Dagur - 18.08.1954, Blaðsíða 2

Dagur - 18.08.1954, Blaðsíða 2
2 DAGUR Miðvikudaginn 18. ágúst 1954 Kínverska sýningin Undanfarna daga hefur verið opin mjög nýstárleg listsýning í Barnaskóla Akureyrar. Eru þetta útvaldir kínverskir listmunir í eigu frú Oddnýjar E. Sen. Frá því að frú Sen hélt sína fyrstu sýningu í Reykjavík, 1938, hafa margir Akureyringar óskað þess, að frúin kæmi með sýning- una norður hingað, svo að fleir- um gæfist kostur á að njóta þess að skoða hina dýrmætu, kín- versku gripi. Nú rann upp óskastundin, og frú Sen kom með dýrgripina til Akureyrar og kom þeim fyrir á mjög smekklegan hátt í prýðilegu húsnæði í Barnaskóla Akureyrar. Er þetta mest ýmiss konar út- saumur og vefnaður. Mest úr silki. Einnig mjög fagur hvítur saumur og fíleringar. Fegursti útsaumurinn er eftir tengdamóð- ur frú Oddnýjar. Sumt af því er svo fínt og smátt, að hreint er óskiljanlegt, hvernig mannlegar hendur séu þess umkomnar að vinna slíkt. Litasamsetningin er eftir því dásamleg. Sama má segja um silkivefn- aðinn, því að allt er þetta hand- gert, hver einasta ögn. Þá eru steinprentuðu myndirnar dásam- leg listaverk. Myndmótin eru höggvin á steintöflur. Er það mikil list. Lakkmunirnir vöktu mikla at- hygli. Þeir eru mótaðir í silki og lakkaðir sextán sinnum. En það tekur fjóra mánuði að þurrka hvert lakklag, svo að fimm ár þarf til að fullgera slíkan mun. Þá er útskurðurinn ekki síður merkilegur; Þarna voru útskorn- ir baukar í fílabein, hver öðrum fegurri og orðnir brúnir af elli. Einn bar þó af. Hann var eins og blúnda, svo fínn var skurðurinn. Ferskjukjarnar tveir útskornir, annar sem húsbátur með glugg- um á hjörum á hliðunum og margvíslegum útskurði. Neðan á hotninn er rituð á kínversku heil ritgerð. Hinn kjarninn er skorinn með aldinum og blómum, og er hann undirstaða húsbátsins. Ell- efu f ílabeinskúlur útskornar, hver innan í annarri, úr heilu stykki. Það er undur. Útskorna korkmyndin er líka eitt af því óskiljanlega, og pappírsvefnaður- inn má þar teljast með. Eitthvað gott er efnið í langa, gyllta veggreflinum með drekun- um og kögrinu, úr því að hann er orðinn þrjú hundruð ára, og ekk- ert er fallið á hann enn. Þvílíkur dýrgripur! Útskurðurinn á altar- istöflunni er líka meistaralegur, og allt er það táknrænt að sjálf- sögðu. Á sama borði er gyðja miskunnseminnar og guð auð- legðarinnar skorinn í tré, frá Mingtímabilinu (1368—1644). Þarna er borð með ritfærum, og er það allt mjög merkilegt og athyglisvert og margt mætti fleira telja. Allt ber þetta vott um listgáfu, ástundun, auðmýkt og óumræði- lega þolinmæði og mikið mætti læra af þessari merkilegu sýn- ingu. Það er ekki oft, sem okkur Ak- ureyringum hlotnast annað eins og það, að vera færð slík dýrind- is sýning. Það má segja að sýn- ingin hafi verið vel sótt eftir at- vikum, en þó hygg eg að fleiri hefðu komið, ef tíðin hefði verið betri. Eg held að allir, sem sáu kín- versku sýninguna, hafi verið frú Oddnýju E. Sen þakklátir. Frá mínu sjónarmiði var sýningin ómetanleg. Ragnh. O. Björnsson. ÁVARP frá stjórn Búnaðarsam- bands Skagfirðinga og landnámsstjóra vegna eyðileggingar af völdum skriðufalla á Fremri- Kotum Eins og kunnugt er af fréttum blaða og útvarps o. fl., féllu hinn 6. júlí sl. stórkostlegar skriður í landi Fremri-Kota í Norðurárdal í Skagafjarðarsýslu og ollu þær geysimiklu tjóni. Af túninu á