Dagur - 19.01.1955, Qupperneq 5
Miðvikudaginn 19. janúar 1955
D AGUR
5
Jónas Krisfjánsson samlagssfjóri
sexfiu ára
Lýsing Þingeyjarsýslu:
Nokkrar athugasemdir við kafl-
ann um bæi í Fjörðum -
Eftir JÚLÍUS JÓHANNESSON, Svalbarðseyri
Niðurlag.
Fyrir nær 30 árum var bænda-
námskeið haldið í Kaupangi í
Ongulsstaðahreppi, að tilhlutan
Búnaðaríélags íslands. Eg var þá
nýlega tekinn við starfi því, er eg
um langt skeið hafði hjá Rækt-
unarfélagi Norðurlands og hef
elcki enn kvatt að fullu, og var
hlutverk mitt meðal annars að
mæta á námskeiðum vegnaRækt-
unarfélagsins. Flutti eg þar nokk-
ur erindi og fjallaði eitt þeirra
um mjólkurbú og mjólkursölu-
samtök með dönsku sniði. Við
umræður, sem urðu í sambandi
við erindið, upplýstist, að mál
þetta hefði þegar verið til um-
ræðu hjá Kaupfélagi Eyfirðinga,
og að ungur Eyfirðingur, Jónas
Kristjánsson frá Víðigerði í
Hrafnagiishreppi, dvaldi þá í
Danmörku við mjólkurfræðinám,
til þess að búa sig undir að veita
slíkri starfsemi forstöðu.
Var þetta hið fyrsta, sem eg
heyrði um Jónas, en annars
fræddist eg um það, þá eða síðar,
að hann var búfræðingur frá
Hvanneyri og hafði lokið námi
þár vorið 1914, eða rösku ári áð-
ur en eg kom á þann skóla. Þykir
mér leitt að svo skyldi til takast,
að við fórumst þar á mis, því að
ella hefðu kynni mín af Jónasi nú
verið þriðjungi lengri en þau eru
og aldrei of löng.
Þegar eftir að Jónas Kristjáns-
son kom heim frá mjólkurfræði-
náminu í Danmörku, hófst hann
handa, ásamt forráðamönnum
Kaupfélags Eyfirðinga, um það
að koma á fót mjólkursamlagi
fyrir héraðið og var það stofnað
1928. Þeim, sem þeþktu ástandið
í mjólkurmálunum hér á þessum
árum, má vera ljóst, að það var
ekki smávægilegt átak að byggja
hér upp samvinnu og samtök um
mjólkurframleiðslu og sölu mjólk
urafurða. Mjólkurþörf bæjarins
var fullnægt á þann hátt, að ail-
margir bæjarbúar höfðu kýr við
erfið skilyrði, fyrir sig, og voru
jafnframt aflögufærir tíma og
tíma, og auk þess voru nokkur
kúabú í bænum eða nágrenni
hans, er framleiddu mjólk til sölu
og reiddu hana í smádunkum
beint til neytenda, hvert í sínu
lagi. Var þetta bæði tímafrekt,
litlu eða engu heilbrigðiseftirliti
við komið, aðeins fáir bændur, ert
gátu nolfært sér markaðinn og
árstíðasveifiur gerðu mjög vart
við sig, svo að lá stundum við
stórum mjólkurskorti, og urðu
þá þeir, sem markaðinn áttu, að
vera á snöpum um mjólk hjá
Pétri og Páli til þess að geta full-
nægt lágmai'ksþörf kaupenda
sinna. Þessir mjólkui'framleið-
endur í bæ og nánasta umhverfi
hans, sem þóttust eiga mjólkur-
mai-kaðinn héi', höfðu ái-eiðanlega
í upphafi, margir hverjir, illan
bifur á samlaginu og lögðu því
ekki lið, og á hinn bóginn. var
svo íhaldssemi neytendanna og
andúð þeixra á „samsullinu", sem
þeir nefndu samlagsmjóikina.
Hér við bættist svo, að samstilla
þurfti stóran hóp bænda, sem
óvanir voru mjólkurfi'amloiðslu
og kunnu sumir lítil skil á mjólk-
ui’samlögum, til þess að fiam-
leiða þannig hi'áefni, að hægt
væri að gera úr því góða neyzlu-
mjólk og góðar mjólkurafui'ðir.
