Dagur - 30.04.1955, Síða 7

Dagur - 30.04.1955, Síða 7
Laugardaginn 30. apríl 1955 DAGUR 7 - Ræða Karls Kristjánssonar (Framhald af 5. síðu). Flutningsmenn hugsa sér, að þessi nefnd, er skipuð sé að jöfnu af atvinnurekendum og kaupþeg- um, sé alltaf til og viðbúin. Hún reikni á hæfilegum fresti og að gefnum tilefnum hvaða breytingar sé eðlilegt að gera á kaupi eftir afkomu atvinnuveg- anna og þá fyrst og fremst fram- leiðslunnar. Hún hafi ekki úr- skurðarvald, en sé ráðgefandi. Af þeirri ástæðu er heldur ekki gert ráð fyrir oddamanni í nefndinni. Tillögumenn stinga ekki upp á hve margir skuli vera í nefndinni. Þeir geta verið tveir, fjórir eða jafnvel sex, ólíklegt að heppilegt sé að þeir séu fleiri, en sanngjarnt að talan fari eftir samkomulagi þeirra, er skipa. Sexmannanefndin. Já, vel á minnst! Háttv. þing- menn muna sjálfsagt eftir hinni svonefndu sexmanna-nefnd, sem skipuð var 1943 og því samkomu- lagi, sem varð innan hennar um verðlagsgrundvöll landbúnaðar- vara. Starf þeirrar nefndar leiddi af sér frið þann, sem verið hefur alla stund síðan um þau kjaramál, sem hún fjallaði um grundvöll fyrir. Sú reynsla styður sterklega þessa tillögu, sem hér liggur fyrir. Ef nefndin hefði verið til. Það er fullkomin ástæða til að - FOKDREIFAR (Framhald af 4. síðu). held áfram upp brekkuna, mig langar til þess að heilsa' .u'ppf á vinina okkar allra, fuglana á pollinum neðan við sundlaugina. Það er nú tæplega hæga að kalla hann ,.,andapoll“ lengur, nú eru þar fleiri fugíategundir. Svanirn- ir eru sultarlegir, þeir synda fram og aftur við tjarnarbakkann og mæna til mín vonaraugum. „Því miður hef eg ekkert handa ykk- ur,“ sagði eg, „en skal muna eftir ykkur næst.“ Gæsirnar rífa í sig grænu stráin, sem þær ná til. Það er furða hvað þær geta étið af grasi, rétt eins og þær væru í ætt við kýr eða kindur. Endurnar rabba saman um tilvonandi hreiðurgerð og hjúskap. Það er auðséð að þær kvíða engu, þótt mæður þeirra og ömmur hafi skýrt þeim frá raunum sínum og barnamissi af völdum yfirgangs af óvelkomnum innrásarher í hólmann þeirra. Stór dúfnahópur kemur fljúgandi og setzt innan við gii-ðinguna, ef til vill hafa þær átt von á einhverju æti, en þegar það bregzt, hefja þær sig upp á ný, það þýtur í vængjum þeirra þegar þær kljúfa loftið og hverfa niður fyrir brekkuna. Það er gaman að virða fyrir sér um- hverfi þessa sérkennilega staðar. Hér hefur verið unnið af kunn- áttu og smekkvísi. Þökk sé öllum þeim, sem hlutdeild eiga í því að skapa þennan friðsæla reit. Læk- urinn milli tjarnanna dregur að sér athygli mína. Niður hans læt- ur svo notalega í eyrum. Það hvítfyssar á hnullungum. Hann er dásamleg eftirlíking af „al- vörulæk“, eins og litla stúlkan komst að orði. Eg rölti heim á leið, þar sem heimilisstörfin bíða mín. Hvernig færi ef húsmæður tækju upp á því að gera verkfall? Hver veit, hvað fyrir kann að koma? ■ötí'* GÍéðilegt sumar! álykta, að ef nefndin, sem tillagan ræðir um, hefði verið skipuð, — þó ekki