Dagur - 03.11.1954, Blaðsíða 12

Dagur - 03.11.1954, Blaðsíða 12
12 Baguk Miðvikudaginn 3. nóvember 195>i Ernest Hemingway hlay! bók- menntaverðSayn Hóbeis 1954 2SÖÖ manns liafa sótt málverkasÝnin ginia j ö Um miðjan dag í grer höfðu um 2500 manns sólt málverka- sýningu Kjarvals í húsi Kr. Kristjánssoiiar við Geistí.götu hér í bæ, og verður bað að telj- ast mikil aðsókn. Oráðið er, hve sýningin veröur lengi opin enn, en þó mun verða tækifæri til þess enn í íáa daga að skoða hana. Æítu menn þó ekki að dragá það iengi að 'íía þár inn. Listamáðurinn'er sjá’fur stsdd- ur hér í bænum um þessar mundir. Séra Friðiik Rafnar kveður Á sunnudaginn var flutti séra séra Friðrik J. Rafnar kveðju- messu í Akureyrarkirkju og hlýddi margt manna messu. Vígslubiskupinn lætur nú af prestsembættinu hér. Hvatti hann safnaðarmenn til þess að taka hinum nýja presti vel og vinsam- lega. Séra Pétur Sigurgeirsson las ávarp frá formanni sóknar- nefndar, Kr. S. Sigurðssyni, og flutti nokkur þakkarorð til séra Friðriks. Á sunnudaginn kemur mun séra Friðrik kveðja Lög- mannshlíðarsöfnuð. Síðasta bók hans kemur út á íslenzkii bráðlega María Markan syngur Sænska Akademían ákvað 29. f. m. að veita Bandaríkjamannin- um Ernest Hemingway bók- menntaverðlaun Nóbels 1954. — Ekki voru menn þó algerlega sammála um þetta. Halldór Lax- ness og Grikkinn Kazantzakis áttu líka fylgjendur. Heming- way voru einkum veitt verðlaun- in fyrir síðustu bók hans, „Gamli maðurinn og hafið“, sem þykir eitt frábærasta verlc hans og er ritað af mikilli stílsnilld. Þessi bók er nú í prentun hér á Akur- eyri, á vegum forlags Odds Björnssonar, er hefur samið um útgáfuréttinn við skáldið. Séra Björn O. Björnsson þýddi bók- ina. Hemingway er 55 ára og hóf r Utvarpið hefur sagt upp húsnæði í Lóni Ríkisútvarpið num liafa sagt upp húsnæði því, er þaö liafði á leigu í Lóni hér í bæ, til upp- töku efnis í dagskráratriði þau, er liér hafa vcriö fiutt. Er þetta staðfesiing á því, er áður var gctið í blaðinu, að só vísir til útvarpsstarfscmi úti á landi, er hafinn var á s. I. vetri, eigi nú niður að falla. Er þcss að vænta, að þessar tiltektir útvarps- manna vcrði til þcss, að hafin verði sókn að því marki, að breyta útvarpsiögunum á þann háít að unt sé aö reka endur- varpsstöðvarnar sem sjáifsíæð- ar útvarpsstöðvar a. m. k. cin- hvern tíma vetrar, og hiti það útvarp stjórn heimamanna cn ekki iiivarpshöíðingja Reykja- liöfuridaferil sinn sem blaðamað- ur. Hann varð heimsfrægur 1929 fyrir bókina „Vopnin kvödd“, en annars eru rit hans þessi: „Thrée Stories and Ten Poems“, 1923, „In Our Timc“, 1924, „The Torrents of Spring“, 1926, „The Sun Also Rises“; 1926, „Men without Wo- men“, 1927, „A farewell to Arms“, 1929, „Death in the Afternoon", 1932, „Winner take Nothing", 1933, „The Green HilÍs of Africa", 1935, „To Have and Ilave Not“, 1937, „The Fifth Column“, 1938, „For Whom the Bell Tolls“, 1940, „Across the River and into the Trees“, 1950 og „The Old Man and the Sea“, 1952. Og innan skamms mun von nýrrar skáld- sögu, er gcrizt í Afríku. Hemingway er mikill ferða- og veiðimaður og gætir þess í verk- um hans En tíðræddast verður honum um stríð og dauða. Hann er ekki bjartsýnismaður, enda hafa tímar þeir, er hann hefur l’fað, naumast hvatt til bjartsýni um framtíð mannsins. Ilann er mikill og sérstæður