Dagur - 12.01.1955, Blaðsíða 2
2
D A G U R
Miðvikudaginn 12. janúar 1955
Séra Haraldur Jónasson
prófastur á Kolfreyjustað í Fáskrúðsfirði
- Minningarorð -
Þórarinn Kr. Eldjárn á Tjörn:
Að liðnum áramólum
Hugurinn dvelur venju fremur
þessa dagana austur á AustfjörS-
um. Því mun valda andlát eins
góðvinar míns þar, séra Haralds
prófasts á Kolfreyjustað. Eg verð
að játa, að mér kom andlátsfregn
hans á óvart. Eg vissi að vísu, að
hann hafði legið veikur um hríð,
en eg vænti honum bata en ekki
bana. — Með séra Haraldi Jónas-
syni er mætur maður genginn.
Hann var einn þeirra mörgu
manna, sem lengi verður minnst
og saknað. Eg hygg, að hann hafi
átt almennar vinsældir. Hann var
að vísu dulur að eðlisfari og lík-
lega fremur seintekinn, en því
elskulegri og einlægari, sem
menn þekktu hann betur. Hann
var blessunarlega laus við að
„auglýsa“ sig og láta mikið af
sínum eigin verðleikum. Hann
var maður hlédrægur, — máske
um of. Hann var fálátur í fjöl-
menni meðal ókunnugra, en bæði
hýr og skemmtilegur í vina- og
kunningjahóp. Hann lét aldrei
mikið á sér bera ,— vildi jafnan
fremur vera en sýnast. Félags-
maður mun hann hafa verið góð-
ur og lagði þþrfum málum lið,
bæði í fé og áhrifum. Þess þekki
eg dæmi.
Eg þekkti séra Harald ekki sem
prest, í venjulegum skilningi þess
orðtaks. Eg var aldrei í kirkju
hjá honum og eg sá hann aldrei
vinna prestsverk, en þx-átt fyrir
það, kynntist eg honum talsvei't
sem presti gsgnum bréf og sam-
töl. Sú kynning var bæði dýrmæt
og góð. Presturinn stflaði jafnan
bréfin, — trúársannfæringin var
að baki orðanna og góðvild og
mannást sveif yfir vötnuruim.
Skrifstofumaðurinn gekk frá
þeim með frábæri’i vandvirkni og
snyrtimennsku. Hann skrifaði
einkargóða hönd og gott mál,
enda var hann sjálfsagður og
sjálfkjörinn fundarritari á hér-
aðsfundum , og víðar. Eg sat
nokkra fundi með séra Haraldi.
Ekki get eg sagt, að hann tæki
mikinn þátt í umi'æðum, en oft
réðu tillögur bans úi'slitum mála.
Þær voru gagnhugsaðar og sann-
gjarnar.
Séra Haraldur unni sveitalífi
Ervin Laszlo, ungur píanisti,
aðeins 22 ára að aldri, hélt píanó-
tónleika í Nýja-Bíó 5. þ. m. á veg-
um íslenzk-ameríska félagsins
hér. Hefur þessi glæsilegi píanó-
snillingur ferðast víðs vegar um
Evrópu og hvarvetna hlotið ein-
róma athygli og ágæta dóma,
enda hljóta allir að vera sam-
dóma um, að hann hefur afburða
tækni yfir að í'áða. Hann túlkaði
þarna verk eftir 5 höfunda, en
mest þó eftir Schumann og
Chopin og munu flestir hafa notið
þeirra bezt, sérstaklega naut eg
hins gamalkxmna Carnavals
Schumarms Annars mætti segja
að viðfangsefnin væru fremur
einhæf miðað við tækniska
möguleika vai'ðandi hljóðfærið og
það afburða vald píanistans yfir
því sem hvergi skeikaði, en síður
til þess fallin að leiða í ljós lag-
ræna eðá drBihatfeka itjáningair-i
hæfni listamannsins.
og búskap. Þegar til mála kom, að
byggja hús handa honum annað
hvort á hinu forna prestssetri að
Kolfreyjustað eða inni í þorpinu,
mun hann hafa kosið að mega búa
áfram á staðnum og að byggt
væri þar prestsseturshús, og var
eftir því farið. Hann var fæddur
„sonur svcitanna“ og sagði sig
aldi'ei úr lögum við þær.
