Dagur - 18.12.1954, Blaðsíða 9
Laugardagimi 18. desember 1954
D AGUR
9
Listaverkabók Einars Jónssonar
Það eru mikil tíðindi, að nú
skuli komin út vegleg bók, sem'
flytur þjóðinni yfirlit um list Eiii-
ars Jónssonar. Fáir munu hafa
séð öll verk hans, enda starfaði
hann að listaverkasköpun allt til
Iiinztu stundar.
En nú er eevistarfið allt og arf-
leifðin stendur. Bókin veitir sýn
til hennar og þar munu margir
líta nýjan heim.
Sú var tíðin, fyrir 20—30 árum,
að einhver fyrsti áfangastaður
þeirra, er gistu höfuðstaðinn í
fyrsta sinn, var einmitt listasafn
Einars. Líklega er þetta nú
breytt. Fleira kallar nú á athygl-
ina þar syðra en þá var og marg-
ir fara svo um ár eftir ár, að þeir
koma aldrei í Hnitbjörg. En skýr-
ingin er ekki öll fólgin í amstri
daganna. Samtíminn hefur svo
mörg veraldargæði í milli hand-
anna, að hann er bundnari efn-
inu en sú kynslóð, sem varð að
lifa hálf í hugarheimum til þess
að halda bjartsýni sinni og lífstrú.
Og köld efnishyggja átti ekki
uppörvun innan veggja Einars
Jónssonar. Straumur tízkunnar
féll heldur ekki þar inn um dyr.
Meðan þessi kynslóð kvað sín
atómljóð og deildi um listform,
hélt Einar Jónsson áfram högg-
myndaskáldskap, sem ekki verð-
ur settur í kerfi eða kallaður
isma-nafni. Kynslóð, sem hefur
verið önnum kafin við efnisstrit
og lifað við háreysti tízkunnar,
hefur því stundum látið sér hæg-
ara um skáldskap hans en ann-
arra. En slíkt tímabil í sögu þjóð-
arinnar er heldur engin úrslita-
stund fyrir gildi þeirrar listar,
sem ekki talar til líðandi augna-
bliks, heldur aldanna og hins
óþrjótandi lífsstraums, sem er,
þótt kynslóðir hverfi. Það er
því ekki nema hófleg bjartsýni á
framtíð þjóðarinnar og þroska að
ætla, að list Einars Jónssonar
verði langlíf í landinu og því dýr-
mætari sem meira miðar áfram til
sannrar menningar.
Dr. Guðmundur Finnbogason
taldi Einar sverja sig í ætt drótt-
kvæðaskáldanna íslenzku og
kenninga þeirra. Margar skáld-
skaparkenningar er og að finna í
verkum Einars. Þær tala til
hugsunar og tilfinninga í senn. En
þótt þessi blær finnist hvarvetna,
eru önnur áhrif sterkari, er menn
fletta þessari myndabók, og þó
enn miklu áhrifamest í návist
listaverkanna sjálfra. Það er and-
blær trúarskáldsins. Ymis verk
Einars eru prédikun, meitluð í
stein. Þessi prédikun snýr inn
á við, að því, hversu móttækileg-
ur einstaklingurinn er fyrir slík-
an boðskap og hversu langt eða
skammt frá umhugsuninni um
tilveruna hann er horfinn í
brauðstriti og efnahags- og lífs-
þægindabaráttu. En í því ein-
angrunarmyrkri, sem umvefur
hvern einstakling, af því að það
er honum áskapað, er listræn
túlkun hugsjóna líklegust til þess
að beina ljósgeisla inn í myrkrið.
Listamaður, sem slíkum áhrifum
nær, verður langlífur. Hann hef-
ur snortið það, sem eilíft ef og
óbreytilegt.
Engin orð fá lýst ævistarfi Ein-
ars Jónssonar. Þar verður sjón
alla tíð sögu ríkari. f þessari bók
er þróunarsaga listamannsins
rakin í rösklega 200 myndum. Sú
saga er á margan hátt lærdóms-
rík, til dæmis sú staðreynd, að í
ÚRVALSBÓKMENNTIR.
Um aldaröð fram á okkar tíð
í andans bratta var klifað,
til ánægju fróðleiksfúsum lýð
marg fagurt og gott var skrifað:
Vígslóði, Edda, Eyrbyggja,
Árbækur; Fjölnir, Lögrétta,
— ,,Sakamál“, „Séð og lifað“.
Nú lízt víst flestum er lesa rit,
lítið koma til Snorra,
og fornbókalestur fánýtt strit
og frágangssök öllum þeirra
sálna, er þreyta sannleiksleit
um samtímans frjóa græðireit
hryllihöfunda vorra.
Sagnir um ódáð utanlands,
afbrotamenn og sóða,
vinsælli eru en arfleifð hans
Ara, sáluga, fróða.
Þekkingin óx og þróast enn,
en þeir hinir gömlu sögumemi
höfðu ekki betra að bjóða.
verkum frá síðustu æviárum Ein-
ars eru „kenningar og klofastef“
hans sterkari en fyrr og fastmót-
aðri táknleg túlkun þeirra lífs-
sanninda, er leitandi andi hefur
fundið á langri ævi.
