Dagur - 05.08.1954, Blaðsíða 4
4
D A G U R
Fimmtudaginn 5. ágúst 1954
DAGUR
Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON.
Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta:
Erlingur Davíðsson.
Skrifstofa í Hafnarstræti 88. — Sími 1166.
Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi.
Árgangurinn kostar kr. 50.00.
Gjalddagi er 1. júlí.
Prentverli Odds Björnssonar h.f.
f Vandi, sem verður að leysa
SÚ VAR TÍÐIN, að bjartsýnir menn í landinu
þóttust eygja flestra meina bót í atvinnulífi og
fjármálum þjóðarinnar, ef keyptir yrðu hingað til
lands sem flestir og stærstir nýir togarar á sem
skemmstum tíma. Mundi þess þá skammt að bíða,
að hinn nýi floti stórra og velbúinna veiðiskipa
yrði þess megnugur að mala þjóðinni svo mikið
gull, að óþarft væri fyrir hana að kvíða afkomunni
eftir það. Hinir allra bjartsýnustu menn á þessum
tímum hins gífurlega stríðsgróða voru þegar tekn-
'ir að ræða um það t. d. — og að því er virtist í
íyllstu alvöru — að rétt og skynsamlegt væri að
leggja íslenzkan landbúnað niður að mestu, nema
þá helzt í hinum beztu sveitum í nánd við höfuð-
staðinn, og kaupa landbúnaðarafurðir frá öðrum
löndum. Ef einhver skyldi efast um, að hér sé rétt
frá hermt, ætti að nægja að benda þeim á að
kynna sér t. d. skrif skáldsins frá Laxnesi frá
þessum árum og undirtektir fylgismanna hans og
skoðanabræðra.
I
EKKI ER ÞESS að dyljast, að það var mikil
höfuðnauðsyn að endurnýja og auka að mun tog-
araflota landsmanna, sem var ærið fornfálegur
orðinn og úr sér genginn í lok heimsstyrjaldar-
innar. Um þetta voru og allir ábyrgif menn sam-
mála, þótt skoðanir skiptust um það, hvernig að
þessu nauðsynjamáli skyjdi staðið að öðru leyti.
En hvað sem því líður, er nú svo komið, að allur
togaraflotinn íslenzki að kalla hefur verið endur-
nýjaður og stóraukinn á tiltölulega skömmum
tíma. Hins vegar hefur reynslan ótvírætt leitt það í
Ijós, að því fer harla fjarri, að allir hnútar hafi
þar með verið leystir í sambandi við fjárhagsmál-
in og atvinnuástandið, heldur er hitt sönnu nær,
að ýmsum þyki sem hnútar þeir hafi nú um sinn
sjaldan verið fastar né harðar riðnir en einmitt
nú. Og vissulega er mikil vá fyrir dyrum, þegar
svo er komið í þessum efrium, að verulegur hluti
hins fríða og stórvirka veiðiskipaflota, sem þjóðin
hefur lagt svo stórar fjárfúlgur út fyrir og bundið
svo miklar vonir við, liggur tjóðraður og ónotaður
við hafnarbakka bæjanna.
)!
EKKI KEMUR mönnum það á óvart, að talið
er, að milliþinganefnd sú, sem haft hefur þessi
:raál til athugunar að undanförnu, hafi komizt að
þeirri niðurstöðu, að kvartanir útgerðarmanna
ym halla á rekstri skipanna nú um skeið, hafi yf-
xrleitt verið á fullum rökum reistar, þótt nokkuð
sé það misjafnt, hvemig útgerðin hafi gengið að
þessu leyti, svo sem vitað var áður. T. d. er okkur
: Akureyringum kur.nugt um það, að á sama tíma
og togaraútgerðin hér í bænum hefur reynzt hin
mesta lyftistöng fyrir allt athafnalíf og afkomu
bæjarfélagsins, hefur hún verið rekin af svo mikl-
um dugnaði, myndarskap og heppni — bæði á
sjó og landi — að fjárhagslega hefur hún einnig
staðið betur af sér áföllin, fram að þessu a. m. k.,
en víðast hefur til tekizt annars staðar á sama
f.ima. En ekki mun það ofmælt, þótt sagt sé, að
þrátt fyrir þetta taki nú einnig hér að syrta mjög
i álinn í þessum efnum. Alls staðar mun það því
mjög aðkallandi að fundin séu ný úrræði, er
: er koma megi togaraútgerðinni til hjálpar, svo að
hún geti haldið starfsemi sinni
áfram og eflt hana á eðlilegan
hátt.