Alla þessa örðugleika og reyndar
mai’ga fleiri, er hér verða ekki
taldir, varð að yfirvinna og tókst
að sigi’a, án vei’ulegi-a árekstra og
í fullkomlega frjálsri samkeppni,
því að þegar mjólkui-skipulagið
svokallaða kom til skjalanna, var
svo hverfandi lítið oi’ðið eftir af
hinni gömlu tilhögun hér, að
engu máli skipti.
Eg veit ekki hvoi’t enn eru til
menn, er mæla þeirri tilhögun
mjólkm-fi’amleiðslu og mjólkur-
sölu bót, er var hér áður en sam-
lagið tók til stai’fa, en eg er þess
fullviss, að enginn lifandi maður
vill í alvöru hverfa aftur til
þeirrar tilhögunar.
Mér dettur ekki í hug að halda
því fram, að Jónas Kristjánsson
hafi verið einn um að koma
Mjólkursamlaginu á stofn. í því
starfi naut hann vafalaust stuðn-
ings margra góðra manna í hér-
aði, en þó fyrst og fx’emst öflugs
kaupfélags, stjói’nar þess og
framkvæmdastjói’a, en engum
getur þó dulizt, hve geysimikill
þáttur Jónasar í þessum fram-
kvæmdum er. Hann varð að
leggja til hina faglegu þekkingu,
eigi aðeins við uppbyggingu stofn
unarinnai’, heldur einnig í hinum
daglega reksti'i. Hann varð að
skipulegg'ja stai-fsemina út á við
og i-yðja úr vegi hindrunum
hleypidóma og íhaldssemi. Hann
varð að sýna yfii-burði hins nýja
skipulags og tókst það svo vel, að
eigi verður um deilt. Naut hann
þegar á fyrstu áx'um samlagsins
mikils ti'austs í héraði og víða um
land og var mikið sóttur ráða í
mjólkurmálum úr öðrum byggða-
lögum og af ríkisstjóx-ninni sjálfri.
Jónas Kristjánsson er einn
þeirra manna er átt hafa veruleg-
an þátt í að setja svip á þetta hér-
að síðustu ái-atugina. Ekki svo
að skilja, að Jónas pei’sónjrlega sé
svo fyrirferðamikill og gustmikill,
eða að hann hafi vei'ið svo mikið
á fei'ðinni um héraðið og látið að
sér kveða á samkomum og mann-
fundum eða í opinberum málum,
því að í þeirn efnum er Jónas
fullkomlega hlédrægur, en Jónas
hefur með staifi sínu og árangri
þess, átt séi-lega mikinn bátt í
efnahagslegri uppbyggingu þessa
héraðs og þeim ánægjulegu svip-
mótum, sem leitt hafa af bættum
efnahag bændanna. Þessi stað-
reynd er svo augljós, að óþarft. er
að rökstyöja hana, en það er líka
hægt að gera það í fáum orðum
og á mjög g@nnfaer.andi þátt. —
Fyrsta árið, sem Samlagið stax-f-
aði, tók það á móti rösklega einni
milljón lítra af mjólk. Það var
vissulega mjög myndarlega af
stað farið, en árið 1953 tekur
samlagið á móti nær níu milljón-
um lítra af mjólk. Getur nokkuð
sýnt betur heldur en þessi stór-
fellda fi’amleiðsluaukning, þá
efnahagsþrótin, er á bak við
liggur?
En þessi mikla aukning mjólk-
ui’framleiðslunnar, sem samlagið
varð að veita viðtöku, sýnir líka
annað. Hún sýnir hve mikla fram
sýni og árvékni hefur þui'ft til
þess, að stofnun sú, er átti að
veita þessu hraðvaxandi mjólkur-
magni viðtöku, væri þeim vanda
vaxin, og hvílíkt átak það hefur
verið að leita úrræða, til þess að
fá viðunandi vei'ð á þi’öngum
mörkuðum, fyrir þessa miklu
framleiðslu. Þegar þess er gætt,
að samtímis því, sem fólksfjöld-
inn á aðalmai’kaðsstaðnum, Ak-
ureyi'i, hefur aðeins tvöfaldast,
hefur mjólkurfranxleiðslan ní-
faldast. Engum getur dulist, að
þurft hefur mann með mikla
hugkvæmni og starfsoi'ku til að
veita slíku fyrirtæki forstöðu, svo
að allir mættu vel við una, og svo
að allt lenti ekki í sjálfheldu.