hefði verið fyrr en í fyrra- sumar, — þá hefði ekki sú deila, sem nú stendur yfir, komizt á það stig, sem hún er komin, — hvað þá lengra. Blöð allra flokka hafa í sam- bandi við þessa deilu viðurkennt að ófriður á þessum sviðum sé þjóðarhöl, sem forðast beri af fremsta megni. Oll hafa þau einnig viðurkennt, að hagfræðilegir út- reikningar sé það, sem gilda eigi. Sama hefur komið fram hjá öll- um, sem á málið hafa minnzt hér á hinu háa Alþingi. Gerðir hafa verið hagfræðilegir útreikningar, en þeir eru véfengd- ir, með skírskotun til að ekki hafi verið teknir réttir liðir til útreikn- ings. Ef nú hefðu verið til niðurstöð- ur útreikninga, sem fulltrúar beggja aðila í nefnd, eins og þeirri, sem tillagan er um, hefðu áður með rólegri yfirvegun og ýtarlegri komið sér saman um, hvernig leita skyldi, þá hefði verið óþarft að deila, — og lausn málanna fengin. Sé þetta ekki rétt ályktað, — þá er ekki að marka þær yfirlýs- ingar um friðarvilja, sem ég hef vitnað í, að komið hafa fram í blaðaskrifum og ræðum. I nefndina þurfa vitanlega að veljast góðir menn, réttlátir og glöggir. Samtökin viga hæfa menn. Enginn vafi er á því að bæði samtök atvinnurekenda og verka- Iýðs- og launþegasamtökin haía slíkum mönnum á að skipa, eí þau vilja kveðja þá til málanna. En það verða þau einnig., að geta í tæka tíð, eða með öðruin orðum: fiafa' þá áfltaí á verði itm vinnu- friðinn, eins og tillagan gerir ráð fyrir. Eg leyfi mér að vænta þess, að allir háttvirtir þingmenn fallist á tillöguna. Hún stefnir að því að Éerð verði mikilsverð tilraun, fé- lagsleg oé menningarleé, — til þess að viðhalda vinnufriði of> vernda hann, og tryggja jafnframt rétt hvers og eins til þess að fá sinn hlut af þjóðartekjunum, svo sann- éjarnlega og rétt mældan sem unnt Vor - þrátt fyrir allt! „. . . . Hljóðglöggir menn heyra eigi aðeins slunur og harmatölur i þjóðlifi íslendinga. Þeir heyra og, að þjóðarmetnaður vor dregur úrn- súg d flugnum, og þeir lieyra veengjaþyt vorboðans i visindum og listum og ófredda óma þeirrar hug- arununar er þjóðin mun hafa þar af. Ldtið eigi arnsúginn dvína, vcengstýfið eigi vorboðatin, bjargið hinum ófœddu ómum. Minnizt þess, að listaverk er aldrei of dýrt, þvi að það ber öllum dvöxt, öld- um og óbornum og öld ejtir öld....“ (Bjarni Jónsson frá Vogi, í ræðu 1914.) - Vegir og vegaviðhald (Framhald á 2. síðu). þá stöðug þíðviðri, svo að klaka tók að leysa úr jörð, grófust þá vegir nokkuð, einkum þeir, sem þimnt malarlag er á og mestur umferðarþungi hvíldi á, en vegna undangenginna þurrviðra eru þeir flestir nú orðnir það þurrir, að langt er síðan að brýna nauð- syn bar til að hefla þá. Vegahefill er staðsettur í Húsavík, sem að líkum er undir yfirstjórn vega- málastjórans á Akureyri. Eitt- hvað mun hefill sá hafa myndast við að slétta veginn í Aðaldal, en aðeins komizt lengst suður að Helgastöðum í Reykjadal. Allir vegir þar fyrir framan þorna sem ótræðis hraun. Og þegar við mjólkm-hílstjórar berum fram kvartanir