Dagur - 20.10.1954, Blaðsíða 2

Dagur - 20.10.1954, Blaðsíða 2
2 D AGUR Miðvikudaginn 20. október 1954; - Dalvík er vaxandi bær (framhald af 1. síðu). fiskverkunarhús, sem hafa mikla möguleika til að salta og þurrka fisk. Ennfremur rekur kaupfé- lagið síldar- og beinamiölsverk- smiðju. Sú staífsemi hefur verið hin þarfasta, því að unnar hafa verið verðmáetar vörúr úr úr- gangsefnum fisksins. Margir eiga trillubáta á Dalvík og hafa haft af þeim drjúgar tekj- ur. Stærri bátarnir erú famir að stunda vetrarvertíðir sunnan- lands. Aðeins einn af þeim sfund- ar nú róðra frá Dalvík. Milli sveitar og þorps í Dalvík- urhreppi, er erfitt að draga hrein- ar línur. Fjölmargir Dalvíkingar stunda jöfnum höndum sjósókn og búskap. Aðrir eiga eitthvað af skepnum og túnbletti, og stunda búskapinn sem tómstundavinnu. En fram að þessu hefur ræktunin og búféð í Dalvík fært mörgum manninum góða björg í bú, og svo mun verða enn um sinn. Verzlunin vex. Verzlunin hefur vaxið jafnt og þétt á undanförnum árum. KEA hefur þar forystuna. Hefur það byggt myndarlegt verzlunarhús, sem enn er í smíðum. Þar hefur hreppsfélagið og skrifstofur sínar. Ný kirkja. í sumar var unr.ið að smíði nýrrar kirkju. Er hún komin undir þak. Þessi nýja kirkja stendúr. ofanvert við þorpið, mið- svæðis, á fögrum stað og utan við skipulagssvæði þess. Yfirsmiður- inn er Jón Stefánsson. Vatnsveitan. Hreppsfélagið er að endurbæta og auka vatnskerfi þorpsins. Stofnæðin er tekin á nýjum stað og eru framkvæmdir þessar mið- aðar við vaxandi byggð. Skólahúsið stækkað. Gamla skólahúsið á Dalvík, sem orðið er um 20 ára gamalt, full- nægir á engán háít kröfúm tím- ans. Hafin er viðbótarbygging við skólahúsið. Er hún tveggja hæða og tengd gamía húsinu. Rafmagn skapar ný skiíyrði. Dalvíkingar munu fá rafmágn mjög fljótlega, frá Laxárvirkjun- inni. Hefur í sumar verið unnið við undirbúning þess. Þarf ekki áð e'fa, að méð þvi skapast ný og betri skilyrði til margs konar framkvæmda en áður háfa verið fyrir hendi. Framkvæmdir eru einnig á sviði landbúnaðarins. Ræktunin vex og nýtt land er tekið til rækt- unar. Skurðgrafa er enn að verki og bíða hennar mikil verkefni. Á Böggvisstaðasandi hinum forna, stendur nú Dalvikurþorp, sem nýji hreppurinn dregur nafn sitt af. Fyrrum höfðu margir dug- miklir bændur útræði frá „Sand- inum“. Þá var þar engin höfn og ekkert skjól. Þar var ekki heigl- um hent að kljást við, Ægi. Þar er nú vaxin upp stétt harðdug- legra sjómanna, sem þó heldur tryggð við moldina, eins og for- feðurnir, en hafa nú önnur og betri skilyrði til sjósóknar, m. a. vegna hafnarbótanna, sem greini- lega sjást á meðfyígjandi mynd. Meðan Dalvrk byggist þrótt- mikið fólk Og athafnasamt, eins og nú, múW þorpið og hreþpurinn halda áfram áð vaxa. Morgunbíaðið segir frá því í feitletraðri forsíðúgrein á laúgár- dáginn, að lög um skattfrelSi sparifjár muni hafa héillavænlég áhrif. Bætir blaðið síðán við: „En eíns og kunnúgt er, höfðu Sjálf- stæðismenn forýstu úm skatf frelái sþarifjárins. Var það eink um Jón Páimason, þingmaðúT Áúsfúr-Húnveíhinga, sem beitfi sér fyrir því máli.