Dagur - 18.08.1954, Blaðsíða 4

Dagur - 18.08.1954, Blaðsíða 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 18. ágúst 1954 DAGUR Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 88. — Sími 1166. Blaðið kemur út á hverjmn miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 60.00. Gjalddagi er 1. júlí. Prentverk Odds Björnssonar h.f. velli og við byggingu radarstöðv- anna úti á landi. GLÖGGT MÁ á þessu sjá, að það eru ekki þessar framkvæmdir einar, sem draga vinnuaflið frá atvinnuvegunum fram yfir það, sem var t. d. í fyrra. Hér kemur vissulega fleira til, og þá ekki hvað sízt það, hversu mikið er um byggingar, einkum íbúðarhúsa, víða um land, en þó fyrst og fremst í höfuðstaðnum og grennd. Sízt getur það verið furðuefni nokkurt, þótt þjóðflutningar þeir hinir miklu, sem átt hafa sér stað að undanförnu — og þó aldrei fremur en nú — til Reykjavíkur og Faxaflóasvæðisins frá öllum landshlutum öðrum, valdi ýmiss konar misræmi, árekstrum og vandræðum í þjóðarbúskapnum og þjóðlífinu í heild Það er því sannarlega mál til þess komið, að ráðamenn íslenzkir og þjóðin öll staldri við um stund og athugi sinn hag að þessu leyti, áður en lengra er haldið á þessari braut. Það væri of seint að snúa við og leita ráða til þess að viðhalda „jafnvæginu í byggð landsins", þegar svo væri komið, sem óð- fluga virðist nú að reka, að allt þjóðlífið steypist með nokkrum hætti á annan endann — í áttina suður að Faxaflóa. Snður að Faxaflóa f VIKUNNI sem leið birtist hér í blaðinu aug- lýsing þess efnis, að piltur nokkur vanur sveita- vinnu óskaði eftir vetrarvist ,helzt einhvers staðar í Eyjafirði. í tilefni af þessu hringdi m. a. til blaðsins góður bóndi á stórbýli einu hér í firðin- um. Vildi hann gjarnan fá piltinn til hjálpar við heyskapinn nú þegar, ef þess væri kostur. Bar þá á góma í þessu sambandi, að mjög væri nú erfitt orðið að fá nægilegan vinnukraft til sveitastarfa og það svo, aÍS gildir bændur á hinum beztu jörð- um ættu af þessum ástæðum fullt í fangi að nytja tún sín, þrátt fyrir mikinn vélakost til hjálpar við heyskapinn og enda þótt gott kaup væri í boði. Væru þess dæmi, að bændur yrðu að leigja hluta af túnum sínum aðkomumönnum, svo að þau yrðu öll slegin og nytjuð. Kvað bóndi þessi, að ástand- ið hefði farið versnandi að þessu leyti ár frá ári nú að undanförnu, en að sínum dómi hefði það þó aldrei verið verra í þessum efnum en nú í sumar. Geta má nærri, hvernig þessu muni háttað sums staðar annars staðar á landinu, t. d. í útkjálka- sveitum, fyrst svo erfitt er um vinnukraft til land- búnaðarstarfa í einni beztu, þéttbýlustu og blóm- legustu sveit landsins, sjálfum Eyjafirði. U Á SAMA TÍMA og eyfirzki bóndinn gaf „Degi“ þessar upplýsingar — sem engan veginn skulu rengdar að ósekju, og eru heldur engin ný né al- gerlega óvænt tíðindi — kvartaði t. d. bl. „Verka- maðurinn" hér í bæ yfir því í síðustu viku, að at- vinnuleysi fari vaxandi hér, þegar líður á sumarið, og sé orðið tilfinnanlegt, enda „gangi nú fjöldi verkamanna atvinnulausir dögum saman, enda þótt fjöldi manna hafi leitað burt úr bænum“, segir þar. Flestir munu að vísu taka þessar upplýsingar blaðsins með nokkurri varúð ,en gera verður