Dagur - 18.12.1954, Blaðsíða 8

Dagur - 18.12.1954, Blaðsíða 8
8 D A G U R Laugardaginn 18. desember 195Æ Svipasf um í eSdhúsi kommúnista Afráðið mun nú vera, að þióðin haldi þessi jól án þess að eiga ný- lega minningu um eldhúsdag á Alþingi. Á hreingerning sú að bíða hins nýja tíma. En ef einhver skyldi sakna þess, að heyra hljóð- ið í kommúnistum og nýjustu samferðamönnum þeirra út af fjármálum ríkisins, er hægurinn hjá að fletta upp í Þjóðviljanum. Þar hefur vei-ið dustað út úi eld- húsinu nú að undanförnu, í sam- bandi við 2. umræðu fjárlaganna, sem nýlega er lokið. Verður ekki sagt að fróðlegt sé um að litgst. Helzt mun það þó þykja frá- sagnarvert, að blaðið telut upp með nöfnum þingmenn þá, er greiddu atkvæði gegn nokkrum tillögum kommúnista um fjárút- lát úr ríkissjóði. í kringum upp- talninguna er raðað lýsingarorð- um, sem hæfa mættu mönnum, er hefðu tekið brauð frá munni ekkna og munaðarleysingja. Fyrir 20 árum var uppi stjórn- málaforingi vestur í Ameríku, sem reyndi að komast til metorða á því herbragði, að heita öllum landslýð reyktu fleski og steikt- um eggjum til morgunarverðar. Attu menn að einblína á þá dýrð, en ekki tengja hana öðrum stjórnmálum. Stjórnmálaforingja þessum lá líka mjög þungt orð til þeirra, sem ekki vildu aðhyllast stefnu hans. Þeir voru móti hags- munum fólksins, sagði hann. Hann mun því hafa verið á eitt- hvað svipuðu menningarstigi og skriffinnar kommúnista hér. sem vilja láta almenning mynda sér skoðun á fjármálastefnu ríkis- stjómarinnar af örlögum ein- stakra áróðurstillagna. En fólkið, sem meðtekur stjórnmálaupp- fræðsluna í Þjóðviljanum mætti af þessu hugleiða, á hvaða menn- ingarstigi forsprakkar kommún- ista ætla að það sé. Gæti það orð- ið upphaf að merkilegri „siálfs- gagnrýni“, en sálgreining af því tagi er nú mjög í tízku í hrein- ræktuðum kommúnistalöndum. Það gerðist athyglisverðast við 2. umræðu fjárlaganna, að í Ijós kom að stjómarandstæðingar sem heild ,og er þá allt talið, — flokk- ar og flokksbrot þeirra. — höfðu enga heildarstefnu í fiármálum að boða þjóðinni. Fjárlagafrum- varpið er byggt í beirri skoðun fjármálaráðherra og flokksmnnna hans, að hallalaus ríkisbúskapur sé frumskilyrði bess, að uppi verði haldið mikilli framleiðslu og atvinnu í landinu. Þegar á hólm- inn kom að ræða þessi viðhorf. tóku stjórnarandstæðingar frum- varpið, og sneru því þannig við, að hér væri fyrirsjáanlegt neyð- arástand í fjármálum ef allar til- lögur þeirra væru samþykktar. En öll þessi vinnubrögð eru svo handahófsleg og tilviljanakennd, að engu er líkara en þeir viti ekki sjálfir, hver heildarniðurstaðan af breytingartillögum þeirra mundi verða. Þekkjast slílcar aðfarir við fjárlagaafgreiðslu hvergi í ná- lægum löndum, og er ófögur myndin af ábyrgðarkennd ís- lenzku stjórnarandstöðunnar. Þegar þannig er um búið,. er ekki að furða þótt blöð kommún- ista hafi fátt annað að flytja les- endum sínum af umræðunni en nöfn þeirra þingmanna, sem vörðu fjármálalegt heilbiigði þjóðfélagsins gegn skæruhernaði kommúnistískra förumanna, og lýsir frásögnin vel upp sviðið þótt með öðrum hætti sé en til er ætl- ast. Síðasta vígi kommúnista, þegar