Dagur - 27.10.1954, Blaðsíða 2

Dagur - 27.10.1954, Blaðsíða 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 27. október 1954 Nokkur minníngároið Þýðing innfluttra bufjárkynja í Noregi (Erindi flutt á N. S. F. móti í Reykjavík 3. júlí síðastliðinn.) Eftir prófessor S. BERGE. Magnús Sigbjörnsson lézt á 'Sjúkrahúsi Akureyrar 12. sept. sl. Hann var fæddur að Surts- stcnum í Jökulsárhlíð 13. des. 1878, cg dvaldi í foreldrahúsum fram um tvítug.i aldur. Faðir hans var Sigbjörn Björnsson bóndi að Surtsstöðum, en móðir Þórunn Björg Magnúsdóttir, Jónssonar Bjarnasonar frá Ekru (dáin (1815), (þekkt og afartraust bændaætt um Fljótsdalshér- að, einkum vestan vatna). Espólín minnist á Bjarna í árbók- um sínum, í sambandi við Hjörleif sterka í Höfn, sem kallaði hann digra-Bjarna. Þeir höfðu mætst á ■förnum vegi í Útmannasveit og vikið hvor úr götu fyrir öðrum. Báðir heljarmenni að burðum, þreki og öðru atgervi, en skap- stórir. Jón alþm. á Sleðbriót, sem Benedikt Gíslason rithöfundur tekursem fyrirmynd að ísl bónd- anum, og þekktur var fyrir rétta hugsun, mælsku og viljafestu, var þriðji maður frá Bjarna á Ekru, og einnig Jón Sigurðsson, sem Guðm. Jónsson frá Húsey, bróðir Jóns alþm. ,skrifar eftirminnileg- ast um í frábærri grein í Óðn ! um 1920. Jón sá fluttist til Canada nokkru fyrir síðustu .aldamót, og segir Guðmundur, að hann hafi verið sem sjálfkjörinn ieiðtogi allra íslendinga, sem bólfestu tóku sér í landbúnaðarhéruðun- uin í grennd við Winnipeg, sakir ráðsnilldar, þreks, góðvilja og greiðasemi. Móðir Jóns Sigurðs- sonar var Þorbjörg á Surtsstöð- um Jónsd., Biarnasonar frá Ekru. móðir Guðrúnar í Syðri-Vík í Vopnafivði. miög prúðrar og mik- ilhæfrar konu, móður Einars E/ Sæm. skógræktarm. og rithöf. — Sveinn— Bjarnason, faðir minn. var einnig þriðji maður frá Biarna á Ekru. Magnús Sigbjörnsson var hár og gildvaxinn, en nokkuð stór- skorinn eins og þeir frændur fleiri, en óvenju hýr og góðlegur, með falleg og gáfuleg augu. svo að af bar og bauð af sér góðan þökka. Magnús var prýðilega greindur maður og las löngum. Hann var stálminnugur og sagði vel frá. Hann var hagmæltur vel, en beitti því þó lítt, kunni ágæt skil bæði á bundið og óbundið mál. Það var unun að heyra hann skýra kenningar, rímur og gátur, fyrir börnum. — Hann var barn- góður með afbrigðum bæði sínum börnum og annarra. Það var einn af hans góðu kostum, — kost- um. sem þjóðin kann svo vel að meta. Hún vill að hinir fremstu menn séu þeim gæddir. Hannes Hafstein var með afbrigðum barngóður. Allir kannast við austurreið Björns' Jónssonar, eftir jarðskjálftana miklu 1896, og hin mörgu barn- fóstur, er hann sá þá um. Jón Magnússon var frábær barnavin- ur. Það sagði mér dr. Páll Eggert Glason, er hann hefði verið sam- tíma Jóni í stjórnarráðinu, þá hefði Jón aldrei verið svo önnum •kafinn, að hann ekki gæfi sér tíma til að kaupa prentaða pésa, sem sölubörn komu með í stjórn- arráðið. Slíkir pésar mynduðu háan hlaða á skrifborðsendanum hans. Allir þessir menn voru líka ágætir og orðnir víðfrægir. Magnús Sigbjörnsson var sjálf- stajður í skoðunu.m, viljafastur og hugsaði rétt, og átti þar