Dagur - 18.08.1954, Blaðsíða 7

Dagur - 18.08.1954, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 18. ágúst 1954 DAGUR Afgreiðslusfúlka Viljum ráða stúlku til afgreiðslustarfa í bókaverzlun vorri (Bókaverzlun P. O. B.) frá 1. september n. k. Umsóknir sendist undirrituðum. Prentverk Odds Björnssonar Akureyri. Ó d ý r t: Plasf-regnkápur (styttri gerðin) á aðeins kr. 10.00. Vefnaðarvórudeild Gúmmíbátar Allar stærðir af björgunarbátum úr gúmmí útvegum við með stuttum fyrirvara. Gúmmíbátar fyrir trillur fyrirliggjandi. SLIPPSTÖÐIN h.f. Stmar 1830 og 1203. TILKYNNING um greiðslur örorkubóta og fœðingarslyrkja til danskra, finnskra, norskra og sœnskra rikisborgara. Hinn 1. sept. koma til framkvæmda tveir milliríkjasamningar Norðurlandánna fimm, annar um gagnkvæmi varðandi greiðslur vegna skertrar starfhæfni og hinn um gagnkvæma mæðráhjálp. Samkvæmt fyrri samningnum eiga ríkisborgarar hinna samn- ingslandanna, sem búsettir eru hér á landi, sama rétt til örorku- bóta og íslenzkir ríkisborgarar, ef þeir hafa dvalið hér á landi samfleytt fimm næstu árin áður en bótakrafa er borin fram, eða dvalið hérlendis a. m. k. síðasta árið áður en bóta er leitað og hafa verið a. m. k. 12 mánuði at dvalartímanum færir um, líkam- lega og andlega, að inna af höndum venjuleg störf. Samkvæmt síðari samningnum eiga danskar, finnskar, norskar og sænskar konur, sem dvelja hér á landi og ala hér börn, sama rétt til óendurkrafs faðingarstyrks frá Tryggingastofnun ríkisins og íslenzkar konur hafa samkvæmt lögum um almannatryggingar. Ennfremur eiga konur þessar jafnan rétt til styrks frá sjúkrasam- lagi dvalarstaðarins vegna fæðingar í heimahúsum eða dvalar á fæðingarstofnun og íslenzkar konur hafa samkvæmt sjúkratrygg- ingakafla alþýðutryggingalaganna. Samningarnir taka ekki til erlends starfsfólks sendiráða samn- ingsríkjanna og heldur ekki til öryrkja, sem rétt eiga til bóta fyrir slys við tryggingaskyld störf. Þeir ríkisborgarar Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar, sem samningar þessir taka til og telja sig öðlast rétt til örorku- bóta eða fæðingarstyrkja 1. september n. k eða síðar., eru hér með áminntir um að snúa sér til Tryggingastofnunar ríkisins eða hlutaðeigandi umboðsmanns hennar og (ef um fæðingarstyrk er að ræða) til sjúkrasamlags dvalarstaðarins. Þcir íslenzkir ríkisborgarar, sem dveljast í Danmörku, Finn- landi, Noregi eða Svíþjóð og uppfylla skilyrði samninganna, hafa sama rétt til greiðslna vegna skertrar starfshæfni og til fæðingar- styrkja í dvalarlandi sínu og þarlendir ríkisborgarar. Reykjavík, 15. ágúst 1954. Tryggingasfofnun ríkisins. „Ungfrú ísland“ . . . (framhald af 1. síðu). Ungfrú María Jónsdóttir hlaut 2. verðlaun, og kom hún því heim með dragt, skó og tösku, allt góða gripi. Ungfrú Jóhanna Heiðdal, Reykjavík hlaut 3. verðlaun, og þar með vandaða kvenkápu af beztu gerð. — Nokkuð misjöfnum augum hefur verið litið á slíkar fegurðarsamkeppnir og þá, er fram fór í Tivoli um síðustu helgi, og má vafalaust halda áfram deil- um um þaer. Hins vegar getum við óhikað samglaðzt blómarós- unum okkar héðan frá Akureyri og óskað þeim til hamingju með sigurinn. - Rafmagnsfram- kvæmdir í Eyjafirði (Framhald af 1. síðu). unum á annan hátt kleift að standa undir kostnaðinum. Taldi hann, að deildinni hefði þegar orðið allverulega ágengt í þessum efnum. Hvar verður næst hafizt handa? Háspennulína var lögð fyrir nokkrum árum fram Eyjafjörð að Hrafnagili, og þaðan austur yfir á, í Laugalandshverfi. að Uppsöl- um, Klauf og Brúnhúsalaug. Nú mun líða að því, strax og fjárhag- ur og aðrar aðstæður leyfa — og þá væntanlega innan tíðar — að Rafveitur ríkisins leggi raftaugar fram í héraðið, báðum megin ár, og svo út um aðrar sveitir og dali á þessu svæði, strax og tök eru á og röðin kemur að hverju býli um sig. Og alls staðar verður hinum nýja gesti, rafmagninu, fagnað af heilum huga, því að hvarvetna flytur það meira ljós og skilyrði til aukinna þæginda og menning- ar inn á heimili manna. Lítið herbergi til leigu. Afgr. vísar á. ATVINNA 1—2 stúlkur geta fengið at- vinnu á Saumastofu Gefj- unar. Upplýsingar í síma 1305. Til léigu: Stofa og eldhús í Oddeyrar- götu 11. Óska eftir barn- lausu, eldra fólki. Einnig vantar mig vetrar- stúlku. Rósa