Dagur - 02.02.1955, Blaðsíða 4
4
DAGUR
Miðvikudaginn 2. febrúar 1955
DAGUR
Eitstjóri: HAUKUR SNORRASON.
Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta:
Erlingur Davíðsson.
Skrifstofa í Hafnarstræti 88. — Sími 1166.
Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi.
Árgangurinn kostar kr. 60.00.
Gjalddagi er 1. júlí.
Prentverk Odds Björnssonar h.f.
Barátta samvinnumanna fyrir
frjálsum tryggingum
LOKSINS HILLIR undir þá stund, að bæjar-
og sveitarstjórnir úti á landi hljóti frelsi til þess
að ráða sjálfar skipan tryggingamála í umdæmum
sinum, og hefur sótzt seint að fá þá réttarbót úr
hendi löggjafans. Sterk öfl stóðu í -gegn þessu
hagsmunamáli landsbyggðarinnar meðan fært var,
og er til lokaátaka kom á þingi í fyrra, tókst Sjálf-
stæðismönnum að fresta réttarbótinni til haustsins
1955. Stendur sú samþykkt enn sem minnisvarði
am vinnubrögð Sjálfstæðisflokksins og ósjálfstæði
heirra þingmanna utan af landi, sem létu hafa sig
■;il þess að svipta kjördæmi sín möguleikum til
"oetri tryggingakjara. Er nú að koma í ljós, að þessi
•yinnubrögð hafa kostað landið stórfé á liðnu ári.
!>að er upplýst, að með frjálsu útboði trygginga
g'eta sveitarfélögin tryggt sér allt að 40% betri
tjör en þau, sem Brunabótafélagið hefur veitt í
íikjóli lögverndaðrar einokunaraðstöðu. Heildar-
ðgjöld húsatrygginga í kaupstöðum og kauptún-
aiti úti á landi munu nema um 6 milli. króna á ári.
Hefur frestur sá, sem Alþingi veitti Brunabóta-
élaginu í fyrra fyrir atbeina Sjálfstæðisflokksins
hví kostað íbúa þessara bæja og þorpa meira en 2
: nillj. króna miðað við að þeir fengju að njóta
'beirra kjara, sem nú eru fáanleg með frjálsu út-
ooði.
f ÞESSUM MÁLUM var samstaða á Alþingi
með Alþýðuflokksmönnum og Sjálfstæðismönn-
jm. Eimdi þar eftir af vinfengi fyrri ára, er nú-
-erandi forstjóri Brunabótafélagsins var formað-
ir Alþýðuflokksins og átti náið samstarf við Sjálf-
stæðisflokkinn um stjórn landsins. Mun forustu-
;.nenn Sjálfstæðisflokksins hafa dreymt um að
•endurvekja það samstarf í stjórnmálum á Alþingi
í fyrra, og því fórnað hagsmunum sveitarfélaganna
:;yrir vonina í pólitískum faðmlögum að fyrri tíðar
hætti. Og svo undarlega bregður við nú, að sums
staðar standa Sjálfstæðismenn og Alþýðufiokks-
nenn enn saman um að halda tryggingum til
3runabótafélagsins og gera við það samninga,
•prátt fyrir hagstæðari boð frá öðrum aðilum og þá
ainkum Samvinnutryggingum. Er því svo að sjá,
að enn lifi í gömlum glæðum.
FYRIR LANDSMENN eru þessi tryggingamál
.ærdómsrik. Þau sýna hvernig hagsmunum fólks-
'ns er blygðunarlaust fórnað á altari pólitískra
dækibragða. Einokunaraðstaða Brunabótafélags-
:lns hefur verið gerð að gjaldmiðli í pólitískum
rrossakaupum. Hagsmunir landsfólksins og rétt-
'æti í samskiptum við þegnana hefur mátt sín
runna. Það er furðulegt langlundargeð, sem lands-
:.nenn hafa sýnt að þola svo lengi, að tvenns konar
íög' gildi í landinu, önnur fyrir þá, sem búa í
.Reykjavík, en hin fyrir alla aðra landsmenn. í
.skjóli órétláts lagabókstafs hefur fé verið kúgað
if landsfólkinu um langt árabil. Og ekki er undan
látið fyrr en í fulla hnefana. Það sýnir fi'estun sú
á framkvæmd frjálsra trygginga, sem Sjálfstæðis-
nenn beittu sér fyrir í fyrra.