Sumir menn vei'ða svo sam-
grónir þeim stofnunum, er þeir
starfa við, að nöfn þeirra og
stofnananna ei-u venjulega nefnd
í sömu andránni, verða óaðskilj-
anleg. Þannig er Jónas Krist-
jánsson hér í þessu héi'aði, og ef
til vill víðar, oftast nefndur Jón-
as í Samlaginu, eða Jónas Sam-
lagsstjóri. Frekari skýi'ingu, um
hvaða Jónas og hvaða samlag sé
átt við, gerist ekki þörf. Þetta er
táknrænt og ber þess vott, að al-
mennt eigum við ex'fitt með að
hugsa okkur stofnunina án
mannsins eða manninn án stofn-
unarinnar. Þeir, sem þessa viður-
kenningu hljóta, hafa venjulega
vei'ið mjög óskiptir og heilir í því
starfi, er þeir hafa helgað krafta
sína.
Þótt Jónas í Samlaginu sé hlé-
drægur í opinberum málum og
heill í starfi sínu hjá Samlaginu,
skyldi enginn halda að hann sé
einhæfur í hugsun og viðfaixgs-
efnum eða fátækur af áhugamál-
um. Þvei’t á móti hefur hann
mjög í'íkan skilning og mikinn
áhuga fyrir öllum menningarmál-
um og öllu því, er hoi'fa má til
fi’amfai’a í íslenzkum landbúnaði.
Honum var það vel Ijóst frá upp-
hafi, að efling Samlagsins og efl-
ing nautgriparæktar í héraðinu
ui’ðu að haldast í hendur. Þess
vegna beitti hann sér fyrir því,
ásamt fleirum, að Samband naut-
griparæktarfélaga í Eyjafirði (S.
N. E.) var stofnað 1929. Hefur
hann verið í stjórn þess frá upp-
hafi og ái’eiðanlega ekki lagt þar
minnst til málanna. Sambandið
hefur unnið mjög mei’kilegt stai'f,
komið á víðtæku skýrsluhaldi,
bætt meðferð og hirðingu kúnna
og sett hér á stofn sæðingarstöð,
sem rekin hefur verið af miklum
dugnaði og myndarskap og tr sú
fyi'sta héi'lendis. Þetta er þó ekki
nægilegt til þess að ná skjótum
og öruggum árangri í kynbótum
nautgi'ipanna, það er Jónasi
ljóst ,og nú er það eitt af hans
mestu áhugamálum að koma á fót,
innan S. N. E., afkvæmarann-
sóknastöð, svo að unnt sé á sem
allra skemmstum tíma að full-
í-eyna kyngæði nautanna, sem
notuð ei’u til undaneldis. — Þótt
Jónas Ki-istjánsson hafi tekið sér-
stöku ástfóstri við S. N. E., þá
hefur hann eipnig verið í stjói’n-
um ýmsra annan-a búnaðailegra
félaga eða lagt þeim lið, svo sem
Jarðræktai’fél. Akureyi-ar, Rækt-
unai’félagi Noi’ðurlands o. fl
Margt fleii’a mætti um Jónas
segja í sambandi við fi'amfaramál
landbúnaðarins, skal hér aðeins
til viðbótar framantöldu nefna
svínai'æktina á Grísabóli við Ak-
ureyri, þar sem rekið hefur veriðý
undir umsjá og handleiðslu Jón-
asar, eitthvert stærsta svínabú
landsins, fyi'st á vegum Mjólkur-
samlagsins, en nú síðustu árin í
sambandi við S. N. E. Rekstur
þessa svínabús hefur heppnast
mjög vel, eigi sízt þegar þess er
gætt, hve örðugt er að halda uppi
slíku einstöku búi, án þess að
misfellur of náinnar skyldleika-
í-æktar segi til sín, í landi þar sem
svínastofninn ex' hvei'fandi lítill,
en blóðblöndun ei'lendis frá
(Framhald á 7, síðu).
