Dagur - 02.02.1955, Blaðsíða 5

Dagur - 02.02.1955, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 2. febrúar 1955 DAGUR 5 éraðsbamiið á Akureyri Eftir Jón Benediktsson, yfirlögregluþjón Fyrirmyndar borg. Fyrir nokkru las ,eg í erlendu tímariti frásögn af nútíma fyrir- myndar-borg, sem risafyrirtæki hafði látið byggja um starfsemi sína og skiptu íbúamir tugum þúsunda. Fyrirtækið sá starfs- fólkinu fyrir rúmgóðum íbúðum með með flestum nútíma þægind- um. Það hafði látið reisa skóla og sjúkrahús, kirkjur og skemmti- staði, en eitt var það, sem ekki fyrirfannst í borg þessari, og það var áfengisútsala. Áfengi var hvergi til sölu í borginni og fyrir- tækið hafði ekki aðeins séð um slíkt, heldur einnig komið því til leiðar, að áfengi var ekki hægt að fá keypt nær en í 70 km. fjarlægð. Ekki var íbúunum þó bannað að eiga vín og neyta þess, en gerði einhver það, þannig að áberandi væri, mátti sá hinn sami búast við að verða rekinn úr þessari nútíma paradís. Akureyri. Frásögn þessi kom mér í hug, nú á dögunum, er eg var spurð- ur, hvernig héraðsbannið hefði reynzt hér á Akureyri, þetta fyrsta ár, sem það hefur staðið. Eg leyfi mér ekki að draga í efa, að Akureyringum þyki, almennt sagt, vænt um bæinn sinn og beri þær óskir í brjósti, að hann geti orðið nútíma Paradís, ef þess væri nokkur kostur. Sitthvað hefur og verið gert, til þess að áfram mætíi þokast í þá áttina, bæði af hendi hins opinbera, af bæjarfélaginu sjálfu, svo og fyr- irtækjum og einstaklingum í bænum, en af langri reynslu hika eg ekki við að láta þá skoðun mína í ljcs, að eitt af því mikils- verðasta, sem gert hefur verið á seinni árum, til efnalegra og sið- ferðilegra framfara í bænum, var það, er ibúarnir fengu lokað áfengisútsölunni hér og á þann hátt komið því til leiðar að leita þarf, til áfengiskaupa, ekki að- eins 70 km. veg, heldur enn lengra. Héraðsbannið. Hver einasta siðferðilega heil- brigð manneskja, sem nokkur kynni hefur haft af hinni yfir- gripsmiklu og jafnvel örvænting- arfullu baráttu flestra kristinna þjóða, til þess að forða æskulýðn- um frá ofnautn áfengra drykkja og til viðreisnar þeim einstakling*- um, sem þegar eru fallnir í svað- ið, hlýtur að sjá og viðurkenna að þá fyrst er einhvers árangurs að vænta, þegar búið er að reka hættuna úr heimahögunum, svo að hún sé ekki stöðugt yfirvof- andi. Réynslan hefur sýnt og sannað, svo að ekki er um að vill- ast, að þar sem menn þurfa að sækja áfengi um langan veg, fer ekki hjá því, að þeir gefi sér tíma til að hugsa ráð sitt, stilli svo kaupum sínum í hóf eða sleppi jafnvel alveg að eyða fjármunum sínum í slik vörukaup. Reynslan hefur og leitt að því líkur, að 'hættan á áfengiskaupum ósýktra, fullorðinna manna sé ekki tiltak- anlega mikil, ef ekki eru meiri kaup gerð en þau, sem ákvcðin eru í „edrú“-ástandi eftir góða yfirvegun. Slík áfengiskaup or- saka, í færri tilfellum, ofurölvun, en sambærileg áfengiskaup hafa aftur á móti margsinnis verið aðdragandi að ofurölvun, þegar hægt er að bæta við áfengiskaup- in fyrirhafnarlítið á staðnum og þá vill oft svo fara, að siðferðileg og efnaleg ábyrgðartilfinning rýkur veg allrar vsraldar og af- leiðingarnar láta sjaldan eftir sér bíða. Þessi sjónarmið skildu stjórn- endur fyrii'tækisins, sem áður er um getið, og Akureyringum, eða meirihluta