Séra Hax-aldur var fæddur í
Sauðlauksdal í Barðastrandapró-
fastsdæmi hinn 6. ágúst 1885 —
Foreldrar hans voru prestshjónin
þar: Séra Jónas Bjömsson og
frú Rannveig Gísladóttir. Stú-
dentsprófi lauk hann í Reykjavík
1907 og kandídatsprófi í guðfræði
við Prestaskólann í Reykjavík
1910. Sama ár var hann skipaður
aðstoðarprestur til séra Jónasar
P. Hallgrímssonar á Kolfreyju-
stað, og veitingu fyrir því kalli
fékk hann 9. júní 1914. Pi'ófastur
Sunnmýlinga hefxir hann verið
frá 1942 og dó í stax-finu. Fyrst
var hann settur prófastur, en síð-
ar skipaður. Séra Haraldur var
tvíkvæntur. Fyrri kona hans var
Sigrún Jónsdóttir bóksala Da-
víðssonar á Noi'ðfirði og áttu þau
einn son. Síðari kona hans var
Guðrún Valborg Haraldsdóttir
fiskimatsmanns Bi-ynjólfssonar á
Norðfirði, en hún var systurdóttir
fyrri konunnar. Þeim varð
margra bar-na auðið.
Mér ér Ijóst, að með þessum
fáu minningaroi'ðum, er fæst af
því sagt, sem segja hefði mátt um
séra Harald á Kolfi'eyjustað, enda
var það ekki tflgangurinn. Þau
eiga að skoðast sem kveðjuorð fi'á
vini til vinar, um léið ög þáú eiga
að tjá frú Valboi-gu, gamalli
námsmey minni, hluttekningu
mína og míns fólks á skilnaðar-
stundu. Eg veit, að hún og börnin
hafa mikils, misst. En — „aldrei er
svo svart yfir sorgarranni, að ekki
geti birt fyrir eilífa trú.“
„Drottinn gefi dánum ró, en
hinum líkn, sem lifa.“
Blessuð sé minning góðvinar
míns!
Hann hvíli í friði Drottins.
En allt um það var aðdáun
hlustenda einlæg og einróma, og
var hann margsinnis hylltur og
gaf að lokum aukanúmer. Líka
bárust honum blóm.
Akureyri, 8. janúar 1955.
Björgvin Guðmundsson.
Stúlka
óskast í vist, hálfan daginn
hjá Einari Bjarnasyni, ríkis-
endurskoðenda, Reykjavík.
Uppl. í síma 1310
Akureyri.
ATVINNA
Unglingspiltur óskast til
sveitastarfa austur á land
. þ^ð ^etn eftir er vetrar.
A. v. á.
- Ólafsfjarðarkaup-
(framhald af 1. síðu).
irnir á bikurum til yngstu kepp-
endanna og hlutu tvær 5 ára
dömur bikai'a í Ólafsfirði, þær
Elly Kristinsdóttir og Kristín
Hannesdóttir.
Við þetta tækifæri var og af-
hjúpuð bi-jóstmynd af Grími
Grímssyni, fyrrv. skólastjói'a, er
nemendur hans og vinir höfðu
gefið skólanum. Ríkharður Jóns-
son gerði myndina. Björn Stef-
ánsson kennari afhenti myndina
með i-æðu, en Sigursteinn Magn-
ússon skólastj. þakkaði gjöfina.
Að afloknum þessum hátíða-
höldum var dansað fram eftir
nóttu. Fór samkoman í alla staði
vel og vii'ðulega fi'am og voni
menn í hátíðaskapi. Um veizlu-
búnað sá Gunnnalugur Sigur-
sveinsson, en Birna Friðgeirs-
dóttir kennai'i hafði séð um kaffi-
veitingar og hlutu þau lof fyrir
góða fx-ammistöðu, svo og kenn-
arar barnaskólans, sem höfðu á
ýmsar hátt undirbúið hátíða-
höldin.
Þótt Ólafsfii'ðingum bærust
ekki kveðjur frá bæjaryfirvöld-
um á Akureyri, mun almenning-
ur hér samhuga um að. senda
xeim hlýjar kveðjur á þessum
merku tímamótum í sögu kaup-
staðarins.
SEXTUGUR:
Tómas Björnsson
kaupmaður.
