Dagur - 11.08.1954, Page 4

Dagur - 11.08.1954, Page 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 11. ágúst 1954 ÐAGUR Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 88. — Sími 1166. Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 50.00. Gjalddagi er 1. júlí. Prentverk Odds Björnssonar h.f. Hefur vandinn þegar verið leystur? HELZTU STJÓRNARBLÖÐIN í höfuðstaðn- um, Morgunblaðið og Tíminn, hafa skattyrzt nokkuð sín á milli að undanförnu út af því, hvor flokkanna tveggja í ríkisstjórninni hafi fyrr látið í minnipokann fyrir hinum í hverju einstöku atriði, er á milli bar í fyrstu, í sambandi við ráð- stafanir þær, sem nú eru hafnar til hjálpar togara- útgerðinni. Deilur þessar kunna að hafa nokkurt sagnfræðilegt gildi, en ekki hafa blöðin úti á landsbyggðinni aðstöðu til þess að leggja verulega orð í þann belg. Líklegast er og, að almenningur láti sig slíkar erjur blaðanna litlu varða, en telji hitt aðalatriði málsins, að ríkisstjórnin í heild hef- ur komið sér saman um fyrstu úrræðin í því hjálp- arstarfi, sem þarna varð að hefja án tafar, þótt þær fæðingarhríðir hafi vafalaust verið harðar og allfróðlegar fyrir nærkonurnar — í þessu tilfelli blöð allra flokka — og hlýtur stjórnin því að bera sameiginlega ábyrgð á þeim. Enda er það höfuð- skilyrði þe'ss, að slíkar ráðstafanir — og aðrar, sem á eftir kunna að fylgja í sama skyni — beri tilætlaðan árangur, að stjórnarflokkarnir snúi bökum saman um framkvæmd þeirra og halda friðinn. STJÓRNARANDSTAÐAN hefur heldur ekki hagað sér stórmannlega í þessu þýðingarmikla máli og sízt á þann veg, að líklegt sé, að hún muni, nú fremur en endranær, hyggjast setja þjóðarhag ofar smáskitlegum erjum, ábyrgðarlausum skæru- hernaði á örlagastundum og þröngum flokkshags- munum. Málgögn hennar hafa t. d. verið svo blygðunarlaus að lýst því beinlínis yfir, að það sé af ráðnum huga gert að draga það á langinn að ákveða um og.lýsa yfir nýjum kröfum um „kjara- bætur“ togarasjómönnum til handa, — unz nefnd sú, er haft hefur þessi mal tibmeðferðar að und- anförnu, hafi .lokið störfum og ríkisstjórnin þegar gert sínar ráðstafanir á þeim grundvelli. Virðist því beinlínis að því stefnt að tefja sem lengst fyrir því, að málið verði leyst til frambúðar og í heild, heldur reynist óhjákvæmilegt að hefja nýtt samn- ingaþóf með tilheyrandi ófriði, töfum og stórskaða fyrir þjóðarheildina. — En öll virðast vinnu- brögð stjórnarandstöðunnar lærð á þessa sömu kokkabók ófrjórrar flokkshyggju, óábyrgrar og. neikvæðrar andstöðu. Engin jákvæð tillaga til úr- bóta í'þessum mikla vanda hefur heyrzt úr þeirri átt, aðeins nöldur og ókvæðisorð í garð þeirra manna og flokka, er staðið hafa að björgunarstarf- inu. Og ekki er heldur kunnugt um, að fulltrúar þessara flokka í togaranefndinni, þeir Emil Jóns- son og Lúðvík Jösefsson, hafi haft þar nokkra sér- stöðu, þótt blöð þeirra reki nú upp óp yfir því, að reynt hefur verið að leysa málið á þann hátt, sem sú nefnd lagði til, að þessum herrum ekki undan- skildum. A HITT ER SVO ANNAÐ og óskylt mál, að eðli- legt og sjálfsagt er, að sitt muni hverjum sýnast um það, hvort úrræði þau, sem ríkisstjórnin hefur nú gripið til í því skyni að afstýra bráðustu vand- kvæðum togaraútvegsins, muni reynast fangaráð nokkurt, eða líklegt til þess að koma að tilætluð- um notum. Einkum mun hinn hái, nýi bílaskattur þykja allvafasöm ráðstöfun. Vörubifreiðir og land- búnaðarjeppar munu að vísu ekki hækka í verði, enda virðist það furðulegt, að nokkrum stjórnar- herrum skyldi til hugar koma