TALIÐ ER, að áðurnefnd milli-
þinganefnd hafi nú lokið rann-
sókn sinni, og sé tillagna hennar
að vænta innan tíðar. Að sjálf-
sögðu mun svo ráð fyrir gert, að
tillögur nefndarinnar muni eink-
um beinast í þá átt, að gerðar
verði allar þær ráðstafanir, sem
tiltækilegar þykja að lækka út-
gerðarkostnaðinn, og ennfremur
reynt að tryggja útgerðinni sann-
virði aflans. Ekki er ólíklegt, að
fleiri leiðir komi hér einnig fylli-
lega til athugunar, áður en lýkur,
þegar fullreynt þykir, hvaða ár-
angri muni liægt að ná með þeim
aðferðum, sem þegar hafa verið
nefndar. Ábyrgum mönnum mun
þó koma saman um, að nýtt geng-
isfall — hvort heldur það kæmi
fram í beinni eða óbeinni mynd
— sé hrein neyðarráðstöfun, sem
ekki megi grípa til, fyrr en öll
önnur hugsanleg úrræði hafi ver-
ið reynd til þrautar. Sú ráðstöfun
hefur áður verið gerð á neyðar-
stund, og var þá ekkert annað en
sjálfsögð og óumflýjanleg játn-
ing og afleiðing þess ástands,
sem þá þegar hafði skapazt, og
þeir, sem í tæka tíð og fyrstir
manna höfðu varað við og krafizt
ráðstafana gegn voða dýrtíðar-
skrúfunnar og verðþenslunnar,
áttu enga sök á, þótt þeir, eftir að
út í ógöngurnar var komið, tækju
þátt í björgunarstarfinu með
þeim aðgerðum, sem til greina
komu, eftir að slysið var þegar
skeð. Þær neyðarráðstafanir
komu á sínum tíma í veg fyrir
það, að hjól atvinnulífsiris stöðv-
aðist og fjárhagsgrundvöllurinn
hryndi algerlega í rústir. En það
var harla alvarleg og.áhættusöm
læknisaðgerð, sem þá var framin,
og vonandi, að til hennar þurfi
ekki að grípa á nýjan leik.
EF TIL VILL fær það mönnum
mestrar áhyggju í þessu sam-
bandi, að vitað er, að enda þótt
ríkisstjórninni tækist að finna
viðhlítandi fjárhagsgrundvöll
fyrir útgerðina, að óbreyttu því
ástandi, sem nú er, er það þó
engan veginn víst, að togaraflot-
inn kæmist þrátt fyrir það yfir-
leitt út á veiðar. Tvennt getur
einkum borið til þess: Fyrst það,
að það hefur legið í loftinu að
undanförnu, að togarasjómenn
hygðust gera nýjar kröfur um
hækkað- kaup og bætt kjör. En í
annan stað, er þó enginn trygging
fýrir því fengin, að nægilegur
mannafli fengist á flotann, enda
þótt hægt væri að verða við hin-
um nýju og sívaxandi kröfum,
meðan sama eftirspurn og nú er
helzt eftir vinnuafli til velborg-
aðra starfa í landi. Um hið fyrra
atriðið er það annars að segja, að
furðuleg er sú kenning, sem hald-
ið hefur verið fram af ráðamönn-
um í þessum efnum, að ekki sé
rétt að lýsa þessum nýju kröfum
fyrr en gengið hefur verið frá
samkomulagi og ráðstöfunum í
þessu sambandi að öðru leyti.
Ábyrgir menn hefðu þó haldið,
að það væri öldungis bráðnauð-
synlegt að vita gjörla, hvers kraf-
izt verður að þessu leyti, áður en
nokkrar heildarráðstafanir verði
gerðir i þessu máli. Annars væri
hætt við, að grundvelli björgun-
arstarfsins væri raskað svo mjög,
að óhjákvæmilegt reyndist að
vinna verkið upp aftur með til-
lits til hins breytta ástands, og
tefja þannig tímann enn um skör
fram með nýju samningaþófi.
