Dagur - 19.01.1955, Blaðsíða 4

Dagur - 19.01.1955, Blaðsíða 4
4 D AGUR Miðvikudaginn 19. janúar 1955 DAGUR Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 88. — Simi 1166. Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 60.00. Gjalddagi er 1. júlí. Prentverk Odds Björnssonar h.f. íslenzk viðskipti erlendis og ára- mótaskýrsla 0. E. E. C. ÞEGAR BEZI og tryggasti fiskmarkaður okkar íslendinga um margra ára skeið lokaðist algerlega, sökum ofbeldisaðgerða brezkra togaraeigenda og fylgismanna þeirra, munu fæstir hafa gert sér í hugarlund, að hagkerfi okkar gæti staðizt stund- inni lengur að kalla, ef ekki fengist bót ráðin á þessu óeðlilega og harla ískyggilega ástandi innan tíðar. Og sízt mundu menn 'þó hafa trúað því, þótt það hefði verið sagt fyrir þá, að íslenzka hagkerfið hefði verið að þokast í jafnvægisáttina, bæði innan lands og utan síðustu átján mánuðina, frá síðustu áramótum að telja, og þjóðin væri tekin að safna sér nauðsynlegum gjaldeyrisforða erlendis. Þessar staðreyndir verða þó naumast vefengdar, þar sem þær hafa verið birtar í skýrslum þeim, sem Efna hagssamvinnustofnunin í París (O. E. E. C.) hefur nýverið sent frá sér um efnahagsástandið í þátt- íökuríkjunum. En skýrslur þessar eru m. a. byggðar á upplýsingum, sem ríkisstjórnir viðkom- andi landa haEa sjálfav gefið, og svo á öðrum op- inbérum og vafalausum heimildum. Og ályktanir og skoðanir þær, sem settar eru fram í skýj-slum þessum, eru „sameiginlegt álit allra þátttökuríkj. anna“, eins og það er orðað. í ÁLYKTUNARORÐUM nefndrar greinargerð ar segir ennfremur um þetta efni, að „líkindi eru iil þess, að þetta jafnvægi haldist, á meðan fiskafli er góður, tekjur af herafla Bandaríkjanna veru- lega'r og markaðir í Austur-Evrópu hagstæðir.‘“ „Ástandið er þannig mjög ólíkt því, sem var til ársloka 1952, en þá var innlent verðlag hækkandi og mikill halli á greiðsluviðskipum. En um það ;ná hins vegar deila, .hvort sú tegund jafnvægis, sem náðst hefur, sé sú heppilegasta, sem völ er á íyrir ísland. Jafnvægið byggist ekki aðeins á mikl- um gjaldeyrishömlum ásamt háum tollum, heldur einnig á ráðstöfunum, sem ýta undir innflutning frá ósamkeppnshæfum og gjaldeyrislega veikum 'öndum, en þar af leiðandi hækkar hinn raun- /erulegi kostnaður innflutnings þess, sem ísland barf að kaupa.“ ! ÞÁ ER Á ÞAÐ BENT í skýrslunni, að enda þótt nargir gallar hljóti að vera á hinu nýja viðskipta- bormi, þ. e. vöruskiptaverzluninni við lönd þau, foar sem verðlagið er hærra en svo að það sé raun- ærulega samkeppnisfært, hljóti þó ýmis konar ivinningur að vera þessu samfara í augum fs- endinga, enda fari hann vaxandi. í fyrsta lagi fari /iðskipti þessi í æ ríkari mæli fram á heimsmark- aðsvei-ði, og í þeim dæmum, þegar íslendingar varði að greiða hærra verð en ella fyrir innflutn- ; ; ng frá þessum löndum, sé það jafnað með því, að oft fáist þar líka hærra verð fyrir íslenzkar afurðir en hægt sé að fá annars staðar. En aðalkosturinn :íé þó sá, að með þessu móti sé létt framboði ís- enzkra afurða af mörkuðum, sem annars er hætt '/18 að fljótlega myndu yfirfyllast, þ. e. á E. P. U. og dollarasvæðinu, og því sé hér, eins og sakir itanda, helzt