Dagur - 12.01.1955, Blaðsíða 5

Dagur - 12.01.1955, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 12. janúar 1955 D A G U R 5 Lýsing Þingeyjarsýslu eftir Jón í Yztafelli: Nokkrar sthugasemdir vi@ kafiann um bæi á Svalbarðssfrönd eftir JÚLÍUS JÓHANNESSON, Svalbarðseyri Blöðin og hlutverk þeirra rædd fyrir opnum tjöldum í Bretlandi Ný bók er komin út af „Ritsafni Þingeyinga“. Ncfnist hún Lýsing Þingeyjarsýslu I. og tekur þetta bindi yfir Suður- Þingeyjarsýslu. Jón Sigurðsson í Yzta-Felli hefur safnað cfni til bókarinnar og sett saman. Bólcin er 383 bls., með myndum úr öllum hrcppum sýslunnar. Eins og nafnið bendir til er þar lýst lands- lagi sýslunnar. Síðan farin boðleið á hvcrn bæ og býli, byggt og óbyggt. Lýst þar staðháttum, getið nokkurra ábúenda fyrri tíma, allra búenda á jörðum 1948 og hversu margir xtt- liðir þeirra hafi búið þar og hvað lengi. Er þctta mikið ritverk enda vcrður svo að vcra, cf gcra á svo miklu efni nokkur skil. Af Ritsafni Þingeyinga hefur áður komið: Ritsafn Þingeyinga I, Saga Þingcyinga fram unt þjóðveldistím- ann eftir Björn Sigfússon og Ritsafn IV. „Milli hafs og heiða“ eftir Indriða Þorkelsson. Báðar vcl úr garði gcrðar. Þessi nýja bók er þeirra stærst og cr vitanlega ætlað það hlutverk að verða fræðilegt heimildarit. En hvað kemur til að þessi bók er því verr úr garði gerð cn þær fyrri að henni fylgir engin nafnaskrá Ekki einu sinni efnisyfirlit — hefði ckki minna mátt vera en nafnaskrá hefði verið yfir jarðirnar. Það lætur að líkindum að vanda- samt verk sé að scmja bók sem þessa, svo að ckki fyrir finnist nokkurar missagnir, en það lítur svo út með suma kaflana að þar hafi orðið bein mistök á meðferð efnisins. Það er ekki niitt mcðfæri að gagn- rýna efni bókarinnar spjaldanna milli. Læt eg mcr nægja að gcra athuga- semdir og leiðrcttingar á kaflanum um Svalbarðsströnd og ef eg færi lírillcga yfir Firðina á eftir. í formála getur höf. fimm manna cr hafi aðstoðað sig við Svalbarðs- strandar-kaflann. Virðist það sæmi- lcgur liðskostur, þar scm hann tekur aðeins yfir 18 bls. Hef eg þá yfirferð rnína í sömu röö og farin er í umræddri bók og get þeirra jarða er eg gcri athugasemdir við. Veigastaðir: Höf. fullyrðir að nafn- brcyting hafi orðið á þessari jörð. — Mér finnst hæpið að fullyrða þetta, þó svo geti verið. I fornum bréfum er oft ruglað nöfnum jarða og ekki alltaf auðvelt að vita með vissu hvað rétt cr. Engar sagnir þekkjast fyrir því að jörð þessi hefði átt að kallast Vígastaðir. l'ornmenn voru glöggir á að velja bústöðum sínum heiti af einkennum umhverfisins. En rneðan snjór er á heiðinni fram eftir sumri, er mjög sérkennilegt að líta til Veiga- staðakletta og sjá þá ótal smálæki er falla í hvítum strengjum fram af klcttunum. Getur jörðin því vel bor- ið þetta heiti. Halldór Eiríksson flutti í Veigastaði 1875. Hailavdi: Höf. segir að i fornum skjölunt sé það ætíð ritað Hallland og svo geri Jón biskup Arason. — En mætti þá ekki eins segja að það gerðu ekki aðrir en Jón Arason? Nafn þessarar jarðar kemur víst ekki oft fyrir í Fornbréfasafninu. 