þó ráð fyrir því, að þær séu ekki með öllu staðlausir stafir. Virðist það þá fullgilt íhugunarefni út af fyrir sig, hvert stefnir atvinnuþróunin á þessu svæði einum saman, hvað sem öðru líður, ef land búnaðurinn í héraðinu á í vök að verjast að halda í horfinu sökum skorts á vinnukrafti, á sama tíma og „fjöldi verkamanna" gengur atvinnulaus í bænum, að því er „Verkamaðurinn“ segir, og látið ! er liggja að því, að tími sé til þess kominn að krefj ast opinberrar atvinnubótavinnu þeirra vegna. 1 .1 j ANNARS MUN það algengast, þegar leitað er skýringa á skorti vinnuafls við framleiðslustörfin ! — sem vissulega er harla ískyggilegt fyrirbæri í þjóðlífinu í heild nú á dögum — að menn setji hann í beint samband við það, hversu margir ís- lendingar vinni nú um sinn á vegum setuliðsins. Víst er um það, að þetta atriði skiptir miklu máli í þessu efni, enda ekki ólíklegt, að hlutaðeigandi stjórnarvöld íslenzk muni af þessum ástæðum láta sér hægar en ella mundi að ganga eftir því, að innlent vinnuafl taki þar að öllu leyti við af er lendu verkafólki, svo sem samningar stæðu annars til. Þó hefur það nýskeð verið upplýst, að um sex hundruð færri landsmenn vinna nú við þessar varnarframkvæmdir en á sama tíma í fyn-a. í byrjun ágústmánaðar þá unnu rétt um 3 þúsund íslendingar á vegum setuliðsins ,en á sama tíma í sumar ekki fleiri en 2387 menn — á Keflavíkur- Laufás — Eyrarland — byggðasafnið. Bréf frá Jónasi kennara frá Brekknakoti. ÞVÍ VAR STUNDUM haldið fram, að Þingeyingar væru montnir, en nú orðið vita auðvit- að flestir, að orðrómur sá var bara sprottinn af smáöfund, - þeirra, sem óx í augum dugnaður og annað andlegt og líkamlegt ágæti Þingeyinganna!! „Nú eru Þingeyingar bara eins og aðrir menn, og tæplega það,“ heyrði eg einn kunningja minn láta út úr sér nýlega. Eg hlustaði bara á eins og Akureyringur og lét ekki á neinu bera. En samt.... ÞINGEYINGUM var það þó svolítil upplyfting (frá deyfðinni) í vor og sumar, þegar Eyfirðingar fóru að „bera víurnar í“ gamla Laufásbæinn, vildu flytja hann (í heilu lagi) til Akureyrar og jafn- vel innlima góðan skika af Þing- eyjarsýslu. Þingeyingum kemur þetta (að sumif leyti) ekki svo ,.spánskt“ fyrir sjónir. Það er svo skrítið, að innst inni finna þeir stöku sinnum (!) til síns ágætis í föstu og lausu, andlegu og efnis- legu, og „Þingeyingar viljum vér allir vera,“ segja þeir enn, jafnvel þeir, sem búa inn á Eyjafjarðar- strönd og vestan í Vaðlaheiði. (Vissulega eru sýslumörkin ó- eðlileg.) Þeir halda jafnvel að grannar þeirra á Galmarströnd og innar væru ekki frá því að „skipta yfir“ — ef þeir mættu, þ. e.: Kallast Þingeyingar, eins og austanfjarðarmenn. Þeir að vest- an eiga að vísu sinn Glæsibæ og Gásir, en hvað mun það á móti gamla Laufási og Nolli að austan! En nóg um það. ÞESSUM TILLÖGUM um flutning Laufásbæjar (o. fl.) hef- ur verið mótmælt í ræðu og riti — eðlilega. Gömlu, íslenzku bæ- ina er ekki svo auðvelt að flytja. Þeir eru af jörðu komnir að mestu, vaxnir upp í vissu um- hverfi, og hverfa til hennar á ný eftir takmarkaðan tíma, komi ekki sérstakar aðgjörðir til. Inn- viðu úr gömlum bæ mætti vitan- lega flytja, séu þeir ekki mjög skemmdir af fúa. En við þá