Dagur


Dagur - 21.07.1954, Qupperneq 4

Dagur - 21.07.1954, Qupperneq 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 21. júlí 195é DAGUR Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 88. — Sími 1166. Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 50.00. Gjalddagi er 1. júlí. Prentverk Odds Björnssonar h.f. j»: Vænlegar horfur í happdrætti síldveiðanna í ÞEGAR ÞESSAR LÍNUR eru ritaðar, horfir allvænlega um aflabrögð síldveiðiflotans hér úti fyrir Norðurlandi. Söltunarleyfi hefur nýskeð ver- ið veitt, og fyrstu síldartunnurnar á þessari vertíð hafa þegar verið fylltar hinu duttlungafulla og stopula, en þó svo dýrmæta, eftirsótta og lang- þráða „silfri hafsins", sem borizt hefur á land á mörgum söltunarstöðvum úr hinni fyrstu verulegu aflahrotuú þessu sumri. — Jafnvel hér á Oddeyr- artanga er síldarsöltunarfólkið tekið til starfa. Dixilslög beykjanna og hróp áhugasamra síldar- stúlkna, sem kalla í ergi og gríð á tunnur og salt, kveða nú aftur við á þeim fornu slóðum og minna á þá góðu og gömlu daga, þegar síldarverkun var enn snar þáttur í atvinnulífi bæjarmanna. Og „peningalýktina" úr Krossanesi og jafnvel frá síldarverksmiðjunum, sem fjær standa og utar við fjörðinn, leggur aftur með hafgolunni yfir bæinn og fyllir vit okkar í góðviðrinu, svo að menn tekur að dreyma stóra drauma um nýja uppgangstíma í sambandi við verulegan síldarfeng, er berast muni þjóðinni á nýjan leik og bjarga við mörgum þeim hlutum, er riðað hafa til falls að undanförnu eftir tíu mögur ár aflabrests og vandræða. j AÐ SJÁLFSÖGÐU veit þó enginn enn með nokkurri vissu, hvort þessir draumar muni rætast að þessu sinni, eða hregðast hörmulega, eins og svo oft að undanfömu, Þekking og reynsla haf- rannsóknamanna okkar og fiskifræðinga nær enn svo.skammt, að varlega er á það treystandi, að þeir sjái þar miklu lengra fram í tímann en aðrir mepn, enda játa þeir það fúslega sjálfir. En vissu- lega er það gleðilegt, og vonandi að það gangi eft- ir, að að þeir þykjast sjá þess ýmis merki, að stór- um meiri líkur séu nú til þess en löngum áður, að síldin ætti að geta komizt að landinu. Vísinda- menn þeir, sem að undanförnu hafa verið við slíkar rannsóknir austur og norður í hafi, hafa nýskeð komið saman í Færeyjum til þess að bera þar saman bækur sínar. Þykja niðursjöður þeirra 'benda. eindregið í þá átt, að hitaskilyrði sjávarins, átumagn á miðunum og ýmis önnur atriði, er hér koma mjög við sögp, séu að þessu sinni með þeim hætti, að líkindi séu til mun betri síldarafla hér við land á vertíð þeirri, sem nú er hafin, en um langt skeið að undanförnu. k>. . 1 ÞÁ HEFUR EINNIG tekizt nú þegar að selja verulegt síldarmagn á erlendum markaði fyrir mjög viðhlítandi. verð, og vonir standa til,.að enn meiri sala geti tekizt, þótt fyrir því sé engin vissa að svo stöddu. Þátttakan í síldveiðunum virðist og benda til þess, að útgerðarmenn og sjómenn séu nú bjartsýnni en t. d. í fyrra á horfurnar í þessum efnum, ef marka mætti vaxandi fjölda veiðiskipa og eins hitt, að menn virðast hafa lagt talsvert meira kapp á það nú en þá að vera snemmbúnir á miðin. En fleiri ástæður munu vissulega koma bér til