um það að ræða að velja milli þess .að nota vöruskiptamarkaði, þótt óhagstæðari , funni að vera, og hins kostsins, sem sízt muni < betri — að draga að mun úr framleiðsl- i unni. VÍST FYLGJA mörg óþægindi slíku ástandi, og þá ekki sízt þau, að íslenzkir neytendur geta síður en ella valið varninginn eftir þörfum, smekk og geðþótta. Og slík viðskiptastefna getur aldrei orðið æskileg, heldur aðeins nauðvörn, því að hún kostar flókið kerfi alls konar hafta, verðuppbóta á útflutninginn, en álagna á innflutninginn. En sann- arlega kjósa landsmenn fremur að taka á sig slík óþægindi og jafnvel beinan skaða í bili, frem- ur en að láta beygja sig undir jarðarmen ójafnaðar og yfirgangs hinna brezku togaraeigenda og þeirra fylgifiska, sem hamast með lítilli sæmd og sanngirni gegn réttum málstað vinveittrar smáþjóðar. Ef unnt værj að leysa þessa deilu með jöfnuði, mundi okkur reynast auðveldara en nú er að hefja viðskiptin við þátt- tökuríki Efnahagsstofnunarinnar að nýju, eins og við mundum kjósa helzt að öllu sjálfráðu. — Vaxandi viðskipti á frjálsum markaði við Bandaríkin eru vissulega mikið gleðiefni. En þó mundi það fullmikil bjartsýni að gera sér vonir um, að þau verði á næstunni það mikil, að unnt reynist þeirra vegna að afnema útflutningsstyrkina og innflutn- ingshöftin. VIÐ ÍSLENDINGAR eigum miklu minni varaforða erlends gjaldeyris en flest önnur þátt- tökuríki Efnahagsstofnunarinnar, að því er segir í áður nefndri skýrslu, en þyrftum þó raunar að vera þeim mun birgari en þau í þeim efnum sem aðalútflutnings- vörur okkar eru meira þáðar sveiflum, en þeirra — bæði að því er viðkemur vörumagni og verð- lagi á heimsmarkaðinum. En þrátt fyrir þetta er þó vissulega gott til þess að vita nú um þessi áramót, að eftir óvænt og stór- kostleg skakkaföll, sem við höf- um nú upp á síðkastið orðið fyrir í þessum efnum, m. a. af völdum næstu nágranna okkar og góð- vina, að því er við áður töldum — miðar þó nokkuð í rétta átt, einn- ig á þessu sviði. Og sannarlega er það vonandi, að nýja árið, og næstu árin öll, megi færa okkur vaxandi blessun hins daglega brauðs og aukið öryggi í efna- hagsmálum yfii’leitt, ásamt öðr- um gæðum. Af því mundi sann- arlega ekki veita fó:tækri og fá- mennri þjóð á frumbýlingsárum nýs lýðfrelsis og lýðveldis. Kærkominn hvalreki! Einhver náungi, sem kallar sig „fúxinn í bckknum“, skrifar blaðinu á þessa leið: SKELFING ÞÓTTI MÉR fyrir því að sjá á eftir þér, Dagur sæll, sem eg hef þó annars velþóknun á — steypa þér í vikunni, sem leið, að þarflausu ofan í þá hina sömu fallgryfju forheimskunnar, hvatvísinnar og sleggjudómanna, sem eg hafði áður séð ýmis höf- uðstaðarblöðin hverfa niðrí, er þau birtu fregnina um úrslit „skoðanakönnunar" þeirrar eða „þekkingarprófs", eins og sum þeirra láta sig ekki muna um að nefna skrípaleik þennan, sem fram fór nú fyrir skemmstu í einni bekkjacdeild eins gagn- fræðaskólans í Reykjavík — án nokkurra skynsamlegra athuga- semda eða skýringa af sinni hálfu, heldur þvert á móti í þeim dúr sem þarna sé um einhverja ótvíræða úrslitasönnun að ræða fyrir eigi aðeins þekkingarskorti, þröngsýni og hundavaðshætti skólanemenda og æskulýðs nú á dögum yfirleitt, heldur