Sextugur varð sl. laugardag
Tómas Bjöx-nsson kaupmaður hér
í bæ, kunnur borgari og mikils
metinn. Tómas hefur gegnt ýms-
um trúnaðarstörfum fyrir verzl-
unarstéttina, m. a. átt sæti í
yerzlunárr'áði ■ísláhds!, í stjórn
Verzlunarmannafélagsjns hér,;og
og verið kjörinn til trúnaðarstarfa
af bæjarstjórn, m. a. verið form.
yfirkjörstjórnar, í niðurjöfnunar-
nefnd o. fl. Tómas Björnsson er
drengilegur maður í öllum sam-
skiptum og því vinsæll og virtur.
Kurt Singer: Frægir kven-
njósnarar. BókaforlagOdds
Björnssonar. — Akureyri
1954.
Höfundur þessa rits sýnist vera
gagnkunnugur því efni, sem hann
skrifar um, enda mun hann hafa
starfað í leyniþjónustum sjálfur
og gerkynnt sér sögu og starfsað-
ferðir fjöldamargra njósnara og
ritað 20 bækur um njósnir, sem
þýddar hafa verið á mörg tungu-
mál. Kann hann því frá mörgu
furðulegu að segja, og sannast
það vissulega á þessum frásögn-
um, að lífið sjálft er miklu ótrú-
legra en nokkur skáldsaga.
Hér er m. a. sagt frá ýmsum
heimskunnum njósnurum, eins og
Mata Hari, amtomnjósnaranum
Klaus Fuchs og aðstoðarkonu
hans, morðinu á Leon Trotsky og
Folke Bernadotte, og því fólki,
sem stóð að því að koma þessum
heimsfrægu mönnum fyrir katt-
arnef. Var amerísk kona óviljandi
verkfæri við að koma Trotsky á
kaldan klaka, en brjáluð Gyð-
ingakona stjórnaði árásinni á
Bernadotte greifa.
Bók þessi er í senn fróðleg og
merkileg, þó að hún sýni lesand-
anum inn í heim djöfullegrar
flærðar og myrkraverka, sem
unnin eru ýmist af hálfgeggjuðu
eða samvizkulausu fólki. Njósn-
Því er allnijög á lofti haldið nú,
og vafalaust að ýmsu leyti með
réttu ,að hið raunverulega inni-
hald og merking jólanna, sé að
hverfa, tapast, í hávaða þeim,
glysi og óhófi, sem einkennir svo
mjög jólahald okkar íslendinga
nú.
Án alls efa erum við hér
komnir út í öfgar, sem í svo
mörgu öðru. En sé dýpra
skyggnzt mun þó, sem betur fer,
koma í ljós, að allt okkar jólahald
nú, svo hávaðasamt og áberandi
sem það óneitanlega er, mun þó
vera runnið frá sömu uppsprett-
unni, sem er hin fátæklegu, þöglu
og við munum segja helgu jól,
sem við eldra fólkið þekktum í
æsku. Tímarnir aðeins aðrir og
möguleikarnir meiri. Lífið prjón-
ar sér haminn á hverjum tíma.
Jólahaldið sömuleiðis.
—o—
Annars mun það vera svo, að
hávaði og erill jólanna er meira
bundinn við borg, kaupstaði og
þorp en sveitaheimilin, og er það
eðlilegt.
Hið sama gildir um helgihald
áramótanna, það er sitt hvað í
sveit og kaupstað. Og sé ástæða
til að deila á jólahald okkar í dag,
og þar fer vissulega. margt öðru-
vísi en skyldi, mun' áreiðanlega
ekki minni ástæða til að deila á
áramótafagnaðinn, með öllu því
stjórnleysi og .glumrugangi, sem
þá á sér stað og jafnvel getur
stafað af hinn mesti háski.
!. Eg held það- sé ósmekklega
valin stund til stjórnleysis og
heimskupara að velja til þess ára-
skiptin. Ættu þau ekki öllu held-
ur að vera hátíðlegasta og áhrifa-
ríkasta stund hvers árs? Stund
bljóðlátrar þakkargjörðar. Svo
mundi það líka geta orðið, ef sá
skilningur á áramótunum væri
ararnir eru undarleg mannteg-
und. Einstöku flækjast út í þetta
starf fyrir ógæfu, eru píndir út í
það með hótunum eða ginntir út
í það með ástarbrellum. Nokkrir
vinna það aðeins fyrir peninga.
