Dagur - 27.10.1954, Blaðsíða 9

Dagur - 27.10.1954, Blaðsíða 9
Miðvikudaginn 27. október 1954 D A G U R 9 Laugaskóli settur Laugaskóli í Reykjadal í Suð- ur-Þingeyjarsýslu var settur í þrítugasta sinn 12. október sl. Hófst athöfnin með guðsþjón- ustu í skólanum. Séra Sigurður Guðmundsson prestur að Grenj- aðarstað messaði. Nemendur og kennarar sungu við messugerð- ina, undir stjórn söngkennara skófans, Páls H. Jónssonar. Síðan setti skólastjórinn, Sig- urður Kristjánsson, skólann með ræðu. Að þessu loknu var sezt að sameiginlegri kaffidrykkju í há- tíðasal skólans. Ræða var flutt, lesið upp og sungið. Um kvöldið bauð skólinn nem- endum á kvikmyndasýningu í leikfimihúsi sínu. Skólinn á breiðfilmu-kvikmyndavéþ sem á sínum tíma var gefin stofnuninni af Helga Benediktssyni í Vest- mannaeyjum og fóstursystur hans, Kristbjörgu Þorbergsdótt- ur. Mikil aðsókn. Mikil aðsókn er að Laugaskóla, eins og jafnan fyrr. Sóttu 150 um skólavist, en skólinn tekur ekki nema rúmlega 100 nemendur og er hann fullskipaður með 104 nemendur. Smíðalíennari í 30 ár. Smíðadeild skólans er fyrir löngu viðurkennd og mikið eftir- sótt. Aðstaða öll til sfníðakennslu er hin ágætasta-^síðan Dverga- steinn, en svo er.smíðaverkstæð- ið kallað, var byggt.. Þórhallur BjöfnSson frá Ljósa- vatni kennir enn smíðar að Laug- um. Er hann eini kennarinn, sem starfað hefur þar frá upphafi, eða í þrjá áratugi. Undir handleiðslu hans hefur skólaverkstæðið verið talið til fyrirmyndar óg átt vax- andi vinsældum að fagna, allt fram á þennan dag. Kennarar skólans. Kennarar við skólann eru þeir sömu og sl. vetur, og eru þeir, auk skólastjórans, Sigurðar Kristjánssonar, þessir: Þórhallur Björnsson, Páll H. Jónsson, Anna Stefánsdóttir, Ingi Tryggvason, Oskar Ágústsson og Guðmundur Gunnarsson. Bryti og tímakenn- ari er Hlöðver Hlöðvisson cg ráðskona Ingigerður Jónsdóttir. Dvergasteinn fær raforku frá Laxá. Einhvern næstu daga verður rafmagn frá Laxá leitt í skóla- verkstæðið Dvergastein. Skólinn á sína rafstöð sjálfur og er hún enn í góðu lagi. Frá henni fá líka nokkrir bæir í nágrenninu raf- orku. Rafvæ'ðing í Reykjadal. Þrjú býli byggð. Reykjadalur fær nú væntalega rafmagn fljóllega frá Laxárvirkj- uninni. Verð'ur það leitt fram í Laugaból að austan og nýbýli Inga Tryggvasonar að vestan. Byggðin þéttist í Peykjadaln- um. Verið er að bygg’já 3 nýbýli. Eitt er byggt í landi Hóla, gegnt Laugabóli. Er það býli Inga Tryggvasonar kennara á Laugum. Annað er byggt á Öndólfsstöðum. Byggja það bræðurnir Stefán Þengill og Árni Jónssynir bónda á Öndólfsstöðum. Þriðja býlið er að Glaumbæ. Það byggii- Jón Jónsson frá Holtakoti. Ekki er blaðinu kunnugt um nöfn hinna nýju býla. En þótt fólkinu fjölgi og byggð- in þéttist í Reykjadal, er þar mikið land ennþá, sem gott er að rækta og heitar uppsprettur lítið rannsakaðar. Virðast þar, eins og víða í sveitum landsins, miklir möguleikar, sem bíða fólksins, sem una vill í hinum gróðursæla og vinalega dal, með menntaset- ur sýslunnar miðsveitis. Ný fcrú hjá Ökrum. í sumar var