Dagur - 03.11.1954, Blaðsíða 4
4
D A G U R
Miðvikudaginn 3. nóvember 1954
Húsmæðraskólinn á Akureyri
stendur auður og ónotaður
Húsmæðrakennaraskólinn húsnæðislaus
Samkvæmt lögum á Húsmæðra-
kennaraskóli íslands að starfa í
Reykjavík. Hefur hann gert það
frá upphafi og verið til húsa í
kjallara Háskólans.
í fyrra kom fram á Alþingi
frumvarp um að breyta þannig
lögunum, að staðsetja mætti skól-
ann utan Reykjavíkur. Ekki náði
frumvarp þetta samþykki þings-
ins og varð hitamál, eitt hið mesta
á því þingi.
Frumvarp þetta er nú aftur
komið á dagskrá á Alþingi og
flutningsmenn þeir sömu og þá,
þeir Jónas Rafnar, er fylgdi því
úr hlaði, og Gylfi Þ. Gíslason.
Flutningsmenn benda á, að
ástæðulaust sé að binda staðsetn-
ingu sérskóla við Reykjavík með
lögum. Hitt sé hagkvæmara, að
fræðslumálastjóri meti það, hvar
heppilegast sé að starfrækja þá,
hverju sinni.
Málin standa þannig, að Hús-
mæðrakennaraskóli íslands er
húsnæðislaus, því að hann verður
mjög bráðlega að hverfa úr kjall-
ara Háskólans.
Hér á Akureyri stendur hús-
mæðraskólinn tómur og ónotaður.
Hefur þráSinnis verið bent á þá
úrlausn málsins, að flytja Hús-
mæðrakennaraskólann hingað
norður. Má í því sambandi minna
á samþykktir Fjórðungsþings
Norðlendinga, er haldið var hér á
Akureyri fyrir skömmu, og gerði
ákveðna tillögu þess efnis, að
vandamál þessara stofnana
tveggja yrðu bezt leyst á þann
hátt, að nota hið ágæta húsnæði,
sem hér stendur autt og tómt,
fyrir Húsmæðrakennaraskólann.
Með áðurgreindu frumvarpi er
að vísu ekki nein krafa um það,
að flytja skólann norður. Hitt er
aftur á móti auðséð, að án þessar-
ar lagabreytingar er alls ekki
hægt að flytja skólann frá
Reykjavík, hversu sjálfsagt sem
það kynni að vera að öðru leyti.
Fjórar umsóknir bárust að
þessu sinni um skólavist í Hús-
mæðraskóla Akureyrar. í fyrra
bárust 14 umsóknir, og var það
einnig of lítil aðsókn, svo að fært
þætti að reka skólann þá. Aftur á
móti voru nokkur námskeið hald-
in þar í fyrravetur, bæði mat-
reiðslunámskeið og vefnaðarnám-
skeið. Voru þau bæði lítið sótt.
— Handavinnunámskeiðin voru
nokkuð vel sótt.
Án þess að mál þessi verði rædd
nánar í þessu sambandi, virðist þó
auðsætt að annað tveggja verður
að gera: Byggja heimavist við
skólann og freista gæfunnar um
endurreisn hans eða flytja Hús-
mæðrakennarask. íslands hingað
norður.
Kveðja til Kjarvals
Býr við álfaborgirnar
beitir kunnri snilli.
Álfameyjar indælar
eiga Kjarvals hylii.
Málar blóm og brekkuhöll,
bláleit hamragjögur.
Kjarval austfirzk flytur fjöll
frægur lista mögur.
(Ort í bíl).
ANDVÖKUR Stcphans G.
Stephanssónar, II. bindi.
Bókaútg. Ménningarsjóðs.
Prentverk Odds Biörns-
sonar 1954.
Bókaútgáfa Menningarsjóðs hóf
í fyrra heildarútgáfu af Andvök-
um Stepahns G. Stephanssonar.
