Dagur - 07.05.1955, Side 1
I
Fylgist með því, sem gerizt
hér í kringum okkur. —
Kaupið Dag. — Sími 1166.
BAGUR
kemur næst út miðviku-
daginn 11. raa:.
XXXVHI. árg.
Akureyri, laugardaginn 7. maí 1955
26. tbl.
Þeir ræða afvopnmiarmál
Nýlega skipaði EVsenhower Bandaríkjaforseti sérstakan ráðunaut
til þess að fjalla um afvopnunarmál, og var Harold E. Stassen valinn.
Sétzt hann á myndinni (t. h.) að ræða við forsetann. Þetta er í fyrsta
sinn, sem ríkisstjórnin skipar sérstakan afvopnunarmálafulltrúa. —
flsWpfi og góð afkoma
hjá Kaupféfagi Þingeyinga
Aðalfundur félagsins haldinn nú í vikunni
Aðalfundur Kaupfélags Þing-
eyinga var haldinn að Laugum í
Reykjadal 4. og 5. ma' síðastlið-
inn. Sátu hann 92 fulltrúai frá
félagsdeilum K. Þ. Varaformaður
félagsins, Baldur Baldvinsson
hóndi á Ófeigsstöðum stjórnaði
fundinmn í fjarvcru formanns,
Karls Kristjánssonar alþingism.
Sala erlendra vara ásamt innlend-
um iðnvörum nam 15.1 millj. kr. og
lialði aukizt á árinu um 2.3 millj.
kr. Heildaryörusalan varð kr. 29.2
millj. og hafði aukizt um 5,7 millj
kr. Sameignarsjóður er að upphxð
2 millj. og 250 þús. kr. og hafði
hækkað Irá árinu áður um 220 þús.
kr. Stofnsjóðurinn er um 1 millj. og
270 þús. kr., og er það 152 þús. kr.
liækkun frá fyrra ári.
Innlánsdeild var 3,6 millj. Hækk-
aði um rösklega 1 millj. kr.
Innstæður viðskipt'amanna námu
3,6 milIj.Höfðu lækkað um 135 þús.
Af endurgreiðsluskyldum vörurn
var greitt lil félagsmanna nálega
230 þús. kr. En það er 6i/ó% af
verði endurgreiðsluskyldra vara.
Endurkosnir í félagsstjórn voru
þeir Baldur Baldvinsson á Ofeigs-
stöðum og Bjartmar Guðmundsson
á Sandi. Aðrir í stjórn kaupféfags-
ins eru: Karl Kristjánsson alþingis-
maður, formaður, Ulfur Indriðason
og Illugi Jónsson.
Til fræðslu og skemmtunar.
Það hefur lengi verið siður á
aðalfundum Kaupfélags Þingeyinga
að hafa nokkuð til skemmtunar.
Fyrra fundardaginn sá félagsdeild
Revkdæfa um skemmtiatriði. Þar
Jluttu ávörp Teitur Bjönisson á
Brún, formaður Reykdæladeildar,
og stjórnaði hann jafnframt sam-
komunni, Jón HarafdsSon á Einars-
stöðum, Tryggvi Sigtryggsson á
Laugabóli og Pálf H. Jónsson á
Hvítafelli ffutti frumsamið kvæði.
Hann stjómaði einnig söng Karla-
kórs Reykdæla og Kirkjukórs Ein-
arsstaðasóknar við þetta tækifæri.
Þá sýndi glímuflokkur frá Hér-
aðssambandi Þingeyinga íslenzka
glímu undir stjórn I-faralds Jóns-
sonar, Jaðri. Hefur hann í vetur
æft þennan flokk og var sýningunni
tekið með miklum fögnuði. Þess má
geta í sambandi við glímuna, að
hún er æfð eftir fyrirsögn cldri
manna og sniðin eftir þingeysku
glímunni, eins og hún var um síð-
ustu aldamót.
Jón Haraldsson afhenti K. Þ.
málverk af Pétri Jónssyni á Gaut-
löndum, gert af Aðalgeir Halldórs-
syni á Stóru-Tjörnum.
Samkomu þessa, sem þótti takast
með ágætum, sótti fjöldi gesta auk
fulltrúanna.
Vfir kaffiborðum fundardagana
var skemmt með ræðuhöldum, gam-
anvísum og söng.
Fundinum var slitið kl. 5 síðd.
