Dagur - 11.08.1954, Qupperneq 2
2
D AGUR
Miðvlkudaginn 11. ágúst 1954
skellur aftur”
að baki skólaleiðtogans, er lætur af
störfum eftir 45 ára þjónustu sem
kennari, skólastjóri og námsstjóri
Þar sem DAGUR haíði á skotspónum heyrt þess getið, að
SNORRI SIGFÚSSON ílytti búferlum og alfarinn burt úr
bænum nú um miðja vikuna og hygðist hér eftir eiga heimili
í höfuðstaðnum, en hann lætur nú af embætti samkv. ákvæð-
um ísl. laga um hámarksaldur opinberra starfsmanna — lieim-
sótti DAGUR námsstjórann og spurði liann, í tilefni þessara
tímamóta, frétta af því m. a., hvað honum væri efst í huga að
loknum þessum langa og gagnmerka starfsferli í þágu skól-
anna og uppeldismálanna.
„Skólaliurð
SJÖTUG:
Ingibjörg Krisijánsdóffir Eldjárn
Óþarft er að geta þess, að
Snorri er löngu þjóðkunnur mað-
ur, og auk þess um langt skeið
mikilsvirtur og vinsæll borgari
þessa bæjar. Hann fyllir 7. tuginn
31. þ. mán., og verður hans þá að
sjálfsögðu minnzt hér í blaðinu
rækilegar en að þessu sinni. —
En þess skal þó þegar getið, að
enda þótt Snorri sé kominn þetta
til ára sinna á mælistiku alman-
akana og kirkjubókanna, er
hann þó enn í fullu fjöri, og mætti
margur unglingurinn öfunda
hann af áhuga þeim og vinnu-
gleði, sem honum brennur enn í
brjósti, enda mun það skoðun
þeirra, er bezt þekkja hann, að
hann sé alls ólíklegur til þess að
setjast í helgan stein ,eða halda
að sér höndum eftirleiðis, heldur
muni hann vinna ótrauður áfram
í þjónustu æskunnar og uppeld-
ísmálanna, þótt hann verði nú, af
áðurgreindum ástæðum, að 'látá
af opinberu embætti á þeim vett-
vangi. Bendir t. d. hreyfing sú um
sparnað og sjóðmyndanir barna
og æskufólks, sem hann beitir sér
nú fyrir af mikum dugnaði, ein-
dregið til þess, að sitthvað nýtt
verði af starfsferli hans og hugð-
arefnum að frétta í framtíðinni
eins og áður.
Þú ert sagður vera að kveðja
Akureyri?
Já, að mestu. Mun eg þó, ef eg
tóri, eitthvað dvelja hér um tíma
á sumrin og njóta fegurðar bæj-
arins og umhverfis hans, gamalla
vina og gróinna minninga. Því að
Akureyri er minnar æsku bær.
Hér kom eg fyrst í „kram-
búð“ 15 ára. Hér var eg í skóla
um tvítugsaldur í hópi ágætra
skólafélaga. Hér var eg heimilis-
kennari einn vetur og hér var eg
sísyngjandi í hópi góðra drengja.
— Og svo kom eg hingað aftur
fyrir 25 árum með konu og stóran
barnahóp, sem hér hefur vaxið
úr grasi. Kom eg þá sem kennari
að barnaskólanum eitt ár, en varð
svo stjórnandi hans um 17 ára
skeið. Það var dýrlegur starfs- og
annatími. Skólinn fékk úrvals
starfsmannalið, sem vann ágæt-
lega saman, og hygg eg, að hann
búi lengi að þeim árum.
Þá ætla eg og, að Kennarafélag
Eyjafjarðar, sem við stofnuðum
1931, hafi unnið eyfirzkum
kennslumálum mikið gagn.
Og nú kveður þú einnig náms-
stjórastarfið? ,,r.
