Dagur - 18.05.1955, Page 2

Dagur - 18.05.1955, Page 2
DAGUR Miðvikudaginn 18. maí 1955 Klemes Krisfjánsson á Sáms- stöðum sexfugur Hinn 14. maí síðastl. varð Kle- mens Kristjánsson tilraunastjóri sextugur. Árið 1927 fluttist hann að Sáms- stöðum í Fljótshlíð. Búnaðarfélag íslands hafði keypt jörðina með það fyrir augum að stofna þar til- raunastöð. Klemens var þá ungur maður, fullur áhuga og trúnaðar á gróðrar- mátt moldarinnar. Og hann gerði garðinn frægan. I dag kannast allir við Klemens á Sámsstöðum, og það þrekvirki, sem hann hefur unnið. Smájörðin er orðin að stór- býli. Er það að vísu ekki einsdæmi hér á landi. Hitt er meira um vert, að jafnhliða umfangsmiklum til- raunum í jarðrækt og grasfrærækt er rekið myndarbú, þar sem vís- indaleg þekking og reynsla er út- færð við venjulega, sunnlenzka staðhætti. Þetta hefur tekizt svo vel, að búið hefur borið uppi til- raunastarfsemina. Er það mála sannast, að Kle- mens er hygginn og harðduglegur bóndi og jafnframt vandvirkur og athugull tilraunamaður, er ekki sniðgengur vísindalega nákvæmni. Hann hefur ritað allmikið um til- raunir og kornræktina, sem hann er frægastur fyrir. Þó lætur hon- um betur að stjórna umsvifamikl- um störfum, hafa margt hjúa og sjá miklu dagsverki skilað að kveldi. Sjálfur er hann og vinnu- víkingur, og gengur að öllum störf- um með fólki sínu. Engan mann hef eg þekkt, sem jafnvel segir fyrir verkum. Gerir hann það oftast áður en gengið er til vinnu, og gerir það af þvílíkri nákvæmni, að hvergi skeikar og hver meðalmaður getur gengið að verki án nokkurs handahófs eða vandræða. Og hann hefur innleitt nýjar aðferðir við hversdagsleg- ustu störf, sem seint verður full- þakkað af þeim er hjá honum hafa verið við vinnu eða nám. Klemens kvæntist ungri, mynd- arkonu frá Kirkjulæk í Fljótshlíð, Ragnheiði Nikulásdóttir. Er hún látin fyrir nokkrum árum. Heimili þeirra var stórmyndarlegt. Klemens hefur þá sérstöðu meðal íslenzkra tilraunamanna í jarðrækt, að hann tók snemma ást- fóstri við kornræktina og hefur ræktað bygg, hafra og fleiri korn- tegundir, allt frá árinu 1923. Má fullyrða að ræktun þessi væri löngu niður lögð á Sámsstöðum, ef hún hefði ekki yfirleitt gengið vel. Mun brautryðjendastarf hans í kornrækt lengi geyma nafn hans í íslenzkri sögu. Bændastétt Iands- ins stendur í mikilli þakkar-skuld við Klemens á Sámsstöðum og sendir honum hlýjar kveðjur á þessum tímamótum. Og þeir, sem notið hafa leiðsagnar hans í starfi Vegleg gjöf Kvenfélaginu Hlíf hefur borizt vegleg gjöf frá _frú Guðrúnu Jó- hannsdóttur frá Ásláksstöðum. Eru það kr. 20.000.00 í verðbréfum. Gjöfin er til minningar um mann hennar, Sigurión heitinn Sumar- liðason, fyrrverandi póst. Frú Guðrún óskar þess, að fé þessu verði varið í þágu Dagheim- ilsins Pálmholts. Sýnir það göfug- an hugsunarhátt þessarar mætu konu að vilja hlynna að hinum unga gróðri mannlegs lífs. Gjöfinni fylgja blessunaróskir til félagsins í starfi þess fyrir börnin. Fyrir hönd Kvenfélagsins Hlíf færi eg frú Guðrúnu beztu þakkir fyrir þessa höfðinglegu