Dagur - 03.11.1954, Blaðsíða 5

Dagur - 03.11.1954, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 3. nóvember 1954 D A G U R 5 Fyrsfa féfagsheimilið í Eyjafirðs vigf sl. laugard. og skírf Sólgarður Fjölmenni sat vígsluhófið að Saurhæ Austan við svonefndan Kirkjuliól í Saurbæ er ofurlítill flötur, upphaflega plægður af dönskum manni. Síðan var hann sléttaður og látinn gróa upp. Er þetta ein af elztu sléttum, sem unnar voru á þennan hátt. Þarna stendur nú hið nýja félagsheimili, sem vígt var s.l. Iaugardag, með mikilli viðhöfn. Á vígsluhátíðinni var því gefið nafnið Sólgarður. Hreppsbúar fjölmenntu aS félagsheimili sínu á laugardaginn var, 30. okt. s.l. Þar skyldi vígja hið nýja félagsheimili, sém þar heíur verið í smíðum tæpt hálft annað ár og er nú fullbúið til af- nota, bæði sem barnaskóli og al- mepnt samkomuhús fyrir Saur- bæjárhrepp. Innansveitarmenn og gestir þeirra voru á þriðja hundrað og hófust hátíðahöldin með sameiginlegu borðhaldi í samkomusalnum. Veizlustjóri var Jón Hjálmarsson, og bauð hann gesti velkomna með ræðu. Þá talaði Benedikt Ingimarsson oddviti á Hálsi og rakti í stórum dráttum sögu byggingarinnar. Fer hér á eftir kafli úr ræðu hans: Ræða oddvita. „Er félágsheimilissjóður var stoínaður- ákvað skólanefnd hrepgsins að reyna þá leið til að koma húsinu. upp, Hóf formaður skólanefndar Daníel Sveinbjörns- son Saurbæ, undirbúning að því vorið 1948 og var sótt um fjár- festingarleyfi til húsbyggingar það ár .og sömuleiðis 1949 en það fékkst ekki og einnig litlar vonir um tillag úr félagsheimilasjóði. I’að var ekki fyrr en haustið 1952, sem horfur tóku að vænkast hvað það snerti og boðaði forríiaður skólanefndar til fundar hinn 9. nóv. skólanefnd, hreppsnefnd og stjórnir félaganna í hreppnum. Var þá kosin byggingarnefnd með fulltrúum frá öllum þessum aðilum og ákveðið að boða til almenns fundar um byggingu félagsheimilisins og var sá fund- ur haldinn 16. nóv. Lagði for- maður skólanefndar fram teikn- ingu af húsinu og kostnaðar- áætlun og á þeim fundi var sam- þykkt án mótatkvæða að ráðast í bygginguna á næsta vori. Fékkst nú fjárfestingarleyfi og loforð um tillag úr Félagsheimilasjóði, byggingameistari ráðinn og fram- kvæmdir við bygginguna hófust 14. maí 1953 eða fyrir tæplega hálfu öðru ári síðan. Hefir byggingunni miðað vel áfram undir yfirumsjón Þóiðar Friðbjarnarsonar. Kaupfélag Eyfirðinga hefir séð um hitalagningar og hreinlætis- tæki. — Tryggvi Sæmundsson og Pétur Gunnlaugsson tóku að sér múrhúðun og jágnalögn. 'Raf*- lögn hefir Viktor Kristjánssön séð um. — Terrassolögnina hefur annast Christoffersen terrassolagningarmaður og máln- ingu Herbert Sveinbjarnarson. — Hurðir og eldhúsinnréttingar hefur trésmíðaverkstæðið Lund- ur tekið að sér, og byggingam. unnið að því á verkstæðinu. Eg ætla ekki að fara út í það að lýsa húsinu, það sýnir sig sjálft, og eg held að óhætt sé að segja að það beri byggingameist- ara og öðrum, sem frá því hafa gengið hinn bezta vitnisburð og að vel hafi til tekizt um val þeirra til þessara starfa. Stærð hússins að gamla húsinu undanskyldu er 865 tenings- metrar.