Dagur - 02.02.1955, Blaðsíða 1

Dagur - 02.02.1955, Blaðsíða 1
BYRJIÐ ÁRIÐ með því að gerast áskrif- endur að DEGI. Sími 1166. DAGUR kcmur næst út n.k. mið- vikudag 9. febrúar. XXXVIII. árg. Akureyri, miðvikudaginn 2. februar 1955 5. tbl. legar sipis Ofsaveður gekk yfir Vestfirði og fiskimið út af Vestfjörðum á miðvikudag og fimmtudag í sl.vilui, og urðu af því hörmu- legir manuskaðar. Tveir brezkir togarar, Lorella og Rodcrigo, frá Hull, fórust á Halamiðum á miðvikudag og með þeim 42 menn. Togarinn Egill rauði frá Neskaupstað strandaði undir Grænuhlíð við utanvert ísafjarðardjúp á miðvikudagskvöldið og drukknuðu þar 5 mcnn, en 29 mönnum var bjargað. Var 13 mönnum bjargað af skipum, en 16 af björgunarsveit frá ísa- firði, er kom á vettvang. Sýndu björgunarmenn allir mikla dirfsku og fórnfýsi. Skipsmenn á bátunum Andvara og Páli Pálssyni lögðu sig í hættu við björgunarstarfið ognutuaðstoðar stærri skipa, svo sem togarans Jörundar og eins af varðskip- unum, og björgunarsveitin í landi leysti af hendi mikið og crfitt starf af hinni mcstu sæmd. Sannaðist enn, að skipulag slysavarnamála hér á landi er traust og gott. Sem fyrr segir fórust 5 menn af Agli rauða, er skipið strandaðú Stefán Einax-sson, 3. vélstjóri, Norðfirði, Atli Stefáns- son, kyndari, sonur Stefáns vélstjóra, Hjörleifur Helga- son, kyndari, Norðfirði Magnús Guðmundsson, háseti, Fáskrúðsfirði og Sofus Skoradal, háseti, frá Færeyjum. Á skipinu voru 19 Færeymgar. Egill rauði var einn af hinum svonefndu „nýsköpunartogur- um“, kom hingað til lands árið 1947 og var eign bæjarútgerð- arinnar í Neskaupstað. Skipið var 615 Iestir að stærð. Skipið brotnaði í tvennt skömmu eftir strandið og mun gjörónýtt. — Brezkxx togarararnir mmiu hafa farizt með skjótum hætti, lagst á hliðma í stórsjó og sokkið. Sendu báðir út neyðarskeyti einu sinni, en síðan heyrðist ekki til þeirra. Mikil leit hefur verið gerð á sjó og úr lofti, en verið árangurslaus. Hafin verðs bygging barnaskóia á Oddeyri á næsfa vori Frá umræðufundi í Framsóknarfélagi Ákureyar síðastliðið mánudagskvöld Fjárhagsáætkm bæjarins afgreidd á bæjarstjórnarfundi í gær: -fe’ Skautameistari Akur- eyrar Ekkert varð úr flótta Sjálfstæðis- manna frá samþykktinni um 756 þús. kr. framlag til hraðfrystihússins Framsóknarfélag Akureyrar hafði umræðufimd um bæjarmál sl. mánudagskvöld. Var aðallega rætt um fjárhagsáætlun bæjarins og ýms framkvæmdamál, sem hér eru nú á döfinni. Málshefjandi .var Jakob Frí- mannsson framkvæmdastj., full- trúi Framsóknarmanna í bæjar- ráði. Skýrði hann fjárhagsáætl- un bæjarins, sem afgreidd var á bæj arstj órnarfundi í gær, í ýtar- legri í-æðu og drap á helztu fram- kvæmdamál bæjarfélagsins og fjáröflun til þeirra. Breytingartillögur flokkanna. Þá rakti hann í einstökum at- riðum breytingartillögur þær, sem fulltrúa hinna flokkanna fluttu við 2. umræðu um fjár- hagsáætlunina og sýndi fram á, að þær eru flestar óraunhæfar og virðast fluttar til þess að sýnast í augum kjósenda. Fulltvúar Framsóknarmanna