Fremri-Kotum, sem var 8 hektarar að flatarmáli, eru nú aðeins 2,5 ha. eftir í not- hæfu ástandi. Yfir hinn hlutann féllu þykkar og mjög stórgrýttar skriður. Framræst land, að stærð 5 ha., sem orðið var þurrt og til- búið til ræktunar, er að mestu eyðilagt, og framræsluskurðir flestir- fullir af aur og stórgrýti. Hluti af beitilandi jarðarinnar er skemmdur, og í því hafa skapazt allmiklar hættur fyrir skepnur vegna nýrra vatnsfarvega og grafninga. Túngirðing hefur eyði- lagzt með öllu. Fjárhús yfir 120 fjár og hlaða við þau eru gjör- eyðilögð,, ásamt heyfyrningum og ull af 80 fjár, er geymd var í fjár- húsunum. Tvö hesthús yfir 10 hross og haughús áfast við fjósið, hafa einnig eyðilagzt. Ekki er enn vitað um skaða á sauðfé, en vitað er, að eitthvað af því hefur farizt. Fremri-Kot er fremsti bær í Norðurárdal norðanverðum, við þjóðveginn milli Reykjavíkur og Akureyrar. Þar búa hjónin Sig- urlaug Stefánsdóttir og Gunnar Valdimarsson ásamt 5 börnum sínum, flestum ungum. Hefur fjölskylda þessi sýnt þann þegn- skap og þrautseigju að vera áfram á Fremri-Kotum, þrátt fyrir þær náttúruhamfarir og eyðileggingu, sem þar hafa orðið. Allir, er til þekkja, eru sam- mála um, að jörðin Fremri-Kot verði að haldast í byggð, vegna öryggis ferðamanna yfir haust- og vetrartímann. Illviðri eru tíð á Öxnadalsheiði, og hafa aðþrengd- ir ferðamenn iðulega leitað hælis á Kotum og ávallt fengið hina beztu fyrirgreiðslu og aðhlynn- ingu. Sl. vetur má telja fullvíst, að tvö mannslíf hafi bjargazt vegna þess að búið var á Fremri-Kot- um, er bifreið frá Akureyri valt út af veginum á Öxnadalsheiði niður í Heiðarárgil. Annar mað- urinn, sem í bifreiðinni var, komst aðframkominn að Fremri- Kotum og gat gert aðvart um slysið. Nú þegar hefur landnámsstjóri Pálmi Einarsson og stjórn Búnað- arsambands Skagfirðinga hafizt handa um ræktunarframkvæmdir á jörðinni. Tjón það, sem fjölskyldan á Fremri-Kotum hefur orðið fyrir, er mikið og tilfinnanlegt, auk þess sem skapazt hafa margvísleg óþægindi við að nytja jörðina. Undirritaðir vilja því með línum þessum snúa sér til al- mennings og leita hjálpar hans með fjárframlögum til handa fjöl- skyldunni á Fremri-Kotum. Kornið fyllir mælinn, ef mai'gir leggja eitthvað af mörk- um. Vinsamlegast. Sauðárkróki, 29. júlí 1954. Pálmi Einarsson, landnámsstjóri. í stjórn Búnaðarsambands Skagfirðinga: Kristján Karlsson, skólastjóri, Hó.lum. Jón Jónsson, bóndi, Hofi. Jón Konráðsson, fyrrv. hreppstj., Bæ. Jón Sigurðsson, alþingism. Reynistað. Sigurður Sigurðsson, sýslumaður, Sauðárkróki. Samkv. tilmælum lancl- námsstjóra og stjórnar Búnaðarsambands Skag- firðinga í bréfi til Dags 2. þ. mán., skal því hér með lýst yfir, að DAGUR er fús til þess að veita viðtöku fjárframlögum í samræmi við ofangreint ávarp, — endia var strax í vikunni eftir tjónið mikla á Fremri- Kotum skrifað allrækilega hér í blaðið um þetta mál og almenningur hvattur til hjálpar. íbúð óskasf! Góð íbúð óskast til leigu. Þarf helzt að vera á annarri hvorri brekkunni. Afor. vísar á. Barnavagn, á háum hjólum, til sölu (kr. 1000.00). Afgr. vísar á. Pinaoviðgerðir annast ég hér í bænum framvegis. OTTO RYEL. Töðugæft hólmahey til sölu. Sigurður Stefánsson, Möðruvöllum. Spaðasköft Sleggjusköft Axarsköft Hamarsköft Handsláttuvélar Verzl. Eyjafjörður h.f. AUGLÝSING nr. 8, 1954, frá Innflutningsskrifsfofunni, um