Dagur - 02.02.1955, Blaðsíða 7

Dagur - 02.02.1955, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 2. febrúar 1955 DAGUR 7 Hvítlauks töflur nýkomnar. VÖRUHÚSIÐ H.F. íbúð til sölu. 4 herbergi og eldhús, á besta stað í bænum. Uppl. í síma 1156. Félag verzlunar- og skrifstofufólks. f F ramhaldsaðalf undur verður haldinn í Verzlunar- mannafélagshúsinu (Gránu- félagsgötu 9) laugardaginn 5. þ. m. kl.4 e. h. Skorað er á verzlunar- og skrifstofufólk að fjölmenna. Stjómm. Kvenarmbandsúr tapaðist frá Stjörnuapoteki að Gránufélagsgötu 23. Vinsaml. skilist þangað. Lítil íbúð 1-2 herbergi og eldhús ósk- ast strax. Afgr. vísar á. .1. » t ÚTSALA hefst í dag, miðvikudaginn 2. febr. á allskonar metravöru, peysum, nærfötum, sokkurn, töskum og hannyrðavörum. Anna & Freyja Kvensokkar í miklu tirvali. Crepnylonsokkar bezta tegund. Nylonsokkar ótal gerðir. Sportsokkar Verzl. DRANGEY Ragnar Jóhannesson Barna- peysur Dömu- peysur Herra- peysur í miklu úrvali. D „Perlon“ sokkar (þykkri gerðin)kr. 31,00 Crepe-nýlon sokkar frá kr. 55,00 D Barna náttkjólar ný- komnir. Verzlunin DRÍFA Sími 1521. - Héraðsbannið (Framhald af 5. siðu). íslenzk blaðamennska. Það er ofur skiljanlegt að mis- jafn sé sá hópur manna, sem stendur að blaðakosti hinnar ís- lenzku þjóðar, en lítt skiljanlegt er það, að í hópi blaðamannanna skuli finnast þeir einstaklingar, sem svo eru blindir, að þeir kunni ekki skilsmun á réttu og röngu, eða eru með þeim hörmungum fæddir, að hafa ekki möguleika á að koma fyrir sig, hvort góðar eða vondar hvatir stjórna gerð- um manna. Þær ki-öfur ætti að mega gera til blaðamannanna. að Deir væru dómbærir á það, hvort jetta eða hitt málefnið stefnir til góðs eða ills og þeir ættu að vera Jeirri kröfu háðir að styðja hvert Dað málefni, sem hreyft er í góð- um tilgangi. Að þessu athuguðu er afstaða sumra blaðanna hér og í höfuðstaðnum með öllu óskilj- anleg og til lítils sóma fyrir blaða mannastéttina. Séi'hvert íslenzkt blað ætti að sjá sóma sinn í því, að styrkja á allan hátt viðieitni hugsandi manna í baráttunni við áfengisbölið. Hugmynd að merki Hundrað ára afmæli frjálsrar verzlunar á íslandi verður minnzt með hátíðahöldum 1. apríl næstk., og hefur undirbúningsnefnd ákveðið að hafa almenna hug- myndasamkeppni um merki fyrir afmælið. Verzlunarstéttin stendur öll að hátíðinni og hafa Verzlunarráð íslands, Samband smásöluverzl- ana og Samband íslenzkra sam- vinnufélaga skipað menn til að undirbúa afmælið. Óskar nefndin eftir hugmyndum að merki, sem gæti verið táknrænt fyrir ís- lenzka verzlun og nota mætti sem merki fyrir hátíðina. Hug- myndirnar þurfa ekki að vera fullteiknaðar, en þó í skýru upp- kasti. Tvenn verðlaun verða veitt, 2000 kr. í fyrstu verðlaun og 1000 kr. í önnur verðlaun. Hugmyndir þarf að senda til Verzlunarráðs íslands, Austur- stræti 16, pósthólf 514, Reykja- vík, og