Á bls. 77 segir:
„Ekki fiiinast þeir bændur, sem 1703
voru á jörðuni, taldir senx ábúendur
1712 í öðruni svcitarhluta cða ná-
læguni sveitunx og virðist svo sem
bólan hafi stráfellt fólkið á þessum
10 jörðum, eða þyí senx næst.“
Jarðir þær scnx hér er átt við cru:
Steindyr, Miðhús, Sker, Grímsnes,
Kcflavík, Eyri (Arnareyri), Tindriða-
staðir, Kussungsstaðir og Kaðalsstað-
ir. Eru þctta níu jarðir; er mér ekki
ljóst hver er sú 10. á þcssurn slóðum.
Steindyr: Þar bjó Jón Kolbeinsson.
Hann bjó að Hjalla 1712.
Sker: Þar bjó Arnbjörn Grímsson
1703. Hann bjó á Svínárnesi 1712.
Keflavík: Þar bjó Jón Jónsson 1703.
Hann mun hafa flutt að Hóli í Fjörð-
unx fyrir „bóluna“ og býr þar 1712.
Annar hefir þá flutt í Keflavík cn
um hann er sagt í annálum, að nxaður
hafi búið þar með dóttur sinni 11
ára. Er leið á vetur 1708 veiktist
bóndi af bólunni og dó. En dóttir
hans var ein í bænunx með líki föður
síns í 6 vikur og á þeinx tíma lá hún
í bóluveikinni en lifði af.
Þó annállinn geti ckki um það, get-
ur vcrið að fleira fólk hafi verið í
heimilinu í byrjun fardaga ársins.
Eyri: Þar bjó Björn Þorkelsson
prests á Þönglabakka. Var ckki flcira
í heimili hans en móðir hans og Þórð-
ur bróðir hans. Vitað er að þeir
bræður lifðu af „bóluna". Eru ættir
taldar frá báðum. Við Eyri segir í
Jarðabók Á. M. „í eyði næstu 3 ár“.
Virðast þcir hafa flutt þaðan i far-
dögum 1709 eða ári cftir að bólan var
afstaðin.
Tindriöastaðir: „í oyði næstu 3 ár“
scgir Á. M. Þar bjuggu fjögur
systkini 1703, er ekki ljóst, hvað
orðið hefir um þaú, en jaiðabckin
setur ekki í samband við bóluna
eyðingu ábúðar þar.
Kussungsstaðir: „i eyði næstu tvö
ár“ (Á. M.) Hcfði þá átt að fara í
eyði 1710.
Kaðalsstaðir: „í eyði næstu 3 ár“
(Á- M.), Þar bjó Þórarinn Teitsson
1703. IJann hefir flutt þaðan 1709
inn í Þórisstaði á Svalb.str. og bjó
þar 1712. Síðar bjó hann að Brett-
ingsstöðunx.
Ólafur Örnólfsson var þénari Þór-
arins á Kaðalsstöðum 1703. Ilann bjó
síðar að Hallanda.
1 bólunni losnuðu jarðirnar í inn-
sveitunx úr ábúð og eðlilcgt að fólk
úr útsveitum sætti því færi sem því
gafst. En orð var gert á því hvað
„bólan" var harðlcikin um Svalbarðs-
strönd og Höfðahverfi.
Leiðinni frá Kefiavík til Þorgeirs-
fjarðar er lýst á bls. 105. Líklega
hcfir höf. treyst þar á kort herfor-
ingjaráðsins, en það virðist ckki
ábyggilcgt á þessum slóðum. Leiðin
upp úr Iveflavíkurdal er uni bratta
skriðu upp að Messukletti, þar þótti
hæfilegt að blása úr nös, þó nokkur
brekka væri enn til fjallsbrúnar, þá
var hún ekki eins erfið. Austur yfir
Hnjáfjallsöxlina var farið í brattri
brekku, cn spöl neðar tóku við
hanxrar niður í fjöru. Þctta var
hættulcið mikil, cf svell eða harð-
fcnni var, en ef fótur skrikaði, var
lítil von, að nxenn næðu aftur göt-
unni.
12. mai'z 1800 átti vinnukona frá
Keflavík leið yfir Hnjáfjall. Hún
rann til á hálku og hrapaði franx af
hömrunum.