þann erfðahæfileika Bjarna-ættarinnar í ríkum mæli. Hann vildi eilgan of-stóran og éngan of-Iítinn. Fylkti sér fljótt nndir merki þeirra, sem kippa vildu þeim aft- ur, sem oflangt ætluðu fram úr og skyggja á, en hjálpa þeim upp, sem troðast ætluðu undir. Vildi, að gæði lífsins næðu sem jafnast til allra. Snemma á árum sínum var Magnús Sigbjörnsson kosinn í sveitarstjórn í Jökulsárhlíð, og orðinn oddviti um 1919. er liann tók sig upp og flutti hingað til Eyjafj arðar og Akureyrai. Séð verður á þessu, að Magnús hefur snemma notið mikils írausts sveitunga sinna, og þeirra sem þekktu hann nánast allt frá æsku, því að þá voru ekki aðrir kosnir í sveitarstiórn, en þeir sem nutu óskipt trausts, sakir æítar, gáfna, réttsýnis og annarra hæfileika. Þá voru það ekki .,f!okkar“ eða ..klúbbsr11, sem ýttu mönnunum fram. Sveitirnar þekktu, þá ekki til slíkra ,,gersema“. Eítir að M. S. fluttist hingað norður, var hann ávallt fremur fatækur maður og dró sig í hlé. Bæð.i var, að þá kom afurða-. verðfallið mikla eftir fyrra stríðið cg hér var hann öl'lum ókunnur og mun fyrst í stað hafa litið á sig sem rótsiltinn og vinafáan, burt- fluttur frá sinni fæðingarsveit, sem hann dvelur í frá barnsburði íram yfir fertugsaldur. Fyrir austan bjó hann ágætu búi og var sem ’áðui' se'gir, vel metinn meðal frænda og sveit- unga. Þó var M. S. ávallt veitandi :en aldrei þiggjándi og til dauðadags hélt hann sinni kynbornu grtiða- semi eg gestrisni. Magnús Sigbjörnsson kvæntist Jónínu Björnsdóttur, ekkiu Sé<ra Stefáns Iiaíídórssonar frá FÍof- teigi. Glæsilegri konu. Þau eign- uðust eina dóttur baina — Bjarn- heiði — sem gift er Páli Jónssyni bónda á Skeggjastöðum í Fellum. Lifir hún enn hjá dóttur sinni í hárri elli. Þau M. S slitu sam- vistum. Síðan stofnaði Magnús heimili með Bergljótu Guðjóns- dóttur frá Bakkagerði í Jökulsár- hlíð, hinni mestu dugnaðarkonu, er reyndist honum frábær lífs- förunautur, og bjó með henni til dauðadags. Magnús og Bergljét eignuðust þrjú börn, sem á legg kcmust: Þórunni Björgu, Ingólf og Helgu. Þórunn Björg er gift Baldri Ingimarssvni lyfjafræð- ingi. Ingólfur og Ilelga halda nú beimili með móður sinni Oll eru þessi börn M. S. óvenju vel gerð og geðþekk. Með Magnúsi Sigbjörnssyni er genginn rétthugsandi, sjálfstæð- ur og velviljaður drengur. Jón Sveinsson. Eg var ekki búinn að vera lengi hér í bæ, er eg veitti athygli röskum manni, prúðum og glöð- um, en :þó með fulla festu í allri fi’amkomu sinni og látbragði. Þó eg þekkti þennan mann ekkert þá, þá hafði eg löngun t.il að kynnast honurn nánar, enda átti eg bað eftir, viö störf og vináttu, sem eg mun seint gleyma. Eg tel mig hafa haft mjög gott af þeim kynnum, því að þau voru mér ætíð til góðs, því að. maður þessi var hrcinn og beinn, falslaus og ákveðinn, en þó var svipur hans glaður, og öll framkoman ljúf- mannleg. Maður þessi var Magn- Ús Sigurbjömsson, Aðalstræti 2 hér í bæ. Hann varð mér meir og meir kærkomnari cftir því, sem okkar kvnni jukust, enda hafa fá- ir komið til mín, sem mér hefur: verið jafn ljúft að hafa í návist: minni sem hann. Eg var því skelfingu lostinn, þegar eg frétti andlát