Dagur - 27.10.1954, Blaðsíða 6

Dagur - 27.10.1954, Blaðsíða 6
6 D A G U R Miðvikudaginn 27. ckíóber 1954 DAGUR Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 88. — Sími 1166. Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 60.00. Gjalddagi er 1. júlí. Prentverk Odds Björnssonar h.f. Óvissan um stjórnarsamstarfið EKKI ERU það ný tíðindi, heldur alþekkt og gamalkunn staðreynd, að tónninn í aðalmálgögnum núverandi samstarfsflokka í ríkisstjórn, Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknarflokksins, hefur um langt skeið verið á |)á lund, að engu er líkara en að blöðin hafi géngið að því sem kappsamlegast að búa les- endur sína og fylgismenn undir það, að stjórnarsam- starfið yrði rofið innan skamms og efnt til nýrra kosninga, þar sem þessir flokkar berðust af fullri hörku og lilííðarleysi hvor í annars garð urn kjör- fylgi almennings í landinu, löngu áður en yfirstand- andi kjörtímabil er þó til enda runnið. Þeir, sem bezt mega um þetta vita, munu þó yfirleitt telja, að ekkert endanlegt sé um þetta ráðið, og að ýfingar blaðanna gefi þannig — a. m. k. að vissu rnarki — nokkuð villandi mynd af ástandinu, því að vel kunni svo að fara, að stjórnarflokkarnir láti sitja við ,,kalda striðið" eitt fyrst um sinn og lialdi að öðrtt leyti sæmilega friðinn og samstarfið sín á milli enn um stund. ENDA ÞÓTT svo kunni að fara, að stjórnarsam- vinna þéssara tveggja ílokka endist eitthvað lengur en blaðaskrifin gætu þótt benda til, er það þó alveg ljóst, að livorugur flokkanna mun telja það góðan kost að vinna með hinum, eins og nú er komið mál- unum, heldur þykist þeir hvor um sig aðeins knúinn til* samstarfsins a£ illri nauðsyn og í því skyni að forða þjóðinni frá stjórnleysi og fullu pólitísku upp- lausnarástandi á viðsjárverðum tímum. Hitt er og öldungis víst, að hvenær sem Sjálfstæðisflokkurinn teldi sig í fullri alvöru sjá liilla undir ráðning þess fagra valdadraums, að flokknum tækist að ná fullum þingmeirihluta í nýjum kosningum, mundu forráða- menn hans naumast hika við það stundinni lengur, að steypa þjóðinni út í vægðarlaust kosningastríð, hvað sem alþjóðarhagur kynni að bjóða að öðru leyti. l'yrir síðustu kosningar reyndu málgögn flokks- ins eftir megni að telja lesendum sínum trú um, að slík-ur möguleiki væri raunverulega fyrir hendi. Og nú upp á síðkastið eru þessi sömu blöð iðulega'tekin að yntpra á þvf, að í næstu kosningum verði að gera þennan valdadraum að veruleika. NÚ VÆRI þetta aðeins harla eðlileg og algerlega lýðræðisleg hugmynd, ef flokkurinn vissi sig eiga vax- andi kjörfylgi að fagna og traust almennings í land- inu. En því fer raunar svo fjarri sem verið getur. Undanfarna áratugi hefur þessi flokkur einmitt þvert á móti alltaf verið að tapa, bæði trausti fólksins og kjörfylgi. Það er alkunnugt, að árið 1933 hlaut Sjálf- stæðisflokkurinn 48% allra greiddra atkvæða í al- þingiskosningunum þá. Árið 1937 hlaut hann 41%, og árið 1946 aðeins 39%. Og í síðustu kosningum hlaut Sjálfstæðisflokkurinn aðeins 37% greiddra at- kvæða, svo að á síðustu tveimur áratugunum hefur fylgi flokksins þannig lirapað úr 48% niður í 37% af heildartölunni, eða með öðrum orðum hefur hann týnt nálega 23% af hlutfallslegu fylgi sínu, eins og það var við upphaf þessa tlmabils, þegar vegur flokks- ins var livað mestur lijá kjósendum í landinu. EF MÖGULEIKAR flokksins til kosningasigurs og fulls þingmeirihluta væru einhverjir, hlytu þeir þannig að byggjast að verulegu leyti á gallaðri kjör- dæmaskipan