Dagur - 30.04.1955, Page 5

Dagur - 30.04.1955, Page 5
Laugardaginn 30. apríl 1955 D A G U R 5 Samvinnunefnd verkamðnna og atvinnu- rekenda ráðgefandi um réttláft kaupgjald Nokkur aðaktriði úr framsöguræðu Karls Kristjánssonar alþingismanns, er Iiann flutti er tillaga hans og Páls Þorsteinssonar þm. Austur-Skaptfell- inga, um samstarfsnefnd vegna kaup- gjaldsmála, kom til umræðu á Alþingi Eins cg skýrt var frá í síðasta blaði, sambykkíi sameinað AI- þingi nálega einróma tillögu tvcggja þingmanna Framsóknar- flokksins um skipun. samvinnu- nefndar verkamanna og atvinnu- rekenda, er hafi það hlutverk að afla árlega upplýsinga um af- komu atvinnuveganna og hag al- menmgs cg að gefa út rökstutt álit um þau efni, er ágreiningur verður um kaupgjaldsmál. En til- gangurinn er að leysa slík mál með friðsamlegum, sanngjöinum og eðlilegum hætti og forða þjóð- inni frá efnahagslegu og siðferði- legu íjóni verkfallsbaráttu Karl Kristjánsson, þingmaður Suður- Þingeyinga, flutti merka ræðu, er hann fylgdi tiilögunni úr lilaði, og fara aðaíatriði hennar hér á eftir: ÞaS er mikill vandi að skipta tekjum þjóðarinnar svo, að hver fái þann hlut, sem honum ber. Hver og einn vill auðvitað ekki bera úr býtum minna en hann þarfnast handa sér og sínum. — En fyrst: cg fremst á hann, þegar tekjunum er skipt, heimtingu á því, sem hann hefur unnið fyrir á sóma- samlegan hátt og löglegan. „Sá, sem ekki vill vinna, á ekki heldur mat að fá,“ segir gamall ís- lenzkur málsháttur. I stjórnarskrá Rússlands mun vera svipuð ályktun, — og ætti sú skoðun hvergi að valda ágreiningi. En sá, sem aftur á móti ekki getur unnið, á að fá „sína nauðsyn bætta“ með tillagi mannúðar af hlut hinna vinnandi. Fyrir þeirri hliðinni er reynt að sjá með löggjöf um tryggingar og skyldur sveitarfélaga. Fyrr meir var það þannig. Fyrrum samdi hver einstakling- ur um kauþ sitt og kjör. Látið' var svo heita, að framboð og eftirspurn eftir vinnu réði verð- lagi hennar. En í raun og veru réði vinnuveitandinn aðallega, hvað hann lét í té. Húsmóðirin skammtaði hjúinu matinn og húsbóndinn kaupið. Hvort tveggja var af vinnuveitend- unum skorinn skammtur —• og mis- jafnlega vel úti látinn. En með þeim hætti báru húsbændurnir auðvitað einir fylla ábyrgð á að til væri matur á heimilinu í mál- tíðirnar cg fé til þess að greiða kaupið. Hjúin báru alls enga á- byrgð í því efni. Síðan þetfa ástand var á Islandi, er ekki ýkjalangt — og ekki lengra en margir háttv. núverandi alþing- ismenn muna. En ástandið er orðið gjörbreytt. Þegar lilið er til baka, óar manni við því, hve sá, er seldi vinnu sína, var undirokaður og fékk litlu að ráða um kjör sín. Eðlilegt er — þegar á þetta er litið — að breytingarnar hafa orð- ið á eina leið. Kaupþegnarnir máttu ganga svo langt, sem þeir gátu komizt í kröf- um sínum. Þeir komust ekki oflangt þrátt fyrir það, enda voru þeir iengi vel sundraðir og ósamtaka. Nú horfir öðruvísi við. Vinnu- hjú er ekki um að tala lengur, og verkafólkið hefur öflug samtök með sér, sem geta stofnað til alls- herjarverkfalls til áherzlu kröfum sínum. Með þeim verkföllum getur kaupþeginn stöðvað framleiðslu þjóðarinnar að miklu leyti, — rofið viðskiptakerfi landsmanna og sam- göngur. Er þá svq komið í raun og veru, að aðstaðan til þess að skammta hefur flutzt frá húsbændunum, sem ég áður nefndi, til þeirra, er selja vinnuna. En um leið hefur líka ábyrgðin á því, að búið beri sig og geti greitt það, sem krafizt er, flutzt að veru- legu leyti á herðar kaupþegans. Atvinnurekeridur geta að vísu einnig gert verkbönn og valdið truflunum \ þjóðlífinu, ef ekki sem- ur um kaup og kjör, en skilyrði þeirra til allsherjarsamtaka eru miklu miririi en verkalýðsins. Þetta