í DAG kemur saman í Reykja-
vík ráðstefna sú, er Alþýðusam-
band íslands hefur boðað til í
því skyni að ræða kröfur togara-
sjómánna. Munu flestir mæla, að
ekki sé vonum fyrr efnt til slíks
þings. Óskandi erf að eftir þennan
fund verði það ljóst, hvers er að
vænta úr þessari átt, og verði þá
unnt að ganga að því með oddi og
egg að leysa þetta þýðingarmikla
mál í heild. Víst er það orða
sannast, að þegar hefur verið set-
ið, meðan sætt var, og ekki megi
dragast mikið.lengur en þegar er
orðið, að gera allar þær ráðstaf-
anir, sem framast er unnt til þess
að koma öllum togaraflotanum úr
höfn og út á veiðar nú um há-
b j ar græðis tímann.
Útlendir skemmtiferðamenn
á fslandi.
SUNNANBLÖÐIN hafa, af
gefnu tilefni, verið að ræða nokk-
uð þann möguleika, hvort ísland
geti orðið eftirsótt ferðamanna-
land, og þó einkum það atriðið,
hvort gistihúsarekstur hér á
landi sé í því standi, að hann sé
ferðamönnum bjóðandi. — Ensk-
ur sérfræðingur um máiefni
ferðalanga, sem kvaddur hefur
verið til ráða í þessum efnum,
hefur látið hafa eftir sér ummæli,
sem benda til að hér séu ekki til
nokkur þau hótel, sem kallazt
geti fyrsta flokks á alþjóðlegan
mælikvarða, og hafa sum blað-
anna tekið undir þá skoðun hans,
en önnur mælt á móti, eins og
gengur. — Enginn dómur skal
hér felldur í þessari deilu, en hitt
er víst, að enda þótt fáein gisti-
hús íslenzk kunni að standast
þær kröfur, sem eðlilegt er, að er-
lendir gestir geri að þessu leyti,
eru hin þó miklu fleiri, sem ekki
standast þann snúning og engan
veginn geta talizt þjóðinni til
sóma. Hvergi mim þó ástandið
verra að tiltölu en einmitt á þeim
staðnum, þar sem ferðamanna-
straumurinn hlýtur að mæða
fastast á, þegar hann kemur, en
það er auðvitað í höfuðborginni
sjálfri, enda getur það nú varla
dregizt mikið lengur en orðið er,
þjóðinni að vansalausu, að bæta
úr því ástandi, sem þar er að
þessu leyti.
Fleiri Þrándar í Götu.
ÝMIS býsna furðuleg dæmi hafa
verið dregin fram í þessu sam-
bandi, sem benda til þess, að
þjóðin sé enn þá lítt við því búin
að taka við auknum straumi er-
lends ferðafólks, hvað sem gisti-
húsakostinum annars líður.
Sæmileg fararstjórn hefur brugð-
izt á hinum ólíklegustu stöðum,
og margt annað hefur farið af-
skeiðis. Allt þetta eru þó atriði,
(Framhald á 7. síðu).
| VAI.D. V. SNÆVARR: |
f %
| Þegar þysinn hljóðnar. |
I I
T Minnstu þess, að lialda hvíldardaginn heiiag-
® an. Sex daga skalt þú eríiða og vinna allt í
W" þitt verk; en .sjöundi dagurinn er hvíiclar- £
0 dagur, heigaður Drottni, Guði þínum. —
I XI. Mós. 20, 9-10.
^ „Hvíldardaginn nota eg eins og mér sýnist sjálf-
,t um,“ segja margir. Það mun satt vera. Það gjöra
■f vist flestir. Svo virðist sem margir gleymi fyrirmtvl
j- um Guðs um notkun hans. Sumir gjöra hann að
Á að degi svefnsins. Hafa vakað aðfaranótt sunnudags-
^ itis við skemmtanir, oft gildisrfrar og vafasamar.
