Dagur - 15.06.1955, Blaðsíða 1
F.vlgist nieð því, sem gerizt
hér í kringum okkur. —
Kaupið Dag. — Sími 1166.
DAGUR
kemur næst út miðviku-
daginn 22. júni.
XXXVIII. árg.
Akureyri, miðvikudaginn
15. júní 1955
33. tbl.
Ungir leikarar í „Fædd í gær“
Myndin sýnir írk. Þóru Friðriksdóttur og Benedikt Ámason, sem
íara með stór hlutverk í gamanleiknum „Fædd í gær“ og hafa
hlotið lofsamlega dóma gagnrýnenda í höfuðstaðnum.
Leikflokkur Þjóðleikhússins sýn-
ir gamanleikinn „Fædd I gær"
hér á Akureyri um næstu helgi
Launagreiðslur Kaupfélags Eyfirðinga á
Akureyri nému Í2r4 millj. kr.ás.l. ári
Fyrirgreiðsla félagsstjórnar í raf-
lagnamálum sveitanna liefur orðið
bændum að miklu gagni - Aðal-
fundi félagsins lauk s.l. miðvikud.
Leikflokkur Þjóðleikhússins er
um þessar mundir á ferðalagi um
Norður- og Vesturland og sýnir
ameríska gamanleikinn „Fædd í
gær“ eftir Garson Kanin, undir
leikstj. Indriða Waage. Hér á Ak-
ureyri verða 3 sýningar um næstu
helgi, á laugardag og sunnudag.
Með aðalhlutverk fara: Þóra Frið-
riksdóttir, Valur Gíslason, Bene-
dikt Árnason, Rúrik Haraldsson og
Klemens Jónsson. Fóru þessir
leikarar og með aðalhlutverkin í
Reykjavík. Nokkrar breytingar
verða á smærri hlutverkum frá
sýningunum syðra.
Þessi gamanleikur hlaut mjög
góðar móttökur í Reykjavík. Var
leikurinn sýndur 27 sinnum þar.
Hingað kemur leikflokkurinn frá
Blönduósi. Héðan verður farið til
Húsavíkur og sýnt þar 22. og 23.,
Hermann Jónasson, form. Fram-
sóknarflokksins, er um þessar
mundir á fyrirlestraferð um Norð-
austurland. I gærkvöld hafði hann
fund á Laugum og í kvöld talar
hann í Húsavík. Hér á Akureyri
Tvær ferðir á dag til
Húsavikur
Bifreiðastöð Þingeyinga hefur
tekið í notkun nýjan almennings-
vagn á áætlunarleiðinni Akurcyri-
Húsavík. Er þetta Volvo-vagn,
með öllum nýtízku þægindum. —
Eru nú tvær ferðir á dag, í stað
einnar á dag undanfarin ár.
Siglufirði 25. og 26., Sauðárkróki
28. og Akranesi 29. þ. m.
Skreið stolið af hjöllum
á Oddeyri
Mikið hefur borið á því, nú að
undanförnu, að farið hefur verið í
skreiðarhjalla Utgerðarfélags Ak-
ureyrar og Guðmundar Jörunds-
sonar á Oddeyrartanga og enn-
fremur hefur fiskur verið tekinn
frá Kristjáni Jónssyni kaupmanni.
Vitað er um suma, sem hér hafa
verið að verki og hafa þeir komið
í bifreiðum í ránsferðir þessar, en
það eru vinsamleg tilmæli lögregl-
unnar að þeir bæjarbúar, sem geta
gefið upplýsingar um það, sem
þegar er skeð eða verða varir við
grunsamlegar ferðii að hjöllunum
í framtíðinni, að þeir hafi tal af
lögreglunni, því nauðsynlegt er að
taka fyrir þennan ósóma. (Frá lög-
reglunni).
hafði Hermann fund um stjórn-
málastefnur og stjórnmálaviðhorf
á laugardagskvöldið. Var fundur-
inn vel sóttur og ræðu frummæl-
anda ágætlega tekið. Auk hans
töluðu Bernharð Stefánsson alþm.,
Þorst. M. Jónsson skólastj., sem
jafnframt var fundarstjóri, og Har-
aldur Þorvaldsson verkamaður. —
í Dalvík og Ólafsfirði hlýddi
margt manna á mál Hermanns, og
var ræðu hans ágætlega tekið. —
Á Dalvíkurfundinum mætti einnig
Bernharð Stefánsson alþm. — í
för með Hermanni er Sigurjón
Guðmundsson, gjaldkeri Fram-
sóknarflokksins.
