Dagur - 20.10.1954, Blaðsíða 5

Dagur - 20.10.1954, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 20. október 1954 DAGUR 5 Framsöau lariaaatruinvi :ysfeins Jónssonar iiS 1955 um Stóraukio sparifjársöfram landsmanna. Marg- þættur árangur þeirrar stefnubreytingar;, er fram var knúin 1949 Lagl fram frv. um náffúruvernd veir þingmenn Framsóknarflokksins áfíu frumkvæði að undirbúningi slíkrar löggjafar í glöggri framsöguræðu Ey- steins Jónssonar fjármálaráS- berra, er hann flutti við 1. um- ræðu um fjárlögin fyrir árið 1955 er þetta m. a.: Sparnaðurinn hefur aukizí. Aldrei verður það nógsamlega hrýnt fyrir mönnum, að til fram- kvæmda og framfara í landinu verður ekki annað fé notað en það, sem landsmenn leggja upp, að viðbættu því, sem fengið er að láni erlendis. Þótt sjálfsagt sé að nota erlent lánsfé til þjóðnýtra framkvæmda, þá er óhugsandi að erlendis fáist nema lítið brot af því fjármagni, sem til fram- kvæmda þarf. Það er því sparnaður lands- manna sjálfra, sem verður að vera meginstoð framfaranna. Á verðbólguárunum fór hörmu- lega með spamað landsmanna, þrátt fyrir miklar tekjur. Fleira en eitt kom til. En mestu hefur vafalaust valdið síhækkandi verðlag og þar með minnkandi kaupmáttur peninganna. Svo óskaplegt varð ástandið í þessu tilliti, að sparifjáraukningin komst niður í 20—35 millj. árlega, ár eftir ár, og eitt ár var meira tekið úr bönkunum en inn í þá var lagt. Á þessum árum voru fram- kvæmdirnar að verulegu leyti byggðar á því að éta út erlendar innstæður þjóðarinnar, erlendum lánu mog erlendu gjafafé. Nú allra síðustu árin, eða eftir 1951, héfur orðið á þessu stórfelld breyting. Má t. d. nefna, að á ár- inu 1953 jókst sparifé um 186 millj. og á þéssu ári hefur spari- fé aukizt um tæpar 150 millj. á 7 fyrstu mánuðum ársins. Hér hef- ur því átt sér stað gjörbreyting til bóta. Þessi aukni sparnaður hefur orðið undirstaða að auknum at- vinnurekstri og framkvæmdum og átt sinn þátt í því að stuðla að auknu jafnvægi í þjóðarbáskapn- um nú síðustu missirin, eftir að hans fór að' gæta. Það er þessi sparifjáraukning, sem gexár það mögulegt að fá hér innanlands verulegt fjármagn að láni, til raforkufrámkvæmda og íbúðabygginga, svo að dæmi séu nefnd um áhrif þessara breytínga. Stjórnarstefnan frá 1950. Eg mun þá fara fáeinum orðum um áhrif stjómarstefnunnar, sem fylgt hefur verið frá 1950, en upp- haf hennar er að rekjá til þeirra átaka í stjórnmálum landsins, sem urðu á árinu 1949. Þegar átök þessi hófust, var mest öll framleiðslustarfsemi landsmanna rekin með halla. Fjölmargar starfsgreinar lágu al- veg niðri og tilfinnanlegt at- vinnuleysi var í þann veginn að halda innreið sína. Ríkisbúskap- urinn var rekinn með stórfelld- um greiðsluhalla, þrátt fyrir gíf- urlega skatta- og tollaálögur. Greiðsluhalli við útlönd var verulegur, erlendar innstæður frá fyrri árum gjörsamlega þrotnar. Marshallfé fór í eyðslu. Öll við- skipti voru heft í fjötra og vöru- •skortur var svo tilfinnanlegur að knékrjúpa varð ósjaldan, til þess að fá brýnusfu nauðsynjar, þótt menn hefðu fullar hendur fjár. Sumaiúð 1949 skai'st í odda í ríkisstjóm þeii’ri, sem þá sat, út af þessu ástandi og hvað gera skyldi, til þess að rífa sig upp úr feninu. Leiddi þessi ágreiningur til kosninganna um haustið. Það voru Framsóknarmenn sem knúðu fram þetta uppgjör. Árangur þess urðu samtök tveggja stærstu stjómmá:laflokka landsins, um þær ráðstafanir, sem síðan hafa verið gerðar. Með ráðstöfunum þessa