að skattleggja þunglega með eins konar „lúxus“-skatti svo nauð- synleg tæki fyrir atvinnuvegina. Er dýrmætt og þakkarvert, að því varð afstýrt. Hinn nýi skattur leggst því einvörðungu á fólks- bifreiðir. BLÖÐ STJÓRNARANDSTÖÐ- UNNAR þykjast bera hag at- vinnubílstjóra mjög fyrir brjósti í þessu sambandi. Þessi sömu málgögn hafa þó fram að þessu haldið því mjög á lofti — og mun raunar öllu meiri hæfa fyrir því en mörgu öðru, sem þau hafa raupað — að atvinnubílstjórar hafi að undanförnu átt lítinn kost nýrra bifreiða eftir hinni réttu boðleið innflutnings- og gjald- eyrisleyfanna, og hafi þeir því tíðast orðið atvinnu sinnar vegna, að afla sér bílakosts á annan og óhagfelldari hátt, jafnvel oftast á „svörtum markaði", og þá auð- vitað með uppsprengdu verði. Ef þessi rök eru rétt, ætti að mega búast við því, að aðstaða atvinnu- bílstjóra til þess að afla sér þess- ara nauðsynlegu verktækja sinna, batnaði stórlega nú, ef allt reynd- ist með felldu um framkvæmdina, og ætti þá breytingin, samkvæmt þessu, fremur-að þýða verðfall fyrir þessa menn frá því, sem verið hefur, -en ekki hið gagn- stæða.......• — BÍLASKATTURINN NÝI mun þanriig skipta méstu máli á bif- reiðum í einkaeign. Engir aðrir en efnamenn munu, meðan svo. standa sakir ,geta leyft sér þann munað að eignast nýjan heimilis- bíl. Það er kapítuli út af fyrir sig, sem ekki gefst hér tóm til að gera nokkur veruleg skil að sinni, að það er í rauninni sorgarsaga, ef við íslendingar neyðumst um langan aldur til þess að líta á einkabíla á heimilum venjulegra borgara sem „lúxus“ eða munað- arvarning, jafn nauðsynlegur og sjálfsagður gripur sem bíllinn ætti þó annars að skoðast nú á tímum, ekki sízt hér í þessu landi strjálbýlisins og hinna miklu fjarlægða, að tiltölu við fólks- fjölda, þar sem engar jáxnbrautir eru, svo sem langvíðast gerist er- lendis. EN ÞESSI ÓTÍÐINDI höfðu löngu gerzt, áður en bílaskattur- inn nýi kemur nú til sögunnar. Æ ofan í æ hefur í þennan hinn sama knérunn verið vegið af ísl. stjórnarvöldum, hverjir sem set- ið hafa hér undir stýri síðasta áratuginn, og þó raunar miklu lengur. Og víst mun almenning- ur fús til að fresta enn um sinn hinum fagra — en að því er virð- ist fjarlæga — draumi um fjöl- skyldubíl venjulegra borgara, ef það mætti verða til þess að bjarga einum þýðingarmesta atvinnu- vegi þjóðarinnar úr bráðum voða. En hvenær skyldu annars ráða- menn íslenzkir telja tímabært að snúa við á þessari braut og taka að boða sinn „Volkswagen"? EKKI MUNU ÞEIR reynast margir hér úti á landsbyggðinni, sem sjá sér fært að kaupa nýjan bíl, eftir þau tíðindi, sem nú hafa gerzt í þessum efnum. En vafa- Jaust renna „togarabílarnir“ út í Reykjavík, og er það þá enn ein sönnun fyrir því, hversu geipi- lega ójafnt fjármagninu og að- stöðunni er skipt í landinu. Og frá því sjónarmiði séð mun þá heldur enginn hér harma það, þótt bróðurparturinn af hugsuð- um styrk til togaraútgerðarinnar, er aflað skal með þessu móti, lendi á breiðu bökunum og ríku mönnunum í Reykjavík. „Ekki velder sá, er varar.. Vegirnir, umferðin og slysahættan Þegar maður situr í þægilegum bíl og þeysir eftir upphleyptum vegum, þar sem áður voru ýmis kon- ar torfærur, þá kemst maður ekki hjá því að viður- kenna merkilegar framfarir, þakka framtak ötulla manna og furða sig á þeim stórfelldu breytingum, sem orðið hafa í samgöngumálum okkar hin síðari ár. Þó að ekki séu teknar nema samgöngurnar á landi, er breytingin gífurleg, næstum því bylting, hvað þá ef með eru teknar aðrar greinir samgangn- anna, svo sem