sett brú á Reykja- dalsá við Akfa. Er það önnur gamla brúin frá Laxá. Ver'ður, þegar vegir eru að henni lagðir, mikil samgöngubót a'ð henni fyr- ir Reykdæli. Húsmæðraskólínn að Laugum. Húsmæðraskólinn að Laugum í Reykjadal var settur 20. sept- ember síðastl. Nemendurnir eru úr öllum landsjórðungum. Verð- ur skólinn íullskipaður, þegar all- ar námsmeyjar eru mættar, en hann tekur 36 nemendur. Halldóra Sigurjónsdóttir er forstöðukona sem fyrr og kenn- arar þeir sömu og síðastliðinn vetur: Kristín Jákobsdóttir, Fanney Sigtrýggsdóttir og Jón- ína Bjarnadóttir. Áður en langt líður mun hús- mæðraskólinn fá raforku frá Laxárvirkun. —o— Tíðarfar hefur verið erfitt í Reykjadal og munu kartöflur enn víða óuppteknar og hey úti á nokkrum stöðum, sérstaklega í Laxárdalnum. Slátui'fé reyndist með lélegasta móti. Sparifjársöfmm skóla- barna að hef jast Landsbankinn afheridir í haust hverju skólabarni í kaupstöðum landsins, 10 króna ávísun, sem verður vísir að innstæðu og barnið getur síðaji bætt við, með því áð kauþa sparimerkin. Þessa dagana er verið að afhenda skóla- börnunum ávísanirnar á bank- ann. — Sparimerkjasalan hefst síðár í vikunni. Nýung þessari er hvarvetna vel tekið, enda til þess gerð að auka ráðdeildarsemi og sparnað barna. Anna & Freyja Plastefni úr fiski Norðmenn eru farnir að fram- leiða plast úr eggjahvítuefni, sem unnið er úr fiski. Hefur Studie- selskapet for Norsk Industri haft forgöngu um rannsókn á fram- leiðsluaðferðinni, en fyrirtækið Wm. A. Mohn & Sön A/S í Bergen varð fyrst til þess að hefja framleiðsluna. Sú hugmynd að framleiða plast- efni á þennan hátt er ekki ný af nálinni, því að bandarískt fyrir- tæki gerði fyrir allmörgum árum tilraunir í því skyni, en þær báru ekki fullnægjándi árangur. Upp- haflega var fiskimjöl notað sem hráefni, en framleiðsla úr því þótti ekki nægilega góð. Hráefni það, sem nú er notað er roð og nýr fiskúrgangur, sem tilfellur við framleiðslu á flökum. Úr fimm tonnum af úrgangi fæst eitt tonn af plastdufti. Framleiðslu verð er samkeppnisfært og fram- leiðslan sjálf fyllilega sambærileg við önnur plastefni á heimsmark- aðnum. Plastefni úr fiski er auð- velt í úrvinnslu og fær við hana djúpan og eðlilegan gljáa. Fyrir okkur íslendinga verður fróðlegt að fylgjast með framvindu þess- arar framleiðslu. ÞINGMAL- Brúa Gísli Guðmundsson hefur lagt fram frv. um brúagjald af ben- zíni. Aðalefni þess er á þessa leið: „Greiða skal af benzíni sérstakt innflutningsgjald, er nefnist brúa gjald, 5 aura af hverjum lítra, og tekur gjald þetta einnig til ben- zínbirgða innflytjenda, sem til eru í landinu, þá er lög þessi ganga í gildi, og sömuleiðis til birgða ein- stakra manna eða félaga, en und- anþegnir gjaldinu skulu þó vera 300 lítrar hjá hverjum eiganda. Brúagjald samkv. 1. gr. rennur í brúasjóð sarnkv. 8. gr. laga nr. 68 1949, og skal því varið til að endurbyggja stórbrýr, sem eru orðnar svo ótraustar, að slysa- hætta getur af stafað að dómi vegamálastjórnarinnar. Fyrstu tekjur brúasjóðs af brúagjaldi samkv. þessum lögufn skal varið til endurbyggingar Jökulsárbrú í Öxarfirði.