Dagur - 19.01.1955, Síða 6

Dagur - 19.01.1955, Síða 6
6 D AGUR Miðvikudaginn 19. janúar 1955 í óttans dyrum Saga eítir DIANA BOURBON 12. DAGUR. (Framhald). Eg settist á rúmstokkinn hjá henni. „Viltu ekki segja mér eitt- hvað um þennan Milhaud kaf- tein?“ spurði eg. Eitthvað í rödd minni hefur komið upp um mig, því að hún horfði á mig ásökunaraugum en sagði síðan: „Það er svo sem ekkert. Hann er bara einn af þeim ungu mönnum, sem um- gangast mig.“ „Eg var bara forvitin," sagði eg, í hálfgerðum stríðnistón, sem gefur til kynna að maður gruni um óleyfilegtástasamband.„Hann virðist mjög hrifinn af þér.“ Hún hló, og var ánægð. Hlátur- inn var léttúðugur. „Eg er vön því, að þeir séu hrifinr af mér, en það er líka allt og sumt. Hefur engin áhrif á mig, ef að þú heldur eitthvað annað.“ „Og hvað heldur hershöfðing- inn?“ spurði eg í léttum tón. „Svo sem ekki neitt. Hvers vegna skyldi hann gera sér grill- ur út af því? London er sneisafull af ungum heimskingjum, kæra mín. Svoleiðis hefur það alltaf verið og eg get ekkert að því gert.“ „Nei, eg veit það,“ svaraði eg, og beið við, átti von á meiru. En hún þagði. „En mér sýnist Mil- haud samt ekki tilheyra þeim flokki,“ bætti eg svo við. Henni var ekki sama. „Hvers vegna segirðu það1?" spúrði hún, og‘ kertndi gremju í röddinni. „Ekki af neinni sérstakri ástæðu,“ sagði eg og lék sakleys- ingja. „En hann virðistt við fyi-stu sýn að minnsta kosti ekki vera neinn spjátrungur.“ Babs lá út af, var vör um sig og gaf mér gætur. „Það telur Jane líka. Þú hefur talað um þetta við Jane, er það ekki?“ Nú skildi eg, hvað hafði komið upp á milli systranna. Eg svaraði henni neitandi, og gat gert það kinnroðalaust. Það var sattt. Eg hafði ekki haft tækifæri til að tala við Jane, og mundi aldrei fá það framar. Við Jane höfðum aldrei nefnt Fransmanninn á nafn. „Þið hafið að minnsta kosti tal- að um mig,“ sagði hún. „Eg veit það og finna. Þú talar alveg eins og hún.“ Þarna kom það! Jane hafði verið áhyggjufull og hafði reynt að milda taugaæsing systur sinn- ar. Og fyrst að samband þeirra Babs og Milhauds hafðl verið nógu náið til að valda Jane áhyggjum, þá var áreiðanlegt að hershöfðinginn hafði ekki verið blindur heldur En þó hafði eg ekki séð nein merki þess um kvöldið. Var hann líka þátttak- andi í einhverjum leyndum og dularfullum og kannske háska- legum leik? „Um hvað varstu nú að hugsa?“ spurði Babs allt í einu heldur hvatlega. Hún velti sér á hliðina og horfði fast á mig. Eg ákvað að tefla á tæpasta vað. „Eg hugsaði sem svo: Ef Fransmaðurinn er þér ekki kær- ari en aðrir, þá ertu meira en lítið heimsk að leggja hjónaband þitt í hæltu vegna ímyndaðs sam- bands ykkar.“ Eg svaraði henni hvatlega, í sama tón og hún hafði talað til mín. „Þarna hefurðu það, sem eg var að hugsa, þú spurðir og eg hef svarað.“ Eg hafði búizt við uppþoti, en ekkert varð úr því. Hún lá kyrr og starði á mig. „Hvers vegna segirðu þetta?" hvíslaði hún eftir stundarþögn. „Hver hefur komið þessari flugu í kollinn á þér?“ „Eg veit ekki, enginn sérstakur held eg. Mér var nóg að horfa á hann í kvöld.“ Hún reis nú upp við dogg í rúminu. „Og þú trúir því í raun og veru að hjónaband mitt sé í hættu?“ Það var eins og hún legði spurninguna fyrir sjálfa sig ekki síður en mig. „Þú ætlar þó ekki að telja mér trú um, að sá möguleiki hafi aldrei hvai-flað að þér. Hershöfð- inginn er eldci einn af þessum „ungu mönnum" þínum, hann er maður af öðru sauðahúsi.11 Hún svaraði mér ekki beinlín- is. Eg sá að hendur hennar skulfu. „Hvað á eg að gera?“ hvíslaði hún kjökrandi. „Hvað á eg að gera?“ Eg laut að henni, tók skjálfandi hönd hennar og sagði: „Hlustaðu nú á mig, Babs: Þessi Milhaud er þér ekkert kærari en hver annar. Taktu rögg á þig og láttu hann fara.“ „Eg get það ekki!“ „Og hvers vegna ekki?“ Hún opnaði murtninn, hvað eftir annað, ætlaði hún að fara að svara, en eg heyrði ekkert orð. En svo kippti hún að sér hendinni og sneri sér til veggjar. „Vegna þess að eg þarf hans með,“ sagði hún þrjózkulega. „Eg get ekki verið ein.“ Eg hikaði andartak. Átti eg nú að spyrja: Við hvað ertu hrædd, Babs? Eða var það of snemmt og of hættulegt? Eg ákvað að reyna aðra leið. Blátt áfram og rólega brevtti eg umræðuefninu: „Hver er Frank?