1446 kemur það fyrir í gjafabréfi, í máldaga Hólastóls 1550 og í tíð Jóns biskups kemur það þrisvar fyrir. I öll þcssi skipti er það ritað Halland cða Hallandi. Merking nafnsins er sjálf- sagt lík hvort heldur það er stafsett. Nafnið eflaust drcgið af því hve landslagi hallar þar mikið. Hitt cr verra að í daglcgu niáli eru beygingar þess ruglaðar. Væri þörf á að lcið- rétta það. Meyjarhólk Þar segir, að við fráfall Kristjáns Guðmundss. hafi Tryggvi sonur hans tekið við jörðinni. — Kristján dó 11. nóv. 1903. Þá var Tryggvi 14 ára. Ekkja Kristjáns, Friðrika Guðmundsdóttir bjó þar til 1910 þá tóku synir hcnnar við jörð- inni, Kristjári, (af fyrra hjónabandi hennar) og Tryggvi, til 1914; en þá tók Tryggvi alla jörðina. Geldingsá: Þar sem mikið er gert að því að telja hve margir ættliðir hafi búið á jörðunum, hefði mátt geta þess að hér býr nú fyrir víst 6. ættliður. Þannig: 1) Pétur um 1750. 2) Dóttir hans Guðrún kona Þorláks Þórarinssonar er bjó þar til 1790. 3) Dóttir þeirra Guðrún kona Halldórs Halldórssonar, cr bjó þar ti! 1861. 4) Sonur hans Halldór yngri bjó þar 1861—64. 5) Sonur hans Halldór (f. þar 16. jan. 1862) bjó þar 1905—'26, en cftir hann býr þar sonur hans Arelíus. Þann tíma er ættleggur þessi bjó ekki hér, bjó hér Eiríkur Jóhann- esson 1864—74. Þá keypti jörðina Bjarni Jóhannesson og bjó þar 1874— 78, þá ekkja hans Guðrún Jónasdótt- ir til 1891, þá Steingrímur sonur þeirra til 1905. Litli-Hvamnmr: Jón Halldórsson byggði býli þetta 1892 og nefndi það Hvamm. Hélt það því nafni í hrepps- bók og kirkjubókum þar til hitt var lögfest. í daglegu máli hefur það alla tið kallast Dældir, virðist örðugt að taka fyrir það. Býli þetta á nú 1/5 úr Geldingsárlandi — ekki 1/3. Siglmúk: Jóhannes bjó þar til 1921. Svalbarð: Um það segir að kirkjan hafi átt Svalbarð með hjáleigum Með- alheimi og Mógili. — Svalbarð með sínum hjáleigum var aldrei eign kirkj- unnar. En kirkjan og jarðir hennar fylgdu Svalbarði eins og skuggi þess. Taldist eigandi Svalbarðs ciga kirkj- una með jörðum hennar, þó cignar- réttur sá væri takmarkaður og Sval- barð vxri eins konar pantur — ef öðru var ckki framvísað — fyrir því að cigcndur Svalbarðs stæðu í skilum við kirkjuna á tekjum hennar, sem voru þá að mestu landsskuldir af jörðum hennar. Á síðari hluta 15. aldar komust Tunga og Breiðaból í cign kirkjunn- ar, vegna skulda, sem talið var að eigendur Svalbarðs hcfðu vcrið komn- ir í við kirkjuna. Síðar mun Meyjar- hóll hafa runnið sömu götu. Þá segir að Svalbarð hafi verið í eigu niðja Árna ríka til 1844, að það hafi að fullu gengið úr ætt hans. Árið 1844 seldi Jón Þórarinsson í Sigluvík svila sínum Jóni ríka Gunn- laugssyni Svalbarðstorfuna. En það var í söntu ættinni eftir sem áður, því þeir nafnar áttu dætur Þórarins Árnasonar ríka. Gekk Svalbarð erfð- um i ættinni jtar til Sigtryggur Jóns- son frá Stórhóli seldi það Birni Lín- dal. Jón Þórarinsson seldi Svalbarðs- torfuna fyrir 1600 rd. cn skuld hans við kirkjuna var 458 rd. og hcfur það cflaust dregizt frá kaupverðinu. „Unt 1880 kaupir Baldvin Jónsson Höfðhverfingur að ætt, Svalbarð og byrjar jiar þilskipaútgerð." Baldvin flutti í Svalbarð 1875, utan úr Höfðahverfi. Þar hafði hann um nokkur ár rekið útgcrð hákarlaveiði- skipa í félagi við menn þar ytra og verið skipstjóri. Kom hann með tvö skip cr hann átti að nokkru leyti. Baldvin kcypti aldrei Svalbarð. — Þá átti það tcngdasonur Jóns Gunnlaugs- sonar, Jón Sigfússon. Baldvin var ekki ættaður úr Höfðahverfi. Foreldrar hans bjuggu í Fljótum. Var móðir hans Guðrún dóttir Magnúsar Þor- lcifssbnar á Siglunesi. Var Þorleifur kallaður „elzti" og Þorleifsætt frá honum. Baldvin byggði bryggju þá cr sauðatökuskip lögðust að, og dró að sér sauðarekstur hingað, austan