Dagur - 27.10.1954, Blaðsíða 4

Dagur - 27.10.1954, Blaðsíða 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 27. okíóber 1954 Þess ber að gefa, sem gerl er Ur erlendum bíöðum Það virðist vera ólíkt ríkari þáttur í sálarlífi okkar íslendinga að deila á og finna að, ef okkur þykir illa haldið á stefnum og málefnum, heldur en hinn að við- urkenna það, sem vel og skyn- samlega er gert. Þetta er þjóðar- galli og virðist frekar fara í vöxt. Má vera og jafnvel víst, að hið mikla flokksræði er nú er uppi í íslenzkum þjóðmálum eigi hér mikla sök á. Lof um lítilverða hluti, ef eigin flokkur á í hlut, en níð og vanþakklæti um góða hluti, ef andstöðuflokkur hefur aðstoð- að, er starfsregla er íslenzkir stjórnmálaflokkar beita. Og þetta smitar, því að ekkert er meira lesið í landi hér en flokksblöðin. Þessi andlega ólyfjan síast því inn í meðvitund lesandans og truflar dómgreind hans. Ekkert er þó í raun réttri sjálf- sagðara en það, að játa það, sem vel er gert, en gagnrýna vitleys- una og ráðleysið, hvar sem það er að finna. Hvort heldur það er hjá ríkisstjórn, Alþingi, stjórnmála- flokki eða einstaklingi. Hvort heldur hjá stjórnmálaandstæðingi eða samherja. Mundi vissulega margt betur fara í landi voru en er, ef meira gætti réttlætis, sann- gii-nis og samleitar í landsmála- umræðum en nú er. Árið 1953 skrifaði eg greinar- korn í blaðið Dag um vegamál í Eyjafjarðarsýslu ög talaði aðal- lega um þjóðveginn frá Akureyri til Dalvíkur og nauðsyn þess að fá hann endurbyggðan í köflum og færði rÖk að. En 'aðalerindi þeirrar greinar var þó fyrst og fremst almenns eðlis, það, að taka undir og benda á það, að Alþingi yrði að taka upp nýja stefnu í vegamálum, þá að fara nú þegar að ráðstafa einhverjum hluta af því fé, sem ákveðið er til vega- mála, til uppbyggingar á höfuð- leiðum gömlu þjóðveganna, en þær voru fyrst byggðar með ófullkomnum tækjum og fyrir allt önnur samgöngutæki en nú tíðkast. Þessir gömlu vegir full- nægðu alls ekki sínu hlutverki, en eyðilegðu not hinna nýju og betur byggðu vega, er lægju yfirleitt fjær miðstöðvum samgangnanna. Eg lét í ljósi þá, efa um að Al- þingi hefði skilning á þessu eða gerði breytingu í þessa átt. Nú er mér Ijúft að játa, og líka skylt, að hér gerði eg Alþingi get- sakir að óreyndu. Ætlaði því of mikla þröngsýni. Því að á fjárlög- um 1954 er tekin upp sérstök fjárveiting til endurbyggingar gömlu þjóðveganna. Sé á valdi vegamálastjóra að ráðstafa því, hvar skuli fyrir þetta fé unnið. Enda sjálfsögð ráðstöfun, þar sem honum er ljósast hvar þörfin er mest á hverjum tíma. Ekki dett- ur mér í hug, að mín litla grein hafi vakið Alþingi til athugunar á þessu, og verið nokkru valdandi um þessa fjárveitingu. Það skipt- ir heldur engu máli. En hitt skipt- ir miklu máli, að Alþingi hefur hér áreiðanlega stigið rétt spor. Það ber að játa og þakka. Fjár- hæðin, sem veitt var að þessu sinni, var tiltölulega lítil, og það verður að teljast eðlilegt, en von- andi verður þessi fjárhæð hærri á fjárlögum næstu ára. f sambandi við þetta verður mér hugsað til annars máls er nokkurt hark varð um á sínum tíma og stóð í sambandi við hafn- armál Ólafsfjarðar, þegar Eyja- fjarðarsýsla