Dagur - 18.05.1955, Qupperneq 5
Miðvikudaginn 18. maí 1955
D AGUR
5
Gullfaxi á Brommaflugv.elli við Stokkhólm síðastliðinn föstudag.
Nokkrir bæffir úr ferð frá
sogi
Ilafnar erti áætlunarferSir í milli
Reykjavíkyr og Stokkhélms - Flug
r
félag Islauds heldur uppi áætlunar-
flugi til þriggja norræmia höfuðborga
ur þegar 'Norðurárdalur í Skaga-
Einhvem t'ma hefðu það þótt
tíðindi til næsta bæjar að vera
vakinn aí v?erum blundi síðla
kvölds cg íilkynnt ferðalag til
Stokkhó’ms er liefjast skyldi að
morgni. En nú er þetta tæplega
frásagnarvert eða neinar fréttir,
eins og saingöngum er háttað.
Ekki fór þó hjá því að svefn
rynni af augum með greiðara n óti.
En þegar átti að undirbúa ferðina,
kom í ljós, að ekki þurfti annað að
hafa meðferðis en skyrtu, rakvél,
tannsápu og náttföt. Peningainálin
urðu ekki deyst á neinn viðunandi
hátt, svo að um þau þurfti ekW að
hugsa. Leitað var í skúffum og
handröðum að „passamynd", er
morguninn eftir skyldi farið með á
skrifstofu bæjarfógeta, um leið
og syndakvittun væri fengin hjá
skattstjóra. Svo var aftur lagst á
koddann, en svefninn var þó víðs
fjarri.
Það var Flugfélag íslands, sem
bauð blaðamönnum í fyrstu áætl-
unarferð sina milli Reykjavíkur
og Stokkhólms. Ferðaáætlunin var
klippt og skorin, en það hefur líka
sína kosti. Fátt er leiðara en lang-
ur undirbúningur ferðalaga.
Ferðafélagar frá Akureyri voru
þeir Björn Jónsson íitstjóri, Jakob
O. Pétursson ritstjóri og í Reykja-
vík bættust Bragi Sigurjónsson rit-
stjóri og Jakob Frímannsson fram-
kvæmdastjóri í hópinn.
„Á skammri stundu skipast
veður í lof<i“.
Þegar út var litið morguninn
eftir var komin grenjandi stórhríð,
þótt almanakið sýndi 12. maí, —
Flugferð engin til Reykjavíkur, en
þaðan átti ferðin að hefjast. Var
nú ljótt í efni. Kannske bezt að
fara ekki neitt. En brátt fannst
góður bíll, cg enn betri bílstjóri,
Reynir að nafni. Hann taldi leið-
ina vel færa. Umboðsmaður Flug-
félagsins bér, Kristinn Jónsson,
óskaði okkur fararheilla og sagði
okkur í stórum dráttum ferðaáætl-
unina. Síðan var „hestaskálin"
drukkin, og afgangurinn látinn í
aftursætið. Síðan ekið úr hlaði. —
Ut Brekkugötuna var svo dimmt
af hrið, að tæpast sást í milli húsa.
En veðrið smábatnaði, og í Öxna-
dal var sæmilega bjart og kindur
sáust úti á stöku stað.
Hríð og stórviðri náði okkur aft-
firði var'Sð baki.
Litlu folöltíin bg farfuglarnii.
Okkur varð starsýnt á litlu fol-
öldin, súm nýfædd. Þau stóðu í
skjóli við mæður sínar, og fengu
sér við ó'g við volgan sopa. En þau
voru ekki krokuleg. Við óskuðum
þeim sófskins og sumargróðurs.
Vatnsskarðið var kuldalegt, og
veðurofsinn mikill. Hópar af far-
fuglum, ér leitað höfðu skjóls með-
fram veginum,' flugu upp felmtri
slegnjr og* hurfu út í hríðarsortann.
Dapurleg'örlög munu hafa heðið
margra þeirrá þennan dag og þá
næstu.'
Nokkrir bílar fastir.
Ekki batnaðj veðrið þegar kom
í Langadalinn. Þá voru smáskaflar
að koma á veginn. Þar voru bænd-
ur að koma fé sinu í hús, og engan
sáum við á „heimahlaði“. Skafl-
arnir hótuðu umferðabanni og þar
kom, að taka varð til skóflunnar.
Var þá skammt farið frajn hjá
Holtastöðum og þar mættum við
nokkrum bílum. Hjá'puðu bílstjór-
ar hverir öðrum og gekk þá greið-
tegæ .