einnig fyrir stórgöllum og algeru fánýti — ef ekki skaðsemi — „skóla- fargansins“ og kennslukerfisins alls sér í lagi! OG AUÐVITAÐ hefur svo al- menningur, meira og minna, ginið feginsamlega við þeirri flugu, sem blöðin hafa þannig komið í munn honum, svo að nú koma menn naunmast svo inn fyrir dyrastaf á nokkru heimili eða vinnustöð, að ekki kveði við: „Ja, þarna sér maður það svart á hvítu, hvaða gagn muni að allri þessari ítroðslu og skólagöngu! — Ekki nema það þó: 20 af hverjum 30 skólapemendum fullyrða, að hann Haukur okkar Morthens sé hvorki meira né minna en mesti maður íslands að fornu og nýju! Sjálfur Ólafur Thórs nálgast það ekki einu sinni að vera hálfdrætt- ingur á borð við réttan og slétt- an dægurlagasöngvara, svo að maður nefni nú ekki ósköpin, að sjálfur Jón Sigurðsson varð að láta sér nægja eitt skitið atkvæði og sömuleiðis snillingurinn Snorri! — Og svo keppast raemi við að hrista í heitri hneykslan og heilagri vandlætingu grá hærða og lífsreynda kollana, blekfulla af ættjarðarást og ís. landssögu, yfir hinum sauð. heimsku, gersamlega þekkingar. snauða og fordjarfaða æskulýð, og andvarpa hótt og í hljóði: „Þarna sést það bezt, að hvaða gagni það kemur að moka öllu þessu fé í kennarana og skólana, þegar árangurinn er ekki annar og meiri en þetta!“ Svarað út j hött. TIL SKAMMS TÍMA hefui það naumast þótt sérstakt heimsku- merki, né heldur órækt vitni um þekkingarskort, að „svara útúr“ eða „út í hött“„ þegar heimsku- legar eða hvatvíslegar spurningar hafa verið lagðar fyrir menn. Og segðu mér nú í einlægni, Dagur sæll, hin blöðin líka og allir ís landssöguspekingarnir, sem hneykslast hafa og hrist kollana svo ákaft yfir þessum úrslitum „þekkingarprófsins“: „Hver ER mésti maður fslendinga fyrr og nú?“ Takið eftir: Ekki: hver álítur þú að verið hafi mesti maður þjóðarinnar að fornu og nýju? (og mundi þó sú spurning ærið erfið mörgum) heldur: hver ER mestur? — Staði’eyndir, góðjr hálsar, en engar ágizkanir, líkur né órökstuddar einkaskoðanir annars eruð þið úr leik! Hverjir hafa „gejigið í vatnið“? SEJÁLFSAGT ÞÆTTI okkur öllum geysi fróðlegt að kynnast þeim algilda og einhlíta. mæli- kvarða á mikilleik manna, sem einn mundi þarna duga, hvenær hann var fundinn, hvar og af hvei-jum! Mér finnst satt að cegja unglingunum fyllsta vorkunn þótt þeir tækju slíka spurningu ekki sérlega alvarlega, heldur kæmu sér saman um eitthvert (Framhald á 7. bls,). VALD. V. SNÆVARR: Þegar þysinn liljóðnar. „Far þú; syndga ekki upp frá þessu.“ — Jóh. 8, 11 - I nýárshefti merks tíviarits, er út kom fyrir hálfri öld, er eftirtektarverð viynd. Hún sýnir dálítinn vegarspotta. Mörg ökntæki fara þar um, en einn vagninn liggur þar brotinn. Vagnstjórinn situr á vegarbrúninni, heldur inn höfttð sér og horfir eyðilagður á brotna vagninn og ónýtan farminn. Hann á sýnilega bágt. — Skyldi ekki mörgum verða svipað farið nm þessi áramót? Vér sjáwm visast flest, að margt mistókst oss á liðna árinu. Sjálfsagt hafa margar bljtigar bænir stigið upp úr djúpttm hjartnaima á áramótastundinni. Var það ekki svo? — Enskt skáld lýsir áramóta- tHfinnmgum simtm á þessa leið: Eg nálgast hásætið. — Hjarta mitt skalf, þvi horfið var árið sem tár. — „F.r, HERRA, enn nýtt ár til handa mér? Eg hagnýtti' ei liðið ár.