flutn- inga myndi koma í Ijós, að um margt af þeim þarf að bæta. mik- ið að endurnýja, og svo er grind- in aðeins beinagrindin, hold og líf vantar. Það verður ekki flutt úr stað. Laufásbærinn verður varla fluttur, hvernig sem til tekst um viðhald hans og varanleik. En gott hefðum við af því, íslending- ar, þessi litla þjóð, sem á fáum árum hefur svo gjörsamlega „söðlað um“ — á flestum sviðum, að eiga sem víðast um byggðir landsins þau minnismerki feðra og mæðra, afa og ömmu, þannig búin heimilistækjum og húsgögn- um (byggðasöfn), að nokkuð verði skilin þessa fólks viðhorf til lífsins, þess aðstaða til glímunnar upp á líf og dauða. EITT AF ÞVf markverðasta og eftirminnilegasta, sem glöggur ferðamaður sér í glæstri höfuð- borg Svía, er „Skansen". Þangað sækja borgarbúar og aðrir, sér til óendanlegs gamans og fróðleiks. Þar eru skemmtistaðir ýmiss konar, í gömlum og nýjum stíl, dýr og jurtir í úrvali o. m. fl. En það, sem marga heillar mest, eru byggðasöfnin: forn húsakynni þjóðarinnar, smábúgarðar (þ. e. byggingarnar) úr ýmsum byggð- um landsins, allt frá Lapplandi suður á Skán. í sumum eru heil- ar fjölskyldur við~ sitt bústang, í öðrum aðeins umsjónarstúlkur í tilheyrandi „sóknabúningi“, til að leiðbeina gestunum. Þar má sjá líf þjóðarinnar um aldir í lifandi myndum. BORGARBUAR hafa þörf fyrir þetta samband við land sitt og líf þjóðarinnar, ekki síður en þeir, er í sveitum búa. Akureyringar þurfa sitt byggðasafn í gömlum (eða nýjum) bæ, — og verða lík- lega að bjargast í því efni, án Laufáss, þótt leitt kunni að þykja. En hvað er þá til ráða? -----Alllengi undanfarið hlaut eg — og hlotnaðist mér — að dvelja í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Meðal annarra góðra kosta þeirrar stofnunar er óvenju fagurt útsýni. Hinn frægi Lysti- garður Akureyrar er þar rétt norðan við, einn hinn fjölsóttasti staður, sundlaug, íþróttahöll og íþróttasvæði meðal talin; kvik- myndahúsin og danssalurinn er nú annað heimili — eða eina — sumra, og reiknast ekki með í þessu dæmi. Nú er verið að stækka Eyrarlandstúnið, þar með varpann og bæjarstæðið. Kunn- ingi minn frá Reykjavík, sem eg átti tal við á þessum slóðum ný- lega, benti á, að nú ætti að byggja þarna upp gamla Eyrarlandsbæ- inn. Mér fannst hugmyndin svo góð, að eg vildi gjarnan koma henni á framfæri og leggja henni lið. Eyrarland var merkisbýli, og á landi þess er mikill hluti bæjar- ins byggður. Bærinn stendur í þakkarskuld við býlið. ÞARNA ÆTTU Akureyringar að byggja upp sinn gamla bæ að nýju. E. t. v. eftir því, sem munað er, að Eyrarland var, eða annarri fyrirmynd. Fyrir „góð orð og be- talning“ fengist kannske líkan af Laufásbænum að fara eftir! Skeð (Framhald á 7. síðu). Kvað gengur að Alþýðumannmum \ Ræðst á utaiiríkisráðherrann fyrir að lialda því leyndu, sem birt hefir verið fyrir löngu Alþýðumaðurinn 10. þ. m. ræðst með ósköpum á utanríkisráðherrann fyrir að hafa ekki birt sam- komulagið, sem gert var milli stjóma fslands og Bandaríkjanna 26. maí sl„ varðandi varnarsamning- inn og framkvæmd hans. Ásakanir þessar eru settar fram í síðari hluta greinarinnar ásamt tilheyrandi dylgjum í gai'ð ráðherrans fyrir „svik“, „vísvitandi