Dagur - 03.11.1954, Blaðsíða 10

Dagur - 03.11.1954, Blaðsíða 10
10 D A G U R Miðvikudaginn 3. nóvember 195Í í óttans dyrum Saga eftir DIANA BOURBON I f 1- DAGUR. - Frðmfaramöguleikar í Kanada Skrítið var það. Eg hafði ekki hugsað um Romney-málið í mörg ár. En svo flaug mér það allt saman í hug aftur hér á dögun- um og eg gat ekki gleymt því. Eg velti fyrir mér, hver hefðu orðið örlög hershöfðingjans. Og svo kom lausnin allt í einu og gerði ekki boð á undan sér. Blöð- in birtu fregnir af miklu flug- slysi í Mesapótamíu og meðal þeirra, sem þar fórust, var talin Oliver Romney hershöfðingi, D.S.O., K.C.B., og einhverjir fleiri titlar voru taldir. Og Gerald sonur hans var þarna með. Mér varð allt í einu ]jóst, að nú var ekki lengur nein ástæða til þess að halda málinu leyndu. Enginn var nú lengur á lífi sem á nokk- urn hátt var við riðinn málið. Það gat ekki skaðað neinn lengur, þótt eg leysti frá skjóðunni og segði frá einkennilegasta máli, sem nokkru sinni hefur orðið á vegi mínum, og þó hefi eg lifað margt undarlegt um ævina. Það byrjaði allt saman í Lond- on á stríðsárunum. Árið 1944. Eg man glöggt, er loftvarnaflauturn- ar ráku upp skerandi óp um kvöldið, rétt í sama mund og eg kom að horninu á götunni henn- ar Janie. Eg hörfaði út á gang- stéttarbrún til þess að forðast einhvern, sem eg heyrði að kom hlaupandi á móti mér, en ekki sást handaskil því að þoka var, auk þess sem borgin var mvrkv- uð. Eg var ekki ánægð yfir þessu ástandi. Eg mundi vel, að Janie hafði alla tíð verið ákaflega kjarklaus og enda þótt hún hefði þraukað í London í gegnum allar loftárásirnar, var kjarkurinn engu meiri en fyrr. Eg þóttist viss um að á þessari stundu mundi hún í hnipri í króknum undir kjallarastiganum og mundi alls ófáanleg til þess að fylgja mér til systur sinnar, en niér var hin mesta nauðsyn að ná fundi hennar. Og ef eg flýtti mér ekki, var líklegast að Janie mundi ekki áræða að fara úr fylgsni sínu til þess að opna fyrir mér Útidyrnar. Það var Ijóta ólánið að þessi loftárásarmerki skyldu einmitt dynja yfir í kvöld. Janie mundi alveg þverneita að fara út, áður en hættan var hjá liðin, en eg varð samt að fá hana til þess að fylgja mér til systur sinnar. Hjá því varð ekki komizt. Lafði Babs hafði einmitt tilnefnt þetta kvöld, og ef eg næði ekki fundi hcnnar nú, var tækifærið eilíflega glatað. Þetta var á þeim tíma, sem nær ógerlegt var að ná tali af henni. Eg skal fúslega játa, að þetta hafði verið aðalástæðan fyrir því að eg ákvað að endurnýja kunn- ingsskap okkar Janie, er eg kom aftur til Londorí eftir tíu ára fjar- veru í Bandaríkjunum. Og Janie hafði orðið svo innilega glöð að sjá mig aftur, og svo hrifin að eg skyldi muna eftir henni, að eg hálfskammaðist mín fyrir tvö- feldnina. En í mínu starfi verður maður að taka slíkt á sig mögl- unarlaust. „Fyrirgefið!“ Þótt eg hefði hörf að út á gangstéttarbrún hafði mér ekki tekizt að forðast árekstur við manninn, sem kom á móti mér. „Ekkert að afsaka,“ sagði hann móður og másandi. Þetta var lögregluþjónn. Eg vissi það af snertingunni við frakkann hans, þótt eg sæi ekki glóru. „Eg er á leið hér í næsta hús, númer 17,“ flýtti eg mér að segja, til þess að forða því að hann ræki mig harðri hendi inn í næsta loft- varnabyrgi, sem var þarna skammt frá. „Þá það,“ sagði hann. „En þér skuluð fiýta yður. Annars hleypir frúin yður ekki inn.“ Hann bjóst til að fyigja mér að húsinu. „Þess gerist engin þörf,“ sagði eg. „Eg rata mætavel." „Og það þótt svona dimmt sé?