“ Morgunblaðið veit vaflaust það rétta í þessu máli, þótt það kæri hig ekkert um að halda því á lofti. Er því rétt að hressa ofur- lítið upp á minni þess. Það var Karl Kristjánsson, þing- maður Suður-Þingeyinga, sem fyrstur flutti frumvarp á Alþingi um skattfrelsi sparifjár. Það frumvarp lagði hann fram á Al- þingi 5. nóv. 1951. Þetta frumvarp var um að und- anþiggja skatti sparifé í bönkum, sparisjóðum og löglegum innláns deildum félaga, svo og vexti af þessu fé, ef þeir legðust við höf- uðstólinn. Jón Pálmason flutti seinna sama þingi frumvarp um Stofn- lánasjóð landbúnaðarins. f einni grein þess frumvarps segir að stofnlánadeildin skuli taka móti sparisjóðsinnlögum og inn- leggjendur séu „ekki skyldir til þess að telja þessi sparisjóðsinn lög fram til skatts eða neinnar gjaldaálagningar og stjórn bank- ans bannað að gefa upp nöfn inn- leggjenda eða upphæð innleggs- fjár.“ Þetta var tillaga J. P. — ef til- lögu skyldi kalla — um skatt' frelsi sparifjár. Hún kemur fram eins og áður segir, á eftir frum varpi K. K. — og er raunar ein faldlega tillaga um felustað eða „rottuholur" fyrir sparifé. Ári seinna — 12. des. 1952 — flytja þeir svo Jón Pálmason og Helgi Jónasson, þingm. Rangæ inga, frumvarp um skattfrelsi sparifjár. En þá var Karl Krist- jánsson farinn að vinna að fram- gangi málsins í skattamálanefnd ríkisins, og eftir tillögum þeirrar nefndar samþykkti Alþingi skatt- frelsi sparifjárins. Ve trarmann vanrar nú þegar í nágrenni Akureyrar. Afgr. vísar á. Margf smáff á sama stað Tvnmi, svartúr og hvítur, Siíkifvinni. Hörtvinni, Satimná:íar, StO]>]runálar, Stfamnianálar, Sati rtjavélanálar. ! ídráftarnálaf, \ Í>rístffenáár nálár, RiiIIupýlsunálar, Heklunálar, SmelÍur, Krökapöf, Léreftstöluf, Skrauthnappar og tölrtf, fákka- og téstisföíuf, Sloppa- ög skýrfUföíur, ; j ÚIpu- og. ffakkatölur, Káputölur, iVfálbönd, Fingufbjárgif, F'fene,- Ttíuprjóriár, sv. óg hv., Nælur, Fatakrít, Hfteppslösiíki, Bandprjónar, Hringprjónar, Rennilásar, Gardínuhringir, Teygja, sv. og hv., Sokkabandateygja, Hlírabönd, Skábönd, Bendlar, Pilsstrengur, Stímur, Slitbönd, Pífur, Lissur, Heklugarn, Stoppugarn, Hárspennur, Hámet, Hárgreiður, Hárgafflar, Ermablöð, Axlapúðar og margt íleira. BRAUNSVERZLUN i - Slökkvilið Ák. fær ný tæki SKAFTPOTTAR verÖ aðeins kr. 4.75. VÖRUHÚSIÐ H.F. Þurrkuð epli í lausri vigt. Gráfíkjur ný uppskera. ilSveskjur Kr. 16.00 kg. Rúsínur ljósar steinl. Kr. 10.00 kg. Rúsínur tlökkar steinl. Kr. 13.00 kg. ilRúsínur dökkar m. steinum. Kr. 13.80 kg. Döðlur í pk. Kúrennur í pk. Blandaðir ávextir Kr. 25.00 kg. VÖRUHÚSIÐ H.F. (Framhald af 8. síðu). hinn nýi brunabíll bæjarins, sem frétta- og blaðamönnum var boð- ið að skoða sl. laugardag. Ásgeir Valdimarsson slökkvi- liðsstjóri skýrði aðdraganda þess að þetta nýja slökkvitæki var endanlega keypt, með tilheyrandi útbúnaði og nokkur ný tæki til viðbótar. Hinn nýi brunabíll er full- komnasti brunabíll landsins, sam- kvæmt umsögn Guðmundar Karlssonar úr Reykjavík, sem hér hefur verið um skeið og kennt meðferð hans, og kunnur er fyrir störf sín við brunavarnir. Bifreiðin er IV2 tonn með afl- mikla benzínvél (145 hestöfl). — Dælan, sem keypt var sér, er af svokallaðri S H 500 gerð. Er hún samansett af 3 dælum, sem hægt er að tengja saman á fleiri vegu. Er þannig hægt, með því að hlið- tengja þær, að láta þær skila 500 gallonum af vatni á hverri mín- útu, við lítinn þrýsting. Séu þær aftur á móti raðtengdar, gefa þær ógurlegan þrýsting en minna vatnsmagn. Dælur með 1000 pd. þrýstingi. Ef dælur þessar allar eru rað- tengdar, er komin háþrýstidæla Með 700 pd. þrýstingi, skilar há- þrýstidælan 125 gallonum á mín. Sé þrýstingurinn aukinn til hins ýtrasta á hann að geta orðið allt að 1000 pundum. Við hinn háa þrýsting undrast vatnið og verður að gufumekki. Sé þessi aðferð notuð í herbergt, sem kviknað hefur í, er gufu- mekki háþrýstidælunnar beint, ekki í eldinn, heldur ofan við hann og innan stundar kafnar eldurinn og dökkur