neitaði að taka á sig þá fjárhagslegu ábyrgð, er henni var ætlað að gangast undir við hafnarframkvæmdirnar, samkv. þágildandi hafnarlögum. Neitun sýslunefndarinnar var ekki byggð á því, að hún teldi ekki Ólafsfirðingum nauðsyn hafnarbóta. Hún meira að segja undirstrikaði þá nauðsyn, þó í annað væri látið skína í hita dagsins af þeim, er sóttu málið á hendur sýslunni. Neitun sýslunn- ar voru mótmæli við því óhæfi- lega ákvæði hafnarlaganna, að ætla sýslunum að taka á sig þungar fjárhagslegar byrðar, sem þær höfðu ekkert bolmagn til og hlutu því að verða hinn versti dragbítur á allar hafnarfram- kvæmdir. Þessar röksemdir færði sýslan fram. Alþingi viðurkenndi rétt- mæti röksemdanna og breytti hafnarlögunum þannig, að sýslu- ábyrgðin var felld niður. Þarna var vissulega rétt á málum tekið frá þingsins hendi, og ekkert vafamál tel eg, að hafnarmál Ól- afsfjarðar og aðrar hafnargerðir, er síðar háfa verið framkvæmdar, væru ekki það á veg komnar sem nú er, ef ákvæðið um ábyrgð sýslanna hefði enn staðið í lög- um. Hafnarmálið í Ólafsfirði var á sínum tíma mikið hitamál Ólafs- firðingum, sem vonlegt var, það var þeim lífsskilyrði. Ríkið leysti það mál, sem betur fór, og þó að því verki sé ekki lokið enn, hafa lífsskilyrði Ólafsfirðinga ger- breytzt til batnaðar, og munu enn batna, eftir því sem höfninni mið- ar fram, og þá er rétt stefnt. Nú í dag er annað eigi síður dagsins mál en hafnarmálið var á sínum tíma hjá Ólafsfirðingum, en það er lausn hinnar bi'ýnu þarfar á bættum samgöngum á landi, milli Ólafsfjarðar og inn- Eyjafjarðar, um Dalvík til Akur- eyrar. Hinn svonefndi Múlavegur. Ólafsfirðingar hafa nær einir staðið að málaleitun til Alþingis um byggingu þess vegar, en það er ekki réttmætt. Innsveitum Eyjafjarðar og Siglfirðingum ber vissulega skylda til að sækja þetta mál með Ólafsfirðingum, svo mikilla hagsbóta. sem er að vænta á samgöngum innan Eyja- fjarðarsýslu, ef sú vegarlagning kemst á. Það ér óþarft hér að fara að rökstyðja þetta, Ólafsfirðingar hafa gert það rækilega. En um það, hvað nauðsynin er aðkall- andi fyrir Ólafsfirðinga um þess- ar úrbætur, sannast bezt á þeirri fórnfýsi er þeir hafa sýnt með því að leggja fram mikið fé úr eigin vasa og hefjast handa um lagn- r Unga Island Eigandi: Rauði kross íslands. Flestir kannast við barna- og unglingablaðið Unga ísland. Það hefur komið út í fjölda mörg ár og hlotið miklar ivnsældir. Nokk- urt hlé hefur orðið á útkomu þess og hafá gamlir lesendur beð- ið þess méð óþréyju í nokkur ár, að það kæmi út aftur. Og nú er það komið út í nýjum búningi og með ný viðfangsefni. Ritstjórar eru Geir Gunnarsson og Jón Pálmason og kannast hlustendur barnatímans í útvarpinu við þann síðarnefnda. Mikill fróð- leikur, skemmtilegar sögur og alls konar gátur og þrautir eru nú í blaðinu að ógleymdum myndun- um og þær eru margar. En mest- an feng tel eg þó að leiðbeining- um um ýmiss konar föndurvinnu barna og unglinga, bæði fyrir stúlkur og drengi. Blað þetta er því ekki aðeins fróðleiks- og skemmtirit, heldur einnig kennslurit í alls konar léttri handiðju. Hér er því um fjöl- breytt og glæsilegt blað að ræða og er vonandi að sem flest börn og unglingar kaupi