blekkingar", „afglöp" o. s. frv. Virðist ritstjórinn þá vera búinn að gleyma því, að hann hefur sjálfur í fyrra hluta greinarinnar, nefnt flest þau atriði, er um var samið, og fer þar sýnilega eftir skýi'slu ráð- herrans í ríkisútvarpinu 27. maí, sem jafnframt var birt í blöðum. En skýrsla ráðherrans var efnislegur útdráttur úr orðsendingum, sem fóru milli ríkjanna á venjulegan hátt, þar sem m. a. var vitnað til fund- argerða samninganefndanna. Hér var ekki um að ræða eitt tiltekið skjal til birtingar, en yfirlýsing ráðherrans birt með samkomulagi aðila og án mót- mæla, hefur auðvitað sama gildi sem skjal væri. Má vera, að ritstjóri Alþýðumannsins hafi ekki áttað sig á þessu. Það eina, sem rétt er hjá Alþýðumanninum, er, að reglurnar um takmarkaðar ferðir varnarliðsmanna hafa ekki verið birtar í einstökum atriðum. Um þær var ekki gert milliríkjasamkomúlag, heldur form- lega samið um þær við stjórn varnarliðsins. Þess var sérstaklega óskað af stjórn varnarliðsins, að þessar reglur yrðu ekki birtar opinberlega í einstökum atriðum, enda þótt þær tækju gildi, og þótti ekki ástæða til að halda því til streitu, þar sem reglurnar sjálfar eru aðalatriðið en ekki birting þeirra. En stjórn varnarliðsins færði fram fyrir ósk sinni ástæður, sem ekki varða íslendinga, heldur Banda- ríkjamenn eingöngu og hermál þeir’rá. Hinu má svo gera ráð fyrir, að reglur þessar v.erði flestum kunn- ar að efni til áður en langt líður, eða jafnskjótt sem menn gera sér fyllri grein fyrir þeirri breytingu, sem orðið hefur, og er mjög mikil frá því sem áður var. Þess má geta, að vegabréfseftirlitið á Kefla- víkurflugvelli hefst innan skamms, þar sem undir- búningi er að verða lokið, og eins má gera ráð fyrir því, að fljótlega hefjist framkvæmdir-við hina um- sömdu girðingu um völlinn. Sögusagnir um, að Hamilton hafi stóraukið eða sé í þann veginn að stórauka fjölda erlendra starfs- manna, eru með öllu tilæfulausar, en félagið vinnur að þvj af kappi, að ljúka áður gerðum verksamning- um sínum hér samkvæmt samkomulaginu, áður en það fer héðan. Ekkert er kunnugt um það, að Reg- inn h.f., sem er aðili að Aðalverktökum h.f., hafi fengið erlent lánsfé að einhverju leyti, en þótt svo væri, verður ekki séð, að það þurfi að valda neinni hneykslun. Hingað til hefur það ekki verið talin nein goðgá hér á landi að taka lán erlendis. Og ein- kennilegt er, að ritstjóra Alþýðumannsins skuli standa sérstakur geigur af Hollendingum í því efni! -----o---- Sundnefnd Akureyrar eggjar alla sundfæra bæjarbúa lögeggjan að bregðast ekki þegn- skyldu sinni og sóma bæjarfélagsins, en synda 200 metrana næstu daga. „Sundlaug bæjarins er opin frá kl. 8 árdegis til kl. 7 síðdegis, og sundkennararnir eru fúsir til að mæta þar á öðrum tímum, eftir því sem óskað er af þátt- takendum, ef þeirra er leitað með fyrirvara. — Heimasími þeirra er 1384.“ Vegna rúmleysis í blaðinu bíður áskorun frá sundnefnd bæjarins næsta blaðs. „Það er beinlínis áfall fyrir sæmd þjóðarinnar, ef árangur þessarar keppni sýnir ekki framför frá keppninni 1951.... Samtakaleysi bæjarbúa um þátttöku í keppninni getur orðið þess valdandi, að íslendingar bíði ósigur.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.