Já, en maður kemur í manns
stað. En lengi hafði eg hugsað um,
að skólum og kennslu væri nauð-
synlegt, að slíkri starfsemi væri
haldið uppi. Eg hafði kynnzt
slíku starfi erlendis og var sann-
féi^fui* ‘iim ''c;á^nsérríi þess. —>
V.ið,: sem endtírskoðuðum fræðslu1
lögin 1932—34, fengum skotið
þessari heimild inn í þau, en það,
komst' þq ækki. til ;ftamkvæmda
fyrr en 1941. Hef eg síðan haft
meíri og minni afskifti af þessú
starfi, fyrst með skólastjórninni,
en síðan 1947 eingöngu. — Það
má því líklegt þykja, að eg sé
kunnugur orðinn skólamálum hér
norðanlands eftir þetta svo að
segja óslitna eftirlits- og leið-
beiningastarf hér síðan 1941. Og
raunar var eg þegar orðinn all-
kunnugur þessum málum hér í
Eyjafjarðarsýslu frá 1932, að mér
var falið eftirlit hér í innsýslunni,
og raunar miklu fyrr. Árið 1911
fól fræðslumálastjórnin mér að
kynna mér framkvæmd fræðslu-
laganna frá 1907 hér í sýslunni,
og skyldi eg jafnframt vera próf-
dómari í allri sýslunni, frá Akur-
eyri og til Siglufjarðar. Þetta
gerði eg og samdi um það álits-
gerð. Varð eg því þá þegar kunn-
ugur ástandinu hér í þessum efn-
um, og hefur mér lengi þótt fróð-
legt að bera saman í huga mér
tímana þá og nú í þessum efnum,
með 30 ára millibili.
Og hvað hefur þú svo helzt að
segja um þróunina í þessurn efn-
um?
Farskólinn var þá drottnandi
form, kennt á bæjunum, sumum
allvel hýstum, öðrum lélega. Og
kennslan var stutt, venjulega 8
vikur, sem hvert barn fékk. Og
mig furðar nú, hve mikið þau
vissu og kunnu í lesgreinum. Að
sjálfsögðu var mörgu áfátt og
þætti nú ekki boðlegt, en þessi
börn loguðu af áhuga og náms-
vilja, og á eg ógleymanlegar
minningar um það. — En það
sem eg sé þó fyrst og fremst í
huganum við þennan samanburð
er það, hve sorglega börnum hef-
ur fækkað í flestum sveitum. Þar
sem sums staðar áður voru stórir
hópar, um 20 börn eða fleiri, eru
nú 10—12 eða færri. Þetta er hin
sorglega staðreynd. Og því er það,
að mér finnst stundum, er eg sé
þessa fámennu hópa sveitanna,
og sé þá enn fara minnkandi, að
þetta sé eitt hið allra ömurlegasta
tákn tímanna, er þeim börnum
fækkar svo mjög, sem fá uppeldi
sitt í sveit við gróandi líf og gagn-
leg störf. Sú þjóð, sem varpar
sér þannig í skyndi úr grasi og
gróanda á mölina, hlýtur að taka
miklum stakkaskiptum, og efa eg
ekki að svo verði um okkar þjóð.
— Eg tel það ákaflega nauðsyn-
legt, að koma sem allra flestum
börnum af malbikinu í sveit að
sumrinu, og ætti það að verða
íhugunarefni milliþinganefndar,
sem valin væri í því skyni að leita
ráða til þess. Þetta er aðkallandi
nauðsyn, og ein hin þýðingar-
mesta uppeldisleg ráðstöfun sem
framundan er.
Hvað hefur þú svo að segja um
ástandið nú?
Um ástandið nú mætti vitan-
lega margt segja og mun eg
|sennilega gera því skji^ða’i'. En'
í dag vil eg gjarnan segja það,
sem eg er með sjálfúm méf viss
um, án þess þó, að eg hafi neina
löngun til að fága ástandið, að
hvað sem um skólana er sagt —
því að ærið oft fá þeir misjafna
dóma — þá held eg nú samt, að
ekki hafi áður verið betri skólar
í landinu en nú, nema að síður
sé, þótt hitt skuli jafnframt ját-
að, að ýmislegt er að, og mörgu
þarf að kippa í hagfelldara horf í
skóla- og uppeldismálum þjóðar-
innar. Á þessum 30—40 árum er
mikil framför auðsæ í öllu hinu
ytra.