þessi mál eru rakin, er fullyrð- ingin um sívaxandi álögur á þjóðina og vitna þeir þá í auknar krónutekjur ríkisins. Undir þeirri aukningu stendur vaxandi fram- leiðsla landsmanna, og ætti að véra öllum fagnaðarefni, en um skatta- og tollaálögur er þetta að segja: Tekjuskattur hefur verið lækk- aður uin 20—28%. ToIIar af hráefni til iðnaðar hafa verið lækkaðir. Sparifé og vextir af því er skattfrjólst. Veitingaskattur er afnuminn. Fasteignaskattur er nú fenginn sveitarfélögunum. Kaffi- og sykurtollur hefur verið afnuminn. Söluskattur af bifreiðaakstri afnuminn. Fyrningarafskriftir af iðnaðar- vélum hækkaðar. Ymsum mun finnast að meira mætti gera á þessu sviði. En hér eru kommúnistar ekki að ræða um það. Þeir eru að berjast við skattahækkanir, sem hvergi eru til nema í áróðursgögnum þeirra. Fyrir bjóðfél°.gið í heild er það því lítiJl skaði, bótt vísindi af þessu tagi séu ekki lesin yfir fólkinu að aflíðandi jólaföstu. Al- menningi mun vel endast þolin- mæðin að bíða þess fram á næsta ár. örlög húsmæðra- kennaraskólamálsins ráðin Fregnir sunnan um heiðar herma, að nú séu ráðin örlög frumvarpsins um húsmaðra- kennaraskólann. Þingmenn, sem jöfnum höndum tala við hátt- virta kjósendur um þörf á sparnaði og hagsýni og jafnvægi í byggð landsins, ætla að láta af hendi rakna nægilegt ríkisfé til þess að festa skóla þennan til framtiðar í höfuðstaðnum. — Má kennslumálastjórnin ekki einu sinni hafa frjálsar hendur ura staðarval fyrir skólann, en ekki var lagabókstafur frumvarpsins öðruvísi. Með þessari afgreiðslu hafa nú þessu herrans ári sigrað fullyrðingar um skólarekstur úti á landi, sem urðu undir, þegar ákveðin var stofnun menntaskóla utan Reykjavíkur. En þá voru ekki valkyrjur í fylkingarbrjósti móthérja Kann það að hafa gert gæfumuninn. Brautryðjandi í síld- vciðum hér - Gustav Evanger - látinn á Nýfundnalandi Gustav Evanger er nýlega dá- inn vestur á Nýfundnalandi, en þar hafði hann starfað siðustu áratugina. Gamlir Eyfirðingar og yfirleitt Norðlendingar munu kannast við nafn Gustav Evangers frá þeim árum, er hann var brautryðjandi og forgöngumaður á síldveiðum og síldariðnaði á fleiri stöðum hér nyrðra. Hafði hann aðsetur um hríð á Seyðisfirði, síðan á Siglufirði, Eyjafirði og Raufar- höfn. Síldarverksmiðja hans á Siglufirði sópaðist á sjó út í snjó- flóði, og fórust þar 6 manns, að mig minnir. Gustav Evanger var frá Herey á Sunnmæri fyrir súðvestan Ála- sund, og var faðir hans þar kaup- maður. Síðan héldu bræðurnir tveir áfram verzluninni, byggðu þar síldarverksmiðju og ráku mikil fyrirtæki og umsvifamikil á árum hinnar fyn'i heimsstyrjald- ar. En svo kom afturkastið og kreppan mikla eftir á. Bankar hrundu, auðmenn urðu gjald- þrota, og margir urðu að láta reka á reiðanum, eða bjarga sér eftir beztu getu. Evanger-bræður urðu fyrir miklu áfalli og stór- töpum á ýmsa vegu. En ekki vildu þeir þó gefast upp. Gustav fór vestur um haf og settist að á Nýfundnalandi og stofnaði þar allmikinn atvinnurekstur um áratugi í útlegð sinni. Gustav Evanger var 73 ára að aldri, er hann lézt. Olafur bróðir hans er enn á lífi í Esbjerg í Danmörk og rekur þar verzlun með lýsi og fleiri