og kosningalögum, en í annan stað á sundrung og samtakaleysi andstöðuflokkanna. Um hið fyrra atriðið er J)að að segja, að Sjálfstæðismenn eru nú steinhættir að minnast nokkru sinni á „höfða- töluregluna" frægu, sem þeir rómuðu svo mjög fyrir nokkrum árum sem hið rétta og sanna form fullkom- ins Jringræðis og lýðfrelsis! Sömuleiðis munu „stciktu gæsirnar" góðu — uppbótarjringmennirnir — fremur vera orðnir Jryrnir í augum flokksins en nokkurt góð- gæti, svo sem þær voru þó upphaflega. Skýringin er ósköp einföld og sú hin sama í báðum tilfellunum: „Höfðatölureglan" var góð og ágæt, og sömuleiðis uppbótarþingsætin, á meðan Sjálfstæðisflokkurinn naut af Jressu „lýðræði" allra gagna og gæða. En hvorugt fyrirbærið er lengur til fyrirmyndar, eða raunar þolandi, eftir að svo er kom- ■ bjarga fleytunni í landvar, svo að komið, að þessi „flokkur allra j hún geti fengið viðgerð og „klöss- flokka" hefur ekki framar a£ því j un“ eftir öll þau stóru og þungu veruleg not — og stundum jafnvel áföll/Aem lnin liefur hlotið nú að skaða — í sínu eigin valdabrölti. undanförnu. UM HIÐ síðara atriðið, sem á var drcpið hér að framan — sundr- ung og samtakaleysi andstöðuflokka „Sjálfstæðisins" — er Jrað í sem skemmstu máli að segja, að mjög er það hörmulegt, að öll alþýða manna á íslandi skuli ekki geta gengið fram sem einhuga og órjúf- andi fylking gegn hvers konar ein- ræðisbrölti og sýndarmennsku, sem á síðustu tímum liefur sett svip sinn svo rnjög á þennan flokk, að vilja innsta hrings og ráðandi klíku á því óðalssetri. En eins og stendur, blæs ekki byrlega fyrir slíkri sam- stöðu. Kommúnistarnir eru auðvit- að fyrirfram dæmdir úr leik, Jrar sem reynslan hefur margsýnt ])að á undanförnum árum, að þeim getur enginn treyst, nema húsbændur þeirra í Moskvu. Og Aþýðufokkur- inn er eins og stendur ekki sjófær að neinu leyti, þar sem allt lians lið getur engu sinnt nú um sinn, öðru en því að standa við dælurnar og freista Jress e£ verða mætti, að ÞAÐ ER því Framsóknarflokk- urinn einn, sem á er að treysta til viðnáms Jrví, að Sjálfstæðisflokkur- inn geti ldotið hér algert sjálfdætni og cinræði með tilheyrandi afglöp- um og óstjórn. Eins og sakir standa verður Jressu viðnámi helzt komið við nú um sinn með nokkru sam- starfi og samstöðu [jessara tveggja flokka um stjórn landsins á viðsjár- verðum tímum. En allir J)air, sem átta sig á þessum staðreyndum og vilja framhald sæmilega lýðræðis- legra stjórnarliátta á íslandi, skyldu vera viðbúnir J)ví, að Sjálfstæðis- flokkurinn leggi hvenær .sem er út í J)að harla tvísýna ævintýri, að reyna að lirifsa til sín öll völd og mannaforráð í landinu, og bregði J)á allir þeir, sem ekki vilja verð- launa þennan braskaraflokk fyrir frammistöðu hans að undanförnu, hart og skjótt við til sóknar og varn- ar undir merkjum þess eina flokks, sem J)ar getur komið til greina sem samstæð og sigurvænleg heild. BREYTINGAR A ÚTVARPS- DAGSKRÁNNI Leikritin á sunnudögum. UM LEIÐ og vetur gekk í garð, var útvarpsdagskránni nokkuð breytt. Veigamesta breytingin er vafalaust sú að leikritin verða flutt á sunnudagskvöldum í stað þess að vera flutt á laugardög- um, eins og venja hefur verið. Sennilega taka margir þessari breytingu fegins hendi, vegna þess að það mun mjög algengt að fólk sæki skemmtanir eða létti sér ofurlítið upp á laugardags- kvöldum en vilja gjarnan vera heima á sunnudögum og njóta næðis og hvíldar. Þeim sem þannig er farið er þessi breyting dagskrárinnar kærkomin. Stuðlar hún líka að þeirri