en þær, er nú voru nefndar, í þessum efn- ijm. T. d. mun það valda nokkru um þetta, að hag- ur margra útgerðarmanna er betri eftir síðustu vetrarvertíð en hann var á sama tíma í fyrra. VÍSINDALEGAR hafrannsókn- ir og fiskifræði eru enn tiltölulega ungar fræðigreinar, en hafa þó þegar ráðið ýmsar markverðar gátur og leyst mikilsverð við- fangsefni á sínu sviði. Ef til vill kemur að því fyrr en seinna, að með aðstoð þessara fræða breyt- ist síldveiðarnar úr áhættusömu happdrætti í úrvissan og tiltölu- lega öruggan atvinnuveg. Víst væri þess mikil þörf. Við íslend- jngar eigum þegar álitlegan og duglegan hóp fræðimanna í þess- um greinum, og rannsóknarskip eru gerð út með, æ fullkomnari tækjum til þess að sinna þessum viðfangsefnum, bæði sjálfstætt og í samstarfi við vísindaleiðangra annarra þjóða. Rétt er og skylt, að ríkisvaldið og aðrir aðiljar styðji þessa viðleitni eftir fremstu getu fámennrar og fátækrar þjóð- ar. Það mun fyllilega svara kostnaði, þegar til lengdar lætur, þótt vísast sé, að síldveiðimenn okkar verði þó enn um stund fyrst og fremst að styðjast við, eigin reynslu, skarpskyggni og eðlisávísun hins fengsæla. veiði- manns, er þeir láta úr höfn hverju sinni til þess að leita þeirra verðmæta, sem getai reynzt þjóðarheildinni alliú svo dýrmæt björg í búi, ef vel- tekst til um aflabrögðin. Vinur, sem til vamms segir! UNGUR OG e. t. v. upprenn- andi rithöfundur, ættaður úr Skagafirði, sem eitt sinn átti heima hér í bænum um noþkurra ára skeið og var þá um tíma for- maður í félagi ungra Sjálfstæðis- manna á Akureyri, en fluttist síð- ar til Reykjavíkur og er nú rit- stjóri Æskulýðssíðu Tímans m. a., ritaði eigi alls fyrir löngu í það blað ritdóm um nýja ljóða- bók. Ritsmíð þessi er ekki sér- lega löng, en í henni tekst rit- Stjóranum þó að koma því að á eigi færri en fimm stöðum, að þrátt fyrir mikla, meðfædda hæfileika hafi skáldinu (Krist- jáni frá Djúpalæk) þó aldrei tek- izt að verða annað né meira, að mönnum á að skiljast, en meðal- skussi í ljóðagerðinni, enda sé það full vorkunn, því að höfund- ur Ijóðanna hafi ungur orðið fyr- ir því andlega áfalli að eiga heima á Akureyri nokkur ár, og meira en meðal sálarstyrk þurfi til þess að þola svo niðurþrúgandi andleg áhrif án þess að láta bug- ast, ekki sízt þar sem við þetta sálardrep bætist sú hörmung, að skáldið hafi, einnig á viðkvæm- asta aldri, komizt í kynni við „lýðskóla11 og orðið fyrir áhrifum einhverrar stefnu, sem ritstjórinn kallar „skandinavisma", þótt ekki sé annars alveg ljóst, hvað hann á við með þeirri nafngift, né heldur hvemig mannskemmda áhrifum þeirrar stefnu á ungar, skáldhneigðar sálir sé annars háttað. Orðréttar tilvitnanir í ummæli verðlaunaskáldsins. PILTUR ÞESSI vakti nokkra athygli á sér eigi alls fyrir löngu, þegar hann varð hlutskarpastur í smásagna-samkeppni Samvinn- unnar og var sendur í verðlauna- skyni fyrir smásöguna „Blástör" til Miðjarðarhafs á samvinnuskipi og fyrir fé samvinnumanna. Og nú er hann, eins og áður er getið, orðlnn annar ritstjóri Æsþulýðs- síðu Tímans. Sízt getur það því verið furðuefni nokkurt,- þótt íbúar stærsta samvinnubæjar landsins, og yfirleitt