fluttu engar breytingartillögur við áætlunina, en studdu nokkrar breytingar á fyrstu gerð hennar, er samkomu- lag varð um í bæjarráði. Er sú helzt, að leita eftir 500 þús. kr. láni til verklegra framkvæmda í bænum og lækka útsvarsupp- hæðina tilsvarandi. Að lokinni framsöguræðu hóf- ust almennar umræður og tóku margir til máls. Barnaskólabyggingin. Allmiklar umræður urðu um fyrirhugaða bamaskólabyggingu á Oddeyri og voru menn sammála um nauðsyn þess að koma skóla- húsinu upp hið fyrsta. Voru flestir ræðumenn andvígir ])eirri hugmynd, að nota efnivið úr gamla sjúkrahúsinu til skóla- byggingarinnar og var svofelld tillaga samþykkt: „Fundur í Framsóknarfélagi Akureyrar, haldinn mánudag- inn 31. janúar 1955, lýsir sig mótfallinn þeirri hugmynd, að byggður verði bráðabirgða- barnaskóli upp úr gamla sjúkrahúsinu og skorar á bæj- stjórn að láta hefia byggingu á nýjum bamaskóla þegar á næsta vori úti á Oddeyri.“ Ymsir liðir fjárhagsáætlunar- innar, sem ræddir voru á fundin- um, eru umtalaðir amiars staðar í þessu blaði. Björn Baldiirsson varð skeuta meistari á skautamótinu um helgina. — Frá mótinu er sagt í íþrótíaþæfti á blaðsíðu 2. Fjárhagsáætlun hæjarins var til scinni umræðu á bæjarstjórnar- fundi í gær, og var fundi ekki lokið er blaðið fór í pressuna, en þó ljóst í megindráttum, hvernig afgreiðslan myndi verða. Breytingartillögur bæjarráðs við áætlunina, aðallega lántaka 500 þús. kr,, og nokkrir aðrir lið- ir, til lækkunar á útsvörum um 600 þús. kr., virtust einu breyt- ingartillögurnar, sem nokkru verulegu máli skiptu, er líklegar voru til að fá samþykki, en tillög- ur þjóðvarnarliða, kommúnista og Sjálfstæðismanna, sem ýmist voru óraunhæfar eða fluttar til að sýnast, munu hafa verið felldar. Munu útsvörin því verða rétt um 10 millj. króna, eða um 600 þús. Ici-: lÉegri en' gert var ráð fyrir á óætluninni í fyrstu gerð. Fram- lagið til hi-aðfrystihússins, kr. 750.000, er leiðir af samþykkt bæjarstjórnar í sumar, sténdur, en leitað verður eftir 500 þús. kr. láni til framkvæmda. Fáist ekki lánið verður frestað framkvæmd- um við að byggja áhaldahús bæj- arins og flytja gömlu slökkvistöð ina, og e. t. v. frestað einhverjum fleiri fi-amkvæmdum. Hér kom um miðja sl. viku brezki togarinn Lord Rowallan frá Hull. Hafði fengið sjó á sig út af Horni og laskaðist yfirbygging eittbvað, auk þess missti hann annan björgunarbátinn og loft- skeytatæki skemmdust. — Tveir kyndarar gengu af skipinu hér. Franxlagið til hraðfrystihússins. f sumar beittu Sjálfstæðismenn sér fyrir samþykkt um 750 þús. kr. framlag til hlutafjárkaupa í Utgerðarfélaginu vegna hrað- frystihússins. Var samþykktin skilyrðislaus, og fékkst þá ekki fram tillaga Framsóknarmanna um að binda hana við möguleika til lántöku. Þegar að því kom að Verkðmannðfélagið hér ákveður að segja upp samningum frá 1. marz að telja Á aðalfundi Verkamannafélags Akureyrarkaupstaðar, sem hald- inn var sl. sunnudag, var sam- þykkt að heimila síjóm félagsins að segja upp samningum við at- vinmirekendur