þing- meirihluta, var framleiðslan leyst úr dróma og hefur blómgast síð- an og aukist ár frá ári og þjóð- artekjurnar vaxið. Greiðsluhallalaus búskapur ríkissjóðs hefur stuðlað að auknu peningalegu jafnvægi í landinu, stöðugu verðlagi og auknum sparnaði almennt og orðið til þess að hægt hefur verið að slaka stórkostlega á viðskiptafjötrun- um. Þessum árangri hefur ekki að- eins verið náð, án þess að skattar og tollar hafi verið hækkaðir, heldur hefur reynzt nægilegt að lækka stórlega skattaálögur. Gjaldeyrisástandið hefur farið batnandi frá því sem áður var, þannig batnaði gjaldeyrisaðstaða landsins út á við á árinu 1953 og er nokkru betri en hún var, á sama tíma í fyrra. Ótalið er þó enn það, sem ekki skiptir minnstu máli. Verðlag í landinu hefur staðið svo að segja í stað í 3 ár og mun ekki hækka sem máli skiptir á þessu hausti. Er þó hausttíminn hættulegastur að þessu leyti. Þetta þýðir að áfram getum við gei't ráð fyrir að búa við sæmilega stöðugt verðlag, ef ekki verða blátt áfram gerðar ráðstafanir til þess að setja af stað verðbólgu- hjólið, sem hefur verið stöðvað til stóraukinnar hagsældar fyrir alla landsmenn. Eins og nú er háttað, veltur mest á þeirri stefnu, sem launa- samtökin fylgja nú á næstunni í þessu tilliti. Nú um sinn hefur talsvert bor- (Framhald á 7. síðu). Ríkisstjói-nin hefur lagt fyrir xingið ítarlegt frumvarp um nátt- úruvernd, sem þeir Sigurður Þórarinsson, jai'ðfræðingur, og Áx-mann Snævarr, prófessor, hafa samið, en tveir af þingmönnum Framsóknarflokksins áttu á sín- um tíma frumkvæði að því, að hafizt var handa um undirbúning slíki-ar lagasetningar. Á Alþingi 1947 fluttu tveir þing- menn Framsóknai'flokksins, Páll Þoi'steinsson, þingm. A.-Skaft., og Jón Gíslason, þáv. þing. V.- Skaft., tillögu til þál. um endur- skoðun laga um veiði, friðun fugla og eggja o. fl. Tillagan fól xað í sér, að ríkisstjói'ninni skyldi falið að láta undirbúa lög- gjöf um vei-nd staða, sem eru sérstaklega merkir af sögu sinni eða náttúru. í greinai'gerð tillögunnar var komist svo að orði m. a.: „Lög um vei'ndun foi'nminja fjalla um fornleifar, fornminjar og forngripi, þar sem menn hafa einhvem tíma lagt hönd að verki, en ná ekki til þess, sem til er orð- ið af náttúrunnar völdum, þótt 48/4$ - $ Tillögur um !breyífan afgreiðslufíma sölubúða Neytendasamtökin í Reykjavík hafa nú sent samtökum verzlun- arfólks og atvinnurekenda tillög- ur sínar um bi;eyttan afgreiðslu- tíma sölúbúða í tilefiii sairiningá'- umleitana þeirra, er nú fara fram milli þessara aðilá. í tillögum samtakanna er ekki gert ráð fyrir auknum vinnutíma afgreiðslufólks, heldur er fremur gert ráð fyrir að hann styttist, verður þó hægt að verzla tveim stundum lengur dag hvem allt árið um kring. Er þannig ráð fyr- ir gert, að matvöruverzlanir verði á vetrum opnar til kl. 6 e. h., en kl. 2 e. h. á laugardögum. Skulu síðan matvöruverzlanir skiptast á um að hafa opið á hverju kvöldi til kl. 8 nema á laugardögum til kl. 4. Mundi hver verzlun ann- ast þetta á mánaðarfresti. Gert er ráð fyrir að sami háttur verði á hafður á sumrin nema á laugar- dögum, þá loki matvöruverzlanir almennt kl. 12, en nokkrar víðs vegar um bæinn kl. 2 e. h. Að minnsta kosti eitt kvöld í mánuði séu svo allar aðrar verzl- anir opnar á kvöldin milli kl. 8— 10, en loki annars kl. 6, nema á laugardögum kl. 2 á vetrum og 12 á sumrum. Vefnaðarvöru- og skóverzlanir skulu þó skiptast á um að hafa opið til kl. 2 á laugar- dögum á sumrin. Vetrarmaður óskast til að hirða sauðfé. Hentugt fyrir eldri mann eða ungling. Afgr. vísar á. mei-kilegt sé á einn eða annan hátt. Engin almenn lagafyrirmæli eru heldur til um náttúrufriðun. Vissir staðii', sem merkir eru vegna sögulegra atburða eða hafa til að bei'a náttúrufræðileg sér- kenni, njóta ekki þeiri-ar verndar sem vera ber. Hér er því lagt til, að í’íkisstjórriinni sé falið að láta undirbúa löggjöf um þetta efni.