góðu venju, sem flestir mættu í heiðri hafa, að búa sig vel undir önn og erfiði vinnuvikunnar, með því að vera heima hjá sér á sunnudagskvöld- Samfelld dagskrá. A LAUGARDÖGUM verður hins vegar samfelld dag- skrá um ýms efni. Tistran og Isol, saman tekið af Einari Ólafi Sveinssyni, var flutt s. 1. laugar- dag, laugardaginn fyrstan í vetri. Var það áhrifamikill þáttur og vel fluttur. Fleiri slíkar samfelld- ar dagskrár um söguleg efni verða fluttar á næstunni. Sú verður önnur breyting á dagskránni að þátturinn frá út- löndum fellur niður en fréttaauki tekinn upp í staðinn, sex daga vikunar, eða alla daga nema sunnudaga. Erindaflokkar og málfundir. EFTIR HÁDEGI á sunnudög- um verða fluttir erindaflokar eða málfundir, áður teknir á segul- band. Barnatímar verða kl. 17.30. Helga og Hulda Valtýsdætur sjá um hann í stað Hildar Kalman. Á mánudögum verða spurning- ar og svör um íslenzkt mál, eins og verið hefur, kl. 21.30. Sverrissaga verður lesin. AÐALERINDI VIKUNNAR verða á þriðjudögum Þá verður líka tónlistarfræðsla, sem fyrst um sinn verður í höndum Páls ísólfssonar. — Ennfremur lestur fornrita. Verður Sverrissaga les- in. Á miðvikudögum verða erindi kl. 20.30. Þar á meðal óskaerindi, sem hlustendur kunna að biðja um. Þá verða harmonikulög, sem Karl Jónatansson sér um. Sveinn Ásgeirsson hefur spurningar og svör í breyttum búningi. Á fimmtudögum verða kvöldvökur. Læknisfræði, lögfræði, hagfræði. NÝR ÞÁTTUR hefst á föstu- dögum. Er það kynning laga og höfunda íslenzkra tónverka. Þá verður á föstudögum, almenn fræðsla í læknisfræði, lögfræði og hagfræði. Verður hún hálfs- mánaðarlega. Heimilisþáttur verður á laug- ardögum á eftir óskalögum sjúk- linga. Þórunn Elfa Magnúsdóttir les söguna fyrir börnin kl. 18. Sagan heitir Fossinn og er eftir Þórunni. Útvarpssagan verður aðeins ein og lesin þrisvar í viku hverri. Hver lestur verður í 25 mínútur. Af öllu þessu má sjá að nokkr- ar breytingar verða á heildarsvip útvparsdagskrárinnar vet.ur. — Loks er þess að geta, að útvarpið hefur skorið niður Akuieyrar- J)áttinn og er það önnur saga. Hin þögla umferð í París Samkvæmt fyrri fréttum, var gerð merkileg tilraun í umferða- málum Parísarborgar. Bannað var að Jueyta bílhorn í borginni, frá og með 1. ágúst sl. að telja. Sagt var að borgin hefði á skammri stundu gjörbreytzt. í sambandi við breytingu þessa, komu fyrir margs konar ein- kennileg atvik. Sýndist hin nýja reglugerð valda truflun í bráð. Samkvæmt síðustu fréttum. hafa verið bornar saman og birt- ar skýrslur um dauðaslys af völd- um umferðarinnar, fyrir og eftir breytinguna. Kom þá í Ijós að all- mikið hefur dregið úr umferða- slysunum. í september í fyrra biðu þar 36 menn bana, en í ár ekki nema 27. — Öðrum slysum fækkaði einnig úr 2607 í 1712, miðað við septem- ber í fyrra og nú. KOSNINGAR þær til J)jóðþings Bandaríkjanna, er fram fara 2. nóvember næstk., setja nú æ meiri svip á amerísku blöðin. Forustumenn flokkanna birta greinar um stjórnmálin og deila um, hversu stjórnarflokkurinn og ríkisstjórn Eisenhowers for- seta hafi staðið í ístaðinu sl. tvö ár. Halda Demó- kratar uppi harðvítugri sókn á hendur Repúblikön- um og þykja nú einna helzt horfur á því að stjórnar- andstæðingar nái meirihluta á þingi. Væri slíkt harður áfellisdómur yfir forsetanum og stefnu flokksins í utanríkis- og innanríkismálum. Umræð- ur þær, er fram fara í blöðunum, eru mjög mál- efnalegar og prúðmannlegar. Til dæmis um við- leitni blaðanna til þess að gefa lesendum kost á að heyra málflutning beggja aðila, er, að helzta blað Repúblikana, New York Herald Tribune, birtir nú jöfnum höndum yfirlitsgreinar eftir forustu- menn Demókrata og Repúblikana. Hafa stjórnar- andstæðingar eins og Stevenson og Kefauver t. d.