Dagur - 18.08.1954, Blaðsíða 5

Dagur - 18.08.1954, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 18. ágúst 1954 D A G U R 5 Sfarfsfólk samvinnuverksmiðjanna á Akureyri nýtur á ýmsan háff befri kjara en annað iðn verkafólk í öðrum verksmiðjum Greinargerð frá Vinnumálasambandi samvmnumanna Degi heíur nýlega borizt eftir- farandi greinargerð frá Vinnu- málasambandi samvinnumanna í tilefni af blaðaskrifum, er nýlega hafa orðið um kaup og kjör í verksmiðjum S. í. S. og K. E. A. á Akureyri: Að gefnu tilefni vill Vinnu- málasamband samvinnumanna benda á eftirfarandi staðreyndir varðandi kaup og kjör verkafólks í verksmiðjum SÍS og KEA á Ak- ureyri: 1) Starfsfólk samvinnuverk- smiðjanna nýtur samkvæmt samningum sjúkratrygginga, sem hvergi eru til í samningum neins annars iðnverkafólks á landinu. Starfsfólkið hefur talið þessar tryggingar vera sér mikils virði og verksmiðjurnar greiða allmik- inn kostnað trygginganna vegna. 2) Ýmsir starfsmenn verk- smiðjanna, sem vinna sérstaklega vandasöm störf, fáhjá samvinnu- verksmiðjunum hærra kaup en þekkist í nokkrum öðrum samn- ingum iðnverkafólks á landinu. 3) Eftir núverandi samningum fær starfsfólkið eftir 20 ára starf orlof sitt lengt úr 15 í 18 daga, en það þekkist ekki í samningum nokkurs annars verkafólks á landinu. Sitthvað .fleira mætti nefna, sem óyggjandi vitnisburð um við- horf samvinnuféíaganna til vérkafólksins. En vegna villandi skrifa nýlega um ágreining milli verksmiðjanna á Akureyri og Iðju, félags verksmiðjufólks, ósk- ar Vinnumálasamband samvinnu félaganan að taka fram eftirfar- andi: Samkvæmt samningum Iðju, félags verksmiðjufólks á Akur- eyri, hefur starfsfólk nefndra verksmiðja 12 daga orlof. Eftir 12 ára þjónustu hækkar orlof í 15 daga, en eftir 20 ára starf í 18 daga. Eftir að samkomulagið í desember 1952 hafði verið gert, var lágmarksorlof verksmiðju- fólksins, án þess að formleg breyting á samningi Iðju kæmi til, hækkað upp í 15 daga. Vegna mikils eftirgangs forvíg- ismanna Iðju var fallizt á það, að sumarið 1953 skyldu þeir starfs- menn verksmiðjanna, sem höfðu þegar unnið sér 15 og 18 daga or- lof, er desembersamkomulagið gekk í gildi, einnig fá 3 daga lengingu á orlofi, þannig að það yrði að því sinni 18 og 21 dagur. Var skýrt tekið fram, að þessi til- högun um orlof gilti aðeins þetta eina sumar. Var af hálfu verk- smiðjanna fallizt á þessa leng- ingu á orlofinu í þetta eina sinn af þeirri ástæðu, að ádráttur hafi áður verið veittur um hana af misskilningi á efni desembersam- komulagsins, sem einungis kvað á um lengingu lágmarksorlofsins, en ekki lengingu þess orlofs, sem náð hafi 15 dögum eða meira, er samkomulagið gekk í gildi. Má í þessu sambandi geta þess, að aðr- ir iðnrekendur á Akureyri veita verksmiðjufólki aldrei lengra or. lof en 15 daga, án tillits til starfs. aldurs, og samá gildir samkvæmt samningi Iðju í Reykjavík. Á síðastliðnu vori óskaði Iðja, félag verksmiðjufólks á Akureyri, eftir því, að samningur þess við SÍS og KEA yrði tekinn til end- urskoðunar. Fóru viðræður í því skyni fram á Akureyri í öndverð- um júlímánuði. Náðist þar sam- A FERÐ UM FLJÓTSDALSHÉRAÐ. Fljótsdalshérað, frægt í sögu, fegrað starfi eljumanna, auga gests er önnuin kafið undxu: þín að sjá og kanna. Blónileg þróun hér um hérað hefir risaskrefum stigið, en eftirsjá þó er að mörgu, sem eldri kynslóð með er hnigið. Þó að gestir hingað haldi og hitti marga góða vini, þá getur enginn gist hér framar hjá gamla Páli Ólafssyni. Afbragðsvel þótt okkur líki akstur greiður, vegir sléttir, honum geðjazt hefði betur hlaupagammsins listasprettir. Fyrr var mönnum létt að ljóða á leið um sveit, á hesti og fæti, nú er eins og enginn megni að yrkja vísu í jeppasæti. DVERGUR. komulag við samninganefnd