gjöf og bið guð að blessa ókomin æviár hennar. Élinborg Jónsdótíir. á tilraunastöðinni og reynt hafa hann að drengskap og trygglyndi fyrr og síðar, senda honum vinar- kveðjur. Erlingur Davíðsson. Norðanmenn hljóta löf- samlegan vitnisburð í Stýrimannaskólanum Á vorprófum Stýrimannaskól- ans, sem nýlega er lokið, hlutu Ey- firðingar lofsamlegan vitnisburð. Hæstu einkunn við fiskimannapróf hlaut Sigurbjörn Árnason,- Akur- eyri, og meðal efstu manna var og Guðmundur Hauksson, Akurayri. Hæstu einkunn á farmannaprófi hlaut Páll Þ. Finnsson, Grenivík. Hlutu þessir menn allir verðlaun úr styrktarsjóði Páls Halldórsson- ar skólastjóra. Aðrir Norðlending- ar, sem nú luku prófi, farmenn: Benjamín Antonsson, Akureyri, Emil Guðmundsson, Dalvík, Daníel Traustason, Gríms- ey, Guðjón Björnsson, Húsavík, Hákon Magnússon, Skagaströnd, Hreiðar Bjarnason, Húsavik, Jónas Guðmundsson, Húsavik, Pafn Þórðarson, Olafsfirði, Sigurður Viktorsson, Siglufirði og Þorsteinn Guðmundsson, Húsavík. Fiski- mannapróf: Magnús Þorleifsson, Hrísey. Orðsending fil leikhúsgesfa frá Leikfélagi Ákureyrar Nú eru að hefjast sýning- ar á franska gamanleiknum „Skóli fyrir skattgreiðendur", en það er fjórða og síðasta verkefni L. A. á þessu starfsári. Leikstjórn annast Jón Norðfjörð og leikur jafnframt eitt hlutverkið. Aðalhlutverkið í þessum leik leikur Júlíus Júlíusson leikari frá Siglufirði, sem gestur L. A., en Július setti leik þennan á svið á Siglufirði sl. haust, og fór; þá jafnframt með þetta hlutverk og gat sér góðan orðstír. Jónas Jónasson, sem alþjóð þekkir frá hinum vinsæla útvarps- þætti „Léttir tónar“, fer þarna með allstórt hlutverk. Jónas hefur num- ið leiklist um árabil og mun marga fýsa að sjá hann hér á leiksviði. Auk þessara manna fara þarna með hlutverk ýmsir kunnir akur- eyrskir leikarar. Það hefur verið venja undanfar- ið að leiksýningar hafa að mestu verið bundnar við helgar og miðja viku, en með því móti fer óeðlilega mikill tími í að leika einn leik, t. d. sýningar. Með tilliti til þess hve seint þessi leikur er á ferðinni og þó öllu fremur vegna aðkomuleik- arans, sem þarf, vegna starfs síns heima fyrir, að losna eins fljótt og auðið er, hefur verið ákveðið að hraða sýningum meira en venju- lega. Gert er ráð fyrir að leika allt að því daglega, svo að sýningarnar taki sem allra stytztan tíma. Mörg- um finnst Akureyringar óvenju tómlátir og seinir til ákvarðana, og er ekki fráleitt að Leikfélag Akur- eyrar hafi orðið þess vart á stund- um. Oft hefur félagið sýnt. leiki fyrir hálftómu húsi til að byrja með, þótt aðsókn hafi orðið góð er frá leið. Þetta er mjög bagalegt og dýrt fyrir félagið, þar sem kvöld- kostnaður er sá saini, hvort sem setið er á einum bekk leikhússins eða öllum. Afleiðingin verður sú að sýningar verða of margar, mið-.: að við tölu leikhússgesta, o'g kostn- aður þar af leiðahdi alltof mikill. Það eru því vinsamleg tilmæli L.A. til leikhúsgesta í bæ og byggð, að þeir sem hafa í hyggju að sjá þennan leik komi sem allra fyrst, og einskorði sig ekki við