stílsnillingur og hefur liaft mikil áhrif á bók- menntii' samtímans. Nokkrar bækur hans eru til á íslenzku. Þingmenn Þj óðvarnarflokksins hafa flutt tillögu um að Alþingi lý'si vantrausti á Bjarna Bene- dik tssyni menntamálaráðherra. Utvarpsumræða um tillögú bessa fer fram annað kvöld og hefst kl. 29. Siijóa hefur nú tekið af fjail- vegum hér nærlendis að þvf marki, að sæmilega akfært má kalla yíii' þá. Snjólaúst cr á flesí- um vagum hár innanhéraðs.. á morgrni María Markan Ostlund kemur til Akureyrar á morgun og syng- ur í Nýja-Bíó annað kvöld kl. 9 með aðstoð F. Weisshappsl. Þetta eru síðustu tónleikar Tónlistar- félags Akureýrar á þessu ári. — Verið er að bera út aðgöngumiða til félagsmanna, og er þess vænst að þeir greiði nú lokagjöld ársins fljótt og vel, enda því skilyrði bundið að miðar fáist afhentir. — Um allt, sem að innheimtunni lýtur og afgreiðslu aðgöngumiða ber að snúa sér til gjaldkera fél., Hár. Sigurgeirssonar, Brauns- verzlun. (Afh. einnig aukamiða meðan húsrúm leyfir.) Sklpaður sólmarprestur .4 ínugardagjnn skipaði Stem- giímur Steinþórsson kirkjumála- i'áðhcrra séra Kristján Róberts- son sóknr.rprest hér á Akureyri, írá sl. mánaðamótum að telja. — Séra Kristján íékk, sem kunnugt er, flest ntkvæði í prestskosning- ur.ni ‘hér á Akureyri 17. okt. sl. Æskidýðsheimili templara í Varð- borg var opnað síðastliðinn sunnu dag kl. 4 s. d. Formaður stjórnar- innnr, Eiríkur Sigurðsson, og fram- kvæmdastjóri heimilisins, Hermann Sigtryggsson, átiirpuðu gesti, tveir ungl.'ngar lásu upp, og sýndar voru kvikmyndir. A eftir skemmti unga fólk'ið scr í leikstofttm heimíllskrs. - Fyrsta námskeið askulýðsheimil- isins hefst á mánudaginn, og er það í útvarpsvirkjun. VcrSa þar gerð lítil útvarpstæki. Ávr.rp formanns hússtjórnar. Hér fer á eftir ávarp Eiríks Sig- urðssonar við opnun heimilisins: ,,í dag erum við liér saman kom- in til þess að opna æskulýðsheimili templara í annað sinn til starfa. Ali Skúla fógeta gaf föður hans aðeins eitt ráð við uppeldi drengs- ins, sem var m'jög östýrilátuf. Og ráðið var þetta: Láttu drenginn (ívalll hdfa ftóigiad slarfa. þetta ráð á við alla unglinga. Iðjuleysið cr ré>t alls ills. Þetta heimili er stofnað til þess að ungt fólk hér í bænum geti dval- ið hér eitthvað al tómstundum sín- um við störf og leik. I fyrravetur hóf heimilið starf sitt. í vetur ætti þessi starfsemi að geta orðið fjiil- breyttari og í fastara sniði, þar sent nokkur reynsla er fengin. Er þá fyrst frá því að segja, að fyrirhugað er að auka verkleg námskeið til muna í heimilinu, og mun verða byrjað á námskeiði í útyarpsvirkjun fyrir drengi. Næst munu verða nám- skeið í ýmiss konar föndri. Er æsku- lýðsheimilið hér nálega eina stofn- unin í bænum, er gengst fyrir frjáls- um, verklegum nántskeiðum, og et' hér því mikið verkefni. — Vonir standa til, að hægt verði að hafa hér tvö námskeið starfancli í cinu. Þá verða leikstofur heimilisins opnar fyrir æsku bæjarins, eins og í fyrra. Munu íjrróttafélögin og barriastúkurnar hafa vissa daga, eins og þá, og jrar að auki munu jrær verða opnar tyrir aðra unglinga vissa daga. Æskulýðsheimili templara er að mörgu lcyli sérstæð stofnun og mun vera sú eina jtessarar tegundar ltér á landi. Fjárhagsörðugleikár eru \ ið rekstur heimilisins yfir vetut- inn, jjví að liiti, ljós og ræsting og kaup