Dagur - 27.10.1954, Blaðsíða 12

Dagur - 27.10.1954, Blaðsíða 12
12 Bagur Miðvikudaginn 27. október 1954 Byggrækfin gaf góoa raun á Dagverðareyri Heimaræktað korn í brauði og slátri. Vel fram- ræst mýri sparar áburð. Vaxtartími byggsins var 4 mánuðir Gunnar bóndi Kristjánsson á Dagverðareyri, mun nú vera eini bóndinn við Eyjafjörð, sem rækt- ar bygg. í sumar hafði hann það í 2 ha. lands. Þroskaðist það mjög sæmilega. Síðastliðinn mánudag var Gunnar að þreskja það síð- asta. Á hann góða þreskivél (Dania) og lætur dráttavélina snúa henni. Til byggsins var sáð 4. maí í vor, og er það góður sáðtími. Um sáningu byggs til þroskunar, má yfirleitt segja, að því fyrr sem sáð er, þess betra, því að ekki virðist saka þótt nokkuð frjósi á eftir. Byggið var á tveimur stöðum. Nokkur hluti á magurri móajörð en hitt á vel framræstri mýri er þurrkuð var fyrir 5 árum síðan. Auðlegð mýranna. Á mýrlendið bar hann engan köfnunarefnisáburð, en 120 kg. af þrífosfati og 140—150 kg. af kalí, 50%, miðað við ha. Byggið bar það með sér, að þa^' skorti þó ekki köfnunarefni. Á mójörðina var borinn sami skammtur, auk þess 150 kg. af kalkammon-saltpétri. — Styður þetta óneitanlega þá skoðun fjöl- margra ræktunarmanna, sem haldið hafa fram, næstum óþrot- legri auðlegð mýrai-jarðvegsins. Bj'ggið þroskaðist að þessu sinni á 4 mánuðum. Það var slegið um mánaðamótin ágúst-september. Nokkuð af bygginu er notað til manneldis heima. Er það malað í kornmyllu KEA. Það er notað í margs konar brauð og einnig í súpur og grauta. Ennfremur er það notað í slátur og þykir ágætt. Ekki er blaðinu kunnugt um aðra staði hér nærliggjandi en Dagverðareyri, á heimili Gunn- ars bónda Kristjánssonar, þar sem heimaræktað korn er í veru- legum hluta af daglegu fæði fjöl- skyldunnar. Kosnin«in varð ekki lösmæt Ö c Prestskosningin á Akureyri fór svo, að.séra Kristján Róbertsson hlaut flest atkvæði, cða 1063, séra Birgir Snæbjörnsson hlaut 1040 atkvæði, séra Jóhann Hlíðar 823, séra Þórarinn Þór 264 og séra Stefán Eggertsson 150. á kjörskrá voru 4916, en alls kusu 3361. 17 seðlar voru auðir en 1 ógildur. Ekki lögmæt. Kosningin er ekki lögmæt, þar eð enginn frambjóðenda hefur hlotið hclming greiddra atkvæða. Hins vegar var kosningin gild að því leyti, að mun fleiri en helm- ingur gi-eiddi atkvæði. Kirkju- málaráðherra mun nú skipa ein- hvern frambjóðendanna í prests- embættið við Akureyrarkirkju. Prófastur Eyjafjarðar- prófasts(íæmí<? Skólastjóri Barnaskóla Ákureyrar leggur til að skóli verði byggður á Oddeyri Séra Sigurður Stefánsson, sókn- arprestur að Möðruvöllum i Hörgárdal, var nýlega skipaður prófastur Eyjaf jarðarpófastsdæm- is, frá 1. nóv. næstk. að telja. Iliísnæðismál bamakennslunn- ar hér á Akureyri hafa um nokk- urt skeið verið á dagskrá meðal borgara og bæjárstjórnar enda Ijcst fyrir alllöngu að núverandi barnaskólahús er orðið allt of lít- ið. Fer ástandið hríðversnandi með hverju ári. Bréf skólastjórans. Nú hefur skólastjóri barna- skólans, Hannes J. Magnússon, ritað bæjarstjórninni bréf um húsnæðismál skólans og er þar gerð grein fyrir því vandræða- Fegrunarféiagið veilir verðlaun