Randversdóttir. Kolaþvottapottur, notaður, óskast til kaups. Afgr. vísar á. Messað í Akureyrarkirkju n.k. sunnudag kl. 11 f. h. Séra Stefán Eggertsson messar. Minningargjöf. Þorlákur A. Hallgrímsson frá Syðri-Reistará hefur gefið Möðruvallakirkju í Hörgárdal kr. 2000.00 til minn- ingar um konu sína, Önnu Jó- hannsdóttur, er lézt á Akureyri 13. janúar 1951. Beztu þakkir. — Sóknarprestur. IBUÐ 2—4 herbergi og eldhiis óskast til leigu í haust eða fyrr. 4 full- orðnir, góð umgengni. — A. v. á. Fjölbreytt síðsumarsam- koma Framtíðarinnar um næstu helgi Ágóðinn gengur til fyrir- hugaðs elliheimilis Kvenfélagið Framtíðin mun að öllu forfallalausu efna til mjög fjölbreyttrar útisamkomu á tún- inu sunnan sundlaugarinnar hér í bæ, laugardagskvöldið og sunnudaginn 21. og 22. ágúst. — Mjög verður vandað til þessarar samkomu á allan hátt með mörg- um skemmtiatriðum, bæði á palli og í tjöldum. Kaffisala mun að þessu sinni verða í heimavistar- byggingum Menntaskólans, og eru salarkynni þar hin vistleg- ustu. • Allur ágóði af þessari samkomu mun að þessu sinni renna til elli- heimilisbyggingar, sem vonir standa til, að hægt verði að byrja .á næstkomandi vor. &vo sem öll- ,um er kunnugt, þá var nýja sjúkrahúsið um langt skeið aðal- áhugamál kvenfélagsins, og voru hin mörgu fjárframlög frá ein- staklingum og félögum sterkur þáttur í því, að Fjórðungssjúkra- húsið er nú tekið til starfa. — Nú er hið mikla nauðsynjamál, elli- heimilið, enn óleyst og þarfnast skjótrar úrlausnar, en sameigin- leg átök geta lyft Grettistaki. Við óskum því af alhug, að veðurguð- inn verði Framtíðarkonum hlið- hollur, svo að bæjarbúar og aðrir geti notið þessarar samkomu, sem konumar hafa lagt sig fram um að vanda hið bezta til. Flugeldum verður skotið, — dansað verður úti. — Hátíða svæðið upplýst. -1- Aukum sjóð- inn — byggjum elliheimili — allir leggi sinn skerf til — hver eftir sinni getu. Forráðamenn sundlaugarinnar við Laugaland á Þelamörk skora á íbúa næsíu hreppa að Ijúka 200 m. sundinu sem allra fyrst. Laugin er opin fimmtud., föstud., laugard. og sunnudag. Til nýja sjúkrahússins. Áheit frá P, A. kr. 250.00. — Áheit frá K. K. kr. 500.00. — Gjöf frá Guð- nýju Sigurðardóttur til minning- ar um Jón Sigurðsson frá Merki- gili kr. 11000.00. — Með þökkum móttekið. G. Karl Pétursson. Dánardægur. 11. þ. mán. and- aðist í sjúkrahúsinu hér frú Val- gerður Albertsdóttir, Hamarstíg 14 hér í bæ, öldruð og merk sómakona. * FOKDREIFAR (Framhald af 4. síðu). gæti og, að innviðu úr góðri stofu mætti fá úr einum stað í hérað- inu, baðstofuhús úr öðrum o. s. frv. Þótt tínt væri saman úr fleiri en einum stað, sakar ekki, ef gott \ Þarna kæmi byggðasafnið svo að segja í línu með sjúkrahúsinu, heimavistarhúsi M. A. og sund- höll bæjarins. Það minnir á, að Akureyringar eru því ekki óvanir að eiga byggingar í smíðum nokkur ár. Gamla bænum (nýja) má gjarnan reisa í áföngum, eftir efnum og áhuga. Sennilega er þegar áætlað um fyrirkomulag þessa nýja hluta Lystígarðsins, en varla svo ákveðið, að ekki verði breytt, ef vel þykir á því fara. VÆRI EKKI GAMAN að fá, við tækifæri, að koma gegnum skóginn, heim á hlað framan við reisulegar burstir á Eyrarlandi? Bærinn traustur og sem lifandi, í fallegu rjóðri, sem þá opnaðist móti austri og suðri. Myndu ekki margir fagna því, að fá að koma í búr og eldhús, inn í bað- stofu, með uppbúnum rúmum, kömbum undir sperru, rokkinn við stokkinn og skruddur í skinni á hillu á suðurstafni o. s. frv.? Á heitum dögum gætum við e. t. v. fengið góða sýfublöndu að drekka, í stofunni framreitt skyr og súrmat (úr geymslu í gömlum stíl, samkv. kenningu dr. Brodda, sem mér er mjög að skapi). Eig- um við ekki að biðja um skyrið í rósóttri „spilkomu“ og með út- skornum, fljöelsmjúkum horn- spæni? Heimasætan gengur um beina í íslenzkum búningi. Uppi á vegg hanga myndir af Hall- grími Péturssyni og Kristjáni kóngi 9. Hvernig lízt þér á, Akur- eyringur? 29. júlí 1954. Jónas Jónssón frá Brekknakoti. /r OLÍUKYNDITÆKI Sjálfvirk, handstillt, ætíð fyrirliggjandi, eða útveguð með stuttum fyrirvara. — Leitið upplýsinga. JÓN QUÐMUNDSSON, Símar 1246 og 1336. Vinnufatnaður: Höfum ávallt fyrirliggjandi vnnufatnað í fjölbreyttu úrvali, V efnaðarvörudeild

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.