Stórhríðin náði suður fyrir
HoltavÖrðúheiði.
Bílstjórinn okkar var orðinn
holdvotur, og buðum við hc-num
hressingu „úr- aftursætinu“, en
hann afþakkaði það góða boð. —
Sterkt og gott kaffi var drukkið á
Blönduósi, og .síðan haldið, sem
leið liggur, og ferðinni hraðað eft-
ir föngu.ra. Hjá Fornahvammi ók-
um við út úr, eða öllu heldur suður
úr stórhríðinni, sem sýndist eins og
veggur þegar horft var til baka. Og
nú var ekið í björtu veðri það sem
eftir var leiðarinnar. Kl. 12 á mið-
nætti vorum við í höfuðborginni.
Þá varð vegfarendum starsýnt á
bílinn okkar,. þakinn klakabrynju.
Ofai- skýjum í fyrstu áætlunar-
ferð Gullfaxa til Stokkhólms.
Morguninn eftir, 13- maí, stigum
við um borð í Gullfaxa, hína þjóð-
frægu Skymastervél Flugfélagsins.
Hún átti þennan dag að hefja
fyrsta áætlunarflug Flugfélags Is-
lands til. Stokkhólms. Tíu frétta-
menn voru mættir, og að auki
margir aðrir boðsgestir, svo sem
Akureyri lil
heim altur
Flugráð, og að sjálfsögðu nokkrir
forráðamenn Flugféiagsins. Gull-
faxi hóf sig til flugs, eftir að hafa
liðkað sig ofurlitla stund á vellin-
um og gengið úr skugga um hæfni
sína og heilsu til lengra flugs Er
þetta víst sjálfsögð morgunleik-
fimi, og ættu fleiri að gera.
Innan stundar vorum við í nokk-
ur þúsund feta hæð og fyrir r.eðan
okkur gaf að líta kynjamyndir
skýjanna, sveipaðar morgunsól.
Þó rofaði til öðru hvoru. og
„bændabýlin þekku“ voru heldur
smávaxin að sjá og enginn sumar-
litur á túnum eða engjum.
Snjór í Klakksvík.
Við flugum yfir Færeyjar. Þá
varð Klakksvík á allra vörum. —
Snjór var í fjöllum, en grænn litur
á túnum. Færeyingar bíða sumars-
ins, eins og við, og þeir æðrast
ekki, þótt sumri seinki. Aftur varð
endalaust haf, hvert sem litið var,
og þó oftar aðeins skýjabólstrar.
Stundum brunaði Gullfaxi gegnum
skýjabakkana. Varð þá rökkur inni
og vélin nötraði lítils háttar. En
það hafði engin áhrif á okkur. —
Osjélírátt hafði maður fengið góða
trú á farkostinum og áhöfn hans,
sem er traustlegt fólk og vanda
sínum vaxið. Flugstjórinn var Þqr-
steinn Jónsson, og loftsigl-
ingafræðingur Eirikur Loftsson
Guomundssonar hér í bæ. Önnur
flugþernan er líka héðan, Kristín
Snæhólm, yfirflugþerna hjá F’ug-
félagi Islands.
Noregsfjöll snævi þakin.
Næsta landsýn voru snæviþakin
fjöll Noiegs, og brátt kom skerja-
garðurinn í ljós. Hann er einkenni-
legur og viðsjárverður mun hann
vera skipum í dimmviðri. Fljótlega
komu fleiri einkenni landsins í
ljós. Ströndin er vogskorin og
hrikaleg, og kemur kunnuglega
fyrir sjónir, en hlíðarnar eru skógi
vaxnar. Hinir sígrænu skógar setja
mildan svip á landið. Þeir voru
líka það eina, sem minnti á sumar.
Miklir kuldar hafa verið á Norður-
löndunum, og sumarið er orðið 4
—6 vikur á eftir tímanum. Gróður
er því litlu lengra á veg kominn en
hér. Það var sem stórt landabréf
væri breytt út fyrir neðan okkur.
Það vantaði ekkert nema nöfn. En
flugþernurnar og fleiri gátu bætt
úr því að nokkru. Skógarnir eru
yfirgnæfandi, en graslendi, tún og
akrar eins og smáreitir. Graslcndið
lítið eitt grænt, en akrarnir með
moldarl'tnum. Húsin flest með
rauðum þökum, og skera vel af við
græna skógana. Byggðin er sums
staðar þétt og myndar sveitaþorp,
venjulega við vatn. Hlýtur þar að
vera dásamlega fagurt og einnig
víða við ströndina.