þeirra, er sómi að því að hafa komið auga á þessa stað- reynd og að hafa hagað sér í sam- ræmi við hana, með því að sam- þykkja lokun áfengisbúðarinnar hér. Reynsla ársins. Þegar sú spurning er uppi höfð, hvernig héraðsbannið hafi gefizt, hér á Akureyri, árið sem leið, er ekki úr vegi að staldra við um stund og spyrja viðkom- andi, til glöggvunar, hvers hann hafi vænt sér af banninu. Spurn- ingarnar myndu þá verða eitt- hvað á þessa leið: Varst þú kannske einn af þeim, sem um var sagt, að tæpast hefðu neytt svefns né matar fyrir áhuga á því að útbásúna, í ræðu og riti, að Akureýri myndi verða ein- hvers konar glæpaborg, vegna hvers konar lögbrota, þegar hún hefði örðið að sjá á bak hinni margumtöluðu áfengisút.sölu? Hafir þú veiið einn af þessu sauðahúsi, þá verð eg að hryggja þig með þeim sannindum, að enn sem komið er, hafa þessar ágizk- anir þínar látið bæði sér og þér til skammar verða, því að bæjar- bragurihn, á þessu sviði, var ann- ar og betri árið sem leið en hann hafði verið um áraraðir. Óskandi væri, að þú gætir glaðzt af þessu, bæjarfélagsins vegna. Eða ert þú kannskc einn af hin- um fáu undantekningm, sem varst svo bjartsýnn að halda að allt áfengi hyrfi úr bænum. ef héraðsbannið kæmist á? Hafi svo verið, þá verð eg einnig að bryggja þig með þeirri staðreynd, að fjölmargir bæjarbúar hafa á löglegan hátt aflað sér áfengra drykkja, til eigin nota, en nú er sá munurinn, að þeir hafa orðið að skrifa eftir víninu, á sama hátt og fjöldi landsmanna hefur um áratugi orðið að gera og vona eg að enginn hafi séð eftir þeirri fyrirhöfn, hafi þeir gert sér vonir um að að lokun vínbúðarinnar hér gæti bætt áðurverandi ástand. PÍn sért þú einn úr hópi þeirra fjölmörgu bæjarbúa, sem ekki vill ..fljóta sofandi að feigðarósi“, en hefur kosið að x-eyna lokunarleið- ina í baráttunni við áfengisbölið. Einn úr hópi hinna fjölmörgu bæjai'búa, sem af heilbrigðri ábyi-gðartilfinningu óskar að stöðva og helzt uppræta di'ykkju- skap unga fólksins, sem með sí- auknu fi'elsi og mai'gföldum auraráðum hafði á liðnum árum sökkt sér stöðugt dýpra í áfeng- isnautnina. Einn þeii'ra, sem af góðviljaðri m.eðaumkun óskar að létta ki-össinum af hei'ðum allt of mai'gi-a mæðfa þessa bæjai', sem þjáðst hafa, ándlega og líkamiega, vegna ofui'ölvunar heimilisföð- urins eða uppvaxandi barna. Einn þeirra, sem ekki ert aðeins fús til að styrkja Slysavarnafélag fs- lands, til að bjarga þeim mönn- um, sem í hættur hafa i'atað á sjó eða landi, heldur kýst einnig að leggja þinn skerf tii þess, að þeim mönnum gæti fækkað, sem í ofurövlunar-ástandi týnast árlega á bezta aldri. Hver hefur reiknað út þau vei'ðmæti, sem á þann hátt glatast þjóðinni, vegna áfengisins? Einn þeiri'a, sem hefur talið iíla varið þeim mill- jónatugum, sem kastað hefur verið úr vasa skattborgaxanna hér fyrir hinh göi'ótta drykk og raður Iþróltamaður Iðkar enn sund og skautahlaup og telur þessar margs konar óreiðu af honum leiðandi á undanförnum árum. Einn þeiiTa, sem hefur fundið til niðui'lægingai'innar í því að þurfa að horfa á menn bograst ölvaðir við daglegu stöi'fin eða fundið hið soi'glega í því að sjá þurfalinga bæjarins eyða tekjum sínum i áfengiskaup. Hafir þú gex-t þér vonir um að héi'aðsbannið gæti einhvei-ja úr- bót veitt, vai'ðandi nefnd atriði og möi'g önnur, sem ekki vei'ða