Fagurt bæjarstæói og skrautlegir skrúðgarðar koma í stað listasafna og stórbrotinna minnismerkja ástandi, er nú ríkir, og bent á, að það verði enn verra á næsta hausti. Gerir skólastjórinn tillögu um byggingu nýs barnaskólahúss á gamla barnaleikvellinum á Cddeyri. Bréf skólastjórans fer hér á eftir: „Sumarið 1952 skrifaði ég hátt- virtri bæjarstjórn og vakti á því athygli, að húsnæði barnaskólans væri þá að verða svo ófullkomið, að brýna nauðsyn bæri til að hefjast þegar handa um aukningu þess. Leiddi ég rök að því með tölum, að fjölgun í skólanum yrði svo mikil næstu ár, að til vandræða horfði, ef ekki væri þegar farið að undirbúa nýja skólabyggingu. Ekki lagði ég þó fram neinar ákveðnar tillögur í málinu, en vænti þess að háttvirt bæjarstjórn tæki málið fyrir. Á síðustu fjárhagsáætlun bæj- arins voru áætlaðar 150 þúsundir til nýbyggingar skóla, en annað mun ekki hafa verið gert til að undirbúa þessar framkvæmdir. Nú á þessu hausti vantar raun- (Framhald á 11. síðu). Verðlaun og viðurkenningar. Stjórn Fegrunarfélags Akur- eyrar bauð fréftamönnum, eig- endum fegurstu skrúðgarða bæj- arins og nökkrum öðrum, að vera nærstaddir við afhendingu verðlauna og viðurkenninga, fyr- ir fegurstu skrúðgarða bæjarins á árinu 1954. Sigurður Pálsson menntaskóla- kennari, formaður félagsins, bauð gesti velkomna með ræðu og af- henti síðan verðlaunin. Verðlaun fyrir fegursta skrúð- garð Akureyrar 1954 hlutu Sig- urður Guðmundsson og Guðrún Karlsdóttir fyrir garðinn við Helgamagrastræti 50. Var það áletraður bikar. Viðurkenningu hlutu: Guð- mundur Gíslason og Jónína Jóns- dóttir, Ægisgötu 27. Pálmi Jónsson og Sveinbjörg Björns- dóttir, Ægisgötu 23, Ragnar Jó- hannesson og Margrét Jóseps- dóttir, Helgamagrastræti 21, Ás- kell Snorrason og Guðrún Krist- jánsdóttii', Rauðumýri 22, og Sig- ríður Oddsdóttir og Páll Sigur- geii'sson, Eyrarlandsvegi 24. — Voru það áletruð skjöl, mjög smekkleg og skrautrituð af Jóni Norðfjörð. (Framhald á 5 síðu) Semenísverksmiðjan Samkvæmt síðustu fréttum, er vinna hafin við sements- verksmiðjuna. Ekki cr þó byrj- að ó byggingú sjálíra verk- smiðjuhúsanna, hcídur á vinnu skálum og verkfærageymslum. Verksmiðjan er reist á Akra- nesi, svo sem kunnugt er. Söngsigur Guðrúnar Á. Símonar í Oslo Guðrún Á. Símonar fór utan fyrir stuttu og var ferðinni heitið til Norðurlandanna alli'a. Ætlar hún að halda sjálfstæðar söng- skemmtanii' í höfuðboi'gum þess- ai’a landa. Hefur hún þegar sung- ið í Osló og lilotið þar óvenjulega góða dóma allra helztu blaða borgarinnar, undantekningar- laust. Guðrún mun einnig syngja í útvai'p í öllum höfuðboi'gunum. Heim kemur hún um mánaðam. nóv.—des. og byrjái’ þá æfingar í aðalhlutverki óperunnar Caval- leria Rusticana, sem frumsýnd vei'ður í Þjóðleikhúsinu annan jóladag. Hinar stóru bílaverksmiðjur vestan hafs hafa þcgár hafið framleiðslu bíla, sem bera árgangsheitið 1955. Meðal þeirra er Chevrolet-fólksbifreiðin frá General Motors. Myndum af þcssu::: nýja bíl cr slillt út í sýningarglugga Véla- og varahlutadeildar KEA liér í bæ um þcssar niundir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.