Stigið á norska grund.
Gullfaxi settist mjúklega á flug-
völlinn í Osló, sem er í útjaðri
borgarinnar og sáum við því lítiðaf
borginni sjálfri nema úr lofti. Við-
dvölin var lítil, og ekki neinn tími
til að yfirgefa flugvöllinn. Blaða-
menn keyptu sér nýjustu blöðin,
og sumir hringdu til kunningja
sinna eða skrifuðu á kort. Enu aðr-
ir keyptu sér ölglas, eða einhvern
minjagrip. En tíminn var fljótur að
líða og Gullfaxi hóf sig aftur til
flugs eftir 30 mínútna viðdvöl.
Vötn og skógar.
Svíþjóð var framundan með sína
stóru skóga, og aftur skóga og
vötnin óteljandi. Einkennilegt er
hið grýtta belti, sem liggur þvert í
gegnum landið um og norðan við
Stokkhólm. Þar væri alger eyði-
mörk, eða svo kom það mér fyrir
sjónir, ef ekki væru barrskógarnir,
sem hvarvetna vaxa, og sýnast eiga
rætur sínar á berum klöppunum.
Stokkhólmur er regluleg vatna-
borg. Eyjar, víkur og vogar gera
hana undarlega fjölbreytta. —
Klettaborgirnar eiga ekki síður
þátt í fegurð hennar og fjölbreytni.
Brommaflugvöllurinn er stói og
fallegur og þar hefur hið stóra flug-
félag SAS bækistöðvar sínar í stór-
um og blómum skrýddum húsa-
kynnum. Þegar við stigum út úr
vélinni var okkur fagnað með
ræðu. Vorum við boðin velkomin,
og Flugfélagi íslands óskað allra
heilla á komandi tímum. Helgi P.
Briem sendiherra þakkaði með
nokkrum orðum, og bauð okkur
síðan heim þá um kvöldið.
1 veizlu hjá seiidiherra.
Það er sannarlega ekki á hverj-
um degi, sem maður á þess kost að
sitja veizlu hjá sendiherra. Og það
er því ánægjulegra, að sendiherr-
ann og fjölskylda hans kann að
taka á móti fólki með þeim ágæt-
um, að unun er að. Margt gest? var
í boðinu, og munu á annað hundr-
að manns hafa verið þar um
kvöldið. Meðal annars nokkrii ís-
lenzkir námsmenn. Þarna var
frjálslegt að vera, og gott tækifæri
að kynnast mönnum og málefnum.
Flugfélagið býður til
kvöldverðar.
Flugfélagið, sem alltaf sá vel
fyrir þörfum manna bauð nú til
kvöldverðar í Trianon, sem
stendur á eyju nokkurri, og geng-
um við eftir alllangri trébrú að að-
aldyrunum. Kurteisir þjónar í
einkennisbúningi vísa veginn, og
eru boðnir og búnir að veita ferða-
mönnum alla fyrirgreiðslu. Ekki
hafði tekizt að útvega sérstakan
sal eða herbergi fyrir þessa veizlu.
En í öðrum enda veitingasalsins
var okkur búinn staður. Hljóm-
sveit lék dægurlög og fiðlarar
gengu í milli borðanna og var vel
fagnað er þeir lögðu leið sína til
okkar.
Bergur Gíslason úr Flugráði
flutti fyrstu ræðuna og síðan töl-
uðu þeir Orn Johnson frv.kv stj. og
Guðmundur Hlíðdal póst- og r.íma-
málastjóri. Guðm. Hlíðdal gerði
hin menningarlegu samskipti þjóð-
anna að umtalsefni, og mæltist vel.
Orn Johnson sagði í skemmtilegu
erindi ýmislegt um íslenzka flugið,
og nokkra áfanga er Flugfélag Isl.
hefur náð. Væri hið nýja áætlunar-
flug einn þeirra, en margir væru
þó vonandi framundan. Gat hann
þess einnig, að ráðstefnan um
flugmál Svía og Islendinga hæfist
þá daginn eftir í Stokkhólmi, sem
framhald af fyrri viðraeðum í
Reykjavík í vetur. Oskaði hann að
málum þessum lyktaði gæfusam-
lega fyrir báðar þjóðirnar og með
vaxandi þátttöku Flugfélagsins í
flugsamgöngum landa á milli.