“ „Já, eg kem hér ævirdega í myrkri og þekki mig vel,“ sagði eg hálfhlæjandi og vonaði að samtalið væri þar með á enda. „Þér eruð að vestan, ungfrú, er það ekki?“ spurði hann, en beið ekki eftir svari. „Það er fullt af Bandaríkjamönnum hér í London nú. Jæja, eg er líka að hraða mér. Góða nótt, ungfrú,“ hann hvarf út í myrkrið. Eg staulaðist áfram, en varð bókstaflega að þreifa á málmplöt- unni með húsnúmerinu við garðshliðið til þess að vera viss um, að eg væri við rétt hús. Eg gekk að útidyrunum og hringdi dyrabjöllunni. Ekkert svar. Eg hringdi aftur og barði duglega að dyrum. En enginn svai-aði. Eg þi'eifaði mig áfram að kjallai'a- glugga og kallaði: „Hleyptu mér inn Janie, það fer eg.“ 1 Eg heyrði, að einhver kom eftir götunni, og fór hægt. Líklega loftvarnavörður. Hann hafði. vasaljós og lýsti á glugga og dyr. Ljósið féll nú á mig. „Eg er bara að reyna að komast inn í númer 17,“ sagði eg afsakandi. „Ex'uð þér viss um að einhver sé heima?“ spurði hann. „Já, hún á von á mér.“ Hann var korninn fast að mér og gi'eip í hui'ðai'handfangið. Dyrnar opn- uðust. Voru ólæstar. Það var ólíkt Janie, að skilja húsið eftir opið. Líkara henni að hafa slag- brand fyrir dyrum, „Það er óvarlegt, að skilja hús eftir opin í myrkvuninni," sagði vörðurinn. „Gjörið svo vel að læsa tryggilega, er þér eruð komnar inn.“ „Já, eg skal gæta þess,“ sagði eg. Eg var enn undrandi er eg gekk inn í dimmt anddyrið En varúðarreglur myrkvunarinnar voru manni nær því ósjálfráðar á þessari tíð. Eg lokaði því dyr- unum vandlega J^ur en eg þreif- aði eftir rafmagnskveikjaranum til þess að kveikja ljós. En þá var það allt í einu — og án nokkurs utanaðkomandi tilefnis — sem eitthvert sjötta skilningai’vit sagði mér, að eg væri ekki ein í anddyrinu. Það fór kuldahrollur um mig, eg kyngdi munnvatni mínu, tók í mig kjark og sagði: „Janie?“ En það var dauðaþögn. Eg stóð grafkyrr, þorði vai'la að draga andann. Hve lengi? Sennilega aðeins örfáar sekúndui*. En þá náði eg aftur ^tjórn á mér, og i'étti skjálfandi höndina að kveikjaranum og kveikti. Eg var alein í anddyrinu. Eg sagði við sjálfa mig: Taugai'nar eru ekki eins sterkai" og þú hélzt. Þú mátt gá að bér. Eg leit upp eftir stiganum, sem lá upp á ioniu Eg vissi að það brakaði í hverri tröppu, þegar Unglingspilt vantar misr til aðstoðar við o sveitastörfin, sem fyrst. Jólmn nes Kristjánsson, Hellu — Símsföð Krossar. K o k s v é 1 Aga-koksvél til sölu. Gústnf Kjartansson, Brimnesi, Árskógsströnd. Sími um Krossa. Vetrarmami vantar í Skriðuklaustri. — Röskur unglingur getur komið til greina. Upplýsingar gefur Ólafur Jónsson, Aðalstræti 3, Akureyri. Sími 1534. Eldri dansa klúbburinn heldur dansleik í Skjald- borg laugardaginn 6. nóv. kl. Í0 e. h. STJÓRNIN. 10 ær og ung kýr til sölu. — Get tekið ærn- ar í fóðrun, ef kapandi óskar eftir. Þorsteinn Jónsson, Brakanda. Bílhjól fundið Bílhjól fundið og geymt í Ytra-Garðshorni. Lyklakippa (7 lyklar) tapaðist síðastlið- inn laugardag. Finnandi er vinsaml. beðinn að hringja í síma 1006. gengið var um hann. Eng'inn gat hafa foi'ðað sér þá leið, án þess að eg yrði vör við. Að baki mér var setustofan. Eg kveikti Ijós þar. Þar var enginn og ekkert húsgagn nógu stórt til þess að kjölturakki gæti örugglega dulizt á bak við. Eg lagði af stað niður kjallai'a- stigann því að í kjallaranum var eldhúsið og borðstofan, og svo stigaki-ókurinn sæli, sem