Þcgar kemur austur af Hnjáfjalls-
öxlinni iiggur lciðin niður i Blæju-
dal sem er dálítið dalverpi. Austan
hans er BJæjukambur, hamra lxrygg-
ur, er liggur frá Lágu-Þóru til sjávar
og endar í standbcrgi. I bjargbrún
Blæjukambs er skerðing um 2—3 m.
breið, unx þá skerðignu er farið, og
er austur úr keniur, blasir við norð-
ur hlíð Háu-Þóru, hallalítil og fagur-
lega gróin. Fagurt er um að litast af
Blæjukambi. Víðátta hafsins blasir
við og firðir, flóar og andnes til
Rauðunúpa.
Önnur leið var farin úr Keflavík-
urdal um Feðgaskarð senx er móti
Uxaskarði. Er farið upp bratta skriðu
og yfir fjallið í litium slakka; þar er
fjallshryggurinn fáir metrar á breidd.
Austur af honum cr klettabelti unx
5 m. hátt, er þá koniið fremst í
Blæjudal. Var þessi leið stundum
farin, er ytri leiðin var ófær.
Þönglabakki: Innsiglingu í fjörðinn
er svo lýst: „En það voru miðin til
innsiglingar, að þegar fjárhúsin út og
niður á Þönglabakkatúni bar í bæinn,
var Ræsið opið.“
Þetta er villandi lýsing. Það eru
ekki fjárhúsin á heimatúninu, sem
rniða skal. Noxðan við lækinn er
lítill túnblettur, er kallast Gerðið.
Ofarlega á blettinum er húskofi,
kallaður Gerðishús. Það var nxiðað í
baðstofuna heima í bænum. Brimnes-
hellan gengur vcstur úr Brimnesinu,
en vestan frá Súluhryggur og er hann
innar. Liggur Ræsið því á ská inn í
fjörðinn. Ekki veit ég hvar Hofsnöf
cr að finna, enda gcrið það ekkert
til. Bátalægi er vandfundið vestan
vert á firðinum, þó oft sé lagzt und-
an Torfadal. Bezta bátalægi er austan
við nxiðjan fjörð undan Geröinu.
Þá er getið presta á Þönglabakka.
Er talið að sr. Jón Rcykjalín hafi
orðið þar einna langæjastur og verið
þar 9 ár, frá 1864—’73. — En hann
var einnig prestur þar 1875—’88 eða
alls 22 ár. Líklcga hcfir sr. Guðnx.
Þorláksson verið þrautscigastur, að
þrauka þar í 44 ár (1703—’47). Son-
ur hans, sr. Jón Guðnxundsson, var
þar 21 ár. Hann var faðir Jónasar í
Garðsvík. Þá segir, að sr. Sigurður
Jónsson liafi verið prcstur þar til
1920. Hann var prestur þar 1893 —
1902. Síðan hefir enginn prcstur set-
ið þar.
Árið 1909 kom þangað frá Hríscy
Guðnxundur Jörundsson. Hann hafði
margt fólk í heimili, cnda átti hann
niótorbát, er hann hélt til fiskjar. Þá
fluttu cinnig þangað Jörundur bróð-
ir hans og Ármann Sigurðsson; —
þeir bræðui' áttu systur hans, þeir
höfðu einnig mótorbát. Þá konxu
Svínárnesmenn þangað með útgeið
sína. Gerðu þeir út frá Botnsfjöru.
1912 gerðu þcssi úthöld út 6 báta.
Þá ralt B. Líndal fjárbú sitt á Kaðals-
stöðunx. Hafði þá vegur Fjarðanna
aldrei vcrið slíkur.
En þá konx reiðarslagið. Guðm.
Jörundsson fórst mcð vélbát sínunx
9. nóv. 1912 og nicð honunx vinnu-
nxaður hans. Voru þcir á heimleið
frá Húsavík, cr afspyrnu haustgarð-
ur brast á þá. Hjaðnaði þá þessi
gróður mcð sanxa lxraða og hann óx
upp.
Ekki hcfi ég trú á Þorgeirsfirði,
senx útgcrðarstöð. Til þess cr of
brimasamt við fjörur og Ræsið oft
ófært vikurnar út, þó logn sé og
bezta sjóveður. Ofært er líka að leita
þar hafnar í stórbrimi. 30. apríl 1872
fórst hákarlaskipið „Vcturliði" í
Ræsinu. Voru lík skipverja að reka
af og til fram í ágúst unx sumarið.
Nokkru fyrr (1864) mun aixnað
hákarlaskip hafa farizt utarlega í
Ræsinu, þó brak úr því ræki undir
(Framhald á 7. síðu).