fr.i Jökulsá og byggðum vestan Eyja- fjarðar. Kaupfclag Svalbarðseyrar var stofnað 1889, en ekki 1884. Fyrstu síldarbryggjuna á' Sval- barðseyri byggði Guðmundur Péturs- son í félagi við Norðmcnn. Aðrar bryggjur og hús þeim tilhcyrandi byggðu togarafélög úr Rcykjavík og Hafnarfirði. Það er því ofsagt að Norðmcnn hafi reist hér mikil mann- virki. (Framhald á 7. síðu). Blöðin eiga sama rétt til þess að segja skoðun sína og hver al- mennur borgari, og ef frelsi blað- anna er skert, er um leið lagt haft á frclsi hins almenna borgara. Þetta er eitt af því, sem kemur fram í fyrstu ársskýrslu hins svo- nefnda Blaðaráðs í Bretlandi, en jað er stofnun, sem blöð landsins settu á stofn til þess að vera for- sjá „pressunnar" inn á við ekki síður en út á við; verja blöðin gegn óréttmætum höftum, og al- menning gegn misnotkun þess trúnaðar, sem blöðinu fara með. Líka má segja, að hlutverk þess- arar stofnunar sé að vernda hið ritaða orð og varna því að það sé misnotað, eða að það sé heft með óeðlilegum aðgerðum. En réttinum til að skrifa frjálst fylgir líka skyldan að verja einkalif borgarans og hina lýð- ræðislegu byggingu þjóðfélagsins. Hið nýstofnaða Blaðaráð telur sig geta fullyrt, að það hafi ekki að- eins gætt hagsmuna blaðanna á liðnu ári, heldur hafi það einnig notað myndugleika sinn til þess að grípa inn í mál, sem telja mátti líkleg til þess að veikja það trún- aðarband, sem er í milli blaða- manna og almennings. Frjáls straumur upplýsinga. Fréttamiðlun er geysilega þýð- ingarmikill þáttur í þjóðfélags- byggingunni og þau vandamáleru ekki bundin einstökum löndum heldur öllum þjóðum. Stefnt er að því, að skapa sams konar regl- ur um fréttamiðlun sem víðast, svo að dyrum yfir landamæri sé jafnan haldið opnum bæði til fréttamiðlunar og áhrifa á skoð- anir. Með tilliti til þessarar stefnu í frjálsum heimi, er lærdómsríkt að siá, hvað Bretar hafa að segja um þessi efni í þessari fyrstu árs- skýrslu Blaðaráðs síns. Það er sprottið upp af áliti þingnefndar þeirrar, er rannsakaði málefni r Ohófleg vatns- notkun Akureyr- inga að næturlagi Sigurður Svanbergsson vatns- veitustjóri hefur skýrt blaðinu svo frá, að vikuna 3 —9. þ. m. hafi orðið nokkur vatnsskortur í þeim bæjarhverfum, sem hæst standa, og er ástæðan óhófleg vatns- notkun bæjarmanna að nætur- lagi. Mun fólk sums staðar hafa þann sið, að láta vatn renna alla nóttina á þvott, og er það óleyfi- legt með öllu. Vatnsgeymar bæj- arins fá 50 sek.lítra úr lindun- um í Hlíðarfjalli, en geymarnir taka 500 tonn. Sumar nætur í sl. viku var rennsli til bæjarins 35 sek.ltr. að nóttunni, en um 80 sek.ltr. á daginn. Útkoman varð sú, að geymarnir fylltust ekki að nóttunni og urðu tómir að kvöldi. Telur vatnsveitustjóri nauðsyn- legt að almenningur gæti meira hófst í vatnsnotkun og ætti það ekki að verða neinum til óþæg- inda að hafa vatnskrana lokaða að næturlagi. Verði ekki einhver bót á þessu, verður ekki komizt hjá að hefja rannsókn til að hefta óeðlilega notkun í einstökum húsum. blaðanna í Bretlandi árið 1947 og gerði það að tillögu sinni að blöð- in sjálf settu stofnunina á fót og skyldu blaðamenn, ritstjórar og leikmenn stjórna henni. Áttu 20% meðlimanna að vera utan blaðamannafélaga. Stefnan átti að vera að vernda prentfrelsið og ábyrgðartilfinningu blaðanna gagnvart almenningi Helgi einkalífsins. Blaðaráðið hefur þegar á fyrsta ári tekið afstöðu til ýmissa mála, sem