Dagur


Dagur - 02.04.1955, Qupperneq 5

Dagur - 02.04.1955, Qupperneq 5
Laugardaginn 2. aprfl 1955 DAGUK 5 Sagan um Ijóta andarungaim í dag eru liðin 150 ár frá fæSingu ævin- týraskáldsins H. C. Andeif en. - „Svona eiga ævintýraskáld að líta iit4; skrifaði séra Matthías eftir fund þeirra 1871 „Líf mitt hefur verið dásamlegt ævintýri,“ sagði Hans Christian Andersen á efri árum, er hann leit yfir farinn veg, sem með sanni mátti kalla í senn þymum stráðan og furðulegan. Lítill spámaður hefði sá moður þótt í Odense á fyrstu áratugum aldarinnar, sem hefði haldið því fram, að sveinninn sá mundi verða heimsfrægur snillingui. — Faðir hans var fátækur skósmið- ur, og bann andaðist áður en Hans var kominn af bernsku- árum, en móðir hans vann fyrir sér og syninum með því að þvo fatnað fyrir nágrannana í Od- ense-ánni. Svona eiga ævintýraskáld að vera! Andersen var þegar á unga aldri ákaflega ófríður og um leið sérkennilegur útlits. Og hanr. var líka einkennilegur í háttum sín- um, þótt hann væri hverjum manni alúðlegri og elskulegri í umgengni. Kemur þetta vel í Ijós í lýsingu séra Matthíasar Jochumssonar, sem kynntist hon- um í Kaupmannihöfn árin 1870— 71, og segir svo frá þeim kynnum í „Söguköflurn“ sínum: „Til ævintýraskáldsins H. C. Andersen kom eg oft. Hann var mér undúr Ijúfur og góður; sagðist lengi hafa ætlað til ís- lands, en nú væri heilsa sin tékin að bila. Hann var, eins og alkunnugt er, frábrugðinn öðrum að vexti, limaburði og fleiru, og þekkti hann aftur hver maður, sem áður hafði séð hann. Hann var .skrefhár, háls- langur og' höfuðið eins og laust, og vatt hann því sí og æ til beggja hliða, afarhár upp á ennið og augun dulræn og dreymandi. Svona á hvert æv- intýraskáld að iíta út, hugsaði eg.“ Skaði var, að svo mikill ferða- maður sem H. C. Andersen var, skyldi aldrei láta verða af því að koma hingað tii lands, úr því að lionum héfur flogið það í hug eins ug frásögo-íáéra Matthíasar ber með sér. En þótt hann kæmi hér ekki sjálfur, hafa ævintýri hans lengi lifað hér, glatt börn og full- orðna og skiiið eftir spor í ís- lenzkum skáldskap og bók- menntum, sem ekki fennir í. Erfið æskuár. Skáldið átti _ erfiða æsku. — Drengurinn fékkst ekki til að fara í skóla. Hánn dró sig í hlé með bækur, orfi sjálfur, einkum leikþætti, og stundaði látbragðs- leik og söng í éinrúmi, setti upp brúð'uleikhús. Þrátt fyrir ein- stæðingsskap sinn og erfiða að- stöðu varð hann þegar á þessum árum sannfærður um, að hann ætti eftir að verða heimsfrægur snillingur. Sú yissa yfirg'af hann aldrei, og veitti honum styrk þeg- ar mest blés í móti á leiðinni að því markiA' Fjórtán ái-a gamall yfirgaf hann Odense ogihélt til Kaupmanna- hafnar að leita gæfunnar. Til- gangur haps va,r fyrst og fremst sá, að komast í samband við lista- menn og léikara og aðra þá, sem gætu hjálpað hinum á listabraut- inni, sem hann ætlaði að leggja út á. Hann fór rakleitt á konunglega leikhúsið, og er' sá þáttur úr am- erísku ævintýramyndinni um líf hans og síarf nokkuð sannur, er hann fann þar fræga dansmær og hóf að segja hénni drauma sína og ást á fögrum listum. Þar dans- aði hann og söng og lék listir sín- ar, en dansmærin horfði undr- andi á, ekki hrifin heldur hrædd, hélt að þeSsi ólánlegi sláni væri ekki með öllum mjalla, og tók til fótanna þegar hún sá sér færi. Þannig iauk fyrstu tilraun H. C. Andersen