Líkneski Jóns Arasonar
til sýnis hér á sunnu-
daginn
Hingað er væntanlegur um
næstu helgi listamaðurinn
Guðmundur Einarsson frá Mið-
dal. Opnar hann málverkasýn-
ingu að Hótel KEA sunnudag-
inn 19. þ. m. Á sýningunni
verða 20 olíumálverk og 30
vatnslitamyndir. Þá verður þar
einnig gipsmynd af Jóni bisk-
upi Arasyni, scm bráðlega
mun send utan og steypt í eir.
Sú mynd á að prýða Minning-
arlund Jóns Arasonar að Grýtu
í Eyjafirði, er hún kemur aftur
ulnnlnnds frá úr varanlegu
efni.
Héraðsmót UMSE að
Sólgarði um helgina
UMSE heldur árlegt héraðsmót
að Sólgarði í Saurbæjarhreppi um
næstu helgi. Er vænst góðrar þátt-
töku frá sambandsfélögunum, sem
þarna keppa í ýmsum íþrótta-
greinum. Tilhögunarskrá er nánar
birt í auglýsingu. Tveir íþrótta-
kennarar starfa nú hjá UMSE,
þeir Höskuldur Goði Karlsscn og
Björn Daníelsson og verða starf-
andi a. m. k. fram yfir landsmót
ungmennafélaganna, sem verður
haldið bér í næsta mánuði.
Þjóðbátíðarnefnd Akureyrar
hefur undirbúið fjölbreytt há-
tlðahöld 17. júní næstk. Fara þau
fram á íþróttasvæðinu nýja á Odd
eyri og á Ráðhústorgi. Aðalræð-
una á hátíðinni flytur Gísli
Sveinsson, fyrrv. sendiherra. En
að öðru leyti er dagskráin á þessa
leið:
D AGSKRÁIN:
Kl. 8 að morgni: Fánar dregnir
að hún á húsum og skipum. Skipin
þeyta eimflautur í 1 mínútu.
Kl. 9—11 ekur skreytt bifreið
hátíðina í garð um allan bæ Há-
tíðaóskir og stuttar tilkynuingar
sendar frá hátalara í bifreiðinni.
Kl. 11: Hátíðamessa í Akureyr-
arkirkju, er báðir sóknarpresfamir
annast.
Kl. 13.30 safnast bæjarbúar
saman til skrúðgöngu á Ráðhús-
torgi undir fánum. Lúðrasveit leik-
ur þar og fyrir göngunni, en endar
við' íþróttasvæðið á Oddeyri.
Aðalfundi Kaupfélags Fvfirð-
inga lauk sl. miðvikudag, svo sem
ráð hafði verið fyrir gert. Var
síðasta atriði dagskrár fundarins
kosningar og urðu úrslit þessh
Endurkjörnir í stjórn.
Þeir Þórarinn Kr. Eldiárn á
Tjörn og Eiður Guðmundsson á
Þúfnavöllum voru báðir endur-
kjörnir í stjórn félagsins, til
þriggja ára. Fyrir í stjóminni
eru: Björn Jóhannsson, Lauga-
landi, Bernharð Stefánsson alþm.,
Akureyri, og Brynjólfur Sveins-
son kennari, Akureyri. — End-
urskoðandi til tvaggja ára var
endurkjörinn Hólmgeir Þor-
steinsson, og varaendurskoðandi
til tveggja ára Marteinn Sigurðs-
son. — í stjói-n Menningarsjóðs
KEA. í stað dr. Kristins Guð-
mundssonar utanríkisráðherra,
var kjörinn, til þriggja ára. séra
Sigurður Stefánsson á Möðru-
völlum. Fyrir í stjórn sjóðsins
voru auk forstjóra félagsins og
formanns stjómarinnar, sem eru
sjálfkjörnir, þeir Bernharð Stef-
ánsson alþm. og Haukur Snorra-
son ritstjóri.