var at- hvarf Janie og huggun á hættu- stundum. Eg var komin hálfa leið þegar eg mundi eftir aðvörun varðai-ins að læsa útidyrum. Eg snei'i því við og rammlæsti dyr- unum og setti slagbi'andinn fyrir. Loftvai-naflauturnar voru nú þagnaðar en það þýddi að von var sprengjuái'ásarinnar á hvei-ri stundu. Þögnin var óhugnanleg og eg fann kvíðahrollinn setja að mér aftui'. Eg slökkti samt Ijósið í anddyi-inu. Mér fannst eg mundi óhult, er eg væri komin hálfa leið niður kjallarastigann því að þar var að sjá daufa birtu, er lagði að neðan, frá arineldi, er Jane kynti jafnan í borðstofunni því að auðveldast var að hita þí stofu. Framhald. (Framhald af 7. síðu). þættir áætlunarinnar. Yfir þvert norðurlandið eru radarstöðvar, til viðviirunar, ef árásarmenn skyldu koma yfir norðurskautssvæðin, en orrustuílugsveitir eru viðbúnar að baki þessa kerfis. Kanadískar fiug- sveitir eru auk þess öflugur þátttak- andi í varnarher Vestur-Evrópu. Að öllu samanlögðu vckur það furðu, hve öflugur aðili að varnarsamtök- um vestrænu þjóðanna Kanada er nú orðið. Þjóðin telur þó ekki nema 15 milljónir í dag, en landið gæti vafalaust fætt 150 milljónir. AVfíUG NORÐURLÖND Náttúruauðæfi landsins og erfið- leikar fjarlægða og fámennis voru rauði þráðurinn í ræðu þeirri, sent Jean LeSage, ráðherra norðursvæð- anna og náttúruauðæfa landsins, flutti á blaðamannafundinum. — Suður-Kanada er auðugt af málm- um og öðrum verðmætum efnum. Vatnsafl er og mikið í mörgum fylkjum. Kanadískur iðnaður stend- ur því á gömlum merg. En á seinni árum hefur orðið kunnugt um gíf- urlcg náttúruauðæfi á norðvestur- landssvæðunum. Þar er að finna í jiirðu gull og silfur, kopar, tung- sten, olíu og jarðgas, og allt í stór- um stíl. Og nú síðast úraníum og radíum, og er Kanada nú eitt mesta úraníumland veraldar og er þó hvergi nærri fullkannað. Auk þessa eru norðursvæðin enn auðug veiði- lönd og miklir möguleikar til rækt- unar á stórum svæðum í Mackenzie- dalnum og í Yukon og víðar. Fram- tíðarmöguleikar þessa lands virðast því nær ótakmarkaðir, en enn skort- ir fólk og tækni til að hagnýta auð- æfin. En Kanadamenn vita, að sú tíð kemur, að lánd þeirra skipnr þ’áixn séss í veröldtúni, sem stærð þess og auðlegð réttlætir. Og þeir búa sig undir að skipa það hlutverk með sæmd. — Það var í senn áhrifa- ríkt og skemmtilegt að hlusta á hinn unga glæsilega ráðherra, Jean LeSage, ræða framtíð lands síns, og sjá landabréfið, sem þanið var yfir heilan vegg í skrifstofu hans, í nýju ljósi. Hin auðnarlegu norðurlönd voru þó ekki eins eyðileg og ætla mátti. Seinna fengum við nokkurt tækifæri til þess að sjá það með eigin augtim, og var það að sumu leyti minnisstæðasta reynslan í ferð þessari. FRÆGUR VESTUR- ÍSLENDINGUR Á þessum tveim dögum í Ottawa var fleira gert en að lilýða á þessa Agætu ráðherra. Farið var í heim- sókn til Rannsóknarstofnunar ríkis- ins, sem hefur með höndum rann- sóknir á náttúru landsins og hæfni framleiðsluvara þess, ferðazt var unt nágrennið og þar notið mikillar náttúrufegurðar, hlustað var á um- ræður í þinginu, og sitt hvað fleira var gcrt til fróðlciks og skemmtun- ar. Að lokum var hópurinn kvadd- ur í hóli í þinghúsinu, þar sem for- sætisráðherrann, Louis St. Laurent, ávarpaði menn og ræddi síðan við hvern og einn gestanna. St. Laurent hefur tvisvar komið hingað til lands — „en í hvorugt skiptið nema að nafninu til, því miður,“ sagði hann. Flugvél hans hafði tvisvar hal’t