“ Var ckki áramóta-andvarp vort eitthvað á þessa leið? — Vér hlustuðum og biðum svars, unz nýárs- morguninn rann upp. Þá öðluðumst vér nýja reynslu, er sama skáld lýsir svo: HANN tók aftur saurgað og ónýtt árið, og annað gaf nýtt, jafn hreint sem tárið. í hjartað þreytt brosti sem GUÐ einn getur: „Nú gjörir þú, barnið mitt betur.“ Svo blcssaði Guð oss til ferðarinnar af óumræði- legum kærlcika sinum, án tillits til þess, hvernig oss hafði farnazt á umliðnum árum, og gaf oss vý tækifæri, nýjar vonir, ný viðfangsefni, trúði oss fyrir dýrum verðmætum og kvaddi oss til samvinnu við sig. En — við sérhvert af oss segir hann: Syndga ekki upp frá þessu.“ Það er nýárs- bæn hans til vor. — Oss hlýnar i huga. Kærleikur- inn vermir. Vár leggjum af stað með þeim ásetn- ingi að reynast mi þatnandi menn. „Andinn er reiðubúinnP Sumir af oss aka hratt úr hlaði. Nú skal met sett. F.n — gæt þin, þú sem hratt ekur! Vegurinn cr viðsjáll. — Aðrir aka ef til vill af stað án þess að hafa áttað sig á vegarljósunum og hættumerkjunum. Það er ckki sama, hvert ljósið er. Villuljósin eru mörg. Vetdu rétt Ijós! Fylg honurn, sem er „hcimsins ljós“. = Þeim gengur öllum bezt, sem gæta varúðar og athuga gang sinn. Að vísu geta þeir orðið fyrir áfekstriim. Enginn er svo fullkominn, að honum geti ekki fatazt. En þá sker úr, hvernig menn .smiast við árekstrum og erfið- leikum. Sumir gefast strax upp, þegar á rcynir. Mæla sig undan viðnámsskyldunni. Reyna engu að bjarga. Níðast jafnvel á því, sevt þeim var trúað fyrir. Flýja af hólmi yfir til meiri hlutans. — Aðrir gjöra sitt ítrasta. Bjarga þvi, scvt bjargað verður. Yfirgefa ekki réttan málstað, þótt á móti blási. Reynast trúir til dauða. Að slikum mönnum er þjóðarsómi. Guð gefi oss sem flesta slika menn! Ekki veitir af. Oss er trúað fyrir svo miklu: Menn- ingararfi og menningarlífi þjóðarinnar, frclsi lands- ins og trúar- og kirkjulífinu. — Gegn hvers konar ómemúngu ber oss að vinna af alefli; frelsis og sjálfstæðis að gæta, og sannarlega ber oss að fylla kirkjuna af lífi og starfi. Finnist þér kirkjulífið dauft, þá er að rcyna að glæða það. Leggðu sjálf- ur hönd á plóginn og reyndu að fá aðra í lið með þér. Bið fyrir trúar- og kirkjulífimt. Bið fyrir presti þínunt. Bið fyrir sigri fagnaðarerhtdisins. Bið fyrir þjóðinni og málum hennar. Þetta er allt á dagskrá ársins 1955. Vinnir þú i þessnvt anda, þá er ólíklegt, að það verði þú, sem situr stprinn á vegarbríninni u mnæstu áramót. — Sá, cr gaf oss leyfi til að hef ja ársferð vora, sagði: „Far þú; syndga ekki upp frá þessu.“ Verum minnug þess, að ein syndin er, að ncita góðum málum um liðs- styrk sinn! „Afram því með dug og dáð, i'.t. f Drottins studdur ást og náð. j; Sé hann með oss, ekkert cr ^ ótrúlegt, þá sigrum vcr.“ r , , d> | GLEÐILEGT NYAR! Hljóðbylgjur gegn kikhósta í Bandaríkjunum er unnið að framleiðslu nýs efnis gegn kikhósta. Hljómbylgjur með hæstu tíðni verka þannig á sýkilinn, að hann myndar vökva, sem nota má setm móteitur. Enn er meðal þetta á tilraunastigi. © I

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.