fólkið úti á landsbyggðinni, láti sig nokkru varða, hvað slíkur maðpr leggur til málanna, þegar bókmenntir og menningarmál ber á góma. En þar sem ritdómar blaðanna munu yfirleitt ekki eftirsótt lestrarefni öðrum en áhugamönnum um bókmenntir, þykir rétt að koma þessum talsvert frumlegu skoð- unum Indriða ritstjóra á fram- færi við það fólk, sem þær varða alveg sérstaklega, án þess að bollaleggja hið minnsta um það, hvort þær muni réttmætar og sanngjarnar eða ekki. Ætti hon- um að vera nokkur greiði með því gerður að flytja þessu fólki boðskap hans með orðréttum til- vitnunum í nefndan ritdóm. „Ungskálda akademían á Akureyri“. ÞAR SEGIR svo m. a.: „Krist- ján (frá Djúpalæk) hefur orðið fyrir þeirri óheppni að vera bráð- þroska maður, svo (að) dvöl hans ungs í lýðskóla og síðar mótunar- ár á Akureyri ætla að sitja lengur í honum en gott er. Gáfaðir menn og skáld, eins og Kristján, hafa orðið að minnu en hann, þótt slíkt niðurþrúgandi andlegt uppeldi eins og Akureyrardvöl og lýð- skóli lendi ekki á mótunarárum gljúps hugar hvað eftir annað og með skömmu millibili." — Rit- stjóranum, sem glöggt má marka, er nú orðinn góður Reykvíkingur, sem lítur djúpt niður á „provins- una“, fellur illa það skáldskap- arform, sem hann kallar ',,pro- vinskveðskap" og.liggur Kristjáni mjög á hálsi fyrir það, að „hann leyfir sér stundum að yrkja eins og meykerling í byggðaljóðum og tekur sér í munn orð eins og sumai-fögur sveit og blá berg- málsfjöll, hrúgildi væminna lýs- ingarorða, sem prísuð eru í lýð- skólum og í ungskálda akademí- unni á Akureyri, þar sem þeir láta sig ekki muna um að yrkja löng kvæði um bíómyndir og eru þjóðlaunuð skáld, fyrir.“ — (Því skal skotið hqr inn í, milli sviga, að menn hér í bæ, sem helzt mega þó eitthvað um þetta vita, átta sig alls ekki á því, hvað rit- stjórinn er að fara, þegar hann nefnir rmgskálda akademíuna og þjóðlaunuðu ljóðin um bíómynd- irnar, og væri því sjálfsagt fróð- legt, ef Indriði vildi svo vel gera að upplýsa þessi atriði nánar næst, þegar hann sendir okkur norðanmönnum kveðju guðs og sína. Annarra skýringa á þessu skrifi hans er óþarft að leita, því að vel má skilja, hvað fyrir hon um vakir að öðru leyti.) „Stór maður og svartur í augum.“ ÞEGAR INDRIÐA ritstjóra finnstKristján skáld allra lágkúru legastur og andlausastur í kveð skap sínum. verður honum að orði í heitri hneykslan sinni og- um vöndunarsemi: „Þarna kemur skandinavisminn og lýðskólinn og Akureyrin í fullum krafti. Maður gæti allt ,að því lagt hendur á vin sinn Kristján fyrir þessa linku.“ — En Kristján er ekki alltaf svona linur, að dómi ritstjórans Um það segir þar — enn orðrétt eftir haft: — „Og innan um þetta allt er snilld. Stór maður og svartur í augum, mikið skáld og hvergi sjúkur; maður, sem gefur skít í skandinavisman(n); lýð skólamenninguna og Akureyr (Framhald á 5 síðu) Heimilisiðnaðarsýningin í Húsmæðraskólanum Hvenær kemur byggðasafnið tii skjalanna? HEIMILISIÐNADARSÝNINGAR þeirrar, sem ný- lega er lokið,. og haldin var í húsakynnum Hús- mæðraskóla Akureyrar, hefur að vísu áður verið lítillega getið hér í blaðinu, en gjarnan mætti henn- ar vera nánar minnzt, því að