flugið. Þrátt fyrir öll okkar bröttu fjöll, djúpu dali, beljandi fljót og apalhraun, getum við á einum sólarhring þotið landshorna milli. Það þóttu fyrir fáum árum nokkur tíðindi, að geta kom- izt á bíl milli Akureyrar og Reykjavíkur á einum degi, en nú er hægt að komast þá leið 'á 7—8 stund- um. Alltaf er verið að reyna að hnekkja eldri met- um á þessu sviði sem öðrum. Meiri hraði, ennþá meiri hraði er tíma vorra tákn. Ekki er laust við, að sumum standi nokkur stugg- ur af þessari þróun, einkum því, hversu ör hún er, og raunar ekki síður þeim áhrifum, sem hún hefur á líf okkar og viðhorf. Þeir, sem af eigin reynd þekkja gamla seinaganginn, sjá þetta í nokkuð öðru ljósi.en hinir ungu, sem nú eru að alast upp við þennan feikna hraða. Fer það að vonum. Eg er einn af þeim, sem ekki er að öllu' leyti ánægður með þennan mikla -hraða og sumt, sem virðist sigla í kjölfar hans. Hér mun þó ekki verða gert að umtalsefni annað en það, sem snýr að um- ferðinni á götum og þjóðbrautum. Ennþá er mest af umferðinni þar, og hérlendis eru það bílarnir, sem koma þar mest við sögu. Þeir munu áreiðanlega verða okkar aðalsamgöngutæki um langt skeið og þess vegna eru þeir, og sú stétt manna, sem þeim stjórnar, mikillar og almennrar atþyglijverð, Eg hef nokkrum sinnum undanfarna ^fðustu daga verið áheyrandi að, og tekið þáttj^umj'cpðum um hirin nýja, breiða og beina veg, sem nú -er-; .yerið að fullgera norðan úr Kræklingahlíðinni og inn í Gler- árþorp. Senn hvað líður mun um þennan myndar- lega veg liggja meginstraumur bifreiðaumferðar- innar á aðra hönd Akureyrarbæjar.,,1 ,q11 .skiptin, sem eg hef átt tal við menn um þenn,an nýja ,ygg„he£ ur gætt uggs um það, að jafnframt því sem hann verði tekinn í notkun, muni aukast slysahætta á þessari leið, á þessum nýja, góða vegi, vegna stór- aukins hraða á akstrinum. Þetta hefur hitt mig eins og hnífsstunga og minnt óþyrmilega á þá öfug-þróun sem á sér stað í sambandi við fullkomnari vegi og breiðari brýr. Eg tilfæri hér nokkrar setningar úr þessum sam- tölum. Þær skýra málið bezt. „Það verður einhvern tíma „blússað11 eftir honum þessum.“ — „Mikið andskoti getur maður farið hart á þessurmvegi.11 — ,JHér verður ekki vandi að keyrá á 100.“ — „Á þessum vegi ætti.þó ekki að þurfa að slá af, þó maður mæti bílum, eða skutlizt fram úr þeim.“ — „Hætt er við að einhvern tíma verði ekið fullhratt um þennan veg.“ Því er sem sagt slegið föstu, að svona samgöngu- bót fylgi aukinn hraði í akstrinum, meiri glanna- skapur, og svo kannske fleiri siys. Þessar ályktanir <standa í beinu sambandi við þá venju, að leggja allt kapp á að stytta tímann, sem í það fer að komast milli staða. Þetta kann í einstökum tilfellum að geta komið sér mætavel, en almennt skoðað er hér ekki um neina nauðsyn að ræða, heldur þvert á móti algerðan óþarfa og fullkomna hugsunarvillu. Við höfum nú þegar náð þeim hraða í umferðinni á vegunum, að vel má telja viðunandi, svo.að nýjar umbætur á vegakerfinu (eins og breikkun veganna, fækkun krókanna og lagfæringar á kröppum beygj- um) ættu í flestum tilfellum að geta þýtt rólegri akstur, mcira öryggi. Þetta mál þarf ekki langrar athugunar við, til þess að hverjum heilvita manni hljóti að verða það ljóst, að yfirleitt liggur okkur alls ekki svo mikið á, að þetta standist ekki. Okkur er miklu meiri þörf á fullkomnara öryggi á vegunum, færri slysum og minni skemmdum á ökutækjunum. Árekstrar færast svo í vöxt hin síðari ár, að til fullkomins (Framhald á 7. síðu).

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.