frá 1. marz. Virðist það vera stefna núver- andi ráðamannaAlþýðusambands íslands að segja upp samningum almennt frá 1. marz næstk. — í samræmi við það hafa svo Verka- kvenfélagið Eining og Félag verzlunar- og skrifstofufólks og e. t v. fleix-i stéttarfélög hér um SÍóðir sagt upp samningum og mun svo vera víða um land. Ríkisstjórnin hefur tilkynnt stjórn ASÍ að hún hafi boðað íall- trúa frá Eimskip, Verzlunarráð- inu, SÍS, Framleiðsluráði land- búnaðárins, Fél. ísl. iðnrekenda eg írá olíufélögunum, á fund til að ræða um ráðstafanir í verð- lagsmálum. Tvlun stjórnin hafa í hyggju að freista þess að auka kaupmátt launa með lagfæringum á verðlagi í einstökum greinum og forða þannig því að dýrtíðar- skrúfan taki að snúast á ný. standa við samþykktina, virtist ýmsum hrjósa hugur við því að bæta upphæðinni ofan á útsvörin, en vitaskuld varð bærinn að standa við skuldbindingar sínar, enda líklegt að hraðfrystihúss- málið færi í strand í bili, ef bær- inn kippti að sér hendinni nú. Eigi að síður báru Sjálfstæðis- menn fram tillögu um að lækka fjórframlagið á áætluninni um 500 þúsund, en í bæjárráði munu þeir hafa gefið þá skýringu á til- lögunni að þessi 500 þúsund gæti bærinn lagt fram af rekstraraf- gangi sínum á sl. ári! Mun bæiar- stjóra hafa þótt þetta furðuleg skýring, enda liggur ekkert fyrir um þennan afgang og samsainað- ur rekstrarafgangur bæjarins frá nokkrum undanförnum árum er aðalrekstrarfé bæiarins, sem liann getur. ekki án verið Á bæj- arstjórnarfundinum í gær féllu Sjálfstæðismenn frá þessari skýr- ingu og frá lækkunartillögu sinni, enda fór þeim ekki vel að undir- búa þannig brotthlaup bæjarins frá fyrri skuldbindingu né setja fót fyrir hraðfrystihússmálið. Vildu Iækkun á vci'klegum framkvæmdxun. á bæjafstjórnarfundinum í gær skýrði Jakob Frímannsson, full- trúi Framsóknarmanna í bæjar- ráði, frá vinnubrögðum í bæjar- ráði við að koma saman áætlun- inni. Hefði verið lagt mikið starf í að sníða áætluninni raunhæfan stakk, enda verið allgott sam- komulag um það. Væri svigrúm til þess að draga úr útgjöldum orðið harla lítið, nema á kostnað verklegra framkvæmda, sem sízt væru þó öf miklar. Vegna þessa undirbúnings, og tækifæra, sem flokkarnir hefðu haft til að koma fram sjónarmiðum sínum við samning áætlunarinnar, hefðu Framsóknarmenn engar breyt- ingartillögur flutt sérstaklegd við 2. umræðu. En hinir flokkarnir hefðu hafið kapphlaup um að unga út tillögum, sem sumar hverjar væru óraunhæfar, en aðr ar til að sýnast. Bæjarráð hefði afgreitt þessar tillögur og ekki treyst sér til til þess að taka þær til greina nema að mjög litlu leyti. En meðal tillagna, sem Sjálfstæðismenn fluttu var að lækka framlag til vega og ræsa, enda þótt bærinn hafi nú stækkað um Glerárþorp, lækka framlag til fegrunar bæjarins, lækka fi-amlag til áhaldakaupa, afnema lögboðið framlag til bjargráðasjóðs, lækka framlag til byggingalánasjóðs o. s. frv. Voru tillögum þeirra um að (Framhald á 8. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.