Dagur


Dagur - 07.04.1954, Qupperneq 7

Dagur - 07.04.1954, Qupperneq 7
Miðvikudaginn 7. apríl 1954 D A G U R 7 Barnakerra til sölu. Upplýsingar í síma 1972. Svefnstóll — vel meðfarinn — til sölu. Upplýsingar í síma 1574. Unglingsstúlka til heimilisstarfa óskast nú þegar. KRISTJÁN JÓNSSON, Þingvallastr. 20, sími 1259. Stúlka óskast til léttra heimilisstarfa, um mánaðamótin. Skemmtiklúbbur Iðju verður n. k. laugardagskvöld í Alþýðuhúsinu og hefst ld. 8.30 e. h. — Spiluð verður félagsvist. Þorleifur Þorleifsson stjórnar, verðlaun veitt. Aðalspilaverð- laun Ritsafn Jóns Trausta. DANS Á EFTIR. Svanhvít Jósefsdóttir syngur með hljómsveitinni. Komið og skemmtið ykkur. STJÓRNIN. Jeppaeigendur Gírkassi, komplett, fyrir herjeppa til sölu. — Verð kr. 1600.00. - Sírni 1549.' Hreingerningar Tek að mér hreingerningar. Upplýsingar í síma 1447, fyrir hádegi. - Uppeldismálafundur - í Aðaldal (Framhald af 5. síðu). hafa sumar innstæðurnar lítið aukizt, nema um vextina. Fé það, sem börnum áskotnast, fer helzt til oft til sælgætis- og leikfangakaupa jafnóðum og þess er aflað eða fyrir happdrættis- miða. \ Happdrættin hafa komið mörgu góðu máli áleiðis, en eru ekki að sama skapi gott uppeldismeðal. Von um stóran vinning, kostnað- ar- og fyrirhafnarlítinn, víkur til hliðar þeirri heilbrigðu lífsskoð- un, sem treystir á eiginn afla og grundvallar musteri framtíðar- innar á erfiði sínu, hófsemi og sjálfsafneitun. Sú kynslóð, sem lærir í æsku þessar dyggðir, verður þjóð sinni þörf og hittir sína hamingjudís þar, sem hennar er sízt leitað. Víst munu þeir, sem hlustuðu á ræðu námsstjóra, þá, sem getið er hér að framan, hugleiða, hverra sök það er, ef börn þeirra læra ekki að bera virðingu fyrir starfinu og afrakstri þess, heil- brigði sjálfra sín og hamingju þjóðar sinnar. Hafi hann þökk fyrir komuna. Aðaldælingur. - Tamningastöðin ætlar að temja hest, verður að glöggva sig á kostum hans og löstum og vinna traust hans. Þarf oft til þess þá þolinmæði og tíma, sem tamningamaðurinn verður að hafa í ríkum mæli. í stuttri heimsókn á tamninga- stöð Hestamannafélagsins Léttis verður það hverjum ljóst, að kennarinn, Þorsteinn Jónsson, hefur unnið traust hinna mál- lausu nemenda sinna, og það svo, að í hópi hinna 20 hesta, sem þarna eru, er enginn „klækja- hundur“ eða „hrekkjafantur“ lengur. Það er eftirtektarvert að bændur héraðsins hafa tekið þessari starfsemi feginsamlega. Sýnir það að tamningastöð er nauðsyn. Ber því að fagna þess- ari fyrstu tilraun og vona að ekki verði látið staðar numið. Stjórn hestamannafélagsins skipa: Árni Magnússon formaður, Ingólfur Árnason og Vilhelm Jensen. Ferðatöskur Járn og glervörudeild Karlm.-armbandsúr (Mido-gerð) tapaðist í bæn- urn s. 1. föstudag eða laugar- dag. — Skilvís finnandi skili því í Brekkugötu 31, niðri. Góð fundarlaun. Hólmfríður Kruger, Munkaþverárstr. 