Dagur - 18.08.1954, Blaðsíða 1

Dagur - 18.08.1954, Blaðsíða 1
GERIST ASKRIFENDUR! Sími 1166. Dagur ÁSKRIFTARSÍMI blaðsins er 1166. Gerizt óskriíendur! XXXVII. árg. Akureyri, miðvikudaginn 18. ágúst 1954 36. tbl. Ivær blómarósir frá Akureyri hiufskarpasíar í fegurðar- samkeppninni í Tivoli - Ragna Ragnars fegurðardrotfn- r ing Islands 1954, fær Parísarför í verðiaun Marga siði höfum við íslend- ingar tekið upp eftir erlendum fyrirmyndum á síðari árum. Eitt af því sem líklegt er að verði ár- leg venja hér, er samkeppnin um nafngiftina: Fegurðardrottning íslands. Slík samkeppni er ekkert óþekkt fyrirbrigði, því að blöð og útvarp hafa frætt okkur og sýnt í myndum fegurðardrottningar margra landa. Fegurðardrottning Reykjavík- ur hefur verið valin fyrirfarandi ár, en í þetta skipti náði sam- keppnin yfir allt landið. Norskír sjómenn kljást við Grímseyinga Frétzt hefur, að norskir sjó- menn hafi fyrr í sumar gerzt all- miklir fyrir sér í Grímsey. Sagt er, að hreppstjóri þeirra eyjar- skeggja hafi skorizt í bað mál og fengið bætur greiddar fvrir rúðu- brot af þeirra völdum þar í eynni og jafnvel fleiri spjöll. Mun einn sjómannanna t. d. hafa ráðizt inn í hús í óþökk húsbændanna, eða gert tiliaun í þá átt. Meiddist húsbóndinn nokkuð og föt hans voru skorin í þeirri viðureign, er hann snerist til varnar gegn hin- um óboðna gesti. Héðan frá Akureyri fóru tvær yngismeyjar, þær ungfrú Ragna Ragnars, Þingvallastræti 27, og ungfrú Ms/la Jónsdóttir, Brekku götu 19. Ragna Ragnars var kjörin feg- urðardrottning ársins 1954, en María Jónsdóttir fékk önnur verðlaun. Má því segja, að þessir fulltrúar héðan að norðan hafi ekki farið erindisleysu. Ragna mun bráðlega fara til Parísar og dvelja þar um viku- tíma. En slíkum verðlaunum var fegurðardrottningunni heitið. Einnig fær hún í frönkum jafn- gildi 1000,00 króna íslenzkra og auðvitað fríar ferðir og dvöl í París. Blaðið hafði tal af ungfrú Rögnu um leið og hún kom í bæ- inn á mánudag. Lét hún hið bezta af ferðinni. Móttökur voru hinar ágætustu og fyrirgreiðsla þeirra stallsystra í bezta lagi. Atkvæðagreiðslan um val feg- ui'ðardrottning'arinnar fór fram á laugardaginn í Tivoli, að við- stöddum nær 10 þús. manns. — 114 stúlkur tóku þátt í fegurðar- samkeppninni. — Á sunnudags- kvöld kcmu fegurðardísirnar þrjár aftur fram í Tivoli, að við- stöddum mörg bús. manns. (Framhald á 7. síðu). Minkur að verki? ;6.€ P-&ÍI fl C >i® M e. r tt- ii «■ f ;1 ' * • Fyrir nokkrum dögum bar það til tíðinda á Tréstöðum í Glæsi- bæjarhreppi, að öll hænsnin, að hananum og einni hænu undan- skilinni, lágu dauð í hænsnahús- inu einn morguninn, þegar að var komið. Var þeim raðað upp, og ekki ósmekklega frá þeim gengið. Litlir áverkar sáust á þeim, nema tannaför á hálsi þeirra allra. Líklegt þykir, að hér hafi minkur verið að verki. — Ekki hefur heyrzt, að minks hafi orð- ið vart þarna að undanförnu. — Hins vegar hefur heyrzt, að neð- ar við Hörgá hafi fyrir nokkru síðan sézt greinileg ummerki minks. Mun bændum þykja það ill tíð- indi, ef svo reynist, að hér hafi minkur verið á ferð. En því miður bendir margt til þess, að svo hafi verið. Sliíinn jarðsímastrengur í Glerárþorpi Símstjórinn á Akureyri, Gunn- ar Schram, hefur tjáð blaðinu eftirfarandi: Vegna bilunar á jarðstreng í Glerárþorpi urðu nokkrar síma- truflanir á símasambandi héðan til Suðurlands. — Viðgerð á jarð- strengnum er nú lokið, og síma- sambandið því aftur komið í eðli- legt horf. Hreppakeppni Hreppakeppnin í Samnorrænu sundkeppninni, sem áður hefur verið getið um hér í blaðinu, stendur nú þannig: Öxnadalur með 29,6%, Skriðu- hreppur með 17,3%, Arnarnes- hreppur með 17,2% og Glæsibæj- arhreppur með 16,3%. Alls hafa 409 manns synt 200 metrana í sundlauginni að Laugalandi í Hörgárdal. Kærkomin veðurbreyt- ing á Norðurlandi Um síðustu helgi brá til sunn- anáttar hér nyrðra og hefur verið góður þurrkúr þessa dagar.a. — Bændur hafa bjargað geysimikl- um heyjum, enda vel notaður hinn langþráði þurrkur. Gjör- brevtir þetta hinu ískyggilega út- liti, sem orðið var í þessu efni og horfa menn vonbetri