starfsfólks kostar mikið fé, þó að cngin liúsaleiga sé reiknuð. Þó hefur heimilið ekki enn fengið neinn styrk, hvorki frá bæ né ríki. Þetta vil ég minna á, er við opnum heimilið til starfá hér í annað sinn. Hér cr aðeins. fremur fámennur íé- lagsskapur á bak við, sem vill reyna að .vinna gagn á þcssu sviði. Bak við þessa starfsemi vakir sú luigsjón, að rnatSnrinn sé mikilvægastur af öihi í þessum heimi. Unglingurinn vex og jtroskast, og hinn fulltíða maður öðlast' fjöjbreyttari og dýpri reynslu um lífið í kringum okkur. Þcts vegna er ekkert of gott til þcss áð göfgá og glaða þá hæfileika, er búa í brjóstum unglinganna. Þess vegna cr öllum unglingum í Jjessum bæ heiipil þátttaka í J)ví starli, sem iiér fer fram, og það gleður okkur, sem stöndum áð jressu heimili, ef jrað getúr orðið jicim sem mest til Mý fraralialtbsaga Ný framhaldssaga hefst í blað- inu í dsg, éftir hökkúrt hlé. Heit- ir nvia sagan „í óttans dyrum“ eftir Ðiana Bourbon og er mjög spennandi. Fylgist maS frá byrj- un! gagns og gleði. Þetta vil ég leggja áherzlu á. Heimilið er ekki aðeins fyrir ungiingana í Reglunni, heldur fyrir alla unglinga bæjarins. Auk leikstofanna verður opin les- stofa hér í vetur, því að nú hefur heimilið eignazt stórt bókasafn. — Eins og kunuugt er, hefur Halldór lúciðjónsson gefið heimilinu allt (Framhald á 10. síðu). 1 STUTTU MÁLI Togarinn Hafliði, sem strandaði austan Siglufjarðarhafnar í óveðri sl. fimmtudag, náðist út á sunnudagsmorguninn. Er talið að skipið sé ekki eins mikið skemmt og óttast var í fyrstu. Sjópróf hafa leitt í ljós, að strandið varð er togarinn var að mæta strand- ferðaskipinu Heklu austarlega á firðinum í versta veðri. —o— Urslit norrænu sundkeppninn- ar voru tilkynnt í gær og sigruðu Svíaiy en íslendingar urðu nr. 2. Tölur frá keppninni sýna, að í Danmörk og Noregi hefur lítið mark verið tekið á keppni þess- ari, því að innan við 1% íbúanna þar tóku þátt í henni! Samkvæmt skýrslum fram- kvæmdanefndar sundkeppninnar syntu hér á Akureyri 25% íbú- anna. Ólafsfirðingar settu met í keppninni og voru langhæstir með 51,7% íbúanna. Á Siglufirði syntu 28,2%, Saúðárkróki 25,7% og Húsavík 17%. í Reykjavík var þátttakan 27,6%. í Eyjafjarðar- sýslu syntu 22,8%, í S.-Þingeyj- arsýslu 30,2% og var hún hæst af sýslunum, í Skagafjarðarsýslu 21,6%. —o— f óveðri sl. fimmtudag brotnaði trillubátur í Ólafsfirði og togar- inn Sléttbakur, sem var að landa fiski þar, varð frá að hverfa vegna veðurs og landa afgangi farmsins hér. Bændaklúbburiim bvrjar vetrarstarf Eins og áður hefur verið sagt fi'á í fréttum blaðsins, mun Bændaklúbburinn hefja vetrar- starfið að þessu sinni með fundi að Hótel KEA þriðjudaginn 9. þ. m. kl. 9 síðdegis. — Á þessum fyrsta fundi vetrarins munu að- allega verða sýndar kvikmyndir af landbúnaði í ýmsum löndum. En síðan mun verða rætt um hið fyrirhugaða starf klúbbsins í vet- ur. •— Þessir Bændaklúbbsfundir hafa á undanförnum árum hlotið vaxandi vinsældir meðal þeirra manna í bæ og héraði, sem áhuga hafa fyrir landbúnaði. — í upphafi voru fundir jjessir aðeins sóttir ef örfáum áhugamönnum af Akureyri, en nú á seinni árum hafa fundimir jafnan verið mjög íjölsóttir af mönnum úr öllum nærliggjandi sveitum og mun svo enn reynast í vetur, ef greiðfært vðrðui’ um héraðið. víkur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.