Mikilsvert er, að þessi útgáfa er
framúrskarandi vönduð. Mynda-
prentun að öllu leyti fegurri en
áður hefur sést í íslenzkri bóka-
gerð og ekkert til sparað að færa
blæ listaverkanna yfir á þessar
blaðsíður eins og nútímatækni og
smekkvísi útgefanda og ljós-
myndara framast leyfði. Fyrir
þessi vinnubrögð er listaverkabók
Einars Jónssonar ekki stundarút-
gáfa, heldur verk, sem mun lengi
til vitnað. Er verkið því til sóma
öllum, er að því hafa staðið. Hug-
myndina að útgáfunni átti Vil-
hjálmur Þór forstjóri og mun
hann hafa látið sér annt um að
hún fengi iþann svip, sem á henni
er. Naut hann í því efni beztu
samvinnu við listamanninn sjálf-
an. Ritstjórn verksins hafði á
hendi Benedikt Gröndal og naut
aðstoðar Charles Behrens, frá
bókaforlagi samvinnusambands-
ins sænska, en flestar ljósmynd-
irnar gerði Vigfús Sigurgeirsson.
Myndirnar eru djúpprentaðar hjá
Nordisk Rotogravyr í Stokk-
hólmi, á myndapappír, sem sér-
lega var gerður til þess af kunnri
sænskri pappírsverksrhiðju, en
textaprentun var gerð í Eddu í
Reykjavík. Útgefendur eru
Norðri og Bókaforlag sænska
samvinnusambandsins í Stokk-
hólmi.
Það leikur ekki á tveim tung-
um, að útkoma þessarar bókar er
merkasti bókmenntaviðburður
ársins hér á landi, og er þó gnótt
góðra bóka á bókamarkaði í ár.
Hagnaði af sölu bókarinnar
verður varið til að gera eirsteyp-
ur af höggmyndum Einars.
Rafmagnið er sfórfeild jarðabót -
eg gjörbreyfir lífinu í sveiiunum
Spjallað við Jón H. Þorbergsson á Laxamýri um
liðið sumar og ýmis vandamál í sve/t og bæ
DVERGUR.
„Sólgarður“ reynist vel
Sauðfjárræktarfél. var nýlega
stofnað í Djúpadal í Saurb.hr. —
Stofnendur voru 15 bændur þar.
Áður var stofnað sauðfjárrækt-
arfélag í Hólasókn í sama hreppi.
Bændur í Djúpadal fjölga fénu
að mun, enda eru þar betri skil-
yrði til sauðfjárræktar en víðast
annars staðar í firðinum. —
Skemmtisamkomur hafa verið
haldnar um hverja helgi að Sól-
garði, hinu nýja félagsheimili
Saurbæjarhrepps, síðan það var
vígt í haust. Þessar samkomur
hafa yfirleitt verið mjög vel sótt-
ar. — Samkvæmt frásögn þeirra
er bezt þekkja til, hafa þær farið
mjög vel fram og ólíkt betur en
stundum áður, meðan notast var
við lélegt húsnæði. Virðast hér
ætla að sannast á gleðilegan hátt,
þær vonir manna, er bundnar eru
við meiri háttvísi fólks á virðuleg
um og vel byggðum samkomu-
stöðum. — Barnaskólinn í Saur-
bæjarhreppi er í Sólgarði. Kenn-
ari er Sigurður Jóhannesson,
fyrrum bóndi að Hrafnagili. —
Skólabörnin eru fluttt á bifreið-
um á skólastaðinn.
Jón bóndi Þorbergsson á Laxa-
mýri átti leið hér um eigi alls
fyrir löngu. Kom hann úr Rcykja
vík, þar scm hann hafði dvalizt
um skeið í ýmsum crindum —
Flutti hann þá erindi fyrir út-
varpiö um bændadag og öi.nur
menningannál bændastétt arinn-
ar.
Hefur það erindi vakið athygli,
sem réttmætt er. Jón á La.xamýri
er ungur í anda og síhugsandi og
sískrifandi um velferðamál lands
og þjóðar. Ekkert mál er honum
þó hj artfólgnara en ræktun
landsins. Hann hefur óbifandi trú
á landinu og gróðrarmætti mcld-
arinnar og þeim möguleikum,
sem landið geymir fyrir þjóðina.
Hverfið aftur til landsins, er
boðskapur Jóns á Laxamýri, og
er enginn hégómi Jón sagði
blaðinu, í stuttu viðtali, að hann
hefði m. a. unnið rafm.málum
Reykhverfinga í ferð sinni. Hann
er þess fullviss, að þeir muni fá
rafmagn heim á hvern bæ áður
en langur tími líður, og a. m. k.
áður en krafturinn frá orku-
verinu fer allur í aðrar áttir. En
nú eru mörg járn í eldinum í raf-
magnsmálum og ekki undan því
komist að reyna á þolinmæði í
ýmsum sveitum á næstu árum.