Börnin eru betur fædd og
klædd og fræðsla þeirra og kunn-
átta er jafnari og með hagnýtara
sniði. Um hitt má vafalaust deila,
hversu háttað er um hinn sið-
ferðilega og menningarlega þátt í
uppeldi æskunnar nú. En þar
kemur margt til greina, sem
skólarnir eiga ekki sök á, svo sem
áhrif tveggja heimsstyrjalda o. fl.
Og svo ber einnig að muna það,
að „skólar“ eru nú líka á götum
og torgum, vinnustöðvum úti og
inni, að ógleymdum svokölluðum
skemmtistöðum, sælgætisholum
og „sjoppum", og mörgu því, sem
spillir öllu heilbrigðu uppeldi og
elur og nærir nautnasýki og
óhófs-eyðslu þessa mennilega
fólks, sem við viljum þó í aðra
röndina gera allt fyrir. En í
mörgu, sem nú er leyft og ekki
horft á, liggja háskalegar rætur
að ómenningu og ófarnaði allt of
margra sona þjóðarinnar og
dætra. Við þurfum að hyggja að
mörgu þessu betur en nú er gert,
Hinn 9. þ. m. varð Ingibjörg
Kristjánsdóttir Eldjárn frá Tjörn
sjötug. Hún er fædd að Tjörn í
Svarfaðardal, dóttir séra Krist-
jáns E. Þórarinssonar prófasts í
Vatnsfirði Kristjánssonar prests
að Völlum Þorsteinssonar, og er
sú ætt alkunn .Kona sr. Kristjáns
á Tjörn og móðir Ingibjargar var
Petrína Soffía Hjörleifsdóttir
prests að Skinnastað, Tjörn og
Völlum Guttormssonar og Guð-
laugar Björnsdóttur frá Garði.
Lét sr. Hjörleifur byggja Skinna-
staðakirkju 1854, og er hún því
100 ára þessa dagana og hefur
þess verið rækilega minnzt af
ættmennum hans og fleirum.
Ingibjörg Kristjánsdóttir ólst
upp á Tjörn í systkinahóp á hinu
margmenna og myndarlega
heimili, sem var jafnan fullt af
ungu fólki, sístarfandi og síkátu
og fjörmiklu, og eiga þaðan
margir sínar yndislegustu minn-
ingar. Þar var hún hverju barni
betri, skipti aldrei skapi, vildi öll-
um vel og var á sífelldu stjái til
þess að bera sáttarorð milli
og sannarlega ber ekki að skella
allri skuld á skólana: Þeir vinna
sitt menningarhlutverk, misjafn-
Iega að vísu, en margir vel og
Úyggilega.
Hvað svo um . fyrirkomulag
;firæðslunnar og skólahúsin? .
! j Á svæði því, sem eg hefi haft
t'il e'ftirlits lengst af, en það er
milli Skaga og Langaness, má
segja að farskólafyrirkomulagið
sé enn drottnandi h sveitunum.
Þó er það á undanhaldi, en í vegi
stendur einkum það, að erfitt er
að fá litlu hreppana til að vinna
saman með einn og sama skóla,
og auk þess eru menn yfirleitt
fremur andstæðir heimavistar-
skólunum. Þó hygg eg, að það sé
hið eina fyrirkomulag, sem fram-
tíðin muni geta fellt sig við í
strjálbýlinu. En höfuðatriðið er
þó það, að heimilin þar haldi
áfram að kenna börnunum að
lesa. Þá notast stuttur skóli vel,
í hvaða formi, sem hann er. —
Annars skal það játað, að annars-
dagsskólinn er ágætt fyrirkomu-
lag, þar sem hann á við. Þar
stunda börnin nám sitt heima
annan daginn, sinn hópurinn
hvorn dag, og koma svo glöð og
óþreytt í skólann með tilhlökkun
hinn daginn. Eg hygg, að þetta
fyrirkomulag mætti reyna víðar
en nú er gert. Húsnæðið hefir
víða batnað til muna. Á þessum
13 árum, sem eg hefi mest af-
skipti haft af þessum málum hér
norðanlands, hafa verið byggð 10
skólahús og nokkur viðgerð og
aukin, og nú er einn stór heima-
vistarskóli í smíðum og fleiri
koma á næstunni.