það. Væri leiðínlegt til þess að vita, ef það hætti að koma út vegna tómlætis og áhugaleysis á efni því sem það flytur. Allir vita, að með því að kaupa blaðið, er líka stutt gott málefni, þar sem Rauði kross ís- lands á í hlut. Foreldrar, hvetjið því börn og unglinga til að kaupa Unga ísland. Á. M. R. ingu vegar fyrir Múlann. Slíkt gera menn ekki nema brýn nauð- syn knýi á. Þetta hefur Alþingi þegar skilið og veitt Ólafsfirðing- um fé til þessa vegar, sem enn er þó ekki tekinn í þjóðvegatölu. Þetta tel eg þakkaverðan skiln- ing og getur ekki þýtt annað en það, að vegur þessi verði tekinn í tölu þjóðvega, þegar vegalög verða opnuð næst, og ætlunin sé að hraða byggingu vegarins sem mest. Eg efast ekki um, að alþingis- menn allir innan Eyjafjarðar- sýslu, fylgi þessu máli vel í þing- inu, og þarf því ekki fleiri orð um að hafa. Með þessum línum vil eg und- irstrika, að Ólafsfirðingum er Múlavegur hið mesta nauðsynja- mál, að hann er ekki mál Ólafs- firðinga einna, og að lokum, að Ólafsfirðingar eiga það skilið að ríkið rétti þeir virka hönd í þessu, því að atorka þeirra og sjálfs- bjargarviðleitni er slík, að óvíða mun betur ástatt í þeim efnum. Þetta ber að virða og viðurkenna í verki. Hér eru engir gullhamrar slegn- ir Ólafsfirðingum til handa frá minni hendi, heldur aðeins viður- kennt það, sem vitað er og al- mennt játað. Þór. Kr. Eídjárn. Eftir að grein þessi var skrifuð flutti útvarpið, að þegar væri komin fram tillaga í þinginu um upptöku Múlavegar. Er það vel. Ofdrykkja í Sovjet. Rússnesk blöð ráðast nú allhart á æskulýðinn, rithöfunda og verkamenn fyrir sívaxandi drykkjuskap, sem talinn er vera mesta þjóðarvandamál um þéssar mundir. Til þessa hafa það helzt verið rithöfundarnir, sem orðið hafa fyrir barði blaðanna. En nú fyrir skömmu hefur „Komsomol- skaya Pravda" m. a. ráðist á verkamennina í Rovstov við Don. Segir þar, að ekki líði svo dagur, að lögreglan verði ekki að flytja heim ofurölva verkamenn, eða stinga þeim í steininn. „Áfengis- nautn er að eyðileggja æskuna.“ „Literaturnaya Gazeta“ ræðst sérstaklega á rithöfundana og bregður þeim um drykkjuskap og telur að það komi fram í lélegum bókmenntum þeirra og spilli áliti þeirra meðal almennings. „Gegn hömlulausri áfengisnautn verður að berjast af öllum mætti, áður orðin er að þjóðarmeini," segir blaðið að lokum. Gamall langferðamaður. 101 árs gamall maður í Þrænda- lögum í Noregi fékk óvænt Ame- ríkuferð fyrir skömmu, og er ný- skeð kominn heim aftur úr þeirri för. Jóhann Selliás (Selhlíðarás) er vistmaður á gamalmennahæli í Smása í Þrændalögum. Hann er elzti hluthaf í N.A.L. (Norsku Ameríku-Línunni), og hafði stjórn útgerðarfélagsins boðið honum til fararinnar sem heið- ursgesti, og tók karl boðinu með þökkum. Fyrst var hann gestur félagsins 2 daga í Ósló, og síðan þá 3 daga, er staðið var við í New York. í varúðai'skyni hafði félag- ið fengið sóknarprestinn, Harald Rönning, til að fylgja karli. Var för þessi með skipinu „Stavang- erfjord“. Var Jóhann gamli hress og hraustur á allri ferðinni, og kvað hafa haft frá mörgu að segja, er hann kom heim aftur á elliheimilið! Er talið að hann muni vera sá elzti ferðamaður, sem farið