Dagur


Dagur - 01.09.1954, Qupperneq 2

Dagur - 01.09.1954, Qupperneq 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 1. september 1964 Fimmtugur: Eiríkur Siefánssoo, kennari Þann 24. f. m. átti Eiríkur Stefánsson, kennari, fimmtugsaf- mrali, en hann er nú í kennara- hópi í boSi danskra kennara úti í Danmörku. Hann hefur verið kennari hér við barnaskólann síðastliðin 11 ár og er hver sú stofnun heppin, er nýtur starfskrafta slíkra manna. Hann er fæddur að Refsstöðum í Laxárdal í Ilúnavatnssýslu 24. ágúst 1904. Foreldrar hans voru Stefári H. Eiríksson og Svanfríð- ur Bjarnadóttir. Systkinin voru 7, sem komust til fullorðinsára, en nú eru 4 þeirra á lífi. Föður sinn missti Eiríkur á þriðja ári, en móðir hans lifir enn. Eftir fráfall Stefáns leitaði móðir hans í átt- hagana með barnahópinn sinn og bjó lengst í Skógum á Þalamörk. Þar ólst Eiríkur upp. Heldur mun afkoma oft hafa verið erfið meðan börnin voru ung, en þó voru æskuárin honum ánægjuleg í glöðum systkinahópi. Á þessum árum störfuðu ungmennafélögin að hugsjónamálum sínum og tel- ur Eiríkur, að þau hafi verið sér góður skóli. Þegar hann var tvítugur fór hann í Eiðaskóla og var þar í tvo vetur. Næstu 4 ár var hann far- kennari í Skriðuhreppi. Þá var hann við búskap í nokkur ár. En þegar hann var hálffertugur að aldri fór hann í Kennai’askól- ann og lauk kennaraprófi 1940. Næstu fjögur ár var hann kenn- ari í Húsavík, en síðan hér á Ak- ureyri. Þetta er nú hinn ytri rammi í lífi Eiríks Stefánssoonar. En hvað er þá að segja um manninn sjálf- an? Hvernig starfsmaður er hann og hver eru hugðarmál hans? Það, sem einkennir Eirík, er framúrskarandi skyldurækni í störfum. Hann hefur það eitt fyr- ir augum, að leysa verk sitt sem bezt af hendi. Þetta er dýrmætur eiginleiki fyrir kennara. Og hjá því getur ekki farið, að þetta er mikilvægt til að ná góðum ár- angri í kennslustarfi. Annað, sem einkennir öll verk Eiríks, er vandvirkni. Snyrtileg- ui' og smekklegur frágangur er ó öllu því, sem hann gerir. Honum er mjög sýnt um skrift og teikn- ingu og venur nemendur sína á góðan frágang. Eiríkur er mikill þegnskapar- maður. Það eru áhrif frá þeim anda, sem ríkti í ungmennafélög- unum í æsku hans. Honum er Ijúft að leggja góðu máli liö end- urgjaldslaust. Þessi hugsunar- háttur hefur dvínað með þjóðinni hin síðari ár, og er það mikill skaði. Eiríkur hefur unnið mikið í fé- lagsskap kennara og ritað margar greinar um uppeldismál í „Heim- ili og skóla“. Þá var hann í stjórn Sambands norðlenzkra barna- kennara um skeið. Fyrir tveimui' árum var hann kosinn í nefnd í Sambandi íslenzkra barnakenn- ara til að vinna að hjálparbókum við nám í barnaskólum. í þessari nefnd tók hann að sér, ásamt Sig- urði Gunnarssyni, skólastjóra, að semja handbók í átthagafræði handa kennurum, og kom bókin út síðastliðið haust. Hafa þeir lagt mikið verk í samningu bók- arinnar, og er eg þess fullviss, að kennarar munu liafa hennar mikil not við kennslu. Af öðrum félagsmálum, sem Eiríkur hefur unnið að hér á Ak- ureyri, má nefna skógrækt og dýraverndun. Er hann formaður Dýraverndunarfélags