“ Kostnaðurinn. Um kostnaðarhliðina sagði oddviti m. a þetta: „Heildarkostnaður við bygg- inguna er nú oi'ðinn rúmlega 500 þúsund krónur. Til greiðslu þessa kostnaðar hefur sveitarsjóður hreppsins greitt 105 þúsund kr. Félagsheimilissjóður 95.200 kr., sem er 40% af byggingarkostn- aði ársins 1953. Menningarsjóður KEA hefur lagt fram 10 þús. kr. Þá er tillög félaganna í hreppn- um: Ungmennafélag Saurbæjar- hrepps hefir lagt fram 17 þús. kr. Ungm.fél. Dalbúinn 10.550 00 kr. Kvenfélagið Hjálpin 5.745.00 kr. Búnaðarfél. Saurbæjarhrepps 5 þús. kr. og lánað auk þess 10 þús. kr. Mjólkurfl.félag Saurbæjar- hrepps 10 þús. kr. Slysavarna- deild Saurbæjar- og Hrafnagils- hrepps 1 þús kr. Tekjur af sam- komu, sem konur stóðu fyrir kr. 2.652.00. — Þetta gsrir alls: 51.942.00 krónur. Þá eru gjafir einstaklinga. Gjafavinna, þar með taldir flutn- ingar er orðin um 30 þúsund kr. Peningagjafir 10.200 kr. Þetta gérir samtals 302.142.00 kr. Auk þess'er ógreitt tillag Félagsheim- ilasjóðs af byggingarkostnaði þessa árs og neniur það um 105 þúsund kr. og verða þá skuldir um 93 þúsund kr. auk kostnaðar sem við kann að bætast á næst- unni.“ .. Þá þakkaði hann félagasam- tökum sveitarinnar fyrir ríkulegt framlag og 'öllum þeim hrepps- búum, sem af áhuga og þegnskap lögðu þessu máli lið. Minntist hann sérstaklega þeirra manna, er að afloknu dagsverki, komu til vinnu á kvöldin. Mörg heilla- skeyti höfðu borizt og voru þau lesin upp. Atkvæðagreiðsla um nafn. Meðan enn var setið að borð- um, við rausnarlegar veitingar, var nafn hússins valið. Allir innansveitarmenn, 16 ára og eldri höfðu atkvæðisrétt og var nú út- býtt miðum, sem á voru prentuð 5 nöfn er velja skyldi um. Höfðu nöfn þessi eftir vandlega athug- un, þótt hæfa bezt af þeim er til greina gátu komið. En enn enda öll nöfn félagsheimilanna á .... garður. Hafði bygginganefndin fallizt á að svo yrði einnig hér. Þau nöfn, er að síðustu var valið um, voru þessi: Végarður, Ár- garður, Sólgarður, Hólmgarður cg Miðgarður. Við atkvæða- greiðsluna kom í ljós að Sól- garður hlaut langflest atkvæði. Þá héldu ræður: Benedikt Júlíusson, Hvassafelli, Hólm- geir Þorsteinusson frá Hrafna- gili og Magnús Hólm Árnason á Krónustöðum og gamankvæði var flutt. Ennfremur kvöddu sér hljóðs og fluttu ávörp: Ragnar Davíðsson hreppstjóri á (Framhald á 11. síðu). Lúðuveiðar við Grænland. í Álasundsblaðinu „Sunn- mörsposten“ segir svo frá 9. október: „Polarís“ kom í dag frá Vestur-Grænlandi með þá allra mestu lúðuveiði, sem borizt hef- ur nokkru sinni heim til Noregs á einu skipi. Voru það 100 smálest- ir lúðu, sem veiðzt hafði þar vestra á tveggja rnánaða tímabili. Sagt er, að skipið eigi að fara beint til Englands og afhenda veiðina þar. Aðeins eitt skip hefur áður fengið svona mikla lúðuveiði. Það var „Nordfrost“ (frystiskip frá Þrándheimi), sem einnig veiddi 100 smálestir og fór með rað frá veiðisvæðunum (við Grænland og Labrador) beint til Grimsby og fékk um 800.000 norskar lcrónuf fyrir fai-minn. Er talið að ,,Pólarís“ muni hafa brúttóveiði fyrir um 3/4 millj. norskra króna. Mikil eftirspurn um lúðu kvað nú vera i Bretlandi. 