helgam- ar, þar sem óhjákvæmilegt er eins og áður er sagt, að leika nær því alla daga vikunnar, þar til sýning- um er lokið. Tryggið yður að- göngumiða í tíma, að þeirri sýn- ingu sem þér óskið að sjá, í síma 1639 milli kl. 1 og 2 daglega. Að- göngumiðasalan er í afgreiðslu Morgunblaðsins kl. 4.30-—6 leik- dagana og í leikhúsinu milli kl. 7 og 8. L.A. er það ljóst að vöxtur þess og viðgangur, er að verulegu leyti, háð þvi að gott samstarf takist milli þess og leikhúsgesta. Það er von þess og ósk að þetta samstarf megi ætíð verða sem traustast og bezt til nokkurs ávinnings fyrir báða aðila. Leikfélag Akureyrar. Sameining Þýzkalands á dagskrá sfórveldafundar, en lausnin enn fjarlæg Yfirráð Pólverja yfir miklu þýzku landsvæði, verður vandamál framtíðarinnar ] Þakjárn er komið . Byggingavörudeild KEA. «ý < epli l Nýlenduvörudeild Nú er að hefjast undirbúningur að fundi æðstu ntanna stói veld- anna og uppi miklar umræður um, hvað þar mundi gerast, og hvort takast muni að lægja öldur ósamlyndis og tortryggni. Eitthvað virðast Rússar vera blíðari í skapi síðustu vikurnar en áður var, og bólar því á bjartsýni í sumum blöðurri, en ekki eru allir þar á einu máli. Einn glöggskyggn- asti höfundur, sem ritar um al- þjóðamál, Walter Lippmann, hefur nýlega birt grein um horfurnar, og treystist hann ekki til að vera mjög bjartsýnni. Þýzkalandsmálið er flókið. Lippmann minnir á, að þegar samningaviðræður fari í hönd, sé ekki til nein sameiginleg stefna Vesturveldanna gagnvart framtíð Þýzkalands, en Þýzkalandsmálið hlýtur að vera eitt helzta mál stór- veldafundar. Og málið er nú allt annað og flóknara en fyrrum Nú er ekki um að ræða aðeins, að talsmenn Vesturveldanna séu sam- mála um, hverju eigi að neita og hverju játa, er þeir hitti Molotoff á undirbúningsfundunum, heldur' sé vandamálið nú orðið það, hvernig hinir vestrænu bandamenn eigi að gæta hagsmuna sinna í Ev- rópu, er að því rekur að Þjóðverj- ar og Rússar taka i sínar hendur forustuna um að hefja samninga- viðræður um frið við Þýzkalar.d. Beinar viðræður milli Bonn og Moskvu? En að þessu telur Lippmann nú stefna. Hann segir, að ef hinir vestrænu bandamenn geti ekki sannfært Þjóðverja um, að þeir geti hafið viðræður, sem miði i þá átt til sameiningar Þýzkalands, hljóti næsta skref í stjórnmála- þróun Evrópu að verða beinar viðræður í milli Bonn og Moskvu. Og eins og allt er í pottinn búið, er alls ekki ósennilegt að diplóma- tískar aðgerðir Sovétstjórnarinnar að undanförnu stefni einmitt að þessu marki, og Molotoff muni gráta þurrum tárum, þótt komandi ráðstefna fjórveldanna fari ger- samlega út um þúfur. Aðalatriði fyrir Rússa ætti þá að vera að gæta þess, að ráðstefn- an strandi á málefnum, þar sem hernaðarlegar interessur Vestur- veldanna virðast reka sig á þjóð- ernislegar interessur Þjóðverja, í sambandi við sameiningarmálið. Þá væri búið að plægja jarðveginn fyrir fund, sem gæti orðið mjög á sömu lund og fundur rússneskra og austurrískra ráðherra í Moskvu í síðasta mánuði. Annað viðhorf í Austurriki. Að þessu