ÞÁ ER EKKI síður lærdómsríkt að athuga, hvað
oað er sem hefur loksins komið róti á þessi mál og
leitt til þess að nú hillir undir
endalok einokunaraðstöðunnar.
Meðan tryggingafélög ein-
staklinga voru ein um hituna,
ríkti kyrrstaða í þessum mál-
um. Það er fyrst eftir að trygg-
ingastarfsemi samvinnufélag-
anna kemst á legg, sem tekur
að hrikta í máttarstólpum ein-
okunarinnar. Og að lokum
knýr samkeppni samvinnu-
manna breytingarnar fram, til
mikilla hagsbóta fyrir allan al-
menning í landinu.
Þannig hafa samvinnufélögin,
einnig á þessum vettvangi, unnið
fólkinu úti á landi mikið gagn.
Þeim árangri má ekki spilla með
pólitískum samningum umaðnota
ekki hið fengna frelsi. Frjálst út-
boð trygginga hlýtur að vera
stefnumál allra sveitarfélaga. Og
sá aðili á að hljóta viðskiptin, sem
veitir fólkinu hagstæðust kjör.
Engar stórliríðar.
„Borgari“ skrifar blaðinu eftir-
farandi hugleiðingar:
Lítið höfum við Eyfirðingar
haft að segja af vetrarríki og
frosthörkum, á undanförnum ár-
um. Yngri menn hafa naumast
kynnzt ærlegum stórhríðum, svo
sem hinir eldri menn muna glögg
lega og hafa af harða reynslu. —
Þegar hinir ungu tala um vetrar-
hörkur, er viðkvæði þeira eldri
á þá leið, að vetrarveðráttan hafi
mildast svo hina síðustu áratugi,
að kalla megi gjörberytingu. Um
þetta eru menn sammála, þótt
greini á um flesta hluti. Barátta
við viku eð jafnvel hálfsmánaðar
stórhríðar, með hörkufrosti, líður
ekki strax úr minni.
r •' * r# # - r. jí j :
Síldin og haftirðillinn.
Veðurathuganir hafa líka leitt
í ljós, að þetta er staðreynd.
Meðalhiti hefur aukizt á norður-
hveli jarðar. Jöklamælingai' hér
á landi sýna að jökullinn lætur
undan síga og gróðurinn sækir
fast á eftir. Rannsóknir á hafísn-
um henda til hins sama.
Gróðurfar og dýralíf hefur að
vísu ekki tekið stórfelldum
breytingum, en þó nokkrum.
Margar fisktegundir færa sig
norðar og verður meira vart nú
en áður og fiskgöngur eru á ýms-
an hátt aðrar en áður var. Má þar
fyrst og fremst nefna síldina,
þennan kynjafisk, sem erfitt er að
átta sig á og margir hafa fórnað
öllu fyrir, en aðra hefur borið á
land ævintýranna. En flóar okkar
og firðir, hér norðanlands, hafa
ekki freistað hennar síðasta ára-
tug, þótt enn sé beðið og vonað.
Suðrænir fuglar heimsækja
okkur tíðar en áður og sumir far-
fuglar lifa hér veturinn. En haf-
tirðillinn, sem lengi hefur kosið
kaldar slóðir er að flytja af landi
burt — lengra norður. Honum
finnst víst vera orðið of heitt.
Ilafísinn.