við nefndan yfirmann vegaeftirlitsins yfir ófremdar- ástandi veganna hefur hann ekki manndóm til þess að svara beiðni okkar og óskum eins og ábyrgum yfirmanni sæmir, heldur slítur símtali, sem við höfum keypt við hann, til þess að óska eftir að hann framkvæmi þá skyldu, að skoða.vegina sjálfur og gera ráð- stafanir til úrbóta. Er þá eins og hér sé um hégómamál að ræða, sem honum komi ekkert við. En nú sný eg mér til vegamála- stjóra ríkisins, þegar þessi þjónn hans er ekki viðmælandi um þau mál, sem honum eru falin í opin- berri þjónustu, og spyr: Eru þess- um manni ekki ætluð meiri störf en hann er maður fyrir? Væri eklti athugandi að létta eftirlitinu af.. veguip- j^^ingeyj^s^skv . af hpkmm pgx, fékL hað'. síáH'í jTidÁhh;. bú’sélfúm'hér f heráði,‘mánni,séri>' við ættum hægara með að um- gangast og sem hefði betri að- stöðu til þess að fylgjast með végaviðhaldinu hér? Eg h.eld að það væri nauðsynleg ráðstöfun og þakkarverð. Einarsstöðum, 26. apríl 1955. Einar Jónsson, sérleyfishafi. ERLEND TÍÐINDI (Framhald af 4. síðu). Bændur óttast þvingaðan sam- yrkjubúskap og afnám eignarrétt- arins, ungt fólk óttast sögur um að „alþýðulögreglan“ verði brátt efld um helming og útbúin sem her, til andsvara við hervæðingu Vestur- Þýzkalands. Kennarar eru í mjög erfiðri aðstöðu um þessar mundir, því að þeim er uppálagt að fá kommúnistiskar hollustuyfirlýsing- ar frá ungmennum, er gildi í stað fermingarheits. Allt þetta ýtir undir flóttann vestur á bóginn frá hinu óbærilega öryggis- og réttleysi einstaklingsins í hinu tillitslausa kommúnistaríki. BÍLL Mjög rúmgóður fjögurra manna bíll (Morris) er til sölu. Keyrður ca. 34 þús km. Á nýjurn dekkum með nýj- an rafgeynti og nýuppgerð- um fjöðrum. Greiðsla eftir samkomulagi. A. v. á. Messað í Akureyrarkirkju kl. 10.30 f. h. á morgun. — Sálmarn- ir eru þessir: 510, 687, 220, 681 og 685. Syngið sálmana. — P. S. Hreppsbúar í Glæsibæjarhreppi buðu Einari G. Jónassyni á Laugalandi til samsætis í þing- húsi hreppsins í tilefni af 70 ára afmæli hans, en ekki hrepps- nefnd, eins og sagt var í síðasta tbl. Var mjög almenn þátttaka í samsætinu. Guðrún Brunborg sýnir kvik- myndina „Þrír menn á biðils- buxum“ í Nýja-Bíó nú um helg- ina og er þetta frumsýning mynd- arinnar hér á landi. m Á fimmtudaginn varð frú María Hafliðadóttir, fyrrv. Ijósmóðir í Akureyrarkaupstað, Brekkugötu 27, 80 ára. Hún er fædd á Eyrarlandi þar sem foreldrar hennar, Hafliði Þor- kelsson og Sigríður Grímsdóttir, bjuggu um skeið, en sama árið og hún fæddist, 1875, fluttu þau til Akureyrar og hér hefur María átt heima alla tíð síðan. Árið 1902 sigldi hún til Kaupmannahafnar til að nema ljósmóðurfræði við fæðingardeild rikisspítalans. Voru þar þá 36 nemar, og voru 6 frá fyrrverandi og núverandi nýlend- um Dana, 2 frá Islandi, 2 frá Græn- ________;____> > i - »• ___ f j | KA-kabarettinn heim- sótti Skagfirðinga Um s.l. helgi fór KA-kabarett- inn, sem hefur skemmt Akureyr- ingum nokkrum sinnum í vetur, í