7, 112 og 16 ára aldurstakmörk. á kvikmyndasýningar. Dómsmálaráðuneytið norska hefur í frumvarpi til Stórþingsins lagt til, að börn undir sjö ára Borðbíinaður ryðfr. stál, hagstœtt verð. EMkíishaukasett, margir litir. Kryddsett Eplahiiífar, rnargar tegundir. Kafíistell, postulín Stakir diskar, djúpir og grunnir (postulín) Bollapör, postulín Vcla- og búsálialdadeild Véla- og búsálialdadeild NYIONFÆPJ 1, 1.4, U, 1.1, 2 m/m PILKAR margdr stærðir. ÖNGLAR með gúmmíbeitu. Handfæragrindur Jdrn- og glervörudeild aldri eigi ekki að fá aðgang að kvikmyndum. Auk þess hefur ráðuneytið mælt með tillögum frá kvikmyndaeftirlitinu, sem hefur haft til meðferðar athugan- ir á mismunandi reglum og stig- breytingum í myndavali og ákvæði um tvenn aldurstakmörk barna, 16 ára og 12 ára. Risa-kolkrabbi. Nokkrir drengir fundu fyrir skömmu geysistóran kolkrabba í fjöru hjá Ranheimi við Þránd- heimsfjörðinn. Þeir gerðu þegar Vísindafélaginu aðvart, og hrós- uðu þeir happi yfir fundi þessum. Kvað þetta vera þriðji stærsti risa-kolkrabbi, sem fundist hefur í höfum heims, og var hann alveg óskemmdur. Hann er 10 metra langur og vegur 200 kíló. Áður hafa fundizt tveir áþekkir risa-kolkrabbar í Þrændalögum. Samskólar svartra barna og hvítra. Samkvæmt úrskurði hæstarétt- ar Bandaríkjanna áttu Suður- fylkin að taka upp sameiginlega kennslu hvítra barna og litaðra að loknu sumarleyfi þessa árs. En þessi fylki eru fjölmennustu „negra“fylki Bandaríkj'anna. En til þessa hafa verið sérstakir skólar fyrir börn blökkumanna. Cólumbíu-fylki hefur orðið við áskorun Eisenhowers forseta og tekið forustu um framkvæmd þessa viðkvæma máls, og hafa þegar 4 önnur fylki farið að dæmi þess. Eru það . þessi suðaustur- fylki: West-Virginía, Missoury, Maryland og Delaware. í fylkjum þessum mun þegar hafin sameig- inleg kennsla, a. m. k. í öllum barnaskólum, og að sumu leýti einnig í æðri skólum. í 12 öðrum fylkjum er beðið eftir beinni skipun hæstaréttar um að hefja sameiginlega kennslu (,,Sunnmörsposten“). 1G ær til sölu A. v. á. SketnnítikMbbur EININGAR hefur félagsvist og dans í Al- þýðuhúsinu ld. 8.30 föstudag- inn 5. nóvember n. k. Mæúð vel og stundvisiega. NEFNDIN. Vörubíll til sölu. Mikið af varahlut- um fylgir. Skipti á jcppa koma til grcina. A. v. á. SAMKOMA verður í Sólgarði í Saurbæj- arhreppi n. k. laugardag 6. nóv. og hefst kl. 10 e. h, Góð músik — Veitingar. Húsby ggingarnefnd. Á MÁLVERKASÝNINGU KJARVALS. Eg litast um bennan liíaheim, en lítið bó vinnst með áugum tveim öll hau uridur að skynja. Frammi og inni fyifa rann furðuverk eftir galdramann, — skuggsjá kosta og kynja. A sumum þeirra er sutnarblær, séldaga bjarmi íogaskær, eða haustsvipur hreinn og mildur, en yfir hinum er arnli forn í ætt við iötann og vætt og norn, rarnur og trölla-írjdldur. Aldregi sáu augu mín eldhraun svo full með spé og grín og kletta, sem kíma og brosa, svo lifandi grjót og glaðleg fjöll, glettnisleg blóm og hýra mjöll, og makindalegan mosa. Það hrífur mig inn að hjartarót að horfa á þetta undra-grjót, og grjótheima-skyggni glæðir. Hér kynnumst við einni undra list, er áður var þekkt og kallaðist, að sjá gegnum holt og hæðir. Og björgin munu bá opnast öll er aftur að sumri um hraun og fjöll við ferðamanns-föggur berum. Trúlega mætti treysta á það að tæplcga yrði þverfótað fyrir kjarvölskum kynjaverum. DVERGUR.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.