23. Sími 1163. Páskamatur YÉR BJGÐUM YÐUR: SVÍNA- kótelettur karbonade steik hamborgarhrygg bacon NÁUTA- ' buff steik gullash DILKA- lærsteik hryggsteik kótelettur karbonade súpukjöt hangikjöt RJÚPUR Þurrkað RAUÐKÁL SMJÖR SMJÖRLÍKI TÓLG SULTUR EGG SAFT GULRÓFUR RAUÐRÓFUR JARÐEPLI LAUKUR NIÐURSOÐIÐ: gulrætur grænar baunir rauðrófur pickles agúrkur rækjur blandað grænm. SÚPUR m. teg. þurrkaðar og niðursoðnar. SALÖT, ÁSKURÐUR alls konar, SÍLD. Það er aðeins vika til bænadaganna. Pantið sem fyrst í hátíðamatinn. Kjötbúðir KEA Hafnarstræti 89. — Sími 1114. Ránargötu 10. — Sími 1622. ISLENZKAR ÆVISKRAR eftir Pál Eggert Ólason, í 5 stórum bindum. Fást með 50.00 kr. mánaðarlegum afborgunum. Bókaverzlunin EDDA h.f., Akureyri. I. O. O. F. = 13549814 - iZI HULD — 5954477 — IV/V — 2. Föstumessa verður í kvöld kl. 8.30 í Akureyarrkirkju. Fólk er beðið að hafa með sér Passíu- sálmana. (Síðasta föstumessa). Kirkjan. Messað í Akureyrar- kirkju á pálmasunnudag kl. 2 e. h. Ólafur Ólafsson kristniboði prédikar. — Að aflokinni messu gjörð er tekið á móti samskotum til kristniboðs. — F. J. R. Yngsta deild. Fund- ur kl. 10.30 f. h. n.k. sunnudag. Stúlkna- deildin: Fundur kl. 8 e. h. n.k. sunnudag í kapellunni. Möðruvallaklaustursprestakall. Á pálmasunnudag kl. 2 e. h. guðs- jjónusta í Hjalteyrarskóla, á skírdag kl. 2 í Skjaldarvík (altar- isganga), á föstudaginn langa kl. 2 messað á Bakka. — Á páskadag kl. 2 e. h. messað á Möðruvöllum og kl. 4 e. h. í Glæsibæ. — Á ann- an í páskum að Bægisá kl. 2 e. h. Sóknarprestur. Guðsþjónustur í Grundarþinga- prestakalli. Hólum pálmasunnu- dag kl. 1.30. — Saurbæ, sama dag kl. 3.30. — Grund, föstudaginn langa kl. 1.30. — Kaupangi, páskadag kl. 2. — Munkaþverá, annan páskadag kl. 1.30. — Möðruvöllum, sunnudaginn 25. apríl kl. 1.30. Ólafur Ólafsson kristniboði talar á samkomu í kristniboðs- húsinu Zíon á pálmasunnudag kl. 8.30 e. h. Tekið á móti gjöfum til kristniboðsins. Skugga-Sveinn hefur enn sem fyrr mikið aðdráttarafl. Troðfullt hús er í hvert sinn að leikið er, og miðar pantaðir langt fram í tímann. Það þarf sannarlega að vera ötul og ábyggileg afgreiðslu- kona, sem getur tekið á móti pöntunum á aðgöngumiðum á 5 sýningar í einu án þess að skeika. Lelðrétting. í síðasta tölublaði Dags misprentaðist í kvæði um Arnfríði Sigurgeirsdóttir. Yfir- skriftin átti að vera Arnfríður Sigurgeirsdóttir, en ekki Sigurð- ardóttir. Og í fimmta erindi í annarri línu að neðan, meitlað rún — á að vera meitlað rím. Hallgrímur Kristjánsson, inál- arameistari á Akureyri, andaðist 3. apríl síðastliðinn. Útför hans verður næstkomandi laugardag. Trúlofunarfréttir. Að gefnu til- efni skal það tekið fram, að trú- lofunarfregnir þær, er blaðinu berast í pósti verða ekki birtar nema bréfritari láti getið nafns síns og heimiilsfangs. Frá Amtsbókasafninu. Safnið verður lokað frá miðvikudeginum 14. apríl til mánudagsins 19. apríl. Mxmið aðalfund Jarðræktarfél. Akureyrar annað kvöld að Hótel KEA kl. 9. Bazar. Verkakvennafél. Eining heldur bazar í Verkalýðshúsinu sunnudaginn 11. þ .m., kl. 3 e. h. Fjöldi ágætra muna með lágu verði. — Verkakvennafél. Eining. 