“ í greinargerð frv. segir svo: „Hengibrúin á Jökulsá í Öxar- firði er nú hálfrar aldar gömul, byggð árið 1904. Hún er því jafn- nnusparis Blaðinu hefur borizt eftirfar- andi grein frá. Samvinnuspari- sjóðnum í Reykjavík: í blaðiiiu „Ný tíðindi" frá 12. október sl. er grein um Sam- vinnusparisjóðinn, og í „Mánu- dagsblaðinu“ frá 18. októbei sl. birtist sama grein óbreytt. í blaðagreinum þessum kemur fram misskilningur urn nokkur atriði varðandi sjóðinn. Biðjum við yður þess vegna vinsamlegast að birtá leiðréftingu frá oss í blaði yðar. í greininrii er birt 15. gr. sam- þykkta Samvinnusparisjóðsins, sem er um greiðslur sjóðsins á innstæðufé. Þar segir, að sjóðs- stjórninni sé heimilt að krefjast viku fyrirvara við uppsögn á 500 —1500 kr. upphæðum og tveggja mánaða frests við hærri upp- hæðir. Um þetta segir í greininni: „Ekki er vitað, að bankar hafi svo strangar reglur og ótrúlegt er að aðrir sparisjóðir leyfi sér að fela sjóðsstjórnurium svo mikið vald yfir innistæðufé." Og ennfremur: „Og hvernig sem framkvæmdin verður, þrátt fyriv hið stranga orðalag, er þó ljóst, að slíkar reglur væru ekki settar nema það váki fyrir sjóðsstjórninni að geta bundið fé þeirra, sem fé eignast í sjóðnum, á mjög strangan og þröngan hátt, ef stjórninni býður svo við að horía.“ Það er alger misskilningur, sem fram kemur í greinirini, að svo strangar réglur gildi ekki í bönk- um landsins og sparisjóðir hafi ekld „leyft sér“ að féla spari- sjóðsstjórunum svo mikið vald. Þvert á móti er þetta ákvæði al- gerlega sniðið eftir þeim venjum, sem gilda hjá bönkum og spari- sjóoum í landinu, og var við samningu á réglugerð Samvinnu- sparisjóðsins mjög stuðzt við reglugerð Sparisjóðs Reýkjavíkur cg nágrennis. Sparisjóðir eru eðlilega nokkru strangari í þessum efnum en bank arnir, og höfum vér athugað reglugerðii' fjölmargra sparisjóða án þess að finna neinn, sem ekki hefur þessar reglur. Þess eru dæmi um hina minni sjóði, að þeir krefjist viku fyrirvara við uppsögn á 100—500 kr. greiðsl- um og tveggja mánaða á hærri lupphæðum. Er hér um að ræða tiltölulega nýjar reglugerðir. Um bankana er það að segja, að sjálfur Landsbankinn hefur þá reglu, að heimta má viku fyrir- vara við uppsögn á 1000—3000 kr. upphæðum og tveggja mánaða fyrirvara um hærri upphæðir. Sömu reglur gilda hjá Búnaðar- bankanum og Útvegsbankinn krefst tveggja mánaða fyrirvara við uppsögn á upphæðum yfir 3000 kr. Loks er rétt að benda á það, að samkvæmt lögum þurfti reglu- gerð hins nýja sparisjóðs að fá staðfestingu viðskiptamálaráð- herra, sem nú er Ingólfui' Jóns- son, og er það að sjálfsögðu hlut-' verk hans að hindra, að nokkur óeðlileg ákvæði eða hömlur séu í reglugerðinni. Má því hiklaust telja staðfestingu ráðherrans við- urkeriningu á því, að reglugerðin sé eðlileg og í alla staði lögum samkvæm. Af þessu er augljóst, að það er gersamlega tilefnislaus fullyrðing, sem fram kemur í áðurnefndri blaðagrein, að fyrir sjóðsstjóm- inni vaki að geta bundið fé