fiskiafurðir. — Og nú er sennilega enginn Evanger framar í búð . og á þryggju á Eggjabæjarnesi! En þar kynntist eg lítilsháttar gamla föður þeirra bræðra, er eg var á flakki víðs vegar um Sunnmæri á æskuárum. Helgi Valtýsson. Auknir andlegir fjötrar fyrir austan járntjald Nýlega birtu kommúnistablöð- in víða um heim fregnir af þróun útvarpsmálefna í kommúnista- ríkjunum. Við nánari könnun eru fregnir þessar mjög lærdómsrík- ar. Þær áttu að sýna vaxandi notkun útvarps meðal þjóðanna í austri — og um leið aukna vel- megun, — en eru jafnframt kynn- ing á auknu, andlegu ófrelsi þar. Greint var frá því, að í Póllandi til dæmis, væri búið að koma upp 1.250.000 „hátölurum" i íbúðum fólks, til viðbótar við þau 1,4 millj. útvarpstækja, sem fyrir eru. Svipuð saga er sögð frá öðr- um kommúnistaríkjum. í Tékkó- slóvakíu var t. d. búið að setja upp 200.000 hátalara nú fyrir skömmu og voru kommúnistar stoltir af. Hvað segja þessar fregnir í raun og veru? „Hátalarar“ þeir, sem hér ræð- ir um, eru allir á einu kerfi. í hverju byggðarlagi er pósthús staðarins miðstöðin og þar er kerfinu stjórnað. Það ,sem í há- tölurunum heyrist, er ekkert ann að en það, sem gengið hefur í gegnum hreinsunareld áróðurs- manna kommúnismans, ræður foringjanna, upplestur úr blöðum flokksins, upphrópanir og slagorð, mjög í líkingu við það, sem Ge- orge Orwell lýsti í hinni frægu bók sinni „1984“. Nú er bara 1954, en þróunin í þessa átt er miklu örari en jafnvel hann dreymdi um. Jafnframt því, sem hátölurum áróðurskerfisins fjölgar í járn- tjaldslöndum, fækkar raunveru- legum útvarpsviðtækjum. Ástæð- an til þess er, að valdhafarnir kæra sig ekkert um að fólk hafi undir höndum tæki, sem eru þannig útbúin, að liægt er að hlusta á erlent útvarp. í þeirra augum er hátalarinn allt, sem þarf. Mikið af útvarpstækjum þeim, sem í notkun eru fyrir aust- an tjald, er af vestrænum upp- runa. Þessi tæki ganga óðum úr sér, og þess er gætt að flytja ekki inn varahluti til þeirra. Með þess- um aðferðum á að fullkomna kerfið, sem Orwell lýsti, á næstu árum. Þá verður búið að loka einu leiðinni, sem almenningur í þessum löndum hefur til að vita, hvað gerizt í hinum frjálsa heimi. Þegar þar er komið, verður blekkingastarfsemin auðveldari og þá er friðinum líka hættara en nokkru sinni fyrr. Þjóð, sem alin er upp í fáfræði og hatri til ná- granna sinna, er ekki bezti gæzlu maður friðarins. Ófyrirleitnir valdhafar geta steypt henni út í styrjöld þegar þeim þykir henta. Þannig er þá einn liðurinn í frið- arbaráttu kommúnista um þessar mundir. En hér er enn, sem fyrr, þögn hjá gæzlumönnum friðarins, svo sem ,friðarsamtökum kvenna‘ og ,fulltrúunum‘ í heimfriðarráð- inu. Þessi menningarsamtök sjá aldrei ógnun við frið og frelsi nema á Vesturlöndum. Einkenni- leg tilviljun það. „Vígslugestur" skrifar á þessa leið: „NÚ ER HINN langþráði flug- völlur við Akureyri tekinn í notkun. Hann var vígður sunnud. 