Iðju um nýtt samningsfrumvarp í öll- um atriðum nema um orlofið. Hélt samninganefnd Iðju því fram, að þegar á árinu 1953 hefði komizt á bindandi samningur um 15 daga orlof, sem hækka skvldi í 18 daga eftir 12 ára starf og í 21 dag eftir 20 ára starf. Þessum skilningi var mótmælt af hálfu verksmiðjanna með vísun til þeirra raka, sem að framan hafa verið talin. Áskildu fyrirsvars- menn Iðju sér rétt til þess að bera þennan ágreining undir úrskurð Félagsdóms og höfðu talsmenn verksmiðjanna að sjálfsögðu ekk- ert við það að athuga. Varð ekki annað séð en að báðir aðilar væru reiðubúnir að ganga frá nýjum samningi, þó með þeim fyrirvara af hálfu Iðju, að ákvæði samn- ingsins um orlofið breyttust, ef úrskurður Félagsdóms félli félag inu í vil. Töldu fyrirsvarsmenn verksmiðjanna slíkan fyrirvara ekki þurfa að standa í vegi fyrir samningsgerðinni. Ákvæðin um orlof eru þannig í samningsfrumvarpinu, að verk smiðjufólkið hafi 15 daga orlof, er hækki í 18 daga eftir 20 ára starf. Er þessi hækkun orlofs í 18 daga eftir 20 ára starf umfram það, sem þekkist í nokkrum öðrum samn ingi verksmiðjufólks nokkurs staðar á landinu. Þá eru og í samningi' SÍS og KEA við Iðju ákvæði um sjúkra- tryggingar, sem hvergi þekkjast í öðrum samningum verksmiðju fólks og starfsfólkið hefur talið sér mjög mikils virðj. Ennfremur er ýmsum starfsmönnum verk- smiðjanna, sem hafa með höndum vandasöm, erfið eða óhreinleg störf, greitt hærra kaup en þekk ist í öðrum samningum verk smiðjufólks hér á landi. Virðist því skjóta heldur skökku við, er Þjóðviljinn, með fréttarit ara sinn á Akureyri að heimildar manni, reynir að stimpla SÍS og KEA sem einhverja verkalýðs böðla, sem reyni að þröngva upp á verksmiðjufólkið nýjum samn ingi, sem feli í sér verulega kjaraskerðingu fyrir það. Reykjavík, 9. ágúst 1954. Vinnumálasamband samvinnufélaganna. Kviknar í íbúðarhúsinu að Möðruvöllum í Eyjafirði »TOT«8 • D’-fi » B'*il o s’S'S«B«* B Slökkvilið frá Akureyri slökkti, áður en stórskaði var orðinn Snemma á sunnudagsmorgun inn var varð þess vart, að eldur var laus á efri hæð íbúðarhússins að Möðruvöllum í Eyjafirði fremra. Var slökkviliðinu á Ak- ureyri þegar gert aðvart, og kom það svo fljótt á vettvang sem auðið var. Tókst að ráða niður lögum eldsins, áður en stórslys var skeð, en talsverðar skemmdir munu hafa orðið á hæðinni, bæði af eldi og vatni. Hins vegar mun húsið að öðru leyti og innan- stokksmunir á neðri hæðinni hafa sloppið frá tjóni að mestu, enda þótt búið væri að flytja búslóð ina af þeirri hæð, áður en séð var fyrir um endalok viðskiptanna Athugasemd frá símastjóranum á Akureyri í 35. tbl. Dags kvartar aðkomu- maður yfir símaafgreiðslu frá Akureyri til Austfjarða og kveðst ekki hafa getað fengið nema hraðsamtal þangað. Það mun rétt vera, að áminnztur ferðamaður hafi ekki getað fengið almennt símtal við Austfirði þá dagsstund, sem hann var hér á Akureyri, en orsök þess er, að þann 16. júlí slitnaði símasambandið milli Suðurlands og Austfjarða af völdum Skeiðarár og komst þar ekki samband á aftur fyrr en 6. þ. mán. Á meðan á biluninni stóð, varð því öll afgreiðsla frá Aust- fjörðum við aðra landshluta að fara um Akureyri, en þó að síma- afgreiðslan gangi jafnan greitt og vel héðan til Austfjarða, var ekki hægt að bæta á stórauknum við- skiptum þangað, án þess að sím- talapantanir hlæðust upp, víðs vegar að, og af þeim sökum fjölg- aði hraðsímtölum. Eftir að símasamband komst á aftur yfir Skeiðarársand, féllu símaviðskipti í sinn fyrri farveg til Austfjarða, og hraðsímtöl hurfu um leið héðan og austur. Þó að símabilanir verði af óvið- ráðanlegum orsökum, sem valda truflunum á venjulegum síma- samböndum og við það skapist aukin notkun hraðsímtala, tel eg ódrengilegt að væna starfsmenn