hans, og hefur mér sjald- an fundist eg missa jafn mikið og þá, er eg vissi að okkar fundii' yrðu ei fleiri á jörðu, því að þeir voru sannarlega ailtof fáir. Magnús var Austfirðiiigur að ætt og uppruna, og minntist oft æskustöðva sinna með óblandinni ánægju og virðingu. Hann var fæddur á Surtsstöðum í Jökuls- árhlíð 13. desember 1878 og var því kominn hátt á 76. árið er hann hvarf yfir landamæri lífs og dauða. Hann ólst upp í fæðingar- sveit sinni og var þar, þar til hann fluttist til Norðurlands um 1920. Hann var vel greindur mað- ur, enda voru honum fljótt fengin trúnaðarstörf í hendur, og var t. d. oddviti í fæðingarsveit sinni, ásamt fleiri störfum, því að hvorki vantaði hann vilja né dug til að gera sína skyldu til hins ýtrasta. Þegar hann kom hingað til Ak- ureyrar, um 1925, var hann fyrst ráðsmaður í Nýrækt, en síðan hefur hann gegnt hér margvísleg- um trúnaðars'törfum, svo sem innheimtumaður Rafveitu Akur- eyrar um langt árabil, og nú síð- ast umsjónarmaður við jarðepla- gc-ymslu bæjarins í Grófargili, og leysti það starf eins og öll önn- ur störf sín, mjög vel af hendi, því að trúmennskan, skylduræknin og fórnfýsin var honum í blóð borin í ríkum mæli. Magnúb heitínn var skemmti- Iegul' maðúr;' hafði sérstaklega góða frásagnargáfu, og leiddist manni aldrei að hlusta á hann segja frá Viðburðum æfiára sinna og skemmtisögum. Með Magnúsi er fallinn í val- inn einn trúasti og dyggasti starfsmaður þessa bæjar, ög verð- ur hans skarð vandfyllt, enda mátti hann aldrei vamm sit.t vita í neinu, en vildi öllum greiða gera, og kom hvarvetna fram sem prúðmenni og sannur maour. Eg minnist þessa góða kunn- ingja míns með söknuði og trega, því að hjá honum fann eg margt það bezta, sem eg álít að góður maður hafi, en það er vinarþel til alls og allra. Guð blessi minningu hans. Samstarfsmaður. Útlenclir og innlendir kven- skór, með háum og lágiun hæluin. — Einnig útlendir kven- og barna-inniskór. — Fjölbreytt úrval. Hvamibergsbræðiir Saumanámskeið Iicfsí: um næstu mánaðamót (dag- og kviildtímar). Jórunn Guðmundsdóttir, Brekkugötu 35. Sími 1732. Hér verður endursagt það helzta úr erindi prófessor Berge, því að ýmislegt, sem fram kemur í erindi þessu, getur einnig átt erindi til okkar. Prófessor S. Berge er einn af kunnustu sér- fræðingum Norðmanna í 'búfjár- rækt. Skilyrði til búfjárræktar í Noregi eru að ýmsu leyti sérstæð og sama má segja um akuryrkju. Þegar velja á til innflutnings er- lend búfjárkyn, er ekki um milcið að ræða sem hentar norskum skilyrðum. Frá fornu fari var búfjárrækt Noi'egs byggð á því að nota beitiland, sem víða var takmark- að og lélegt. Á sumrin varð að afla nokkurs vetrarfóðurs, sem þó var aðallega ætlað til þess að: halda lífinu í búfénu yfir þann tíma- vetrarins, sem það náði ekki í beit. Hver bóndi hafði eins margt og mögulegt- var. Fram- leiðsla kjöts og mjólkur var byggð á sumarbeit. Um 1850 var hafizt handa um skipulega aukningu á arðsemi búfjárins með ,?tu8ningi norska. ríkisins, og var þá m. a. hafinn innflutningur búfjár. Á síðari hlutá 19. aldar var gerð tilraun með innflutning á enska kúagyninu Ayrshire, sem þá var