Sendiherrann, Helgi P. Briem,
hélt eina af hinum ágætu ræðum
sínum við þetta tækifæri, og hafi
menn ekki leikið á als oddi áður,
gerðu þeir það nú.
Svertinginn með hökutoppinn.
Einn þjónanna, sem þarna gekk
um beina, var biksvartur blökkumað
ur, og hafði töluvert myndarlegan
hökutopp. Það hélt eg þó að ekki
sæist á svertingjum. En sjón er
sögu ríkari, og skegg hafði hann,
blessaður. Rætt var um að kippa
svolítið í það, og sannprófa hvort
það væri „ekta“. Var okkur skýrt
frá, að þess þyrfti ekki með. og að
hér væru engin brögð í tafli. Eg er
nú samt á þeirri skoðun, að það
hefði verið vissara. Ekki voru hon-
um falin mörg störf við bcrðin
okkar, en þau voru því ábyrgðar-
meiri. Hann var nefnilega látinn
hella kaffinu í bollana hjá veikara
kyninu. Var ekki vandséð, að þetta
hafði nokkur áhrif. En hvort
hefur líkað betur eða verr, veit eg
ekki.
Vantar hótelherbergi.
Hótelskorturinn hefur verið
mikið -umræðuefni danskra og
sænskra blaða að undanförnu —
1000 herbergi í Stokkhólmi og
Kaupmannahöfn vantar, á hvorum
stað, til að bæta úr allra brýnustu
þörfinni. Lítur út fyrir mikinn
ferðamannastraum í ár.
Ekki hafði tekizt. að fá gististað
fyrir boðsgesti Flugfélagsins nær
en svo, að þangað var 45 mínútna
akstur. Það var reyndar ekkert á
móti svolitlum „bíltúr“ um borg-
ina, þótt áliðið væri. Við gistum í
Saltsjöbadens-baðhóteli. Þar er
gömul, fornfræg bygging, og gott
að vera Um morguninn geng-
um við Bragi ritstjóri upp á hæð
nokkra skammt frá, og virtum fyr-
ir okkur hið dásamlega útsýni,
skoðuðum tré og runna og skýrð-
um þau og hlustuðum á margradda
fuglasöng. Voru sumar raddirnar
auðþekktar og minntu á smáfugl-
ana í görðunum hér heima, en þær
voru miklu fleiri. En þvi miður
sáum við ekki söngfugla þessa og
ekki heyrðum við heldur til frosk-
anna, sem eg þó hafði vonað; —
Vegna kuldanna að undanförnu
voru þeir ekki vaknaðir af vetrar-
dvalanum. Lauftré og runnar voru
ekki sprungin út, og grasfletir litið
vaxnir, en grænir og fallegir.
30 mínútna frí!
Við vorum örlítið fróðari en áð-
ur, er við gengum heim, og mætt-
um syfjulegum félögum við morg-
unverðarborðið. Matsalurinn var
blómum skrýddur. Hortensíur voru
þar mest áberandi, og allar bláar.
Vorum við að hugleiða þetta ást-
ríki á bláa litnum, þegar kona ein
öldruð gekk í salinn. Hún var líka
fyrir bláa litinn, því að hárið á
henni var blátt. Stór bíll beið við
dyrnar og skilaði okkur á SAS-
stöðina við Brommaflugvöllinn. —
Við höfðum 30 mínútna frí til að
verzla og skoða okkur um i borg-
inni. Flugfélagið, sem vissi að
boðsgestum þess hafði fæstum
unnizt tími til að útvega sér er-
lendan gjaldeyri, bætti úr brýnni
þörf, og eitthvað keyptu allir
handa konu og börnum. Á hverjum
smáhlut eru verðmiðar og búðar-
fólkið lætur sér ekki nægja að
leggja saman verð á hlutum, sem
keyptir hafa verið, heldur lætur
viðskiptamanninn fylgjast með
reikningnum.
Flugið heim gekk ágætlega, og
vorum við á undan áætlun vegna
hagstæðs veðurs. Höfðum við aft-
ur viðkomu í Osló, en komum til
Reykjavíkur á sjötta tímanum
hinn 14. maí.
Draumar rætast.
Orn Johnson framkvæmdastjóri
Flugfélagsins sagði í ræðu sinni í
Stokkhólmi, að „dagurinn í dag
væri mikilsverður fyrir olckur. Nú
er að rætast hluti af draumi. Það
hefur verið löngun okkar í mörg
ár að stofna til reglubundins flug-
sambands við höfuðborgir Morður-
(Framhald á 7. síðu).