verða þær að vera póst- lagðar fyrir 15. febrúar. z RAFOFNAR 1000 Watts. Aðeins kr. 115,50 Verzl. Eyjafjörður h.f. Mjólkurflutningsfötur 20 og 30 lítra Verzl. Eyjafjörður h.f. Bókaverzlunin EDDA er flutt í Strandgötu 13 B. á horni Glerárgötu og Strand- götu. Opnum á morgun. Bókaverzl. EDDA h. f. Akureyri - Háaldraður íþrótta- maður (Framhald af 5. síðu). sér það, er heim kom. Ennfremur keypti hann skautabækur og opnaðist nýr heimur á þessu sviði. Æfði hann sig af kappi eftir fyrirsögnum bókanna. Og hann lagði sig eftir ýmsum „kúnstum" og náði miklum árangri. Hitt var þó mikilsverð- ará að með þessu móti var alltaf eitthvað til að keppa að og skemmta sér við. Jónas beygði sinn gamla skrokk til hlýðni við vilja sinn og gat eftir langa reynslu sagt: „Þessu hafðir þú gott af, gamli minn“. Og hann er enn svo ung- ur íþróttamaður að hann æfir nýar aðferðir með svipaðri gleði, eins og börn að leik. Jónas segist aldrei hafa verið sterkbyggður. Þegar hann lærði sund í gamla pollinum í Gilinu hjá Lárusi Rist, var hann kulvís og úthaldslítill. Félagar hans frá )eim tíma hafa allir lagt íþróttir á hilluna og flestir fyrir löngu. Árið 1951 syntu aðeins tveir Deirra: Jónas og Tómas Björns- son kaupmaður, í Samnorrænu sundkeppninni. En í sumar var Jónas oi-ðinn einn eftir og synti hann 200 metrana léttilega. Iðkaði sund. Jónas segist hafa fundið til þess að þol og styrkleika skorti við erfiðar æfingar á skautum. En gamli maðurinn tók þá að iðka sund af kappi og hefur gert það síðan, öll sumur. Segist hann vera viss um að þessar tvær íþróttir eigi vel saman og bæti hvor aðra upp. Getur hann vel um þetta dæmt af langri reynslu. Til sundiðkana hans lágu einnig aðrar ástæður. Hann fór eitt sinn með son sinn ungan, upp að sundaluginni og vildi fara að kenna honum sund. En þetta var á þriðjudegi og þá er laugin stundum, heldur köld. Drengurinn var ekki hrif- inn af vatninu og neitaði alger- lega. Jónas synti þá sjálfur til að sýna syni sínum að þetta væri hættulaust. En þetta varð m. a. til þess að sjálfur æfir hann sund síðan á hverju sumri. Bætt skilyrði til skautaiðkana. Jónas hefur mikinn áhuga fyr- ir auknum og bættum skilyrðum til skautaiðkana hér á Akureyri. í stað þess að elta svellin út um allar jarðir, verða skautamenn- imir að eiga einhvern samastað og vera ekki eins háðir veðrátt- unni og nú er. Vonandi verður meira gert fyrir skautaíþróttina í næstu framtið, en verið hefur. Eignast þá fleiri rosknir menn, yndis- stundir á ísnum. En Jónasi óskum við þess sér- staklega að hann megi enn um stund hafa áhuga og þrótt til að vera til fyrirmyndar, ungum og öldnum unnendum hinnar fögru og hollu íþróttar. Áttræðisafmæli. Kristján Ein- arsson, bamaskólanum, Akureyri, verður áttræður næstk. sunnud. ia HULD, 5455227 — VI — 2. Messað í Akurcyrarkirkju n.k. sunnudag kl. 2 e. h