er staðreynd, sem sjálf- sagt er að gera sér grein fyrir. Ekki sízt þarf verkalýðurinn að gera sér grein fyrir þessu nýja viðhorfi. Á- byrgð hans í kaupgjaldsmálum og atvinnumárúm er alltaf að þyngj- ast. Hann er orðinn sá sterkari og verður þess vegna sjálfur að gasla hófsins, ep getur ekki varpað á- hyggju sipni í því efni lengur á það, að motstaðan segi til, þannig að fyrr nemi staðar en oflangt sé gengið. Eins og riú er komið, þá er hægt að ganga of langt, — heimta of mikið kaup af atvinnuvegunum, þótt það þurfi ekki um leið að vera of mikill eyðslueyrir fyrir þann, er fær það. Og séu heimiluð og tekin meiri laun en atsinnuvegurinn ber, slig- ast hann eins og hrossið, sem sett- ar eru of þungar klyfjar á, eða sekkur eins og skip, sem er of hlaðið. Launþeginn, sem gerir meiri kröfur en atvinriuvegurinn þolir og knýr þær fram, eyðileggur hest sinn — og skip sitt. Réttur úrskurður fæst ekki með aflraunum. Finna þarf, hvert gjaldþol at- vinnuveganna er, og hver er hinn rétti hlutur launþegans í tekjunum* Réttur úrskurður fæst varla með aflraunum verkfalls eða verkbanns. Fyrst og fremst er engin trygging fyrir því, að sá sterkari, hver sem hann er, hafi rétt fyrir sér. Og í öðru lagi, þá eru verkföll og verk- bönn allt of dýr fyrir þjóðfélagið. Það er í raun og veru bæði skortur á skynsemi og bróðerni að beita slíkum aðferðum, sem eru beiting hnefaréttar, er nauðvörn ein réttlætir. Þjóðfélög eiga að einbeita sér til þess að vaxa frá þeim aðferðum, enda miðar í þá átt — líka hér á landi, þótt vinnulöggjöf Islendinga sé ung. Frestun verkfallsins 1. marz sl. er vottur þessa — og gefur góðar vonir um að gera megi ráð fyrir heilbrigðri þróun í þessum málum á næstu árum. Fyrsta lagasetning á Islandi um vinnudeilur mun hafa átt sér stað 1925. Hér er því ekki urn langa sögu að ræða í þeirri löggjöf. Aðrar þjóðir hafa yfirleitt miklu meiri reynslu, sumar margra alda. En vitanlega hefur íslenzk vinnu- lcggjöf verið sniðin eftir aðfengn- um fyrirmyndum og þess vegna er hún alls ekki frumstæð löggjöf. Hins vegar hefur löggjöfin hvað eftir annað ekki getað komið í veg fyrir harða árekstra og mikið tjón af ófriði, sem hefur risið í kaup- gjaldsmálum, enda er framkvæmd- arvald þjóðfélagsins máttarvana. Reiknað hefur verið út, að mill- jónatugir hafi þannig gíatazt þjóð- inni — og ekkert komið í staðinn, nema þá reynslan, því slík töp eru eins og .eldsvoðatjón, þar sem eng- in er vátrygging. Hví ekki aS athuga í bróðerni? En hví ekki að nota reynsluna og afstýra því, að aftur brenni? Hví ekki að athuga í bróðerni, hvað helzt mundi geta komið í veg fyrir vinnukjaraófrið, verkföll og verkbönn? Öllum er að verða ljóst að of- ríkið getur hefnt sín á hvora hlið- ina, sem það er framið. Arðrán er ekki aðeins óréttmætt heldur háskalegt fyrir atvinnulífið, hvort sem vinnuþeginn eða vinnu- veitandinn er arðrændur. Það þjóðfélag, sem lætur arð- rán viðgangast, þrífst ekki en þjá- ist eins og maður, sem gengur með skæða meinsemd. Þegar skipta á þjóðartekjunum með því að ákveða kaup og kjör, þá er það hagfræðilegt rökhyggju- dæmi, sem reikna þarf og reikna rétt. Þetta er skylt og hægt að gera í menningarþjóðfélagi, sem hefur byggt sig upp félagslega, eins og íslenzka þjóðfélagið, og heldur hag- skýrslur. Sumir halda því fram, að þenn- an útreikning eigi sérstakir dóm- stólar að annast, — og úrskurðum þeirra eigi skilyrðislaust að hlíta. — Verkföll og verkbönn eigi að banna. Telja þeir menn, að kjara- og kaupgjaldsmálaþrætum megi skera úr með dómum eins og öðrum á- greiningi manna á milli. Benda þeir á, að menn eigi frelsi sitt o£ aeru sína undir dómsúr- skurðum, og spyrja hvort vandara sé í fjárhagsmálum. Ýmsar