“ Tillaga þessi hlaut ekki fulln- aðarafgreiðslu á því þingi, en á þinginu 1948 var hún flutt öðru sinni. Þá var hafinn undirbún- ingur að endurskoðun laga um friðun fugla og eggja, en sam- þykkt var svofelld ályktun: „Al- þingi ályktar að fela ríkisstjórn- inni að láta undii'búa löggjöf um vemd staða, sem eru sérstaklega merkir af náttúru sinni eða sögu.“ Samkv. þeirri ályktun Alþingis fól menntamálaráðherra, Björn Ólafsson, þeim Ánnanni Snævarr, prófessor, og dr. Sigurði Þórar- inssyni að semja frv. til laga um náttúruvernd. Hafa þeir nú lokið því verki og flytur ríkisstjórnin frumvarpið. Samkv. frv. skal heimilt að frið- lýst sé sérstæður náttúrumynd- anir, svo sem fossa, gígi, hella, dranga, svo og fundai'staði stein- gervinga og sjaldgæfra steinteg- unda, ef .telja verður mikilvægt að varðveita þær sakir fræðilegs gildis þeirra eða þess, að þær séu fagrar eða sérkennilegar. Jurtir eða dýr, sem miklu skiptir frá náttúrufræðilegu eða öðru menn- ingarlegu sjónarmiði að ekki sé raskað, fækkað eða útrýmt. Enn- fremur landsvæði, senj mikilvægt er að varðveita sakir sérstæðs gróðurfars eða dýralífs. Samkv. frv. verður stjórn lessara mála falin náttúruvernd- arráði, sem hefur aðsetur í Reykjavík. En eftirlit og stjórn náttúruverndarmála í hverju hér- aði skal falið þriggja manna nátt- úruverndarnefnd. Á sýslumaður að vera formaður nefndarinnar, en hlutaðeigandi sýslunefnd kýs hina nefndarmennina. í greinargerð frv. er á það bent, að drottinvald mannkyns yfir jörðinni hafi í stórum dráttum gerbreytt gróðri og dýralífi á flestum landsvæðum. Þjóðgarðar og ön.nur friðlýst svæði í öðrum löndum hafa gegnt mjög mikil- vægu hlutverki um náttúruvernd. Slíkir þjóðgarðar eru ekki hér á landi, en fágætar jurtir eða nátt- úruminjar njóta ekki verndar. f greinargerð frv. eru nefnd sem dæmi dropsteinsdrögglar í Surts- helli, sem verið sé að brjóta niður, jurtaleifar frá tertíutímanum hjá Brjánslæk á Barðaströnd, glit- rósin, sem vex aðeins á einum stað í Öræfum og klettaburkni, sem vex aðeins á tveim blettum í Öræfum og hvergi annars staðar á landinu. Meiri þörf er aðgætni í þessum efnum síðan tekið var að nota stórvirkar vélar við ýms- ar framkvæmdir. SJÓORBUSTA. Erlendum skipum okkar sjó örðugt reyndist að verja, en ekki batnaði ástand þó er illhvelin tóku að herja. Til allrar hamingju áttum við úrkosti góða og næga, vopnað og bjálfað varnarlið á „Vellinum11 okkar fræga. Mörg voru skipin mönnuð bá, margt var bá skotvopn hlaðið. Aldrei hefur um íslands sjá orrusta meiri staðið. Illhvelavaðan af bví beið afhroð eitt geysimikið, en herinn snéri svo heim á leið og hirti ei kjötið né spikið. Það var hið eina á beirri ferð, er þótti mér nokkur ljóður, því kjötinu mátti koma í verð, og kjötið er matur góður. Þótt illfiskakjöt sé afbragðs hnoss er annað bó meira virði — að fyrir grand, er þeir gjörðu oss, greypileg hefnd það yrði. Þá myndu okkar þorskakóð þroskast og friðar njóta, ef það spyrðist að íslands þjóð eti landhelgisbrjóta. DVERGUR.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.