefur ekki verið sinnt. Allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Neðri deild greiddu atkvæði gegn því, að önnur sveitarfélög hlytu sama rétt og Reykjavík í þess- um málum. Þingmaður Akureyrar greiddi at- kvæði gegn því, að Akureyri fengi þennan rétt. Þar lagðist lítið fyrir góðan dreng. Magnús frá Mel greiddi atkvæði gegn því, að Eyfirðingar fengju þennan rétt til jafns við Reykvíkinga. Mikilli fui'ðu gegnir um báða þessa menn eink- Jónas Rafnar, að þeir skuli af fylgispekt við flokksforustu ganga svo mjög í berhögg við hagsmuni kjósenda sinna. Hvers vegna berst Sjálfstæðis- flokkurinn fyrir því með hnúum og hnefum, að brunatryggingar húsa úti á landi séu lögbundin í ríkisviðjum hjá einu félagi? Hví vill hann ekki leyfa, að önnur tx-yggingafélög keppi við Bruna- bótafélagið? Er flokkurinn ekki fylgjandi frjálsri samkeppni, og heldur hann, að illt -myndi af hljótast, ef tryggingafélögin keppi við Brunabótafélagið? Er flokk- urinn ekki fylgjandi frjálsri sam- keppni, og heldur hann, að illt myndi af hljótast, ef trygginga- félögin færu að bjóða niður ið- gjöldin hvert fyrir öðru? Þykjast ekki Sjálfstæðismenn vera mót- fallnir óþörfum afskiptum ríkis- valdsins? Og hvers vegna mega „utanbæjarmenn“ ekki hafa sama rétt og Reykvíkingar í þessu þjóðfélagi? ER ÞETTA er skrifað, eru úr- slit mála þessara á Alþingi öld- ungis óviss, og vel má vera, að Reykjavíkursjónarmiðið sigri í þessari atrennu, en málið er ekki þar með úr sögunni. Það verður ekki unað við það til lengdar, að tvenns konar réttur ríki i landi hér, og Reykvíkingum mun holl- ast að treysta varlega þessari sól sérréttinda sinna. „Sól tér sortna". Svo miklar töggur eru enn í „ut- anbæjarmönnum“, að þeir munu ekki skiljast við þetta réttlætis- mál fyrr en það hefur náð fram að ganga. Ársliátíð í Gagnfræðaskólanum. Björn O. Björnsson, prestur að Hálsi, sendir blaðinu eftirfarandi: „ÞAÐ ER í sjálfu sér ekki í frá- sögur færandi, þó að venjuleg árshátíð sé haldin í Gagnfræða- skólanum hér á Akureyri, — en skólastjórinn flutti við slíkt tæki- færi í gærkveldi smáræðu, er hafði nokkur ummæli að geyma, sem mér finnst ástæða til að halda á lofti. Ummæli þessi lutu að því, að vonandi væri, að námið í Gagn- fræðaskólanum, og öðrum því- líkum skólum, ætti það eftir, áður en langt um liði, að verða frjáls- ara og frjórra en verið getur við núverandi ströngu og þröngu námsgréinaskorður. Kom fram í ræðu skólastjóra heit tilfinning og sannfæring um gildi samfé- lagsins í skólum til ræktunar á mannfélagslegri hæfni unglinga, — en til þess væru skólar að stuðla að því, að unglingar yrðu sannir menn og hollir þjóðfélags- þegnar. Sagðist skólastjóri sakna þess mjög, að félagslíf innan skól- ans væri ekki miklu fjölskrúð- ugra og tímafrekara. Tildrög þess, að hugur og ræða skólastjóra beindust einkum í þessa átt, munu hafa verið atvik, er hann og sagði frá í ræðu sinni: Málsmetandi maður hér í bæ, ónafngreindur, en góður kunn- ingi hans, hafði samdægurs fund- ið að því við hann, að haldnar væru slíkar og aðrar skemmti- samkomur í skólanum; hélt, að nóg væri af slíku annars staðar. Skólastjóri sagðist hins vegar álíta það nokkurs virði að vita unglingana skemmta sér fremur á skólans vegum, við kennara umsjá, heldur en á almennum skemmtistöðum. Hefði ég haldið það mála sannast,svomyndarlega og prúðmannlega sem á málum var haldið á þessari árshátíð, en fjórðu-bekkingar voru þar gest- gjafar, og var öjl frammistaða þeirra til sóma — kurteislega og umhyggjusamlega tekið á móti eldri gestum; fallega og skyn- samlega búin hin stóra skyndi- stofa; prýðilegar veitingar, sem stúlkur IV. bekkjar höfðu séð einar um; vel samdar og fluttar ræður nemenda fyrir minni fs- lands og skólans, — kom í hinni síðarnefndu fallega fram sá hlýi hugur, sem kennurum og skóla- stjóra hefur auðnast að vekja með nemendum í sinn garð — og þá ekki hvað sízt mannúðlegt og hófi stillt frjálslyndi skólastjór- ans. Sannarlega var það dýrmæt ánægja að sjá hinn stóra, prúð- búna — já, fallega hóp unglinga. — Það skal tekið fram, að ég hefi ekki haft aðstöðu til að vera á skemmtisamkomu í skólanum fyrr. Já, skólastjórinn lét í ljós von um, að Gagnfræðaskólinn ætti það eftir að verða frjálsari í námsgreinahaftinu. Þetta álít ég orð í tíma talað, — og legg þá e. t. v. meira í það en skólastjóri hefir haft í huga. Ég álít, að verja mætti tímanum til muna heilla- vænlegar í almennum gagn- fræðaskóla með