manna á strangan eða þröngan bátt. Er þetta ómakleg tilraun til að draga úr trausti manna á sjóðnum. Um greiðslufyrirkomulag á launum til starfsmanna SÍS, Samvinnut.rygginga og Olíufélags ins h.f., viljum vér aðeins segja, að þetta kerfi var kynnt starfs- fólkinu, áður en það kom til framkvæmda, og hefur ríkt mikil ánægja með það. Með þökk fyrir birtiriguua, 'f. h. Samvinnusparisjóðsins. Ásg. Magnússon. af benzíni aldra innlendrar stjórnar á ís* landi. Þegar í upphafi var brúii' mjög óstöðug, þegar um hana var farið, og sýndist ekki óeðlilegt að gera ráð fyrir, að umferðin hafi af þeim sökum reynt meira á hana en ella hefði verið. Þegar þessi brú var byggð, voru bifreið- ar ekki komnar í notkun hér á landi, enda naumast um vegi að ræða, er akfærir væru bifreiðum í þarin tíð. Sú umferð, sem gert var ráð fyrir, er gerð og styrk- leiki brúarinnar var ákveðinn, var því fýr'st og fremst umferð gangandi manna eða ríðandi, klyfjahesta og hestvagna. En nú hafa um 25 ára skeið bifreiðar farið um brúna, og var sú umferð mjög mikil, meðan áætlunarbif- reiðar milli Norður- og Austur- lands fóru um Reykjaheiði. Eftir að gamla Ölfusárbrúin hrundi (1944) eða jafnvel fyrr, voru gerðar ráðstafanir til að koma í veg fyrir, að bifreiðar færu um Jökulsárbrú með þung- fermi. Þrátt fyrir það er sú hætta alltaf yfirvofandi, að brúin bili skyndilega eins og Ölfusárbrúin, en þeir, sem þá væru á henni staddir, mundu vart kunna frá tíðindum að segja, því að áin er vatnsmikil og straumhörð á þess- um slóðum.' — Kostnaður við endurbyggingu mun áætlaður um 2V2 millj. kr. Það er m. a. til marks um nú- verandi ástand Jökulsárbrúar, og hve veikbyggð hún er, að undir- lag hennar svignar undan þung- um bifreiðum, jafnvel þótt tómar séu, en brúin og handrið hennar ganga svo til, einkum í hvassviðr- um, að dæmi eru til, að bifreiðar hafi stöðvazt á brúnni af þeim sökurn, jafnvel svo að klukku- stundum skiptir, og þurft að sæta lagi til að mjaka sér áfram yfir brúna. Og ekki þarf nema umferð gangandi manna til að valda titr- ingi á brúnni. Þótt hér hafi aðeins verið rætt um Jökulsárbrú í Öxarfirði og af henni stafi án efa mest slysahætta eins og nú standa sakir, eru þó fleiri gamlar stórbrýr hér á landi orðnar mjög ótraustar, og þarf að endurbyggja þær áður en langt um líður. Má þar t. d. nefna brúna á Lagarfljóti. Rétt er að vekja athygli á því, að slysahættan af Jökulsárbrú og öðrum, sem ótraustar kurina að vera, er ekkert sérmál þeirra byggðarlaga, sem þar eru næst. Fjöldi fólks og bifreiða víðs vegar að af landinu á leið um þessa staði, einkum á sumrum. Þess er því að vænta, að allir þeir, er bif- reiðai' eiga ög nota eða slíkum samgöngutækjum stjórna, geti orðið einhuga um, að ekki hlýði að standa gegn því, að lagt sé lít— ils háttar aukagjald á bifreiða- benzfn til að koma í veg fyrir óhöpp, sém flestum mundu verða minnisstæð,. ef illa tælcist til, áð- ur en hér verður bót á ráðin.“ Frv. samhljóða þessu var flutt á síðasta Alþingi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.