hér upp talin, þá get eg glatt þig með þeirri óþifanlegu skoðxm rninni, byggðri á áratuga reynslu, að á möi'gum sviðum hefur nokk- uð áunnist, en hvergi hrakað. Vel eru mér skiljanlegar reikular skoðanir mai'gra mæti-a borgara bæjai'ins, sem sjaldan eiga leið um miðbæinn og lítið þekkja til skemmtanalífsins og telja sig hafa orðið lítillar breytinga varir. Þeir munu fúslega viðui'kenna ókunn- ugleika sinn og jafnframt viður- kenna líkui'nar fyrir því að þeir menn, sem í eldinum hafa staðið og standa, viti betur en þeir, hvort eldurinn hefur glæðst eða kulnað á síðastliðnu ári. Hitt er vitað, að enn þarf ástandið að stói’batna, svo að vel sé. Þótt ekkei't bendi til þess, að smygl, leynivínsala eða önnur ólögleg meðferð áfengra drykkja hafi á liðna árinu látið meira á sér bera en áður, nema síður sé, þá er skemmtanalíf fólksins enn með of miklum ómenningarbrag, enda er það á skemmtistöðunum sem minnst vei'ður vart þeirra góðu áhrifa, sem leitt hefui af banninu. Of margir þeii'ra, sem leggja leið sína á skemmtistaði bæjarins, hella í sig því áfengi, sem fyi'ir hendi er eða neyta þess óspart, þegar vínveitingaleyfi eru á skemmtunum og vill þá svo verða, að eitthvað af unglingum slæðist með, en mun minna bar á ofurölvun sl. ár en áður og sjald- an leiddi hún til stærri vandi'æða. Það er tæplega hægt að segja að gætt hafi ölvunar á götum bæjar- ins að degi til og afbrot voru sárafá framin á árinu, en þó fi'ekast af mönnum í ölvunar- ástandi. Hinum fjölmenna hópi togarasjómanna, sem oft gistir bæinn, virðist hafa lærzt að gæta meira hófs á áfengisnautn en áð- ur og má þó vænta enn betri skilnings á þessu sviði með góðu fordæmi okkar þekktu yfirmanna á togaraflotanum Því miður kem- ur það enn fyrir, að lögregla er kölluð á heimili í bænum, til að taka þar til geymslu heimilisföð- ur eða uppkomna syni, sem eru viti sínu fjær af ofdrykkju, en ekki hefur þeim tilfellum fjölgað að undanförnu. Þá hefur þess sjaldan verið getið, að menn sæ- ust ölvaðir við stöi'f og margur maðurinn hefur, síðan lokunin komst á. leitast við að leggja nið- ur áfengisnautn og sumum tekizt það að fullu. í þessu sambandi er ekki úr vegi að geta þess, að hér á Akureyi'i, í þessum lang stærsta bæ utan höfuðstaðarins, voru innan við 50 bæjai'búar sektaðir á sl. ári fyrir ölvun á almanna- færi. Þá er dálítið broslegt að heyra menn fjargviðrast út af þeirn tveim-þx'em hundruðum þúsunda, sem bæjai'félagið vai'ð af með, þegar áfengisiitsalan hætti hér, því að ekki eru þeir hinir sömu menn svo skyni skroppnii', að þeir viti ekki ofur- vel, að af lokuninni hefur leitt milljóna spai-naður vegna minni áfengiskaupa borgaranna. íþróttagreinar fara vel saman Svellalög hafa lengi verið leik- vangur barna og unglinga bæði í sveit og kauptiinuni. Fyrstu haustskænin, á pollum og tjörn- um eru prófuð og sjaldnast beðið eftir heldum ís. Enda margur fengið af því votan fót og áminn- ingu, þegar heim var komið. Á meðan skautar voru ekki koirmir til sögunnar, var gripið til sleða og leggja. Jafnvel ísmolar voru notaðir í skauta stað. Þeir voru hálir og runnu vel á hörðu svelli. (Framhald á 7. síðu). Nú eru vandaðir skautar í verzlunum og margir unglingar geta veitt sér þá ánægju að eiga skauta og iðka skautahlaup. En sökum veði'áttunnar standa svellin sjaldan lengi í hvei't sinn