því að ætla nem- endum ekki að lesa svo, tiltölu- lega, nákvæma og þurra greinar- gerð um hluti, sem eru fjarlægir í tíma og rúmi og munu ýmsir aldrei framar koma þeim fyi'ir augu né eyru, þegar þeir eru farnir úr skólanum, hversu menntaðir sem þeir verða. Að mínu áliti er slíkt að vísu gagns- laust en alls ekki meinlaust, og gæti ég rökstutt þá skoðun hve- nær sem væri. Þann tíma, sem ynnist við að fækka stundum í sumum námsgreinum, álít ég að nota mætti til uppbyggingar unglingunum með því t. d. að láta þá: lesa (heima) vel valda kafla úr góðum bókmenntum og ræða hið lesna við þá, og öðru þvílíku. Einnig álít ég, að sumar þær námsgreinar, sem ég vil taka tíma frá, yrðu unglingunum gagnlegri, ef hætt yrði við yfirheyrslur að mestu, en kennarinn segði sem sögulegast frá atriðum, er lexíuna snerta og til slíks væru fallin, en- skyndipróf færu öðru hvoru fram — líkt og nú tíðkast. Að svo stöddu læt ég þessa smáádrepu nægja um mikilvægt mál. P. t. Akureyri, 4. apríl 1954. Björn O. Björnsson.“ Gleraugu fundin. Vitjist í Hafnarstxæti 15. Shni 1282. Ný kvenkápa til sölu. Nýjasta tízka (víð). Afgr. vísar á. Til sölu: Vegna brottflutnings er til sölu nýlcgur dívan og góð saumavél mcð rafmagnsmótor og hnappagatatæki. Afgr. vísar á. Heimili sklúbburinn Þeir eru orðnir allmargir klúbbarnir á landi hér, og skal það sízt lasta, því að margt af þeim er kjarngróður og öllum mannskepnum þóknanlegt, og á það ekki síst við um blessaða saumaklúbbana. Eg held, að karlmennirnir séu ekki of góðir til þess að gæta barnanna við og við. Hér þrífast líka prýði- lega skemmtiklúbbar, (sbr. Allir eitt, sem hlýtur að vera kominn til ára sinna), spilaklúbbar og bændaklúbbar. Allt eru þetta þénanleg samkvæmi góðra manna ,en af þeim er sjaldan of margt, því að „maður er manns gaman“, ekki sízt í fásinninu ut- an Reykjavíkur. Hér skal nú stuttlega skýrt frá klúbbi einum óþekktum og fátíðum mjög, heimilisklúbbnum. Eg þekki hann á einu heimili hér í bæ og hvergi ann- ars staðar. Miðaldra hjón eiga 4 börn. Það elzta 19 ára, en það yngsta 5. Meðlimir heimilisklúbbsins eru því 6. Eitt ákveðið kvöld í viku heldur þessi heimilisklúbbur fund, og hann er undirbúinn af tveim, cg þeir hafa stjórn á hendi. Það eru sagðar sögur, leikið, spilað og farið í alls konar leiki lengi kvölds. Góðgerðir eru veittar, og sjá stjórnendur um það. Allt er skipulegt og fyrirfram ákveðið, og kvöldið líður við glaum og gleði. Hjónin segja mér, að aldrei hafi inn á sitt heimili komið betra uppátæki en þessi heimilisklúbbur, því að börnin hlakki til kvöldsins alla vikuna, og þrátt fyrir elli sína, segjast þau gera það líka. Þau byrj- uðu á heimilisskemmtun þessari fyrir nokkrum ár- um, og bjuggust þá við, að elztu börnunum tæki að leiðast þetta, er þau nálguðust tvítugsaldurinn, en nú segja þau, að ekkert beri á því, nema síður sé. Það er oft sagt, að heimilið eigi að vera fyrir börnin. Jú, satt er það, að ef getan leyfir, miða menn herbergjafjölda íbúðar sinnar við fjölda heimilisfólks, — en er það ekki stundum allt og sumt? Foreldrar senda krakka sína í bíó eða eítt- hvað annað, og þar er þeim ætlað að skemmta sér, en heima má ekki ólaga í stofunum eða hafa hátt. Þá §r farið að tala um hið dæmalaust munntama umræðuefni: óþekktina. Eru ekki foreldrar margir allt of litlir félagar barna sinna í gleðimálum öll— um? Væri ekki ráð að stofna fleiri heimilisklúbba? Væi'i þá ekki von til þess, að unglingar hændust meira að heimilum sínum og foreldrar þyrftu síður að kvarta um, að æskan tylldi aldrei heima á kvöldin? X. ----o---- KARTÖFLUKtJLUR. (Uppskrift fyrir 6 manns) 750 g kartöflur — 3 matskeiðar kartöflumjöl — 2 egg — pipar — salt. Kai'töflurnar eru soðnar, flysjaðar og saxaðar einu sinni. Kartöflumjölinu, eggjunum, piparnum og saltinu blandað vel saman. Deiginu rúllað sam- an í smákúlur og lítill kjötbiti látinn inn í hverja kúlu. Kúlunum er svo velt í brauðmjöli og soðnar í fitu. Með þessu er borin brædd fita, rófustappa eða annað grænmeti í jafningi. ----o---- FISKUR í EGGJAHLAUPI. 4 egg, 2 matskciðar hveiti, hálf teskeið salt, pipar 6 dl mjólk. Fiskafgangur soðinn eða steiktur er látinn í mót, og er þá gott að hafa ögn af soðnum gulrófum eða gulrótum með. Jafningur er hrærður úr eggjunum, hveitinu og mjólkinni, og honum hellt yfir fiskinn. Bakaður þar til jafningurinn er vel hlaupinn og ljósbi'únn, í 30—50 mínútur.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.