gildi hafa. Rætt er um þau óþægindi, sem einstaklingar, sem eru viðriðnir fréttir, verða að þola af blöðunum, og er dæmi um það kona brezks utanríkis- starfsmanns, sem hvarí austur fyrir járntjald fyrir fáum árum. Hún var lögð í einelti af blöðun- um af því að nafn manns hennar og hvarf var á hvers manns vör- um. Ráðið harmar það, að blöðin skuli í slíkum tilfellum ekki gera sig ánægð með samhljóða efni, heldur sendi hvert sinn mann á vettvang til þess að bera efnið fram í nýju Ijósi. En svo er önn- ur hlið málsins: ásókn einstakl- inga á blöðin, einkum þeirra, er vilja ota sér fram á svið frétta, og þeirra, er telja andlega fram- leiðslu sína jafnan mikilla pen- inga virði. Opinberir aðilar hafa í vaxandi mæli reynt að koma upp varnar- girðingu í milli sín og almenn- ingsálitsins með því að telja ákvarðanir og sainningagerðir „trúnaðarmál" og undir levndar- hulu. Ráðið hefur þetta að segja um slíka tilburði: Marga embætt- ismenn og skriffinna hins opin- bera dreymir um að skapa sín eigin ríkisleyndai-mál. Ef þetta er gagnstætt þjóðarhagsmunum, ber blöðunum skylda til að segja, hvað er að gerast. Skuggahliðar mannlífsins. Kvartanir yfir hryllifrásögnum af glæpaverkum í blöðum, hafa komið fyrir þennan sjálfboða- dómstól brezku blaðanna, og hann hefur svarað eitthvað á þessa leið: Fáir geta vænst þess, að lifa svo ævina, að þeir komist ekki í snertingu við skuggahliðar mannlífsins. Blað væri lítils virði ef það sæi aldrei nema hinar bjartari hliðar. Um kynferðisaf- brotamál segir: Almenningur væri verr á vegi staddur, ef sliku væri haldið leyndu. Loks er þess getið, að uppi séu skoðanir um að blöðin láti stóra auglýsendur hafa áhrif á skoð- anatúlkun og almenningsálit. En blaðaráðið telur, að í Bretlandi sé lítið hald í þessari skoðun. Bendir á, að tóbaksframleiðendur séu einhver öflugasti auglýsandi landsins, en blöðin hafi, án tillits til hagsmuna þeirra, flutt mjög ýtarlegar fréttir af vísindarann- sóknum og umræðum um sam- band sígarettureykinga og lungna krabba. En þessi fréttaflutningur hljóti að hafa haft áhrif á sölu- möguleika tóbaks. Fyrir blöðin sjólf, og fyrir al- menning, er mikilsvert, að vanda- mál blaðanna og opinberra um- ræðna sé þannig krufin til mergj- ar fyrir opnum tjöldum. Skiln- ingur á aðstöðu blaðanna og hlut- verki þeirra, er ein bezta trygg- ingin fyrir því ■ að sannkallað prentfrelsl sé í heiðri haft. ÍBÚAFJÖLGUN A AKUREYRI UM ÁRAMÓTIN 1954—’55. Ibúum fjölgaði síðustu nýársnótt um nokkur hundruð — í ekki fjölbýlli stað, eitt mætti þó virðast merkilegast við það, — hve mannfjölgun sú koni hávaðalaust og fljótt. Er horgari nýr er borinn, það vitnast fljótt, þá byrja hljóð, og þau eru sjaldan smá, en dauðaþögn var í HÍíðinni og utan við á alla þessa sérsfæðu fjölgunarnótt. 1 þjóðsögum er um nýársnóttina rætt, þó nótt fóru allar hulduvættir á kreik og höfðu í frainmi glettur og gráan leik, svo guðhræddu fólki var naumast vært eða stætt. Þótt fáir trúi á undur, þau gerast enn, um áramótin það skeði — eins og þjóðin veit — að fjöldi bænda, sem bjuggu úti í sveit, breyttust í einu vetfangi í kaupstaðarmenn. Hvað skeður um næstu áramót enginn veit, er aftur bólar á þessum forneskju-sið, eg kynni þá, ef eg hef varann við, að vakna sem próventukarl í afdalasveit. DVERGUR. :ar ....................... ....... i v --------------------

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.