Landssímans um „að halda uppi okurstarfsemi að sið Hörmang- ara“, því að fyrir því er enginn fótur, og má því í léttu rúmi liggja sleggjudómur einhvers ferðalangSj sem hér kann að eiga leið um. Gurinar Schram. Ofangreind athugasemd síma- stjórans á Akureyri kann að vera fullgild, það sem hún nær, en breytir í engu þeirri staðreynd, sem er í okkar augum aðalatriði málsins og ekki hefur verið vé- fengd: að ekkert almennt samtal og aðeins eitt hraðsamtal beið á línunni, þegar gestinum var tjáð, að hraðsamtöl ein yrðu tekin þar til afgreiðslu. Enda þótt allar símalínur í veröldinni hefðu ver- ið rofnar, nema þessi eina, virðist hreinn óþarfi að synja samtölum fyrir venjulegt gjald, meðan eng- in þröng er á línunni, en sjálfsagt á hinn bóginn að grípa til annarra úrræða, öldungis eins og venju- lega, þegar „símapantanir hlæð- ust upp víðs vegar að“, eins og símstjórinn orðar þetta um slíkt ástand almennt, enda mundi þá enginn á það deila. En svo sýnist við eldinn að öðru leyti. Talið er, að þarna hefði verr farið en raun varð á, ef bóndinn á Möðruvöll- um, Jóhann Valdimarsson, hefði ekki tekið það fangaráð að halda dyrum og gluggum á efri hæðinni lokuðum, svo sem framast var kostur, eftir að eldsins varð vart, svo að loftstraumurinn að utan náði ekki að æsa eldinn eins og oft vill verða, þegar bruna ber að höndum. ekki hafa verið að þessu sinni, því að annars hefði hann vafalaust getið þess og leiðrétt það atriði, sem hér skipti mestu máli. Ummælin um vinnubrögð þau og afgreiðsluaðferðir, sem ís- lenzkum ríkisstofnunum hættir svo mjög til að viðhafa í skiptum sínum við almenning, voru ekki frá gestinum runnin, heldur rit- stjórn blaðsins, og er Dagur reiðubúinn að rökstyðja þau nánar við tækifæri, t. d. ef síma- stjórinn kynni að óska slíkra um- ræðna, þ. á. m. með tilvitnunum í gjaldskrá Landssímans, fram- kvæmd hennar í einstökum atrið- um (t. d. flutningsgjald símanúm- era) og innheimtuaðferðir. Það skal skýrt tekið fram — þótt það ætti raunar að sýnast óþarfi — að með gagnrýni þess- ari var og er alls ekki sveigt að starfsfólki Landssímans hér á staðnum, hvorki æðri né lægri, enda væri það ástæðulaust og ómaklegt. Strax í pistli þeim, sem símstjórinn hefur nú gert að um- ræðuefni, var það og skýrt tekið fram, að síminn muni „vafalítið haga vinnubrögðum sínum að þessu leyti eftir fyrirmælum frá æðri stöðum", eins og það var orðað og ekki hefur enn verið vé- fengt. Ritstj. Fvrsta flotaheirasókn •> r Dana til Islands eftir stríðið Yfirmaður danska sjóliðsins, Vedel aðmíráll, sigldi í fyrri viku frá Akureyri til Reykjavíkur til þess að taka þátt í heimsókninni. Samkvæmt fréttaskeytum, er Degi hafa borizt frá danska sendiráðinu í Reykjavík, er ný- lokið fyrstu heimsókn danska flotans hingað til lands eftir styrjöldina. Danska freigátan „Esbern Snare" kom til Reykja- víkur 8. þ. m. og dvaldi þar til 12. ágúst ,en sigldi þá heim á leið, með stuttri viðstöðu í Þórshöfn. Auk venjulegra kurteisisheim- sókna opinberra embættismanna og virðingarmanna á báða bóga, bauð ríkisstjórnin íslenzka áhöfn skipsins í hringferð frá Reykja- vík um Þingvelli, Sogið bg svo sem leið liggur aftur til höfuð- staðarins. Skemmtu sjóliðarnir sér ágætlega, og öll viðskipti þeirra og íslendinga, meðan á heimsókn þessari stóð, voru hin beztu og vinsamlegustu. Yfirmaður danskra sjóvarna, Vedel aðmíráll, kom héðan frá Akureyri með hersnekkjunni „Teisten“ ,til þess að taka þátt í heimsókninni ,en hingað kom að- mírállinn á skipi sínu úr eftirlits- för við strendur Austur-Græn- lands. Var eftir komu hans til Reykjavíkur aðmírálsflaggið dreg ið að hún á „Esbern Snare“, og sigldi Vedel aðmíráll á freigát- unni heim til Danmerkur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.