5. des, með mikilli viðhöfn. — Árla dags var mikil bifreiðaum- ferð úr bænum og innan stundar var bílaborg risin við suðurenda nýja vallarins og austan hans Veður var stillt og bjart nokkurt frost. Menn gengu í smáhópum fram og aftur, meðfram flugbraut inni, auðvitað í hæfilegra fjar- lægð. Skyggnishúfur og skinn- húfur voru teygðar eins langt niður og hægt var og frakkakrag- arnir togaðir upp. Virðulegir hattar voru lagaðir og þeim þrýst niður á kollana, nokkuð mis- virðulega eins og gengur. Flestir voru með hendur í vösum, jafn- vel þeir, sem vettlinga höfðu. Bezt voru þeir settir, sem voru í kuldaúlpum. Þær eru áreiðan- lega bezt við okkar hæfi á þessu landi. Jafnvel í jafngóðu veðri og var þennan dag, kom það vel í ljós, hve hlýlega maður verður að vera klæddur, ef úti á að standa án þess að hafastt neitt að, er hitað getur. ÞAÐ ER ALLTAF ömurleg sjón að sjá kuldalegt fólk. Þetta er svo sem ekki óalgeng sjón á útisamkomum. Þar er beðið eftir því sem koma skal, og stundum komur það helzt til seint, að því er manni finnst, og það versta er, að maður nýtur ekki skemmti- atriða eða yfirleitt neins, ef manni ef kalt. Þennan dag var svo sem ckki vandi að sjá, hvað til stóð, því að allra augu störðu til himins. Að vísu eiga menn að horfa til himins, en það er bara ekki gert nema flugvél sé á ferðinni Og þarna voru tvær flugvélar uppi. Til þeirra heyi’ðist og allt í einu skauzt önnur þeirra milli skýja- bakkanna og hvarf sýnum jafn- skjótt og hún kom. Smám saman lækkaði hún flugið og hnitaði hringa marga yfir flugvellinum eins og tröllaukinn fugl. Mann- fjöldinn færði sig, þegar sýnt var hvorum megin hún ætlaði að lenda. Margir hnutu, eins og þeim fer jafnan, sem ekki líta of- an fyrir,fætur sér. Fyrr en varði lækkaði vélin flugið og rann inn á völlin, mjúkt og fallega, og not- aði ekki nema nokkurn hluta af 1000 metra brautinni, sem búið er að byggja. Þegar þessi flugvél var setzt, kom hin í ljós. Lækkaði flugið og sveif yfir staðnum, á meðan ráðherrar og aðrir fyrir- menn stigu úr vél þeirri, er þegar var til jarðar komin. Höttum var lyft og heilsað. Gerðu menn nú það sér til gamans að virða fyrir sér gestina, og líka að sjá hina vélina setjast. Eftir litla stund snertu hjólin völlinn og rann hún fyrst á tveimur hjólunum, en settist svo virðulega á afturhjól- ið líka. Út úr þessari vél kom líka margt stórmenni. Stefndi skarinn að bragganum. Þar var ræðustólinn og þar blöktu fánar við hún. Og svo komu ræðurnar hverj- ar af annarri. Fyrstur talaði flugmálaráðherra, því að nú eig- um við flugmálaráðherra, eins og aðrar þjóðir. Þá hver af öðrum og að síðustu talaði einn af verka- mönnum er við vallargerðina hafði unnið. ÞEGAR HIN lengi þráða vígslustund var hjá liðin og hug- leiddir eru viðbui-ðir dagsins, verður skýrust í huganum sú mynd, þegar allir sneru ásjónu sinni til himins. Skyldi nokkrum hafa orðið það á að biðja þann, sem ofar er öllum skýjum, að blessa þessi mannanna verk, sem víst eru mikil, en þó ekki alfullkomin? Ætli hann hafi ekki litið niður á okkur á þessari stund, fullur sorgar, að við mændum eftir flugvélum og dá- sömuðum mannanna verk, en hugleiddum ekki þann, sem bæði gefur og tekur? — Hann hefði ekki tekið til þess, þó hver maður og kona hefði vesældardropa á nefinu. Stundum glitra þeir líka eins og perlur í hinu daufa skini desembersólarinnar “

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.