30. marz andaðist Snjólaug Sig- urðardóttir Brekkugötu 34 hér í bæ, móðir Sigurðar Þórarinsson- ar jarðfræðings, Stefáns Þórar- inssonar húsgagnasmiðs og þeirra systkina. Slysavarnafélagskonur Akur- eyri. Munið fundinn í Alþýðu- húsinu annað kvöld kl. 8.30. Úr Alþýðublaðinu s.I. sunnu- dag. Hr. Ágúst M. Sigurðsson er að lýsa Grímseyjarför s. 1. sumar, og segir: „Veðrið var undurfagmrt, svo að jafnvel Eyjafjörður vár fagur á að horfa.“ Já, nokkuð skal til. Kvennasamband Akureyrar (Eining, Framtíðin og Hlíf) held- ur fund sunnudaginn 11. apríl kl. 8.30 e. h. í Verkalýðshúsinu, Strandgötu 7. Fundarefni: Slcýrt frá 10. landsþingi K. í. og sam- bandsfundi S. N. K. á Dalvík. Rætt um 40 ára afmæli S. N. K. á Akureyri næsta sumar. Stjórnin. I. O. G. T. Stúkan Brynja nr. 99 heldur fund næstk. mánudag. — Kosningar. Ný hagnefnd skemmt ir undir kaffiborðum. Náttúrulækningafélag Akur- eyrar heldur aðalfund sinn að Túngötu 2 sunnudaginn 11. apríl kl. 4 e. h. Til nýja sjúkrahússins Áheit frá konu kr. 1000.00. — Áheit frá Önnu Tryggvadóttur kr. 100.00. — Áheit frá konu kr. 50.00. — Áheit frá Láru kr. 100.00. — Áheit frá Önnu kr. 200.00. — Gjöf frá R. J. kr. 100.00. — Gjöf frá Júlíusi Magnússyni kr. 100.00. — Gjöf frá S. J. A. kr. 500.00. — Gjöf frá Múrarafélagi Akureyrar kr. 1000.00. — Með þökkum móttek- ið. G. Karl Pétursson. Frá Leikfélagi Akureyrar. —■ Næstu sýningar á Skugga-Sveini yerða í kvöld, laugardags- pg sunnudagskvöld. Þá er gert ráð fyrir að sýningar falli niður þar til eftir páska og verður þá senni- lega leikið aftur síðasta vetrar- dag. Aðeins örfáir miðar eru ó- lofaðir á sýninguna í kvöld. Að- göngumiðarnir eru afgreiddir í Eddu kl. 2—4 daginn fyrir leik- dagana og í leikhúsinu kl. 7—8 leikdagana, ef eitthvað er óselt. Á öðrum tímum má panta að- göngumiða í síma 1906. Sextugur varð Elias Tómasson, bankagjaldkeri, síðastliðinn laug- ardag, 3. apríl. Bamastúkan Samúð nr. 102 hefur fund í Skjaldborg næstk. sunnudag kl. 10 f. h. Nánar aug- lýst í barnaskólanum. - Virðulegar móttökur við komu forseta (Framhald af 1. síðu). dag. Hvarvetna heyrir maður fólk, sem séð hefur móttökurnar, tala um hve fallega forsetahjónin komi fram og virðulega. Kaupmannahafnarblöðin í dag flytja mjög ítarlegar frásagnir af heimsókninni með myndum. Þessi fallegi, danski vordagur hefur verið helgaður íslandi að verulegu leyti, og það fer ekki milli mála að það er vilji dönsku konungsfjölskyldunnar og stjórn- arvaldanna, að forsetaheimsóknin verði í alla staði virðuleg og votti vinarhug dönsku þjóðarinnar til fslands. H. Sn. Flest til vorhreingerninganna fæst í Vöruhúsinu h.f.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.