Kom þá út 1. bindi kvæðanna,
mikil bók, hartnær 600 bls., og
eru í því bindi 1. og 2. bindi. af
hinni upphaflegu útgáfu kvæð-
anna. Nú nýlega er komið á
bókamarkaðinn II. bindi þessarar
útgáfu, og eru það Andvökur III.
og IV., alls 538 bls. Enn mun von
tveggja binda þessarar heildarút-
gáfu, er dr. Þorkell Jóhannesson
prófessor sér um. Verða þá And-
vökur allar út gefnar á ný, og auk
þess væntanlega ýtarleg ritgerð
um skáldið, því að með þessum
fyrstu tveimur bindum er enginn
formáli né greinargerð fyrir út-
gáfunni. En meðan þess er beðið,
að fá sögu Stephans ritaða og til
lestrar með kvæðum hans, má
minna á, að í síðasta hefti Skírnis
eru tvær ágætar ritgerðir um
skáldið, eftir Steingrím J. Þor-
steinsson prófessor og Þórodd
Guðmundsson skáld frá Sandi,
ritaðar í tilefni af aldarafmæli
Stephans á sl. ári. Og fróðlegt er,
við lestur kvæðinni, að grípa til
útgáfu Þjóðvinafélagsins á bréf-
um og ritgerðum skáldsins, en
þeirri útgáfu lauk 1948. Er í
mörgum bréfanna varpað ljósi yf-
ir skapgerð og lífsskoðun þessa
„jötunmennis að andans yfir-
burðum“, svo sem séra Matthías
lýsti þessum samtíðarmanni.
Þessum línum er ekki ætlað
annað hlutverk en vekja athygli
almennings á hinni stórmerku
utgáfu Menningarsjóðs á Ijóðum
þessa höfuðskálds. Andvökur
hinar eldri hafa um langan tíma
verið ófáanlegar, og hið sama
mun a# segja um úrval það, er
Sigurður Nordal gaf út 1939. En
nú er það á færi allra íslendinga,
er kynnast vilja skáldinu og
spekingnum frá Skagafirði, Bárð-
ardal og Klettafjallabyggðum, að
eignast Ijóð hans í vandaðri út-
gáfu. Ættu þau að vera til á
hverju bókelsku, íslenzku heim-
ili.
FORELDR AMINNIN G.
Minningarrit um Ásmund
P. Jóhannsson og Sigríði
Jónasdóttur í Winnipeg.
Gefið út af sonum þeirra
Prentað í Columbia Press,
Winnipeg, 1954.
Þrír synir merkishjónanna Ás-
mundar P. Jóhannssonar og Sig-
ríðar Jónasdóttur í Winnipeg,
hafa gefið út fallegt minningarrit
um foreldra sína. Frú Sigríður
andaðist 1934, en Ásmundur lézt
á sl. ári, hátt á áttræðisaldri, og
hafði þá um langt skeið verið einn
hinn sérstæðasti og aðsópsmesti
athafnamaður í hópi Vestur-ís-
lendinga. Einar Páll Jónsson rit-
stjóri í Winnipeg hefur búið ritið
til prentunar, en bókina rita, auk
hans, margir kunnir menn báð-
um megin hafsins, m. a. Jónas
Jónsson frá Hriflu, Thor Thors
sendiherra, prófessor Richard
Beck, Finnbogi Guðmundsson
prófessor í Winnipeg, Stefán Ein-
arsson prófessor í Baltimore o. fl.
Ásmundur P. Jóhannsson á það
sannarlega ^skilið, að hans sé
minnst. Hann starfaði um hálfrar
aldar skeið að menningar- og
þjóðræknismólum íslendinga í
Vesturheimi, auk þess sem hann
var mikils metinn borgari í Kan-
ada og gegndi trúnaðarstörfum
fyrir fósturland sitt við ýmis
tækifæri. Framfaramál íslands
studdi hann og drengilega. Var
m. a. einn af forustumönnum þess
hóps Vestur-íslendinga, er stóðu
að stofnun Eimskipafélags ís-
lands. Nokkru fyrir andlát sitt
hafði hann með stórhöfðinglegri
peningagjöf trýggt að stofnsett
yrði kennaraembætti í íslenzku
við Manitobaháskóla, en það var
einn merkasti atburður í þjóð-
ræknis- og menningarþaráttu ís-
lendinga vestan hafs frá upphafi.
Minningabókin er fallega gerð
og ber sonum þeirra hjónanna,
Jónasi, Kára og Gretti, fagurt
vitni um ræktarsemi við minn-
ingu foreldranna. Auk ritgerð-
anna ,er fyrr getur, eru í bókinni
ýtarlegar ættarskrár hjónanna. —
Ritið er 137 bls.
.4 ! i ■ V Ti PV
FJÁRMÁLATÍÐINDI.