Barnafjöldinn á s.l ári mun
hafa verið um 2750 börn. En eins
og áður er sagt, eru það börnin í
sveitunum, sem fækka heldur, en
fjölgað hefur nokkuð í þéttbýl-
inu, einkum á Akureyri.
(Framhald á 7. síðu).
„stríðandi aðila“, sem stundum
áttust við í ærslafullum ólátum
barns- og unglingsára. Frá þeim
árum er nú margs að minnast,
þegar allt var leikur og lífið
brosti við hinum glaða hóp. Og
minningarnar um Imbu eru allar
á einn veg. Hún var hinn góði
engill í hópnum, í starfi og leik
og skóla, alls staðar hinn greindi
glaði og góði félagi, sem hugsaði
fyrst og fremst um aðra, setti
ætíð sjálfa sig hjá, fremur en að
aðrir nytu sín ekki. Eg hef aldrei
þekkt betra hugarfar. Og eg hygg,
að allir, sem hafa kynnzt henni
um æfina, og þein eru margir frá
þeim árum, þegar þær systur,
Sesselja og hún höfðu greiðasölu
hér á Akureyri, muni ljúka upp
einum munni um það, að betri
sál sé vandfundin. Hún hefur
aldrei ötað sér fram, aldrei hugs-
að um eigin hag, alltaf verið að
hugsa um aðra, gleðja aðra, þjóna
öðrum og gera öllum gott. Þannig
hefur hún verið, og þannig er hún
enn í dag, þessi fasprúða og hljóð
láta kona, sem er hlaðin sæmd
hins fórnfúsa, trúverðuga og
kærleiksríka þjóns, er af heiðar-
leik og hreinleik hjartans miðlar
gleði og góðvild til allra, sem á
vegi hans verða. Þetta veit eg svo
sem, að henni muniöþykja of stór
orð, svo vel þekki eg lítillæti
og hlédrægni þessarar fermingar-
systur minnar og félága frá barns
aldri. En þau eru sönn eigi að síð-:
ur, og munu allir, sem- til- Ingi-
bjargar þekkja, gjalda þeim já-
kvæði. Það hefúr máske farið-
meira fyrir sumum „maddöm-:
"í
um“, formæðrum hennar, en eg
efast um, að nokkur þeirra hafi
verið betri en hún og þær systur.
Æskuheimili sitt og æsku-
stöðvar elskar Ingibjörg eins og
hjartað í brjósti sér. Og Svarf-
dælinga á hún alla. Og eg þekki
engan þann mann, engan þann
brotlega bróður, sem ekki á Ingi-
björgu að, ef eitthvað væri í hann
hnjóðað. Hún er svo ótrúlega
fundvís á málsbætur, að eg hef
aldrei heyrt hana komast í vand-
ræði með það, enda skortir hana
ekki greind og rökfimi. Þess
vegna gefast flestir upp á því að
hnjóða í náungann, þegar Ingi-
björg er nærstödd, því að hún
hefur eitthvert lag á því að setja
þá alltaf út af laginu. Já, það væri
ekki alveg ónýtt, ef slíkt hugarfar
væri drottnandi á ráðstefnum
stórveldanna nú á dögum. Mann-
heimur allur mundi þá líta öðru-
vísi út en hann gerir í dag.
Eg veit, að heitur andblær vel-
vildar og þakklætis hefur streymt
heim til Ingibjargar og þeirra
systra afmælisdaginn. Það eiga
þær margfaldlega skilið.Og núbið
eg Ingibjörgu „systur“ minni og
öllu fólki hennar og öllu því, sem
henni þykir vænzt um, mikillar
blessunar, og að afmælisbarnið
megi enn lengi lifa meðal vor, því
að það er eg viss um, að hún
verður öðrum til góðs, meðan hún
járogtu' andann.
Sn. S.