hún var allmerkileg fyrir margra hluta sakir, enda fór aðsókn að henni sívaxandi, því lengur sem hún stóð, þrátt fyrir nokkurt tómlæti bæjarblaðanna, og sýnir það vel, að fólk, sem þangað kom, hefur getið hennar að góðu, og það hefúr fyllilega þótt ómaksins vert að skoða hana, SÝNINGIN var haldin í tilefni af 40 ára afmæli Sambands nörðlenzkra kvenna, og var munum safn- að af öllu sambandssvæðinu, og auk þess leitað eftir munum allt vestur í Strandasýslu. — Gat þar að líta fjölda muna, sem nú eru gleymdir og hætt er að nota en aðrir voru fengnir á sýninguna vegna fagurrar eða listrænnar smíði. Eigi má heldur gleyma munum þeim, sem fengnir höfðu verið á sýninguna sökum þess, að þeir eiga sérstæða sögu að baki sér, enda vöktu þeir ekki hvað minnsta athygli sýningar- gesta. Má í þeim flokki nefna, af nokkru handahófi þó, forkunnarfögur og skrautleg axlabönd, sem Þór- arinn á Bakka, afi Gunnars rithöfundar Gunnars- sonar, átti á sinni tíð, og.sokkatré Benedikts Sveins- sonar sýslumanns að Héðinshöfða. ÞÁ VORU ÞARNA gripir eins og kaffikvörn úr ísl. steini, margra alda gömul, sem allt til þessa hefur verið í notkun á Munkaþverá. Þarna var og sýnt minningarspjald og hálsfesti, hvortveggja gert úr konuhári, myndarammar úr hrosshári, karfa úr ísl. tágum. Ennfremur hvalbeinstengur, sem notaðar voru við skinnklæðagerð í gamla daga, trafaöskjur, rokkur úr hvalbeini, ævagömul innsigli, fjöldinn allur af fögrum og fáséðum silfurmunum, svipur, beizli og ístöð úr látúni. Starkóngur var þarna úr gömlu reiðbeizli, glóðarker ævafornt úr kopar, kökupikkur, nálaprikka, útskornar skrínur og öskj- ur, söðuláklæði forn og sjöl, möttlar, handsaumuð karlmannablaðka, Mývatnshetta, knippliskrín og aðrir þjóðlegir og sögulegir munir, sem nú eru sem óðast að hverfa, og sumir þegar með öllu gleymdir almenningi. f ÞESSU SAMBANDI rifjast upp fyrir mönnum sú spurning, hvenær við Norðlendingar munum eign- ast okkar eigið byggðasafn. Vitað er, að þegar hef- ur nokkur gangskör verið að því gerð að safna munum og minjum, sem vel gætu hæft á slíkum stað. En gripir þeir af þessu tagi, er sýndir voru á heimilisiðnaðarsýningunni og stuttlega hefur verið getið hér að framan, benda ótvírætt í þá átt, að öll kurl séu engan veginn komin til þeirrar grafar, og enn. leynist fjöldi merkra gripa af þessari tegund úti á meðal. almennings, — munir, sem hafa veru- lega menningarsögulega þýðingu og þurfa að kom- ast sem fyrst í örugga geymslu, þar sem bæði heimamenn og gestir eigi að þeim greiðan gang til þess að sjá þá og skoða í réttu umhverfi. Von- andi kemst bráðlega meiri skriður á þetta mál en enn þá er orðið. En það er saga út af fyrir sig og verður ekki rakin-hér nánar að sinni. Berjatínsla hafin í Eyjafirði Berjaspretta virðist ætla að verða með ágætum í sumar hér um slóðir. Strax um miðjan þennan mán- uð fóru börn héðan úr bænum og úr Eyjafirði í berja- mó, og fengu þau flest mikið af berjum, þroskuðum og stórum. Létu börnin af því, að víða væri þá þegar orðið krökkt af berjum, og það jafnvel svo, að berja- landið væri orðið svart og blátt yfir að líta.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.