Akureyrar og vcrið í stjórn frá stofnun þess. Af verkum dýraverndunarfélags- ns má nefna forgöngu þess fyrir fuglasýningunni hér í bæ, svo og tilhlutun þess að bjarga hesti inn- an af öræfum fyrir nokkrum ár- um. t í Skó'grsektarfélagi Akureyrar hefur Eiríkur verið góður liðs- maður. Hefur hann oft safnað sjálfboðaliðum til gróðursetning- ar og mikið unnið að henni sjálf- ur. Hefur hann góðan skilning á því, hve mannræktin og skóg- ræktin eru skyld í eðli sínu. 1 Stundum ber svo við, að talað er við mig í síma í stað nafna míns og oft eru tekin misgrip á okkur. Þó hafa þessi misgrip gengið lengst, þegar eg hef fengið kolin hans heim til mín. Og ham- ingjan má vita, nema einhverjir, sem þessar línur lesa, ólíti, að hann hafi skrifað þetta greinar- korn, en cg eigi fimmtugsafmæli! Nú á þessum tímamóturn er Ei- ríkur að auka reynslu sína og þekkingu með því að kynna sér danska skóla. Má af því marka, að hannn er ennþá að vaxa í starfi sínu. Eiríkur Stefánsson er kvæntur Laufeyju Haraldsdóttur, og eiga þau einn son uppkominn, Hauk, skrifstaofumann hjá Gefjuni. Um leið og eg óska Eiríki allrar blessunar i sambandi við fimm- tugsafmælið, vil eg þakka honum ágxtt samstarf undanfarin ár. Eiríkur Sigurðsson. Trillubátiir til sölu. Smíðaár 1953, 1.5 smálest að stærð mcð 10 hestafla Albinvél. Semja ber við undirritaðan Kristmn Þorvaldsson, Hrísey. Byggingaefni fyrirliggjandi svo sem: TIMBUR SEMENT STEYPUJÁRN MÓTAVÍR SAUMUR TRÉTEX WALLBORÐ GÓLFDÚKUR PLASTDÚKUR MÁLNING o. fl. Byggingavörudeild KEA. lýíf grænmefi: HVÍTKÁL BLÓMKÁL GULRÆTUR TÓMATAR AGÚRKUR RAUÐRÓFUR KARTÖFLUR kemur daglega nýtt. Kjötbúð KEA. og Hvítkál gott og ódýrt. Kjötbúð KEA. Málverkasýning Þorgeirs Pálssonar Á sólgullnum síðsumardeginum var bjart yfir fyrrverandi af- greiðslusal Landsbankans við Ráðhústorg 7 síðastl. laugardag, þar sem Þorgeir Pálsson hefur sett upp til sýnis 60—70 olíumál- verk og vatnslitamyndir. Enda eru þar bjartir litir og skærir mjög áberandi. Þarna er fjöldi fallegra — og ljómandi fallegra mynda, er lýsa óvenju mikilli ljóss- og litagleði, sem vekur at- hygli og unað áhorfenda. Og auk þess eru þarna nokkrar prýðis- góðar andlitsmyndir. Sýningarsalirnir báðir eru mjög heppilegir, sérstaklega sá stærri, svo að myndirnar njóta sín vel. Ættu bæjarbúar að nota tækifærið og fjölmenna þangað næstu dagana og njóta þar þeirrar ylhlýju gleði, sem fegurð Ijóss og lita veitir hverju opnu auga og hrifnæmu hjarta. Og þarna er að sjá eitthvað við allra hæfi! Sýningin er opin daglega frá kl. 2—11 fyrst um sinn. v. Héraðsmót U.M.S.E. í knattspyrnu Miðvikudaginn 25. ágúst hófst héraðsmót U. M. S. E. í knatt- spyrnu. Að þessu sinni tóku þátt í mótinu 6 félög: U. M. F. Reynir, U. M. F. Æskan, U, M. F. Fram- tíðin, U. M. F. Ársól og Árroðinn, U. . F. Möðruvallarsóknar og U. M. F. Svarfæla. — Alls munu 15 leikir verða leiknir, og eru þegar búnir 8. — Standa stigin þannig að U. M. F. Æskan, Svalbarðs- strönd, er hæst með 7 stig, þá U. M. F. Ársól og Árroðinn, Önguls- staðahreppi, með 6 stig, það þriðja er U. M. F. Svarfdæla með 4 stig. Aldrei meira úrval en