Sumum virðist ganga mannhatur
til. En langflestir eru ginningar-
fífl erlends áróðurs. Þeir eru fyrst
æstir upp í pólitískri ofsatrú og
síðan notaðir sem auðsveip þý
fyrir erlend riki. Þannig hefur
komizt upp um víðtæka njósnar-
hringa á seinni árum í Banda-
ríkjunum, Canada, Noregi,
Ástralíu og víðar, þar sem földi
manna ,er stóðu í sambandi við
áróðursflokka erlendra rikja,
sveik land sitt með blygðunar-
lausum hætti. Voru jafnvel ýmsir
þeirra komnir í miklar ábyrgðar-
stöður, voru fulltrúar í ráðuneyt-
um, þar sem þeir höfðu hina
hægustu aðstöðu til að mynda eða
afrita skjöl til að senda hinum
erlendu húsbændum sínum.
Sagan um njósnimar er ljót
saga mannlegrar bi-jálsemi og
niðurlægingar, en það er sönn
saga, byggð á bláköldum stað-
reyndum, og því er betra að gera
sér grein fyrir henni eins og öll-
um sannleika. Hvað fólk þetta
kemst iðulega langt með svikavef
sinn, stafar þó af því, hve marg-
ir eru hrekklausir og seinir til að
túlkaður og hávaðinn og ærslin
bönnuð. Sé það endilega nauð-
synlegt að hafa einhvern slíkan
dag, sem leyfilegt sé að sleppa sér
lausum sem kallað er, þá heldur
einhvern annan dag.
—o—
Það sem hcfur orðið þess vald-
andi, að eg hér minnist á þessa
hluti, er nýbreytni, sem sóknar-
presturinn okkar Svarfdæla, séra
Stefán Snævarr, hefur tekið upp,
og sem eg tel þess verða að getið
sé.
Nú hin síðari ár hefur hann til-
kynnt, að kl. 11 á gamlárskvöld
hæfist guðræknisstund í kirkju
prestsetursins er standi fram yfir
áraskiptin.
Þessi nýbreytni hefur mælzt
mjög vel fyrir og aðsókn stöðugt
farið vaxandi. Þetta er ekki
venjulegur kvöldsöngur, og ekki
bundinn föstu messuformi.
Stundin er heppilega valin á
meira en einn veg. Annir dagsins
eru þá að mestu hjá liðnar og
menn hafa notið hátíðleika
heimilisins með skylduliði sínu.
Hitt hefur þó ekki minna að
segja, að eigi menn á annað borð
þann eiginleika í sál sinni, að lúta
guði sínum í auðmýkt og þakkar-
gjörð, þá mun það aldrei auð-
veldara og ljúfára en einmitt á
stund áraskiptanna, og það er
kjarni málsins.
—o—
Eg fullyrði að -hessi nýbreytni
er þess verð að hún sé upp tekin
sem víðast, þáð .et áreiðanlega
guðskristni í lahdi v'ora til fram-
dráttar. Nú má það vel vera, að
þetta sé upptekið. víðar en í
Svarfaðardal, og 'er þá vel. En
engu að síður vil eg vekja athygli
á þessu.
trúa illu um aðra. Þannig tók það
fjöldamörg ár að fá æðstu stjórn
Bandaríkjanna til að hlusta á
ákærurnar á Alger Hiss, hinn
nafntogaða svikara, en á meðan
gegndi hann hinum ábyrgðar-
mestu störfum fyrir þjóð sína, og
voru daglega myndaðar hrúgur
af leyndarskjölum á skrifstofu
hans. Og svipuð saga hefur gerzt
víðar.
Rósberg G. Snædal: Þú og
ég. Sögur. Akureyri 1954
Enda þótt sögur þessar séu
ekki mjög viðamiklar og ýmislegt
í þeim hefði þurft ofurlítið meiri
fágunar við, þá lízt mér samt
ekki illa á þennan höfund. Hann
er fundvís á söguefni, grípur þau
upp af götu sinni allt í kringum
sig, og talsvert skarpskyggn og
athugull um það er hann sér.
Auk þess dettur honum ýmislegt
skemmtilegt í hug um sagnagerð.
Rósberg Snædal mun vera
fremur ungur höfundur og óráð-
inn ennþá, en það er einhver sá
ferskleikablær yfir þessu kveri
og ýmislegt svo greindarlegt í
því, að eg gæti vel trúað því, að
með vaxandi þroska og vand-
virkni eigi hann eftir að skrifa
skáldverk, sem athygli muni
vékja.'
Benjamín Kristjánsson.
Vald. V. Snævarr.
Hljómleikar Ervin Laszlo