Næg vandamál kalla meðan
við bíðum.
Rafmagns er nú komið á flesta
bæi í Aðaldal og Reykjadal og
sagði Jón, að bændur og þeirra
heimafólki, sem rafmagnsins
nýtur, teldu lífið allt annað en
fyrrum; væri koma rafmagnsins
í raun og sannleika framúrskar-
andi jarðabót.
En meðan aðrir bíða eftir
rafmagninu, eru næg vandamál
við að fást fyrir þá — og raunar
þjóðfélagið í heild. — Eitt þeirra
vandamála er fólksfæðin í sveit-
unum. — Það er stórfelldara
en fólkið í kaupstöðunum
virðist gera sér gi'ein fyrir. —
Ástandið er þannig í dag, að fólki
fækkar ekki beinlínis í sveitun-
um, en viðkoman öll flytzt á
brott. Þessu þarf að breyta, og
Jón á Laxamýri fullyrðir að það
muni breytast. Eg er orðinn gam-
all, segir hann, en eg er ekki
svartsýnn. Eg spái því að sú tíð
komi, að fólkið í borgunum, sem
nú hefur raunverulega ekkert
við að vera, muni gjarnan vilja
hverfa til sveitanna. Það er
ómögulegt að sjá að miklir
möguleikar bíði allra æskumanna
í Reykjavík í dag, ef þeir hætta
sér ekki út fyrir lögsagnarum-
dæmi höfuðborgarinnar. En það
er hægara um að tala en í að
komast, að hefja búskap í sveit.
Það kostar nú orðið stórfé. Þá er
komið að öðru stórfelldu vanda-
máli þjóðfélagsins: að veita miklu
meira fjármagni til sveitanna. —
Nýi tíminn í búskapnum þarf
stórfé, til bygginganna, verk-
færakaupanna og ræktunarinnar.
Þótt stórfelld ræktun hafi verið
gerð á síðustu árum ,bíða bændur
þess með óþreyju að stórauka
hana enn. Stefnan er nú i.lveg
ótvíræð: að heyja einvörðungu á
ræktuðu landi og miðar vel í þá
átt
Stöðvun sandfoksins.
Til ræktunarframkvæmda í
Suður-Þingeyjarsýslu má vissu-
lega telja aðgerðir Sandgræðslu
ríkisins til þess að hefta stór-
fellt sandfok, sem ógnaði ýmsum
góðum jörðum, og gróðurlendi.
Sandinn bar frá sjó og upp eftir
Aðaldal. Komið var upp girðingu
til varnar og má þegar sjá árang-
ur. Melgras hefui- breiðzt út við
sjóinn í sumar. En sjórinn mylur
móbergið jafnt og þétt og stormur
inn þeytir mylsnunni upp til
landsins. Jón á Laxamýri segir
að mikill uppblástur hafi orðið
í utanverðum Aðaldal, frá því að
hann kom að Laxamýri. En nú
eru vonandi þáttaskil og rækt-
unin verður ofan á ,einnig þar.
Eitt lakasta sumar aldarinnai.
Auk ræktunarframkvæmdanna
er bændum nú lífsnauðsyn að
hraða byggingu súrheysgryfja og
turna, og uppsetningu súgþurrk-
unartækja. En þá aðstöðu þurfa
þeir að hafa til þess að standast
ótíð eins og þá, sem gekk hér yfir
í sumar. En sumarið telur Jón
eitt hið lakasta á þessari öld hér
nyrðra. Á öllu sumrinu kom að-
eins ein þurrkavika, sem
bví nafni má nefna. Það var dag-
ana 15.—22. ágúst. Þar með Búið!
Vorið var aftur á móti gott, af-
réttir grtru sncmma. En með sól-
stöðum kom kuldinn og þá hætti
að gróa. Afrétt hætti að sprettta.
Gras féll sums staðar í júlí. —
Venjulega sprettur á afrétt eins
lengi og snjóa tekur á sumrum.
Svo kom snjór og frost í septem-
ber. Er ekki að undra þótt fé hafi
verið rýrt. En-því fylgdi svo
verulegt afurðatap bænda. Góðu
sumri fylgja miklar afurðir. Otíð-
in er því bændum erfið á marga
lund. En annars er ekkert undan-
hald hjá bændum, þar sem eg
þekki til. Nær lagi væri að segja,
að þeir berjist eins og hetjur.
Enginn uppgjafartónn.
Hey þeirra eru,furðanlega mik-
il eftir annað eins sumar. Og víða
hafa menn komið upp súgþurrk-
un á síðustu tímum til þess að
vera viðbúnir næst. Nei, þótt í
móti blási á stundum, er enginn
uppgjafartónn í bændum, segir
Jón á Laxamýri. Þeir hafa trú á
framtíð landbúnaðarins og trú á
framtíð þjóðarinnar. Ef menn
halda sér við jöi'ðina, og treysta
á hinn mikla varasjóð þjóðarinn-
ar, hið ónotaða en ræktanlega
land, er heldur ekki ástæða til að
kvíða neinu, sagði Jón Þorbergs-
son að lokum. ;