og verður því að grípa gæsina þegar ‘hún gefst. Aldraður skautamaður. Sjaldan sjást miðaldra menn eða eldri á skautum. En þeim fáu er endist áhugi og ánægja af þessari hollu íþrótt, ber saman um ágæti hennar, til skemmtunar og til þess að viðhalda heilbrigði líkamans. Hér á Akui'eyri er þó til alger undantekning fiiá þessu. Það vita þeir er þekkja Jónas Stefánsson srnið. Líklega hafa flestir bæjarbúar séð til fei'ða hans, þegar hann er á leið suður fyrir bæinn í leit að skautasvelli. Skautana ber hann á annarri öxlinni en oft litla sköfu á hinni. Ef svellin eru hulin snjó, hreins- ar hann dálítinn blett handa sér með sköfunni og æfir svo góða stund. En stundum er lítið tekið eftir því, sem daglega ber fyrir auga. Við erum vön því að sjá Jónas og fæstir gera sér ljóst að hér er öldungur á ferðimii. Hann ber það að vísu ekki með sér, því enn er hann beinn í baki og léttur á fæti. Hann er nú samt 75 ái-a og fer daglega á skauta þegar nokk- urs staðar er svell. Þegar á ísinn er komið, bregð- ur hann á leik og kastar algerlega ellibelgnum. Hann gerir ýmsar „kúnstir", sem hinir yngi'i leika ekki allir eftir. Og hann er frá- bx-ugðinn í fleiru. Hann sér t. d. ekki eftir sér klukkustundai'gang hvora leið, fram fyrir bæinn, ef þar er gott svell. Stundum stytta bílstjórarnir honum þó leiðina og er hann þeim þakklát- ur fyrir. Blaðið átti tal við þennan aldna skautamann um fyrri helgi og spurði hann nokkurra spui'ninga um þessa íþrótt hans. Skauíaíþrótt í Amcríku. Jónas lék sér á skautum á yngri árum með öðrum strákum hér á Akureyri. En þegar á ung- um aldri lá leið hans til Ameríku og var hann þar fram um 1930. Hann tók með sér ágæta danska skauta að heiman, en þeim var stolið frá honum, strax og vestur kom. Keypti hann sér enga skauta þar, en fyrir kom þó að hann brá á leik, þegar ísinn freistaði hans mest. Það var á Rauðánni. Þar var stundum, sagði hann „opinn hringur". Þar var aðgangur seld- ur og fólki skemmt með hljóð- færaslætti. En ólíkt var þetta, miðað við frjálsræðið hér heima. Þarna var þetta allt nokkuð form fast. Fólksfjöldinn var mikill og allir urðu að fara sama hringinn. Var farið rangsælis. Ekki líkaði Jónasi þessi skemmtun. Aftur á móti sá hann vélar og verkfæi'i, sem svellin voxiu hreinsuð með og aðrar hefluðu þau. Skautar úr bílfjöðrum. Þegar Jónas flutti til íslands aftur og settist að hér á Akureyri vildi hann taka upp á ný hina gömlu uppáhaldsíþrótt sína og iðka skautahlaup. En þá vantaði skautana. Kristján Kristjánsson smíðaði að vísu skauta úr bíl- fjöðrum, en ekki hafði Jónas trú á þeim. Náði hann sambandi við stýrimann nokkurn á millilanda- skipi og bað hann að kaupa góða skauta í næstu ferð vestur. Komu þeir eftir nokkurn tíma. Þetta voru góðir skautar en að þvi leyti gallaðir að þeir vildu í'yðga. Sendi Jónas þá til Reykjavíkur og fékk þá húðaða. Fljótlega flagnaði húðin þó af og voru þeir aftur sendir suðui'. Komu þeir til baka sem nýir. En þá kom annar vandi. Ekki var hægt að fá skauta skerpta á Akureyi'i. Vai'ð í hvert sinn að senda þá til Reykjavíkur. Að síð- ustu fann þó Jónas sjálfur ráð, sem dugði, og hefur notað það síðan. Þótt Jónas iðkaði litið skauta- hlaup vestra, kynntist hann þó ýmsu er að því laut og notfærði (Framhald á 7. bls.).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.