innflufning bifreiða Ríkisstjórnin helir ákveðið, samkvæmt heimild í 1. gr. bráðabirgðalaga nr. S0, 1954, að Innflutningsskrif- stofan skuli til ársloka 1954 innheimta 100% leyfisgjald, auk áður lögboðins aukaleyfisgjalds 35% á fólksbifreið- um, af öllum innflutningsleyfum fyrir bifreiðum, nema vörubifreiðum, scm að burðarmagni eru 3 tonn og þar yfir. Síðar verður tekin ákvörðun um, hvort jeppar verða seldir á því verði, sem þeir kosta frá ísrael eða á lægra verði. Leyfisgjaldið miðast við fob-verð bifreið- anna, og skal innheimt um leið og leyfi er afhent. Ef fob-verðið er ekki tiltekið, miðast leyfisgjaldið við toll- mat bifreiðanna, að frádregnu flutningsgjaldi og vá- tryggingargjaldi. Bifreiðarnar verða að sjálfsögðu að vera í ökufæru standi. Þó skal hið sérstaka leyfisgjald á bifreiðum, sem búið er að ákveða um kaup frá Sovétríkjunum og Tékko- slóvakíu, smbr. 3. og 4. lið hér á eftir, vera 60% af fob- verði. I samiæmi yið ofangreindar reglur hefir Innflutn- ingsskrifstofunni verið heimilið að veita nú þegar inn- flutnings- og gjaldeyrisleyfi fyrir bifreiðum, sem hér segir: 1. 300 fólksbifreiðir, sem leyfishafi má kaupa frá hvaða landi sem er. 2. 300 sendiferðabifreiðir, sem leyfishafi má kaupa frá hvaða landi sem er. 3. 100 fólksbifreiðir, sem þegar hafa verið keyptar frá Sovétríkjunum. 4. 100 bifreiðir frá Tékkóslóvakíu. 5. 70 jeppa-bifreiðir frá Evrópu eða U. S. A„ sem út- hlutunarnefnd jeppabifreiða úthlutar. 6. 275 vörubifreiðir, sem að burðarmagni eru 3 tonn eða þar yfir, og ,má leyfisliafi kaupa þær frá hvaða landi sem„er. Með tilvísun til framangreindra ákvarðana ríkis- stjórnarinnar, og með samþykki hennar, liefir Innflutn- ingsskrifstofan ákveðið eftirfarandi skilyrði, samkvæmt heimild í_ 1. gr. laga nr. 88, 1953: a. Þeir vmsœkjendur, sem eign óafgreiddar umsóknir hjá Innflútningsskrifstofunni, og sendar voru henni samkvœmt auglýsingu liennar nr. 6, 1954, verða að tilkynna skrifstofunni hér, með simskeyti eða bréfi, innan 14 daga frá birtingu þessarar auglýsingar, hvort. þeir óska að umsókn þeirra verði t.ekin t.i.1 afgreiðslu nú, eftir að hið sérstaka leyfisgjald hefur verið á- kveðið. Ge.ri þeir það ekki, verður litið svo á, að um- sóknin sc þar með úr gildi fallin. Þetla gildir þó ekki um vörubifreiðir, sem. að burðarmagni eru 3 tonn eða þar yfir, með því að af þeim leyfum vcrður ekki innheimt neilt sérstakt aukagjald. b. Umsækjandi, sem fær frá Innflutningsskrifstofunni tilkynningu um, að honum hafi verið veitt innflutn- ingsleyfi fyrir bifreið, verður, innan hæfilegs tíma, sem ákveðinn verður í slíkri tilkynningu, að greiða fob-verð bifreiðarinnar til Landsbanka íslands eða útvegsbanka íslands h.f., í sérstakan reikning. Gildir þetta um allar bifreiðir jafnt. c. Gegn framvísun kvittunar frá nefndum bönkum um innborgun fob-verðs bifreiðar, samkvæmt framan- sögðu, verður viðkomanda, eða umboðsmanni lians, afhent innflutningsleyfi hér á skrifstofunni, enda greiði hann þá um leið leylisgjöldin, eins og jíau eru ákveðin í lögum. d. Skipafélögum er óheimilt að taka bifreiðir til flutn- ings hingað til landsins, nema innflutningsleyfi sé fyrir hendi. Nánari reglur um þetta hafa verið send- ar öllum skipafélögum, og þau öll fallizt á að hlíta þeim. Reykjavík, 16. ágúst 1954. Innflulningsskrifstofan

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.