Tímarit um efnahagsmól,
gefið út af liagfræðideild
Landsbanka fslands, 1.
liefti, jan.—sept. 1954.
Blaðið vill vekja athygli al-
mennings á þessu nýja tímariti,
sem nú hefur göngu sína fyrir at-
beina þjóðbankans. Er Jóhannes
Nordal hagfræðingur ritstióri
tímaritsins. Ætlað er að ritið
komi út ársfjórðungslega og komi
í stað árbókar Landsbankans, sem
undanfarin ár hefur verið ein hin
bezta heimild um þrcun íslenzkra
efnahagsmála. Hlutverk þessa
tímarits er að birta aðgengilegar
upplýsingar um efnahag þjóðar-
innar og fjármál, en þekking á
þessum undirstöðum þjóðarbú-
skaparins er frumskilyrði þess, að
þjóðin geri sér grein fyrir eðli
þeirra vandamála sem við er að
stríða á hverjum tíma. í þessu
fyrsta hefti eru athyglisverðar
ritgerðir, er þeir, er láta sig
landsmál nokkru varða, ættu að
kynna sér. Má þar til nefna
greinargerð og tillögur Lands-
bankans í peningamálum, grein
um lánsfjárskortinn eftir Olaf
Björnsson prófessor og önnur um
lánsféð cg skiptingu þess eftir
ritstj. og er hún fróðleg og at-
hyglisverð. Þá er greinargero um
utanrikisviðskiptin 1953 og eru
þar miklar, tölulegar upplýsing-
ar, þá fréttaþættir af efnahags-
málum landsmanna og loks töflur
um ýms hagfræðileg atriði. Tíma-
ritið er mjög vandað, 55 bls., og
er verði þess mjög stillt í hóf, kr.
25,00 árgangurinn.
Úflif er fyrir að Frakkland fái nú
loksins sfyrka stjórn
Líklegt að jafnaðarmenn og Gaullistar
styðji Mendés-France
Um þessar mundir eru franskir
jafnaðarmenn að velta því fyrir
sér, hvort þeir eigi að taka tilboði
Mendés-France forsætisráðherra
uni að ganga til samstarfs við
hann og flokk hans um stjórn
landsins og hljóta 6 ráðherra-
embætti í ríkisstjórninni.
Mun þetta verða endanlega
ráðið á landsfundi jafnaðar-
manna, sem haldinn verður í
næstu viku. Þykja nú mestar
horfur á því, að þeir taki tilboð-
inu og taki nú aftur þátt í sam-
steypustjórn, í fyrsta sinn síðan
1951. Þessi úrslit vei-ða verulegur
sigur fyrir Mendés-France og
styrkur fyrir stjórn hans, en hann
hefur þá heldur ekki flotið sof-
andi að þessum úrslitum, heldur
starfað að þeim af árvekni og
hugkvæmni. Eru nú æ fleiri á
þeirri skoðun, að með Mendés-
France hafi Frakkar loksins
fengið formann á þjóðarfleyið,
sem líklegur sé til þess að halda
skiprúminu um nokkra framtíð.
Virðist erlendum stjórnmálarit-
höfundum, sem dvelja í Frakk-
landi nú, bera saman um, að hann
sé vinsælasti forsætisráðherra,
sem setið hafi að völdum síðan
Charles de Gaulle settist í ráð-
herrastól í stríðslokin.
Afrek Mendés-France.
Rifja má upp, að ekki eru nema
4 mánuðir síðan Mendés-France
var nær óþekktur utan Frakk-
lands, en í franska þinginu átti
hann marga andstæðinga, sem
þoldu ekki bersögli hans. aðrir
töldu hann metnaðargjarnan of-
látung, enn aðrir voru á móti
honum, af því að hann er af Gyð-
ingaættum. En nú um þessi mán-
aðamót getur Mendés litið til
baka yfir söguleg afrek:
1) Hann hefur fengið þjóðþingið,
sem gekk af Evrópuhernum
dauðum, ti! þess að fallast á
endurvopnun Þýzkalands og
inntöku þess í Atlantshafs-
bandalagið og fyrir þessum
ákvörðunum var mikill meiri
hluti: 350 atkv. gegn 113.
2) Tekizt að sveigja jafnaðar-
mannaflokkinn, sem ræður
yfir 105 þingsætum, að stjórn
sinni, og nú síðast að tilboðinu
um beina þátttöku í stjórninni.