orðið hreinræktað. Um þennan innflutning urðu miklar deilur. Um áldamótin var þessi innflutningur íordæmdur, m. a. af því að þetta kúakyn þoldi ekki þá meðferð og aðbúð, sem almenn var í Noregi á þeim árum. Það kom þó í Ijós, að Ayrshire-kynið gaf ágæta raun hjá þeim bænd- um, sem höfðu góð skilyrði til bú- fjárræktar og fóðruðu vel yfir veturinn. Þegar skilyrðin eru bætt og meiri kröfur gerðar til búfjárins, kemur það venjulega í Ijós að annað hvort verður að breyta gömlum kynjum eða að flytja inn ný kyn. Þegar inn eru flutt erlend bú- fjárkyn, er það ófrávíkjanleg regla að þeim vcrður að búa noklairn veginn sams konar skil- yrði og í hcimalandi þeirra. Eitt af því, sem fyrst verður að athuga, þegar inn er flutt t. d. kúakyn, verður að gera sér grein fyrir því, hvaða áhrif hinar breyttu aðstæðui' hafa á þau. Það er engan veginn rétt að gera samanburð á ólíkum kynj- um undir þeim skilyrðum, sem t. d. heimakynið býr við, því að það er engan veginn víst að t. d. sama fóður hæfi báðum kynjum. Eini rétti samanburðurinn fæst með því, að búa þeim kynjum, sem á að bera saman, hin beztu skilyrði sem hvoru kyni um sig hentar. í sambandi vio innflutning á búfé hin síðari ár hefur það verið stefna norskra búfjárræktar- manna að búa innfluttum kynj- um sem líkust skilyrði og í þeirra heimalandi, og hefur með því móti komið hið sama í ljós um af- urðagetu ög eiginleika hinna inn- fluttu kynja. Á árunum 1930—’35 var flutt inn til héraðsins umhverfis „Mjösen" sænskt kúakyn (SRB) af Ayrshire-kyni. Árangurinn af þessumb innflutningi varð sá, að nú er þetta aðalkúastofn héraðs- ins og hefur hann tvímælalaust verið til mikilla hagsbóta fyrir hlutaðeigandi bændur. Á árunum 1935—1939 voru alls fluttir inn lifandi nautgripir yfir hálfa milljón. Af þessum inn-’ flutningi.voru 94.3% frá Svíþjóð. Þessi innflutningur hefur markað spor í norska búfjárrækt, en hann hefur ekki orðið til þess að breyta innlendu kynjunum. Ráðamenn voru strangir mað þáð að blanda ekki útlendu}n”lcynj_pTn í þau inn- lendu. Norsku kúákynin voru heppi- leg til þess að v.era alin yfð skil- yrðin eins og þau'voru og áðúr er lýst. Þau eru líka ennþá mikið útbr'eidd í sumum landshlutUm, svo sem rauðkpllótta kynið á Vestur- og Austurlandinu. Þau kúakyn, sem bezt hafa reynzt af inrifluttum kynjum eru sænsk (SRB) af Ayshire-kyni og ’þegar er sagt-frá. Á árunum eftir síðustu heims- styrjöld hefur vcrið flutt inn all- mikið af kjötkynjum, en ennþá er of snemmt að segja um hvaða kyn reynast heppilegust. Hér hefur fyrst og fremst verið getið innflutnings á kúakynjum til Noregs, en prófessor S. Berge segir að við alla búfjárrækt í Noregi (svín, sauðfé, hross, hayisni o. fl.) hafi innflutningur markað djúp spor í búfjárrækt- inni og í mörgum héruðum séu útlend kyn aðalbúfjáreign bænda. Árni Jónsson. Lítil íbúð á Eyrinni til leigu. Barn- laust fólk gengur fyrir. — Upplýsingar í EiðsvaHagötu 7 (að austan). SÐNNEMA varitar herbergi um næstu mánaðamót. Afgr. vísar á. Ungimgspilt vantar til aðstoðar við sveitastörf. UU]>iýs. gefuv Björn Júlíusson, sími 13S3.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.