leyti er fordæmi Aust- urríkis mjög mikilvægt fyrir Þýzkaland. En það er óraunhæft að halda því fram, eins og rússnesk blöð hafa gert, að hægt sé að yfir- færa skipulagið á málefnum Aust- urrikis yfir á Þýzkaland. Á málefn- um þessara landa er mjög mikill munur. Og í nokkrum mikilvægum greinum eru þau gjörólík. Aldrei hefur verið við líði nema ein ríkisstjórn i Austurríki, og engin deila hefur staðið um valds- svið hennar, hún er löglega skipuð, og þjóðin er einhuga um það við- horf til hennra. Enda þótt her- námssvæði hafi verið í Austurríki hafa þau aldrei verið eins og í Þýzkalandi, þar sem landið er raunverulega klofið í tvö ríki, með tvö mjög andstæð efnahags- og félagsmálakerfi. Vínarborg hefur alla tið verið höfuðborgin í öllu Austurriki og gegnir þar öðru hlut- verki en Berlín. Þar á ofan, og það er ekki minna um vert, hefur land- ið ekki verið limað sundur, og landamerki þess eru löngu ákveðin og samþykkt af öllum aðilum. I Austurríki voru því fyrir hendi frumskilyrði þess, að landið gæti orðið sjálfstætt. Þar var ein lögleg ríkisstjóm og landamerkin lögleg og ákveðin. En öðru máli gegnir með Þýzkaland. Þar eru þessi frumskilyrði ekki'fyrir hendi. Enn er eftir að skapa ; aðstæður fyrir þau. Vandamál það, sem leysa þarf er, hvernig búa megi til eina löglega ríkisstjórn úr þeim tveimur stjórnum, sem nú eru, og hver eru þau .l?Psls»Pl97ki .alls .rjkisins, sem hlotið geta alþjóðaviðurkenningu, ef Þýzkaland væri sameinað <5*- Lausn fæst ekki á fjórveldafundi. Það er erfitt að sjá, hvernig þessi mál geta fengið lausn.á fjór- veldafundi. Jafnv^l -þótt Rússar fengjust til a3 saniþyíkja- skilyrði um alfrjálsar kosningar, og ef Vesturveldin fengjus't til að sam- þykkja skilmála þeirra um algert hlutleysi, þá er málið samt þannig vaxið, að Vesturveldin geta ekki samþykkt að kalla á brott hcrafla sinn meðan ekki er neitt sam- komulag um austurlandamerkin, sem ætla má að geti orðið til fram- búðar. En öllum, sem hugsa uro al- þjóðamál í ljósi sögunnar, hlýtur að vera Ijóst, að brotthvarf vest- rænna herja án fyrirfrarogerðra samninga um austurlandamerkin, mundi framkalla beina samninga í milli þýzkrar ríkisstjórnar og Rússa um breytingar á Postdam- gerðinni um landamerkin. Og af- leiðingin gæti ekki orðið nema ein: Annað þýzk-rússneskt banda- lag, byggt á nýrri skiptingu Pól- lands. Ekkert er líklegra en að Sovétstjórnin hugsi sér slík við- skipti við stjórn sameinaðs Þýzka- lands. En það er mjög ólíklegt, að hún hugsi sér slíkt eins og sakir standa. Oljós árangur og ótiygg vinátta Þjóðverja er ekki nægilegt til þess að freista Rússa til að kúga Pólverja til að skila aftur þýzkum löndum, a. m. k. eins og sakir standa. Það er því í meira lagi ósennilegt, að Rússar fáist til að semja um austurþýzku landa- merkin fyrr en þýzk rikisstjórn, sem þeir þekkja, er tekin við stjórnartáumunum. Þýzkalandsmálin verða lengi í deiglunni. Þegar málin eru skoðuð þannig, er ljóst, að sameining Þýzkalands, Framhald á 7. síðu.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.