3) Tekizt að fá Charles de Gaulle
til þess að Iofa að lej’sa þá 70
þingmenn, sem enn fylgja
honum að málum, frá trúnað-
arheiti við sig, svo að þeir geti
stutt Mendés og stjórn hans í
þinginu.
Þetta allt hefur gerzt nú síðustu
vikurnar tvær eða svo, en auk
þess er fram að telja endnlok
Indó-Kína stríðsins og þá sögu-
legu ákvörðun Breta, að lofa að
hafa hersveitir á meginlandi Ev-
rópu næstu áratugina. En þessi
ákvörð'un er einn stærst.i sigur
Mendés-France og greiddi hon-
um götuna til þess, sem á eftir
fór.
’ >|
Slunginn stjórnmálamaður.
Með því að tryggja fvlgi jafn-
aðarmanna annars vegar og hinna
70 Gaullista hins vegar, hefur
Mendés búið vel vel í haginn fyr-
ir stjórn sína, enda býst hann nú
til róttækra aðgerða í innanríkis-
málum, einkum efnahags- og
fjármálum ríkisins. Starfsað-
ferðir hans við að koma málum
svo fyrir sýna, að hann er slung-
inn stjórnmálamaður og alls
óhræddur við að taka nokkra
áhættu á sig til þess að koma ár
sinni fyrir borð.
Ráðið, sem hann beitti við jafn-
aðarmenn, til þess að fá þá til að
styðja ákvarðanir Lundúnaiáð-
stefnunnar um endurhervæðingu
Þýzkalands — sem þeir voru í
hjarta sínu á móti — var að til-
kynna, áður en til úrslita dró, að
hann mundi beita sér fyrir kiara-
bótum, er næmu 6,5% tekju-
hækkun hjá iðnaðarverkam. og
lægst launuðum, opinberum
starfsmönnum, og skyldi hækk-
unin koma til framkvæmda í
apríl, ef stjórn hans sæti þá enn
að völdum. Jafnaðarmenn höfðu
áður krafizt svipaðra kjarabóta.
Skyldu foringjar þeirra þora að
fella ríkisstjórn, sem lofað hafði
að fylgja kjarabótamálinu fram?
Mendés reiknaði ' dæmið sétt.
Jafnaðamannaforingjarnir þorðu
ekki að ganga á móti slíkum lof-
orðum á grundvelli utanríkis-
mála, sem eru launþegunum fjar-
lægari en aurar í lófann. Og til
þess að búa enn tryggilegar um
hnútana, hefur Mendés nú boðið
jafnaðarmönnum beina þátttöku
í stjórninni.
Fylgi GauIIista,
Þegar Mendés þóttist þannig
hafa tryggt stjórn sína fyrir árás-
um frá vinstri, sneri hann sér að
því að treysta hægri fylkingar-
arminn. Hann stofnaði til við-
ræðufundar við Charles de
Gaulle hershöfðingja, leiðtoga
Gaullista í þinginu. Hershöfðing-
inn og Mendés eru gamlir sam-
starfsmenn. Mendés-France hlaut
fyrsta ráðherraembætti sitt úr
hendi de Gaulle, var efnahags-
málaráðherra í fyrstu stjórn hans,
en síðan hafa þeir stundum deilt
hart. De Gaulle lét í ljósi þá
skoðun, að Mendés hefði nú þeg-
ar afrekað meira fyrir Frakkland
en búast mátti við í upphafi. En
útkoman varð sú að de Gaulle,
sem nú segist ætla að hverfa frá
beinni þátttöku í stjórnmálum
landsins, hét því að leysa 70
Gaullista í þinginu frá trúnaðar-
heiti við sig, svo að þeir geti gerzt
stuðningsmenn ríkisstjórnarinn-
ar. Forsætisráðherrann varð
harla glaður yfir þessum úrslit-
um. Honum sýndist nú hilla undir
það takmark, að innan tíðar
mundi hann verða foringi sterk-
ustu stjórnmálasamsteypu, sem
setið hefur við völd í Frakklandi
um áratugi.
Maour fólksins.
En e. t. v. er styrkur ráðherrans
þó meiri meðal almennings í
landinu en innan flokkanna. Allt
virðizt benda til þess að hinir
óbreyttu borgarar landsins líti á
Mendés-France í æ ríkara mæli
sem sinn mann. Og Mendés ferð-
ast um landið og talar við fólkið.
(Framhald á 11. síðu).