brunareykur- inn er áður gaus út úr herberg- inu, hverfur, en ljós vatnsgufa gefui' til kynna að eldurinn sé yf- irunninn. Gufan hefur bókstaf- lega kæft eldinn, án þess að mikið vatnsmagn hafi verið notað. Er það einnig mikilsvert atriði, þar sem dýrmætar vörur eða innbú eru annars vegar. Ekki verður farið út í hina fræðilegu hluti þessarar nýju tækni. Hitt má benda á ,að blaðamönnum var boðið að sjá með eigin augum hinar skjótu og kröftugu verkanir hins nýja brunabíls. Brennt var úti á Eyrum hjól- börðum, sem benzíni var hellt yf- ir. Logaði glatt, svo sem nærri má geta. Venjulegum bruna slöngum með nægu vatnivarbeint að þessum eldi, en án árangurs Var nú nýja tækið prófað og reyndist auðvelt með því að slökkva hið æsta bál. Reykjavíkurbær eignaðist fyrsta brunabílinn af þessari gerð árið 1946. Var það jafnframt fyrsti brunabíll þessarar tegundar í á 1 f unni. Síðan hafa þessi brunaliðs- tæki tekið framförum. málsins hafa verið í góðum hönd- Fallmottan og fleiri tæki. Slökkvistöðinni hafa einnig bætzt önnur ný tæki. Má þar fyrst og fremst nefna fallmottuna. Hún er notuð til að bjarga fólki úr brennandi húsum. 8—12 manns geta auðveldlega tekið á móti manni, er lætur sig falla af efstu hæð hárra húsa. Með gamla lag- inu varð höggið, sem kom við það að maður féll á segldúk eða þess háttar mjög óþægilegt, þar sem menn, er seglinu héldu, kipptust saman, um leið og maðurinn féll í það og viðnámið varð ekki öruggt. Þessi nýja fallmotta er aftur á móti þannig útbúin, að átakið kemur beint. Þá hefur slökkviliðið eignast 2 reykgrímur. Voru að vísu til grímur, en af ófullkomnari gerð. Með þessum nýju grímum fylgir lítill geymir, með andrúmslöfti, er gerir slökkviliðsmanninum fært að vera í þykku reyk- og súrefn- islausu lofti 15—20 mín. Getur þetta haft hina mestu þýðingu við björgunarstörfin. Mælar eru á tækjum þessum og stillir, svo að viðkomandi getur ætlað sér af og vitað með vissu hvað honum er óhætt að vera lengi í banvænu lofti. Þá hefur slökkvistöðin eignast brunastiga úr aluminium. Vegur hann ekki nema 21 kg., en er þó rúmlega 9 metrar að lengd. Einn- ig er hann þrisvár sinnum sterk- ari en brunastigar þeir er fyrir eru. Einnig þakstiga úr sama efni. Auknar eldvarnir. Fullkomin slökkvitæki í hönd- um ötulla manna, sem vei'k sitt kunna, veita bæjarbúum og öðr- um, er þess kunna að njóta, mikið og ómetanlegt öryggi. Því má ef- laust fagna þessum síðasta áfanga í brunavömum bæjarins. Vegfarendur allir skulu minntir á að sýna þann þegnskap, að víkja tafarlaust og hindra ekki bruna- bílana, er þeir gefa merki með ljósum og sírenum. Yfirbyggður á BSA-verkstæði. Brunabíllinn var yfirbyggður nesl og samansettur á BSA-verkstæði, undir ’ 'átjóra>!Öraga.' Svanlaugs- sonar, en Sveinn Tóinásson vann einnig að verkinu. Virðist sú hlið Tólf hjúkrunarkonur Ijúka námi Um síðustu mánaðamót voru brautskráðar 12 hjúkrunarkonur frá Hjúkrunarkvennaskóla ísl. Hjúkrunarkonurnar eru þessar: Bjarnheiður Sigmundsdóttir frá Hafnarfirði, Elínbjörg Hulda Eggertsdóttir frá Reykjavík, Erla Pálsdóttir frá Hnífsdal, Gyða Thorsteinsson frá Blönduósi, Jó- hanna Ragna Þórgunnur Stefáns- dóttir frá Keflavík, Sigríður Theódóra Guðmundsdóttir frá Reykjavík, Sigríður Ragnheiður Ólafsdóttir frá Hafnarfirði, Sig- urveig Georgsdótitr frá Reykja- vík, Sólcy Jónsdóttir frá Skógar- Eyjafirði, Þórunn Elísabet Ingólfsdóttir frá Víðihóli, Hóls- fjöllum, Þuríður Aðalsteinsdóttir frá Laugavöllum, Reykjadal, S.- Þingeyjarsýslu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.