“ spui'ði eg. Hún di'ó einni sekúndu of lengi að svara, en svo svaraði hún með tilbúnu kæruleysi, sem var auð- lesið: „Frank — nú, þú átt við símtalið. Og það er meira en skrítið. Eg hef verið að hugsa um þetta síðan Anna kom með þessi skilaboð, en hún hlýtur að hafa tekið skakt eftir, því að eg get alls ekki áttað mig á því, um hvern er að ræða. Eg þekki alls engan með því nafni.“ Eg stóð á fætur. Ef eg hafði komizt nærri leyndardóminum, þá var tækifærið til frekari vitn- eskju liðið hjá. Við töluðum ofur- lítið lengur um daginn og veg- inn, en ekkert nýtt kom fram. Eg ákvað að fara að hátta. Eg staldraði við í dyrunum í milli herbergjanna, sneri mér aft- ur að Babs og spurði: „Babs, hve margir símar eru hér í húsinu?“ (Framhald). ATVINNA Sá sem vill skapa sér atvinnu getur fengið keypta eða leigða smáverzlun. — Nýr vandaður vörulager. Góðir greiðsluskilmálar. Verzlunin er í fullum gangi. Þeir sem hefðu hug á þessu leggi inn á afgr. blaðsins, nafn og heimilisfang fyrir laugar- dag, merkt — „Framtíð“ Rafmagnsofnar Höfum fengið litlu 220 volta rafmagnsofna 1000 Watts, kr 115,50 stk. Verzl. Eyjafjörður h.f. Olíuvélar Höfum til fleiri tegundir af olíuvélum. Verzl. Eyjafjörður h.f. r 1”, 2”, 3”, möskva Verzl. Eyjafjörður h.f. Tilkynning Ingimar Brynjólfsson bóndi á Asláksstöðum í Arnarness- hreppi er ráðinn gjaldkeri Sparisj(>ðs Arnarnesshrepps frá 1 febr. 1955. Ber því við- skiftamönnum sparisjóðsins að snúa sér til hans frá þeim degi. Eftir umboði sparisjóðs- stjórnarinnar. Hofi, 3. jan. 1955. Hannes Davíðsson Herbergi Lítið herbergi til leigu í Skólastíg 5 Sími 1303 Stúlka óskast strax í vist til Auðuns Auðunssonar skipstj., Rvík. aðeins til vors. — Mjög hátt kaup. — Uppl. í sima 1626 f B ÚÐ Lítil íbúð óskast til leigu nú þegar eða í vor. A. v. á. Verkamannaf élags- fundur Fundur verður haldinn í Verkamannafélagi Akureyrar- kaupstaðar í Verkalýðshúsinu og hefst hann í dag miðviku- dag. kl. 8,30 e. h. Á fundinum verður m. a. rætt um atvinnu- ástandið og tillögur til úrbóta. Þá fer einnig fram fyrri um- ræða um breytingu á lögum félagsins og fleira verður þar rætt áríðandi mála. Ættu félagsmenn ekki að láta undir höfuð leggjast að fjölsækja þennan fund, sem verða mun síðasti almenni fé- lagsfundur fyrir aðalfund fé Iagsins, en hann verður vænt- anlcga haldinn síðari hluta þessa mánaðar. ÍBÚÐ 2 herbergi og eldhús óslc- ast til leigu frá 14. maí n. k. — Upplýsingar í síma 1353 og 1764 Dansleikur verður haldinn að Hrafnagili laugardaginn 22. jan kl. 10 e.h. Góð mússik. — Veitingar. Umf. Framlíð. Til sölu svigskíði og stökkskíði. Seld ódýrt. — Uppl. í Strandgötu 27 ,niðri Nýkomið VESTU - golftreyjur nýjir litir, hrokknar, sléttar. Verzlunin DRÍFA Sími 1521. Svartar kvenbomsur, með loðkanti niður á ristina, væntanlegar á morgun. Verzlun Péturs H. Lántssonar TILKYNNING um skömmtun frá Rafveitu Akureyrar M iðvikudagur: 1. svæði: Brekkurnar og neðri hluti Oddeyrar: Straumlaust frá kl. 8—12 og 16—20. 2. svæði: Miðbærinn ,efri hluti Oddeyrar og Glerárþorp: Straumlaust frá kl. 12—16 og kl. 20—24. Fimmtudagur: 1. svæði: Straumlaust frá kl. 12—16 og kl. 20—24. 2. svæði: Straumlaust frá kl. 8—12 og kl. 16—20. Það eru tilmæli Rafveitunnar a ðfólk takmarki næturnotkun eftir því sem unnt er, til þess að komast hjá næturskömmtun. RÁFVEITA AKREYRAR. Jarðeignir til sölu Helmingur jarðanna Lunds og Rangárvalla í Akur- eyrarlandi, ásamt húsum og mannvirkjum, er til sölu og afhendingar á næsta vori. Komið gæti til mála sala á eignunum öllum. — Vélar og verkfæri geta fylgt, ef um semst. Ræktað land er allt rúmlega 30 hektarar. Ágæt aðstaða til nýtízku búreksturs. Semja ber við undirritaðan, sem veitir nánari upp- lýsingar. BJÖRN HALLDÓRSSON, lögfr., Akureyri, sími 1312. Skagfirðingafélagið heldur skemmtikvöld í Skjaldborg fimmtud. 20 þ. m. kl. 8,30 e. h. fyrir félaga og gesti. Skemmtiatriði: KVIKAfYND, FÉLAGSVIST og DANS Aðgöngumiðar afh. við innganginn. Mætið stundvíslega. Skemmtinefndm Nýkomið! svartir karlmannaskór Skódeild

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.