hafi um Atlantshaf. Ferjur og brýr. Eins og kunnugt er liggur byggður eyjagarður meðfram ströndum Noregs endilöngum og er aðeins rofinn á örfáum stöð- um. Eru sumar eyjar þessar heil- ar sveitir, allstórar. Langir fii'ðir skerast frá hafi og allt að 180 km. inn í hálendi landsins. Á síðustu áratugum er tekið að bæta úr þessu með stórum bíl- ferjum, sem felldar eru inn í vegakerfi landsins, eins og eins konar „flotbrýr" yfir firði og milli eyja og lands. Eru ferjur þessar mjög mismunandi að stærð og geta flutt frá 10—30 bíla, eða jafnvel enn fleiri, enda er þess full þörf á helztu ferðamanna- slóðum landsins. Nú er komið að því, að bíleig- endum þykir flutningskostnaður bíla þungur skattur og óréttlát- ur, sérstaklega fyrir þá, er á eyj- um búa. Hefur Hið Konunglega Norska félag (KNA: Konge- lig Norsk Autombilforbund), eða yfirstjórn þess, nýskeð sent út ávarp, þar sem því er haldið fram, að bílferjur beri að telja sem brýr í samgöngukerfi landsins, og því ekki krefjast sérstaks flutnings- gjalds fyrir bíla, — eða þá aðeins í samræmi við það, er kosta myndi að aka sömu vegalengd á landi. Stjórn bílasambandsins er auð- vitað ljóst, að vegna fjárhagsörð- ugleika muni vegamálastjórn landsins verða ofviða að koma þessu í framkvæmd fyrst um sinn, en heldur því hins vegar fram, að á þessu verði að finna viðunandi úrlausn, eins fljótt og auðið er. Hæringur. Frá því hefur áður verið sagt, að síldarverksmiðjuskipið Hær- ingur va rloks selt, og keypti það félag í Álasundi í Noregi. Sóttu Norðmenn skipið og sigldu því til Björgvinjar síðari hluta ágúst- mánaðar. Er Hæringur nú í þurr- kví í Laxavogi hjá Velaverkstæði Björgvinjar og skipabyggingar- stöð í útjaðri borgarinnar (Berg- ens Mekaniske Verksted). Verð- ur skipið þar til yiðgerðar um skamma hríð, en fer síðan til Storðar, þar sem verksmiðjuvél- arnar verða athugaðar rækiléga, svo að allt verði fullbúið til notk- unar upp úr áramótunum. Skipstjóri lét vel af skipinu á leiðinni og telur það gott sjóskip. Og sérfróðir menn, sem hafa skoðað það í Björgvin, voru mjög hrifnir af fleytunni og telja, að hér hafi verið gerð góð kaup. Mun hið forna spakmæli enn rætast. — En ekki er sú saga skemmtileg, að láta góðan grip úr höndum sér og verða síðan að sjá eftir getuleysi sínu. Góðar kýr. I norskum blöðum er nýskeð sagt frá tveimur kostakúm, sem talið er að muni vera mesta met- fé „sinnar stéttar" á Norðurlönd- um. Heitir önnur þeirra „Bella“, Kolbúðum á Upplöndum. Mjólk- aði hún í fyrra 9894 ldló með 4,5 % fitu, en það samsvarar 446 kg. smjörfitu. „Kronilla“ heitir hin og er á bæ einum á Eiðsvöllum. Mjólkaði hún í fyrra 9330 kg. með 4,9% fitu, og samsvarar það 467 kg. smjörfitu. Kronilla er af rauð- kollukyni og hefur gefið af sér yfir 400 kg. smjörfitu árlega síð- ustu fjögur árin. Gullhringur í sardínudós. Fyrir jólin í fyrra missti kona, sem vann í niðursuðuverksmiðju í Sunnfirði í Noregi, giftingar- hring sinn, og fannst hann hvergi síðan. En nú fyrir skömmu fann maður í Ástralíu hringinn í sar- dínudós, sem hann hafði keypt, og eru nú líkur til að konan fái hring sinn aftur. (,,Sminmörsposten“).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.