á fimnitudaginn.
Síðustu mánuðina hefur nokk-
uð borið á því, að lengri tíma
tæki en áður að ná talsambandi
við Reykjav k fyrir venjulegt
gjald. Ilefiir biðtími oft verið
nokkrar klukkustundir. Enn-
fremur hefur talsambandið sjálft
stundum verið slæmt vegna
truflana á línunni.
í tilefni af þessu sneri blaðið
sér til Gunnars Schram símstjóra
hér á Akureyri, og spurði hann
um ástæðuna fyrir þessari aftur-
för. ,
Gunnar Schram sagði, að eðli-
legt væri að meiri aðsókn væri að
langlínusamtölum nú en áður. því
að símanotendmn hér hefði mjög
fjölgað síðan fullgerð var stækk-
un bæjai-stöðvarinnar í fyrra. En
Alþingi samþykkti tillögu þmgmanna
Framsóknarflokksins nm ný viðliorf
í framleiðslumálnm
--------------------------/5
„Norðlendingi“ fagnað
Togarinn Norðlendingur kom í
fyrsta sinn til Sauðárkróks í gær
og var vel fagnað. Voru fánar við
hún og fjöldi manns skoðaði skip-
ið. Togarinn hafði um 200 lestir
af fiski. Var 100 lestum skipað í
land á Sauðárkróki, en skipið fór
með 100 lestir til ÓlafsfjarSar.
Fór meginhluti þess, sem lagt var
upp á Sauðárkróki, til herzlu.
Losunin þar vestra gekk greið-
lega, og engir erfiðleikar fyrir
skipið að komast að bryggju.
Rafmagn til Höfð-
hverfinga í srnnar
í sumar er ráðgert að framlengja
hásþennulínuna frá Garðs\’ík út
í Höfðahverfi, og leggja rafmagn
á bæi þar allt að Hjalla, utan
Grenivíkur, og að Litlagerði að
sunnan. Utan Hjalla eru bæirnir
Svínárnes og Jaðar og sunnan
Litlagerðis Skarð, tilheyrandi
Grýtubakkahr.. — Raflagnadeild
KEA hefur tekið að sér innlagnir
í hús, og mun ætlunin að hefja
það verk bráðlega.
Opinberir starfsmenn
fá dýrtíðaruppbót
Ríkisstjórnin hefur lagt fyrir
Alþingi frumvarp um greiðslu
verðlagsuppbótar á laun opin-
berra starfsmanan. Eiga þeir að
fá greidda fulla vísitölu á laun
sín, í samræmi við ákvæði þau,
sem sett voru í kjarasamninga
verkamanna og iðnaðarmanna. Er
miðað við laun, sem ekki eru
hærri en 34.560 kr. á ári eða há-
markslaun í VII. fl. launalaga. En
uppbótin skal aldrei nema minnu
en 5%.
ekki eru nema 6 1 ’nur tiltækar
héðan til Hrútafjarðar, þar sem
jarðstrengurinn að sunnan endar
nú. Með aukinni aðsókn og
stórauknum viðskiptum hefði
biðtíminn lengst. En símamála-
stjórnin hefði séð þetta fyrii, og
gert ráðstafanir til þess að bæta
úr því.
í þessum mánuði verður
unnið að því að setja upp tæki
fyrir fjölsíma hér á Akureyri
og í Hrútafirði. Verða þá 16
rásir í milli þessara staða, í
stað 6 nú. Er Ijóst, að þetta eru
miklar úrbætur því að jarð-
strcngurinn frá Hrútafirði íil
Reykjavíkur flytur miklu
meira en þetta.
Gunnar Srhram sagði, að gera
Síðastl. fimmtudag var afgreidd
sem ályktun Alþingis til ríkis-
stjórnarinnar tillaga til þings-
ályktunar um samvinnu í at-
vinnumálum milli ríkisstjórnar,
atvinnurekenda og kaupþega-
samtaka. Var tillagan samþykkt
samhljóða, enda lá fyrir álit alls-
herjarnefndar, er mælti einróma
með tiliögunni. Flutningsmcnn
tillögunnar voru þeir Karl Krist-
jánsson og Páll Þorsteinsson.