til að komast í nábýli við miðstöð listanna í höfuð- staðnum, og þá, sem þar réðu húsum. Skólaárin. Þótt byrjunin væri erfið, gafst hann ekki upp. Hann dreymdi um að verða leikari og einlægni hans og áhugi varð til þess, að honum voru fengin ýmis minni- háttar störf í leikhúsinu. Þar kom svo, að einn af leikstjórun- um þóttist sjá í piiti þessuni svo mikla hæfileika, að synd væri að veita þeim ekki tækifæri til þroska. Fyriv hans orð hlaut hann einn af námsstvrkjum kon- ungs og tækifæri til að ganga menntaveginn. Gekk hann síðan á menntaskóla úti á landi. Var það erfið raun fyrir piltinn. sem löngum var með hugann við annað en þurrar kcnnslubækur, en hann lauk stúdentsprófi 23 ára gamall. Fyrstu rithöfundarárin. Á skólaárunum hafði hann ákveðið með sjálfum sér, að leggja leiklistina fremur á hill- una en ritlistina, og ætlaði nú að gerast heimsfrægur rithöfundur og skáld fremur en leikari. Hóf hann þegar að rita sögur, en ekki þóttu þær frumlegar, og þóitust gagnrýnendur sjá, að hann hefði stælt þær eftir verkum kunnra evrópskra höfunda. En Andersen lagði ekki árar í bát þótt í móti blési, og hélt áfram að skrifa. Eftir 10 ár frá stúdentsprófi liöfðu skrif hans vakið það mikla at- hygli, að hann hlaut ferðastvrk frá stjórninni og hélt þá suður til Frakklands og ítalíu, að auðga anda sinn og sjá hin fornu menn- ingarsetur. í þessum ferðum endurfæddist hann sem rithöf- undur. Og bók frá ítalíuárunum, sem út kom 1835, vakti verulega athygli. Varð Andersen nú vel kunnur sem rithöfundur víða um Evrópu, en ævintýraskáldið var enn ekki komið fram á sjónar- sviðið. Vinur barnanna. Andersen var mikill barnavin- ur, og hafði oft ofan af fyrir börn um vina sinna í Kaupmannnhöfn með því að segja þeim ævintýri, sem hann kunni frá æskudögum sínum á Fjóni. Þegar hart var í ári og lítið í buddunni, hóf bann að birta nokkur þessara ævin- týra, og þegar þeim var vel tek- ið, að skrifa ævintýri sjálfur. I upphafi mun hann hafa litið á þessi ævintýri sín fremur sem föndur en bókmenntaafrek, en honum brá í brún þegar ævin- týrin voru brátt á hvers manns vörum og farið var að þýða þau á erlend mál. Þegar leið fram um miðja öldina, varð ljóst, að Andersen mundi verða mikill af ævintýrum sínum fremui en skáldsögum og ritgerðum. Fóru ævintýrin sigurför um Evrópu og höfundur hlaut þá viðurkenn- ingu, sem hann hafði lengi dreymt um, um og eftir 1850. « = '-II ¥ Ritgerð Gríins Thomsen. Meðal þeirra, sem um það leyti rituðu um snilldargáfu skáidsins var íslenzka ljóðskáldið Grímur Thomsen, sem þá var mikils metinn stjórnmálamaður og fag- urkeri í Danmörk. í ævisögu Gríms, eftir Jón Þorkelsson, er svo að orði komizt, að Grímur hafi með skrifum sínum kennt Döuum að meta H. C. Andersen, en síðari tíma athuganir hafa sýnt, að hér er of fast að orði kveðið. Skáldið hafði hlotið við- urkenningu í landi sínu og víðar, en Grímur var meðal þeirra fyrstu, er skildu gildi ævintýr- anna og spáði höfundi beirra langlífis í heimi heimsbókmennt- anna. Spádómur rætist. H. C. Andersen lifði síðustu árin í Kaupmannahöfn, og var þá dáður og hylltur. Er hann var 62 ára, var hann gerður heiðurs- borgari í Odense og götur bæjar- ins voru uppljómaðar honum til heiðurs. Rættist þar með spá- dómur frá æskuárum hans, er þá þótti næsta ótrúlegur. H. C And- ersen giftist aldrei og átti ekki börn. Á yngri