^ harðlega gagnrýnt stjórn Eisenhowers í blaðinu nú að undanförnu, en ráðherrar úr stjórninni og aðrir forustumenn hafa aftur á móti lofsungið stjórnina og stefnu Repúblikana. EINS OG ÁÐUR er greint frá hér í þessum þætti, er Valdimar Björnsson, hinn góðkunni Vestur-ís- lendingur, í framboði til öldungadeildar þjóðþings- ins af hálfu Repúblikana. En núverandi þingmaður fylkisins, Hubert Humphrey, er Demókrati og er aftur í framboði fyrir Dembókrataflokkinn. Valdi- mar Björnsson nýtur mikils álits, en á nú erfitt uppdráttar í kosningabaráttunni vegna þess að stefna Eisenhowerstjórnarinnar í landbúnaðarmál- um er óvinsæl meðal bænda, sem eru fjölmennir í Minnesota. Er Humphrey því almennt spáð sigri. Nýlega hefur New Yoi'k Herald Tribune birt tvær greinar um kosningabaráttuna í Minnesota eftir einn kunnasta blaðamann Bandaríkjanná, Joseph Alsop. Fer Alsop þar hinum mestu víðurkenningar- orðum um Valdimar. í blaðinu 18. október lýsir hann kosningaleiðangri, er hann fór með. Valdimar til Kanabec-héraðs. Segir Alsop svo frá m. a.: „EF MANN langar til þess að fræðást um, hver áhrif landbúnaðarstefna Eisenhowér-stjórnarinnar hefur á stjórnmálabaráttuna í Minnesota, erheppi- legt að fara til Kanabec-héraðs. Eg; köm þarigað í fylgd með frambjóðanda Repúblikana til öldunga- deildarinnar, Val Björnssyni (en svo er Valdimar nefndui" vestra), sem er traustur, skemmtilegur, gáfaður, harðvítugur en sanngjarn maður og flokki sínum til hins mesta sóma. Björnsson er íslendingur að uppruna og lærður í hinum miklu íslendinga- sögum. Og hann var einmitt að þylja úr hinum djarfmannlegu frásögnum sagnanna er við ókum inn í Mora, sem er viðkunnanlegur smábær í Kariabec-héraði. Það voru heldur en ekki viðbrigði að koma þar, beint úr brennu Njáls og Bergþóru og hetjulegum bardaga Skarphéðins fyrir þúsund árum, því að Mora er hljóðlátur bær og aðalstræti bæjarins friðsamlegt í skugga trjánna. Við ókum fyrst á fund ritstjóra vikublaðsins í bænum og sá ungi og greindi piltur skýrði okkur frá því, hvernig horfurnar væru. Árið 1952 hlaut Eisenhower 2200 atkvæði í Kanabec-héraði, en Stevenson 1700. í prófkosningu, sem nýlega var haldin, fékk Valdi- mar Björnsson 908 atkvæði, en Hubert Humphrey, frambjóðandi Demókrata, 1250 atkvæði bænda og verkamanna. „Eg vona að mér skjátlist,“ sagði rit- stjói'inn ungi, „en eg óttast að þessi úrslit sýni hvernig landið liggur. Og ef þetta er spegilmynd af því, er um að kenna, hvernig stjórnin hefur skorið niður styrkti til landbúnaðarins. Það hefur komið mjög við hag manna hér um slóðir.“ Síðan greinir Alsop frá pólitískum fundahöldum og ræðsumennsku Valdimars, en hann lagði einkum áherzlu á að fólk ætti að styðja Eisenhower forseta og þá stefnuskrá, er hann hefur birt. Á fundinum kom fram mikil andúð bænda á landbúnaðarstefnu Bensons landbúnaðarráðherra. Komst Alsop að þeirri niðurstöðu, að þótt Valdimar Björnsson sé hið glæsilegasta þingmannsefni og hafi alla þá kosti til að bera, sem prýða mega góðan þingmann, muni landbúnaðarstefna stjórnarinnar reynast honum of- jarl og Humphrey ná endurkjöri. ÞANNIG vii'ðast ekki miklar líkur fyrir því að sinni að maðui' af íslenzkum ættum nái kjöri í öld- (Frambhald á 11. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.