sýningarferð til Sauðárkróks og hafði kvöldskemmtun í félags- heimilinu Bifröst á laugardags- kvöldið við ágæta aðsókn. Til skemmtunar var m. a.: Sjón- hverfingar, gamanvísur, upplest- ur, söngur, kveðskapur og spurn- ingaþáttur. Róma Akureyring- arnir mjög samkomuhúsið Bif- röst, og segja það vel búið og ánægjulegt. Að loknu kabarett- kvöldinu var dansað, og lék hljómsveit Sigurðar Jóhannes- sonar hér á Akureyri fyrir dans- inum. Barnakerra (Silver Cross) til sölu, Sigfrið Einarsdóttir Símar 1904 g 1521 KFUK lýkur vetrarstarfsemi sini með almennri samkomu í kristniboðshúsinu Zíon í kvöld kl. 8.30. Fjölbreytt efnisskrá, svo sem: söngur, upplestur, samtals- þáttur. Einnig verður happdrætti til ágóða fyrir skálasjóð félagsins. Margir vinningar. — Allir vel- komnir. Fimmtugsafmæli. Sigurður bóndi Stefánsson á Ondólfsstöð- um varð fimmtugur í gær. Hann er vinsæll og kunnur atorku- maður. Aðalfundur Kaupfélags Þing- eyinga verður haldinn á Laug- um 4. maí næstk. landi og 2 frá Vestur-Indíum. María útskrifaðist með bezta vitn- isburði og hlaut verðlaun skólans. Árið 1904 tók hún við ljósmóður- starfi hér af frú Guðnýju Jóns- dóttur, ekkju Friðbjarnar Steins- sonar, en hún hafði gegnt starfinu í 48 ár. Var María ljósmóðir kaupstaðarins, unz hún sagði starf- inu lausu 1920, en gegndi því þó 2 ár enn vegna áskorana. Árið 1905 giftist María Jóni Guðmundssyni byggingameistara, en hann var kunnur og mikilsmetinn borgari og einn af forustumönnum iðnað- armanna. Áttu þau ágætt heimili. Jón andaðist 1945, þá nýlega sjö- tugur að aldri. Líknarhendur frú Maríu Hafliðadóttur hafa veitt fjölda Akureyringa hina fyrstli umönnun. Hún var einstaklega heppin ljósmóðir og naut virðingar og vinsælda jafnt í starfi sínu út á við sem húsmóðir á heimilinu og ágætur þegn bæjarfélagsins. Vinir frú Marlu og heimilis hennar, fyrr og síðar, minnast hennar með virðingu og þakklæti á þessum tímamótum. - Nýjii samningarnir (Framhald af 1. síðu). nefndarmaður getur áfrýjað ákvörðun meirihluta um bætur til Tryggingaráðs ríkisins. At- vinnuleysistryggingasjóður rná fá að láni af vörzlufé Trygginga- stofnunar ríkisins til að byrja með,' og eins má lána fé í inilli sérreikninga sjóðsins. Starfs- svæði sjóðanna eru bæir og kaup tún með 500 íbúum eða fleiri, en bæir með 300 íbúum geta gerzt þátttakendur af þess er óskað. Samið var um að niður falli sakir, er orðið hafa í deilunni. — Auk þess, sem hér er sagt, eru sérákvæði ýmis eftir félögum sem ekki liggur fyrir hver eru að sinni, en munu ekki raska þeirri heildarmynd, sem hér er lýst. Aðalf undur Sambands nautgriparæktarfélaga EyjafjarÖar verður haldinn að Hótel K.E.A. á Akureyri þriðjudaginn 10. maí n. k. og hefst kl. 10 árd. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður þar tekin ákvörðun um stofnun tilraunastöðvar í búfjárrækt. Akureyri 29. apríl 1955. ] Stjórnin. r Attræð: Frú María Hafliðadóftir, fyrrverandi ljósmóðir F. K

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.