¥ Natturvökuna verða Jieir svo aS brela sér uj>p með
& dagssvefni. Þeir gjöra hvildardaginn að degi svefns-
% ins. I.átum J>að svo vera. — Aðrir gjöra hann að
® vinnudegi ag er J>að stundum afsakanlegt. En það
t. verður að segjast eins og er, að illt er að afsaka
ónauðsynlega heigidagavinnu. — Enn gjöra margir
f helgidaginn að funda- og íþróttadegi, og cru rnáske
ý aldrei J>reyttari en að kveldi hvildardagsins. l[>rótt-
y. ir, iðkaðar af skynsemd en ekki ofurkaþpi, geta
'T haft gildi. Ungu fólki, sem starfbundið er alla
® vikuna, er J>vi nokkur vorkunn, en „hóf er bezt í
-ri hverjum hlut". — Sárast af öllu er j>að J>ó, að
& helgidagurinn virðist stundum gjörður að degi synd-
% arinnar öðrum dögum fremur... . Hvað segir hvild-
g, ardagsboðorðið sjálft? „Minnstu þess, að hakla hvíld-
£ ardaginn lteilagan". Hvað þýðir það? í fyrsta lagi
það, að Guð œtlast til, að dagurinn verði oss hvíld-
ardagur. — Þegar vél hefir lengi verið notuð, þá
þarf að gefa sér tima til að lita eftir, hvort stöðug,
£ látlaus notkun hennar kunni ekki að vera henni of-
-S raun. Að minnsta kosti verður að smyrja vélina og
1 k<rla við og við. Sannarlega er þessu líkt háttað með
f manninn. Eftir sex daga erfiði þarfnast likaminn og
? sálin hvildar og hressingar. Kröftum þarf að safna
rk til nastu viku og nrcði þarf að gefast til að sinna
0 andlegum hugðarefnum i helgifriði hvildardagsins.
^ Eins og likaminn þarf að safna kröftum til viku-
^ erfiðisins, sem framundan er, eins verður að sjá
sálunni fyrir þróttarauka við sitt hafi. Oss er J>vj
^ lika i öðru lagi boðið að halda ImiFdardagifíii heilag-
f an. Sálirt sakir þrótt sinn i Guðs'/orð <og helgá.r
X iðkanir. Að halda hvíldardaginn heilagan er,J>xi J>að,
$ að nota liann til helgifara. Kirhjuganga virðist þvi j
0 alpeg sjálfsögð, þar sem hennar er kostur. Kirkju-
$ ga,,Sa’ lestur og hugleiðing heilags' ofðs 'eétti að
stand.it efst á skrá helgidagsins samkv. boðorðinu. —
Helgidagurinn er gjöf Guðs. Verjum honum J>vi
samkvœmt vilja gefandans. Verum þcss minnugir, f
Sunnudagur Droltins er ?
^ dagur Guðs til hvildar mönnuin, y
¥ lifsins orð hann blessuð her; .......... <3
« boðin Jesú vinum sönnum. *
Ji Drottins kirkja’ um veröld viða
vill þann dag með lofsöng þrýða. X
£ I
^ Sakjum kirltju. Tökum þátt i lofsöngnum. — Er 4-
það eklti nokkuð margt, sem vér höfum ástreðu til f
j. að lofa Guð fyrir, ag er ekki gjöf helgidagsins þar y
5 á meðal? ¥
¥ ,MINNSTU ÞESS, AÐ HALDA HVÍLDARDAG- §
© INN HEILAGAN." ^
6
Árbók Landsbankans:
„Verzlunarhallinn 1953 að fullu
greiddur með duldum gjaldeyris-
tekjum“
Aðstaða bankanna gagnvart útltindum batnaði
um 25,4 millj. króna.
Um gjaldeyrisviðskipti við útlönd á árinu, sem
leið, segir svo í nýútkominni Árbók Landsbankans:
„Þó að hinn óhagstæði verzlunarjöfnuður næmi 405
millj. kr., batnaði aðstaða bankanna gagnvart út-
löndum um 25,4 millj. kr. — Verzlunarhallinn var
að fullu greiddur með duldum gjaldeyristekjum, en
helztu liðirnir þar voru tekjur vegna varnarliðsins
213 millj. kr., og óafturkræft framlög vegna efna-
hagsaðstoðar að upphæð 104 millj. kr. Lán erlendis
námu alls 48 millj. kr.“ — Þess má líka geta, að í
verzlunarskýrslum eru bæði erlendar vörur reikn-
aðar á því verði, sem á þeim er í höfn á íslandi, en
í því verði eru farmgjöld íslenzkra skipa, að því
leyti, sem þau annast flutninginn. Hins vegar geng-
ur til þessara skipa allmikið af „duldum“ gjaldeyr-
isgreiðslum vegna kostnaðar erlendis.