TiIIaga þessi er mjög merkileg
og gæti, ef framkvæmd hennar
fer vel úr hendi, markað varanleg
spor í framfaraátt fyrir íslenzkt
atvinnulíf, með því að bæta hag
þjóðarbúsins og einstaklinganna,
sem framleiðslustörfin vinna, og
vekja skilning alþjóðar á eðli og
mikilvægi þess máls, er tillagan
fjallar um.
Tillagan er á þessa leið:
„Alþingi ályktar að fela rík-
isstjórninni að stofna til sam-
vinnu við atvinnurekendur og
kaupþegasamíök um skipu-
Iagningu vinnubragða og
vinnukjara til þcss að auka og
bæta framleiðslu og afköst og
veita almenningi — einnig á
þann hátt — skilyrði til batn-
andi lífskjara.“
Lífskjörin háð framleiðslunni.
í greinargerð tillögunnar segir
m. a.: Aðalundarstaða þjóðar-
teknanna er framleiðslan til lands
og sjávar. Á þeirri undirstöðu
byggist velmegun landsmanna.
mætti ráð fyrir að þessum end-
urbótum yrði lokið í næsla mán-
uði.
Um lélegt samband á lir.unum
sagði hann, að það væri að vísu
rétt, að allar þær 6 línur, sem nú
eru í noíkun væru ekki jafngóð-
ar, en með endurbótunum, sem
nú er unnið að, mundi hið lélega
samband hverfa þar sem ætla
mætti að jafr.an væri nægilegt
rúm á þeim línum, sem truflana-
lausar eru.
■ Símanotendur munu fagna
þessum upplýsingum. Er skylt að
viðurkenna, að símamálastjórnin
hefur lagt kapp á að bæta s'ma-
þjónustuna hér á Akureyri, bæði
innanbæjarsímann og nú lang-
línukerfið.
Þvi meiri sem þjóðartekjurnar
eru^ því meira kemur til skipta
milli fóiksins í landinu.
Lífskjörin fara eftir framleiðsl-
unni: batna, ef framleiðslan eykst
eða vex að verðmæti, hrakar aft-
ur á móti, ef hún minnkar eða
rýrnar að verðgildi. Til þess að
þjóðartekjurnar verði sem mest-
ar, þarf hver maður, sem að öflun
þeirra vinnur, að skila sem mestu
og foeztu dagsverki. En á það er
ekki nú lögð sú áherzla sem
skyldi að vanda verk og afkasta
miklu.
Samtök þeirra er vinna fyrir
kaupi, leita samninga fyrir félaga
sína um sem hæst kaup fyrir sem
fæstar vinnustundir dag hvern.
Um afköst er yfirleitt. ekki talað
sem gnindvöll. Sjaldgæft mun
einnig að atvinnurekendur bjóði
meira kaup fyrir úrvals afköst
en kauptaxtar gera ráð fyrir.
Þessir viðmiðunarhættir ýta ekki
undir til bættra vinnubragða,
heldur og betri afkasta seldrar
vinnu, heldur hið gagnstæða. Og
vinnugleði skapa þeir ekki held-
ur'í brjóstum þeirra sem vinna.
Gefst vel.
í þessu sambandi má benda á,
að í fyrra voru sett inn í samn-
inga togarasjómanna ákvæði um
gæðamat. Er hér um að ræða
fisk, er verkaður er sem saltfisk-
ur. Hefur þetta gefizt mjög vel.
Áhafnir hafa fengið hærra kaup
fyrir vandaðra verk og útgerðin.
betri vöru. Virðist þetta gefa til
kynna, að jarðvegur sé fyrir
framkvæmd tillögunnar.
Flutningsmenn tillögunnar
hugsa sér, að ríkisstjórnin byrji
á því að stofna til viðræðna við
fulltrúa atvinnurekenda og kaup-
þega um, á hvem hátt sé hægt að
koma við umbótum, sem leiði til
beíri og meiri afkasta og bættra
lífskjara. Að þeirri athugun lok-
inni mætti hugsa sér, að ríkis-
stjórnin sendi erindreka út um
land, er beitti sér fyrir því, að at-
vinnurekendur og verkalýðsfélög
kysu nefndir til þess að vinna að
eflingu vöruvöndunar og auknum
afköstum að hætti Breta. Auk
þess gæti r'kisstjórnin beitt sér
fyrir útgáfu og dreifingu bækl-
inga um þetta mál og á annan
hátt unnið að því að koma af stað
hreyfingu, sem ætla mætti, að
efldi sig sjálf þegar fram líða
stundir.