Nágranni okkar í norðrinu, haf-
ísinn, hinn mikli ógnvaldur og
óvinur okkar Norðlendinga gegn-
um aldaraðir, hefur lítið látið á
sér bera síðustu áratugi. Unga
fólkið þekkir hann ekki a£ eigin
raun og óttast hann því ekki.
Eldri menn hafa aðra sögu að
segja. En það fyrnist fljótt yfir
liðnar hörmungar. Enn er þó vert
að muna, að landið okkar liggur
að heimskautabaug eins og fyrr
og enginn ábyrgur maður getur
treyst því að hafísinn reki ekki
að landi einu sinni enn eða oftar,
þrátt íyrir veðurfarsbreytinguna.
Minna á jólatré.
í hi'íðarveðrinu um daginn
skipti bærinn um svip. Þrátt fyr-
ir rafmagnsleysi var hann svip-
hreinn og ferskur eftir hvert él.
Mörg trén í görðunum minntU
á nýafstaðna jólahátíð, þegar ný-
snævið lá á greinum þeirra og enn
glitti í hin rauðu reyniber, með
hvíta snjóhettu yfir sér. Þrestir
og auðnutittlingur flögra hinir
sprækustu um garðana og eru
hvarvetna hinir mestu aufúsu-
gestir. Stundum fá þeir líka góða
máltíð hjá fuglavinum.
Skólahörnin og snjórinn.
Það var gaman að virða fyrir
sér skólaböniin, þegar snjórinn
var mestur og jafnfallinn. Næst-
um samtímis mátti sjá þau koma
út á tröppurnar í næstu húsum.
Þau voru að fara í skólann.
Skólataskan er einkenni þeirra.
Mörg þeirra reyndu að forða
sokkum og buxnaskálmum frá
snjó. Eftir nokkur skref var sýnt
að það var ekki hægt, og þá var
sjálfsagt að nota hann, nýfallinn
ög lausán. Og áður en varði þyrl-
aðist hann upp, en hlátrar og
gamanyrði gáfu til kynna að enn
er þó nokkur tími þar til hefðar-
gangur er nauðsynlegur í svona
indælum snjó. Skyldi annars
nokkur fullorðinn hafa látið
freistast af honum til að fara svo
sem einn kolfhnís?
Miklar framkvæmdir í
sveitum í Skagafirði
síðastliðið ár
Úr Skagafirði 26. jan.
Framkvæmdir voru miklar í
sýslunni sl. ár. Reist voru íbúð-
arhús á nokkrum býlum, fjár-
hús víða og hlöður. Jarðvinnsla
var mikil og framræsla. Var unn-
ið með 4 beltisdráttarvélum sum-
arlangt og auk þess með 2 hjóla-
dráttarvélum um hríð. 6 skurð-
gröfur unnu að framræslu. Voru
grafnir rösklega 106 þúsund
metra langir skurðir, nálega 487
þús rúmmetrar. Er þetta mikill
gröftur á einu ári og kostaði mik-
ið fé. Og allt er það gull, sem lagt
er í lófa framtíðarinnar. Bændur
sækja róðurinn fást, hér sem ann-
ars staðar. Ekki sjálfra sín vegna,
fyi'st og fremst, heldur vegna
þeirra, sem ungir eru og ófæddir.
Engin stétt skapar jafn varan-
leg verðmæti og bændastéttin —
Hver skurðir, sem grafinn er,
hver hektari, sem ræktaður er.
gerir landið betra, stærra, byggi-
legra. Og landið er það eina, sem
við eigum — og varir. Þetta þyrfti
hvert mannsbarn að skilja. ■
G. M.
Húsmóðir skrifar um lokun sölubúða
á laugardögum
í bréfi, sem blaðinu hefur borizt frú „húsmóður
á Ytribrekkum“, er látin í ljósi skoðun húsmæðra á
þeirri nýbreytni að loka sölubúðum kl. 1 á laugar-
dögum, og jafnframt er gagnrýnt harðlega fyrir-
komulag afgreiðslu á mjólk á laugardagsmoi'gnum.