árum varð hann ástfanginn af kaupmannsdóttur í Faaborg á Fjóni, en fékk henn- ar ekki. Hét hún Riborg Voigt. Er Andersen andaðist árið 1871, fannst langt bréf frá henni í leð- urskjóðu á brjósti hans. Hafði hann borið það við hjarta sér allt til æviloka. Skáld, sem tala til hjartnanna. Ævintýri H. C. Andersen eru meðal perlanna í heimsbókmennt unum. í einfaldri fegurð þeirra ÚR ERLENDUM BLÖÐUM Stærsta skip Norðurlanda. Hilmar Reksten, útgerðarmað- ur í Björgvin í Noregi, hefur ný- skeð pantað hjá skipasmíðastöð í Bremen í Þýzkalandi 38500 smá- lesta vélskip (d.w.), sem á að vera tilbúið 1958. Er pöntun þessi öó því skilyrði bundin, að gjald- eyrisleyfi fáist. Dr. Albert Schweitzer fær harðfisk. Nýskeð sendi Landssamband norskra harðfiskframleiðenda 100 bagga („búnt“) af harðfiski til sjúkrahúss dr. Albert Schweitz- ers í Lambarene í frönsku ný- lendunni, rétt sunnan við mið- baug. Sambandið bauð dr. Schweitzer þessa gjöf, er hann var á ferð í Noregi og tók hann boðinu með þökkum. „Ævi-fangar“ látnir Iausir. Sjö þeirra manna. sem dæmdir voru til fangavistar ævilangt fyr- ir landráð á hernámsárunum í Noregi, voru látnir lausir 1. marz sl. Sitja nú enn eftir 11 úr sama hópi, og meðal þeirra þrír af „ráðherrum" Quislings: Axel Stang, Rolf Fuglesang og Jchan Lippestad. Norsk síld til Sovjet. Rússnesk sendinefnd var ný- skeð í Björgvin til að semja um kaup á norskri vetrarsíld. Voru gerðir samningar um kaup á 60.000 kössum af frystri vetrar- síld, og hafa nú samtals verið sendir til Sovjet liðlega 800.000 kassar, og er það talsvert meira en í fyrra. Vörn gegn sprengingu síldarnóta. Frá Björgvin fréttist, að Kar- sten Mögster, skipstjóri, hafi fengið einakleyfi á eins konar áhaldi með viðföstu karbidhylki, sem hann telur muni girða fyrir, að síld eða annar fiskur sprengi nótina með því að leggjast o£ þungt í hana og valda bannig skemmdum, eða þá að öll veiðin glatist. Ráð Mögsters er í því fólgið, að gasmyndun í karbíd- hylkinu fylgir með drætti nótar- innar, og má stjórna þessu þann- ig, að gasbólurnar myndist ein- mitt þar, sem óekað er að fiskur- inn fjarlægist í nótinni, og léttist þannig á henni. geymist lífsspeki, sem á erindi til allra manna. Hann talar til hjartn anna. Þetta danska skáld á því aðdáendur hér úti á íslandi jafnt og hinum megin á jarðkúlunni. Skáldið Steingx-ímur Thorsteins- son þýddi úrval ævintýranna og síðan hafa íslenzk börn lesið þau sér til gleði. Fleiri íslenzk skáld hafa hrifizt af H. C. Andersen en þeir Steingrímur og Grímur. Jónas Hallgrímsson var aðdáandi hans og bera verk hans þess vitni, að hann hefur lesið ævin- týrin og hrifizt af anda þeirra. Minjasafnið í Odense. Odense-borg hefur komið upp minjasafni um H. C. Andersen. Þar er hið fátæklega bernsku- heimili hans búið sem safnhús. Þar má finna bækur hans, bréf, ýmsa muni og loks eru veggir skreyttir með freskó-myndum, sem sýna merkisatriði úr lífi skáldsins. Þetta safn er frægasti staður í Odense. Þangað koma flestir, er borgina gista. Þar ep (Framhald á 7. síðuV Úr H. C. Andersen-safninu í Odense. Hpshúnaður skáldsins og ferðataskan, en hann var mikill ferða- langur. Hattaskjan geymdi pípuhattinn, sem skáldið gekk jafnan með. Þannig leit H. C. Andersen út um 1860, 10—11 árum áður cn fundum þeirra séra Matlhíasar bar saman.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.