fram á leið. Aftur á móti virðast vonir manna um síldveiðar ætla að bregðast. sveifanna við Eyjafjörð áfram 00 effir áæfiun Hátt á amiað hundrað bæir og býli í béraðinu fá væntanlega rafmagn frá Laxárvirkjun í sumar, eða á öndverðum vetri Vinnuflokkar frá Rafmagnsveitum ríkisins vinna nú að þvi að leggja raflínur um sveitirnar vestan Eyjafjarðar. Mun Rræklingahlíð, Skriðulireppi og Arnarneshreppi ætlað að fá rafmagn beint frá aðalspennubreytistöð hér á Akureyri, en bæir á Arskógsströnd fá hins vegar raforku sína úr Dal- víkurlínunni, en þangað var háspennulína lögð í fyrra- liaust, og munu flest heimili í þorpinu þegar Iiafa fengið raf- magn. Stendur til, að flestir — eða jafnvel allir — hæir í Dal- víkurhreppi verði afgreiddir að þessu leyti nú í liaust. Línulögnum hraðað eftir föngum. Byrjað var á línulögnum utan frá í þetta sinn og haldið inn Arnai'neshrepp og Kræklingahlíð. Munu staurar þegar hafa verið settir upp á þeirri línu allt inri að Garðshorni í Kræklingahlíð, en ekki eru vírar enn komnir á staurana alla þá leið. Rafveitur ríkisins sjá um spénnubreyti- stöðvar á hverjum bæ, þar sem þess þarf við, og annast um heimtaugar og inntök í húsin. en þar taka rafvirkjar í þjónustu bændanna sjálfra við. Fjöldi býla fær rafmagn á þessu ári. Blaðinu hefur verið tjáð, að fyrirhugað sé, að bæir í héraðinu fái rafmagn á þessu ári sem hér segir: í Glæsibæjarhreppi (eink- um í Kræklingahlíð) 27 bæir, auk 7 býla í Glerárþorpi, sem hafa þá sérstöðu, að þeim mun ætlað að fá rafmagn frá Rafveitu Akureyrar. Má vera, að ráðagerðir um hugs- anlega sameiningu Akureyrar og Glerárþórps valdi þar einhverju um. — 1 Öngulsstaðahreppi (fram að Laugalandi) 17 bæir; í Skriðuhreppi 8, Arnarneshreppi 32 og á Xrskógsströnd 40 bæir. Þá mun og fyrirhugað, að nokkrir bæir á Svalbarðsströnd fái rafmagn í sumar frá ríkisveit- unum. Raflagnadeild KEA annast vcrulegan hluta framkvæmdanna, eftir að inn úr húsvegg er komið. Eins og kunnugt er, stofnaði Kaupfélag Eyfirðinga sérstaka raflagnadeild sl. vetur. Forstöðu- maður deildarinnar, Ingvi Hjör- leifsson rafvirkjameistári, átti er- indi inn í skrifstofur Dags í gær. Greip blaðið tækifærið að spyrja hann frétta af þessum fram- kvremdum, sem rnunu senn breyta verulega lífsháttum og menningarskilyrðum fólksins í héraðinu allt umhverfis okkur, þótt við bæjarbúar höfum þegar alllengi að þeim gæðum búið. Flestar upplýsingar þær, sem blaðið hefur enn náð í um þetta mikilsverða mál, eru frá þessu spjalli við Ingva runnar að þessu sinni. Sagðist deildarstjóranum svo frá m. a., að Raflagnadeildin legði allt kapp á að hraða þessum framkvæmdum á sínu verksviði, en nokkur skortur væri sem stendur á lærðum rafvirkjum til þess að annast verkið. Þó miðaði því vel áfram eftir vonum, væri t. d. lokið að mestu i Kræklinga- hlíð, vinnuflokkar teknir til starfa í Skriðuhreppi og haldið út Ár- skógsströnd innan tíðar. Hefðu rafvirkjarnii' fram að þessu farið á milli bæjarins og vinnustöðva sinna kvölds og morgna, en nú væru fjarlægðir teknar að gerast fullmiklar til þess að halda þeim hætti yfirleitt, og vinnuflokkarn- ir því farnir að „liggja við“ í tjöldum eða gista á annan hátt. — Ingvi kvað'Raflagnadeildina hafa lagt mikla stund á að afla sér sem fullkomnastra vinnutækja, afla efnifanga til vinnunnar á sem hagstæðustu verði og gera bænd- (Framhald á 7. síðu). Eldur í hlöðu á Rútsstöðum í Eyjatirði Laust eftir miðnætti aðfaranótt mánudagsins gerði stúlka, sem leið átti um veginn hjá Rútsstöð- um í Öngulsstaðahreppi í Eyja- firði, heimilisfólkinu þar viðvart, að eldur mundi uppi í heyhlöðu þar á bænum. Sagt er, að tæpum stundarfjórðungi fyrr hafi maður átt leið um þennan sama veg fram hjá bænum, og hafi hann þá einskis elds né reyks orðið var. Hefur þarna mjóu munað sem oftar. — Slökkvilið frá Akureyri var kvatt á staðinn og tókst því að slökkva eldinn, áður en hann breiddist út til annarra húsa. Töluverðar skemmdir munu hafa orðið þarna á heyi af völdum elds og vatns. Bóndinn á Rútsstöðum heitir Hjalti Guðmundsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.