þjóðir hafa í löggjöf sinni gerðardóm x Hljómleikar Nokkur ár eru liðin s ðan eg hef hlýtt á leik Þórunnar Jóhanns- dótur. Frá þeim árum minnist maður lítillar telpu við stórt flyg- el. Vald hennar yfir miklu hljóð- færi var undrunarefni. Á hljóm- leika hennar var litið öðrum aug- um en er þroskaðir listamenn töl- uðu til okkar. Nú er þessi tíð liðin að kalla. Þórunn er af barnsaldr- inum og lifir nú storrnasamari tíma. Enn er hún grannvaxin stúlka og enn undrast maður kraftinn, sem hún býr yfir. En áhrif hljómleika henar eru önnur en fyrrum. Undrabarnið tilheyrir liðinni tíð, ung listakona er tékin við. Þórunn hefur tekið miklum framförum. Hún hefur mikið vald yfir hljóðfærinu, leikur hin erfið- ustu verk leikandi létt og fyrir- hafnarlítið, nær miklum og þung- vinnudeilum, — einkum ef mjog lengi dregst að saman gangi í samn- ingum, — eða aðilar verða ásáttir um að leggja málin fyrir gerðar- dóm. Ekki tillaga um gerðardónt. Á íslandi hefur verið gripið til gerðardóms með sérstökum lögum. Með tillögu okkar háttv. þing- manns Austur-Skaftfellinga er alls ekki að slíku stefnt. Hún er miðuð við þá riku þjóðfélagslegu nauð- syn að koma í veg fyrir það, að til ófriðar dragi í kaupgjalds- og kjaramálum, — eyða ástæðum til verkfalla — og verkbanna, afstýra því friðsamlega, að það ástand skapist, sem leiði af sér árekstrana og tjónin, sem af þeim hljótast fyrir alla. Hið venjulega er, að of seint er gengið til samninga, þegar kröfur hafa fram komið um breyt- ingar. — Kröfurnar ekki gerðar af nákvæmni heldur of miklu handa- hófi. Gert ráð fyrir að af þeim þurfi hvort sem er að slá í stríði og þannig ögrað til átaka. Ekki sezt að samningaborði fyrr en hugir hafa hitnað um of. Tillagan er ekki flutt með sér- stöku tilliti til þeirrar kjaradeilu, sem nú hefur á skollið, — heldur vegna ókomins tíma lengra fram. (Framhald á 7. síðú) um hljómi úr jafn gölluðu verk- færi og flyglinum hér í Nýja- Bíó. En hún er enn á þroska- skeiði. Saga hennar til þessa gef- ur fyrirheit um að hún eigi fyrir höndum mikinn frama á lista- mannsbrautinni. Á tónleikum þeim, er hún hélt hér í Nýja-Bíó á þriðjudags- kvöldið. hlaut hún ágætar mót- tökur áheyrenda. Hún hóf að leika Konsert í ítölskum stíl í F- dúr eftir Baoh. Þetta verk krefst nákvæmni í flutningi, en ekki munu allir áheyrendur kalla það hrífandi. Þórunn flutti það hispurslaust og snurðulaust. Sterkari tökum náði hún samt á Chaconne í D-moll eftir sama höfund, í píanóútsetningu eftir Busoni. Krefst það mikilla átaka og var mikill hljómur í flutningi verksins, sem er undurfagurt og hrífandi. Að minni hyggju tókst Þórunni bezt í 32 tilbrigðum í C- moll eftir Beethoven, þar sem hún virtist leggja sig fram og ná ágætavel hinum margvíslegu blæbrigðum verksins, en undir hljómar kjarninn æ hinn sami. Var verulega ánægjulegt að hlýða á flutning hennar á þessu verki. Síðan lék hún 3 smærri verk eftir Debussy, létt og fallega, þá Skógarþyt eftir Liszt og loks 3 verk eftir Chopin, Impromptu í As-dúr og Fis-dúr, og Scherzo í B-moll. Hefur hún handtök virtousanna á hljómborðinu þeg- ar þess er krafizt, og víst hljóma soilldarverk Chopins fallega frá hendi hennar, þótt e. t. v. megi segja, að maður finni ekki ætíð það hjarta, sem undir slær. Væri og engin sanngirni í því að ætlast til, að svo kornung stúlka flytti verk meistanna eins og væri fullmótaður snillingur. En von- andi auðnast Þórunni að þroska ótvíræða listamannsgáfu sína, og láta fyrirheit bernsku- og ungl- ingsára rætast í fyllingu tímans. Áheyrendur tóku leik hennár forkunnarvel, og færðu henhi marga blónivendi. Að lokum lélc hún tvö aukalög. — A.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.