við- dvöl á Keflavíkurflugvelli. Aftur á nxóti höfðu þeir Claxton ráðlierra xg Abbott fjármálaráðlierra iiaft riðdvöl í Reykjavík fyrir tveimur árum og minntust fr.eð ánægju veru sinnar þar. 1 þessu hófi voru þrír Kanada- menn af íslenzku bergi brotnir. Tveir þeiira voru starfsmenn utan- ríkisráðuneytisins, en hinn þriðji var Joscph Thorson, yfirskattdóm- iri, sá Jslendingur,■ er til hæstra nctorða hefur komizt í Kanada. rhorson dómari skipar eitt virðu- .egasta cmbxtti landsins. Hann er nú aklurhniginn, en þó teinréttur og lnessilegur í öllu fasi. Hann hef- ur aldrei til Islands komið, en tal- ar íslenzku ágætavel og er einlægur vinur ættlands síns. Hann og margir aðrir ágætir menn af íslenzkum uppruna, hafa gert íslendingsnafn- ið að lieiðursheiti í Kanada. VESTUR OG NORÐUR í LAND Hinn þriðja dag er hópurinn dvaldi í Kanada, var lagt af stað vestur á slétturnar og þaðan vestur að Kyrrahafsströnd og síðan noi'ð- ur með landi allt til Yukonlands. En sú ferð er ríflegt efni í annan þátt. — H. Sn. - Þingmenn Fram- sóknarflokksins (Fi-amhald af 1. síðu). ingarlánasjóði káuptúna, og er með því frumvarpi einnig stefnt að hags- bótum fyrir fólki úti á landi. Sjóð- urinn á að veita lán til íbúðabygg- inga í kauptúnum með 1000 íbúa eða færri, en tekjur sjóðsins eru ó- afturkræft framlag ríkissjóðs, svo oð framlag sveitarsjóða, er nemi 5% af álögðum útsvörum í 5 ár, og greiði þá ríkissjóður jafn mikið í móti. Með frumvarpinu er stefnt að því að greiða fyrir íbúðabyggingum í kauptúnum, sem ekki eiga beinan aðgang að lánsstofnupum eða sjóð- um Jxeim, er helzt ér til að leita, og mæla sterk rök með því, að Jxjóðfé- lagið gefi hinum fámennu kaup- túnum meiri gaum en verið hefur og styðji efnahagsbaráttu fóksins Jxar mun ríflegar en verið hefur. Raforka á sama verði. Þá flytja átta þingmenn Frant- sóknarflokksins þingsályktunartil- lögu um að undirbúnar verði ráð- stafanir til þess að raforka til al- menningsnota frá rafyeitum í opin- berri eigu verði seld á sama verði hvar sem er á landinu. Er hér um að ræða mjög' þýðingarmikið mál fyrir landsbyggðina og. jafnframt réttlætismál, að menn verði ekki látnir gjalda Jxess hér í okkar þjóð- félagi meira en orðið er, livar Jxeir eru búsettir. - Æskulýðsheimili templara (Framhald af 8. síðu). . bókasafn sitt. Ekki lxefur þó enn unnizt tími til að flokka það og skrásetja til notkunar. í sumar hófst nýr Jxáttur í starfi heimilisins. Þá tók til starfa Litla Borgar-golfið hér á húslóðinni. Var stofnkostnaður við að koma því upp mikill. En þetta er mjög vin- sæl og skemmtileg íþrótt og verður eflaust mikið iðkuð næsta sumar. Þetta er eina útileikfangið, sem lieimilið liefur enn á að skipa. Við unglingana, sem hér cru staddir, vildi ég segja Jxetta: Gerið Jxetta heimili að ykkar heimili. Leit- ið liingað í tómstundum ykkar til starfs og leikja. Verið lijálpfús og viljug að taka hér til liendi, ef með þarf. Og gangið liér vel um liús og leiktæki, eins og þið gerðuð í fyrra. Þetta heimili er til fyrir ykkur. Not- færið ykkur það til gagns. Ræðið við okkur um starfscmi Jxess og kom- ið á framfæri ykkar óskum um hcimilið. í heimilinu mun vcrða komið fyrir spurningakassa, og get- ið þið komið þar á framfæri óskum ykkar viðvíkjandi heimilinu. Og að lokurn þetta: Ég óska Jxess af lxcilum lutg, að heill og hamingja megi fylgja starfscmi Æskulýðsheim- ilis templara í vetur.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.