nú! Málningarvörur Garðáhöld: allar íáantegar tegundir Garðsláttuvélar Plastvörur í geysimiklu úrvali Garðkönnur Garðslöngur Arfaklær Burstavörur Arfasköfur og Penslar Stungugafflar at öllum tegundum Garðhrífur Rafmagnsvörur Við höfum aðeins vönd- uðustu tæki, t. d. hina heimsþekktu Arkiv-viftuofna, Prometheus-straujárn Ryksugur, Garðstólar o. m. fl. Bílavörur Þetta er nýkomið: Bílalyftur, m. gerðir Topplyklasett Stjörnulyklar, stakir og í settum Rafmagnsþráð, Járnvörur Klær, og Verkfæri Innstungur, allar algengar tegundir Rofa o. m. fl. ávallt fyrirliggjandi Axel Kristjánsson h.f. Málning. & Járnvörur Brekkug. 1 — Sími 1356 **<*1SI - „Hæringur“ (Framhald af 1. síðu). þar er ýmissa viðgerða þörf. Þarf að hreinsa botninn vel og ræki- lega og athuga vélar allar og hvað eina eftir svona langt hlé. Skipið verður því sett upp — sennilega á Storð, óðar og það kemur hingað. — Og hvenær mun það geta orðið? — Fari allt samkvæmt áætlun, eins og vonandi er, mun skipið koma hingað fyrri hluta septem- bermánaðar. Teljum við víst, að þá geti orðið lokið nauðsynlegum viðgerðum í tæka tíð fyrir síld- veiðarnar í vetur, svo að Gang- stövíkur-verksmiðja verði þá raunverulega st-arfhæf. — Þar eru nú síldarþrær undir 140.000 hl. í landi, og sé meðtalið geymslurúm skipsins, verður það þá 165.000 hl. — Sólarhrings- vinnslan 8000 hl. er allmikil, svo að sambærileg verður við verk- smiðjuna í Vedde (hinum megin fjarðarins. — H. .). — Er tilgangurinn með kaup- um á fljótandi síldarverksmiðju sá, að hætta við hina langþráðu fasta-verksmiðju í Gangsttövík? — Nei, fjarri fer því. Verk- smiðjuskipið breytir engu á þeim vettvangi, en kemur aðeins, til bráðabirgða í hennar stað. — Er þá nokkur sérstök und- irhyggja í pokahorninu hjá ykk- ur í sambandi við kaup þessi á verksmiðjuskipi? — Nei, ekki af okkar hálfu. En skyldi síldin hafa eitthvert laumuspil undir uggum, t. d. að yfirgefa Sunnmærasterndur, — sem þó er ekki sennilegt, — þá myndi síldarversmiðjuskip vera mjög mikilvæg eign. Þá getur það fylgt síldinni eftir, ef að því kæmi, að hún flyttist til nýrra hrygningarsvæða. ,Gangstövika“ (áður eflaust Gagnstöðvarvík, samkv. staðhátt- um þar!) er mikil síldarsöltunar- stöð skammt fyrir innan Álasund. Hafa Álasundsbúar og aðrir Sunnmæringar um langt skeið undanfarið barizt fyrir því að setja þar á stofn mikla síldar- verksmiðju, er tekið gæti á móti miklum hluta af því geysilega síldarmagni, sem rifið er upp í allt að tug-milljónir hl. á hverj- um vetri á skömmum tíma á Sunnmærahafi, svo að þær verk- smiðjur, sem fyrir eru hafa alls ekki undan. En hingað til hefur ríkisvaldið spyrnt á móti og neit- að um gjaldeyrisleyfi og stungið þannig undir stól þessu mikla áhugamáli Álasundsbúa og Sunn- mæringa. Kaupin á Hæringi eru því bráðabirgðalausn á þessu máli. Hclgi Valtýsson. Fegursti skrúðgarðurinn Fegrunarfélagið hefur dæmt skrúðgarðinn við Helgamagra- stræti 26 fegurstan í ár. Hann er í eigu hjónanna frú Guðrúnar Karlsdóttur og Sigurðar Guð- mundssonár. Hlýtúr hánii því verðlaun félagsins.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.