Bréfið fer hér á eftir. Ef fleiri óska að kveðja sér
hljóðs um þetta mál, er rúm heimilt í þessum dálki:
„Eg hef beðið eftir því að einhver húsmóðir þessa
bæjar sendi verzlunarfólki kveðja sína fyrir þá
hugulsemi, sem það hefur sýnt okkur húsmæðrum
með því að koma því til leiðar, að solubúðum sé
lokað kl. 1 á laugardögum yfir ‘vetrartímann.
Eg er ein af þeim konum, sem hef stórt heimili
og mikið að gera fyrir hádegi á laugardögum, þótt
það bætist ekki við að þurfa að standa tímum sam-
an og bíða eftir afgreiðslu, því að það kemur a£
sjálfu sér, að þá er ösin í verzlunum mest.
Á sumrum er allt öðru máli að gegna, þá eru
börnin í sveit og þá kemur bóndinn úr vinnu um
kl. 11.30, en að vetrinum elcki fyrr en eftir að búið
er að loka sölubúðum. Og nú er svo komið, að af-
greiðslufólk hefur engan tíma til að afgreiða þá, sem
þurfa að verzla, eins og eftirfarandi saga sýnir.“
Enn skrifar húsmóðirin: ,
„Eg kom í eitt útibú KEA á laugardaginn var, og
þurfti að fá 5 1. af mjólk, en mjólkurílát mitt tekur
aðeins 4 1. Þá var mér, og fleiri konum, tjáð, að eg
gæti fengið 4 1., en enginn tími væri til að láta á
flösku, sem eg var með, og eg gæti bara farið 2
ferðii’, þ. e. a s. farið heim með brúsann og lasað
hann og komið með hann aftur. Var auðheyrt, að
stúlkan, sem afgreiddi, áleit að við húsmæðurnar
•hefðum nógan tíma, en það væri bara hún sem
þyrfti að fá frí kl. 1, og hefði engan tíma til að
standa í því að láta mjólk renna á flöskur. — Það
hljóta allir að geta skilið, að þetta er gjörsamlega
óviðunandi í vondum veðrum yfir veturinn, að loka
sölubúðum svona snemma, enda sé eg ekki að það
sé ofraun fyrir fólkið, sem afgreiðii', að vinna til kl.
4 á laugardögum, en ef svo er, því þá ekki að hvíla
sig allan laugardaginn og opna búðir ekki neitt?
Mér er spurn: Getur ekki hin velvakandi bæjar-
stjórn séð svo um, að þessu verði breytt aftur, eða
er það til of mikils mælzt, að hún geri svo mikið
fyrir okkur húsmæðurnar fyrst að svo langt er
til næstu bæjarstjórnarkosningar?“
í tilefni af því, sem húsmóðirin segir um af-
greiðslu mjólkur, er rétt að benda á, að mjólkur-
búðir eru opnar til kl. 3 á laugardögum.
Christian Dior ræddi um hné i
og olnboga
Tízkukóngurinn, Christian Dior í París, sá er kom
.með nýju kjólatízkuna — H-línuna — í fyrra, hefur
enn látið ljós sitt skína. Hann sagði í kvennaklúbb í
París fyrir nokkru, ,,að ljótasti parturinn á líkama
konunnar" væi'i hnéð og olnboginn. Þess vegna
beri að sýna sérstaka aðgæzlu í klæðaburði til þess
að hylja þessa líkamshluta báða! Ermar ættu að
hylja olnbogana, ná aðeins fram fyrir þá, en aldrei
að vera svo stuttar að þær nái aðeins fram að oln-
boga, sagði Dior, en hnéð ætti aldrei að sýna, sagði
hann ennfremur. • i
Á þetta skraf hans er litið sem undirbúning nýrr-
ar tízku með vordögunum. Virðist mega ráða al
þessu að ermar verði langar og kjólar styttist a. m,
k. ekki frá því sem nú er.