Æskulýðs- messa. Þessir sálmar verða sungnir: 372, 207, 420, 648, 424. — K. R. og P. S. Sunnudagaskóli Akureyrar- kirkju er á sunnudaginn kemur kl. 10.30 f. h. — 5—6 ára börn í kapellunni og 7—13 ára börn í kirkjunni. — Bekkjastjórar mæti kl. 10.10. — Börnin og bekkja- stjórarnir eru minnt á að mæta á réttum tíma. Drengjafundur kl. 5 e. h. í kapellunni á sunnudaginn. Sérstakar samkomur á Sjónar- hæð. Frá sunnudegi 6. þ. m. til sunnudags 13. þ. m. verða sér- stakar samkomur haldnar á Sjónarhæð hvert kvöld, kl. 5 á sunnudögum, en kl. 8.30 á virk- um dögum. Margir ræðumenn. Hljóðfærasláttur og söngur. Öll- um vinsamlega boðið. — Söfnuð- urinn á Sjónarhæð. Garðyrkjuráðunautur bæjarins, Finnur Árnason, hefur sagt lausu starfi sínu hjá bænum frá 15. apríl næstkomandi. Bæjarráð hefur á fundi nýlega hafnað tilboði, sem fyrir lá um kaup á húsinu Sigurhæðum. Verð alls hússins átti að vera kr. 225.000. Leggur bæjarráð til að horfið verði frá þvi að kaupa Sig- urhæðir. Lögreglustjóri hefur farið fram á að ráðnir verði 2 aðstoðarlög- reglumenn yfir sumarmánuðina vegna sameiningar Akuröyrar og .Glerárþorps og af fleiri ástæðúrn. Lá '-fyrir síðasta bæjarstjórnaf- fundi greinargerð frá Jóni Bene- diktssyni yfirlögregluþjöni um nauðsyn þessara ráðninga Á fjár- hagsáætlun j'firstandandi árs er 30 þús kr. hækkun á kostnaði til löggæzlu og heimilaði bæiar- stjórn að verja því fé til aðstoð- armanna yfir sumarmánuðina. Gjafir til Björgunarskútu Norð- urlands. Kr. 200 frá Ó. Þ. — Kr. 100 frá R. J. D. Beztu þakkir. — Sesselja Eldjárn. Fundarboð. — Slysavarnafélag kvenna, Akureyri. Vinnufundur í Alþýðuhúsinu mánud. 7. febr. kl. 9 e. h. Takið með ykkur bolla- pör og kaffi — ekki brauð. Hinn árlegi fjársöfnunardagur kvennadeildar Slysavamafélags- ins er á sunnudaginn kemur. — Bazar hefst að Hótel KEA kl. 2.30 e. h. og kaffisalan kl. 3 e. h. — Merki seld allan daginn. Deildin treystir nú sem fyrr örugglegum skilningi og aðstoð bæjarbúa við söfnunina. — Stjórnin. Háskólinn í Munster í Þýzka- landi hefur tilkynnt að hann veiti íslenzkum kandídat 3000 marka styrk til ársdvalar við háskólann til sérnáms í barnasjúkdómum. Umsækjendum ber að snúa sér til skrifstofu Háskóla íslands fyrir lok þessa mánaðar. íkviknun. Um hádegi sl. laug- ardag kviknaði út frá rafmagns- töflu í húsinu Hafnarstræti 18. — Slökkviliðið var kvatt á vettvang, en húsmóðurinni í íbúðinni hafði tekizt að slökkva eldinn er að var komið. Skemmdir urðu smávægi- legar. Hjónaeíni. Ungfrú Helga Jóseps dóttir, Breiðamýri, og Snæbjöm Kristjánsson, smiður, Laugaskóla, Reykjadal. Skjaldborgarbíó sýnir um þess- ar mundir brezka verðlaunamvnd er nefnist „Mandy“ og er það nafn lítillar stúlku, sem verður heyrn- arlaus meðan hún er enn í vöggu. Lýsir myndin vandamálum, er skapast í uppeldi barnsins, og er hrífandi lýsing á mannlegum samskiptum. í myndinni koma fyam nokkrir úr.valsleikarar, auk litlu stúlkunnar Mandy Miller, hin fræga leikkona Phyllis Cal- vert og leikarinn Terrence Morgan. Ohætt mun að mæla hið bezta með þessari mynd. Kirkjukór Akureyrar hafði myndarlega hljómleika í kirkj- unni á fimmtudagskvöldið — Stjórnandi var Jakob Tryggvason kirkjuorganleikari. Einar Sturlu- son óperusöngvari hefur þjálfað kórinn um hríð. Söng hann ein- söng, og auk hans Matthildur Sveindóttir, Guðm. Karl Oskars- son og Kristinn Þorsteinsson með kórnum. Kórinn er mjög vel þjálfaður og vakti frammistaða hans hrifningu áheyrenda. St. Ísafold-Fjallkonan nr. 1 heldur fund í Skjaldborg mánu- daginn 7. febrúar næstk. Fundar- efni: Inntaka nýrra félaga Inn- setning embættismanna. Hag- nefndaratriði. Dans. Fjölmennið á fundinn. Æðstitemplar. í 10 krónu veltan Ragnar Sigtryggsson skorar á Tryggva Georgsson Glerárg. 16 og Ragnar Skjóldal bílstjóra. Haraldur , Sigurgeirsson skorar á Eðvarð Sigur- gcirsson og Gunnar B. Einarsson. Björgvin Júníuss. skorar á Arth. Guðmundsson fulltr. KEA og Ásgcir Stcfánsson Fataycrksm. .Hekluv.Gvinn, ar. Þóysson skorar á Geir S. Björnsson 'óg Magnús Björnsson. Hjálmar Pct- ursson skorar á Jón Bjarnason úrsmið og Halldór Ólafsson úrsmið. Magnús Björnsson skorar á Sigríði H. Hcr- mannsdóttur og Karl Benediktsson bæjarskrifst. Sigríður Hermannsdótt- ir skorar á Sigríði Helgadóttur Brckkug. 27 og Sigtr. Sigtryggsson Eiðsv.g. 8. Arthur Guðmundsson skorar á Björn Bessason KEA og Finnboga Jónasson KEA. Friðjón Karlsson skorar á Mikael Jónsson og Jón Egilsson forstj. Sigríður Hclga- dóttir skorar á Harald Sigurðsson skrifst. bæjarfóg. og Hclgu Árnadótt- ur, Möðruvallastr. 8. Arnór Ein- arsson skorar á Sigfús Jónsson og Valdimar Jónsson. Einar Helga- son skorar á Árna Ingimundar- son og Valgarð Haraldsson. Ragn ar Skjóldal skorar á Hrein Garð- arsson, Nýja-Bíó, og Jóhann Ragnars, c/o BSA. Halldór Ól- afsson skorar á Jón Bjarnason, úrsmið, og Svanlaug Ólafsson. Helgi Schiöth skorar á Tómas Steingrímsson og Þorvald Hall- grírusson, c/o Silkiverksm. SÍS. Árni Sigurðsson skorar á Marinó Stefánsson, Hafnarstr. 33, og Kristján Hallgrímsson, Hafnarstr. 41. Karl Benediktsson skorar á Ásgeir Valdimarsson, verkfræð- ing, og Ásgeir Markússon, verkfr. Svavar Ottesen skorar á Hörð Svanbergsson, prentara, og Orn Steinþórsson, prentara. Kristín Kristjánsdóttir skorar á Helgu Jónsdóttur, Bjarkarstíg 7. og Karl Einarsson, bólstrara. Ólaf- ur Ólafsson skorar á Baldur Árnason, Höfðaborg, Glerárþ. og Hjört Jónsson, Fagranesi, Gl.þ. Páll Halldórsson skorar á Gunnar B. Loftsson og Aðalstein Valdi- marsson. Jón Bjamason skorar á Ólaf Jónsson rafvirkja, og Guð- brand Samúelsson, úrsm., Skjöld- ur Jónsson skorar á Jón D. Ár* mannsson, Aðalstræti 62, og Þóri. hall Jónsson, Aðalstræti 17.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.