Þar setur formaður þjóðhátíðar-
nefndar, Jón Norðfjörð, hátíð-
ina með ávarpi. Síðan fánahvlling.
— Gísli Sveiusson, fyrrv. sendi-
herra, flytur lýðveldisræðu. Einnig
verður flutt ávarp Fjallkonunnar
og minni Jóns Sigurðssonar. —
Karlakórar bæjarins og Lúðrasveit
Akureyrar aðstoða.
Kl. 17.30: Síðari hluti 17.-iúní-
mótsins fer fram á íþróttasvæðinu.
Kl. 20.30 verður fjölbreytt
kvölddagskrá við Ráðhústorg.
(Einsöngvar, upplestrar, leikþætt-
ir, gamanvísur o. fl). Dansað um-
hverfis torgið til kl. 2 e. m. n.
Hamli veður útihátíðahöldum,
reynir þjóðhátíðarnefnd að koma
þeim fyrir að meira eða minna
leyti innanhúss, svo sem framast
er unnt.
Nefndin óskar þess, að bæjarbú-
ar styðji að því með henni, að há-
tíðahöldin verði sem fjölmennust
og virðulegust, og að allir reyni að
skemmta sér sem bezt, — ÁN
ÁFENGIS.
Fulltrúar á aðalfund SÍS.
Þá voru kjömir 12 fulltrúar á
aðalfund SÍS og hlutu þessir
kosningu:
Jakob Fr'mannsson, Akureyri,
Þórarinn Kr. Eldjám, Tiöm,
Ingimundur Árnason, Akureyri,
Eiður Guðmundsson, Þúfnavöll-
um Björn Jóhannsson, Lauga-
landi, Halldór Guðlaugsson,
Hvammi, Árni Jóhannesson,
Þverá, séra Sigurður Stefánsson,
Möðruvöllum, Hólmgeir Þor-
steinsson, Akureyri, Jónas
Kristjánsson, Akureyri, Bryn-
jólfur Sveinsson, Akureyrj og
Jón Jónsson, Böggvisstöðum.
Viðhald byggðar í Norðurárdal.
Stjórn félagsins bar fram eftir-
farandi tillögu, sem samþykkt var
í einu hljóði:
„Stjórnn samþykkir að
leggja til við aðalfund, að
Kaupfélag Eyfirðinga veiti kr.
10.000.00 sem styrk til viðhalds
byggðar í Fremri-Kotum í
Norðt-.rárdal “
Eins og kunnugt er varð mikið
tjón af völdum skriðufalla þar á
sl. ári, og hefur legið við borð að
jörðin færi í eyði. En viðhald
byggðamnar er mikilvægt fyrir
samgöngur í milli Eyjafjarðar og
Skagafjarðar, einkum á vetmm.
Mótmælt skattmati.
Þá samþykkti fundurinn mót-
mæli gcgn nýju skattmati á bú-
peningi:
„Aðalfundur KEA, haldinn á
Akureyri 7. og 8. júní 1955, lýs-
ir niegnri óánægju yfir skatt-
niati ríksskattanefndar á bú-
peningi. Lítur fundurinn svo á,
að við ákvörðun matsins verði
fyrst og fremst að leggja til
grundvallar afurðaverð. Skorar
fundurinn á ríkisskattanefnd
að endurskoða matið fyrir
næsta framtal skatta.“
(Framhald á 7. síðu).
Aðalfundur Leikfélags
Akureyrar
Aðalfundur Leikfélags Akureyr-
ar var haldinn á mánudagskvöld.
Fráfarandi formaður, Vignir Guð-
mundsson, flutti skýrslu stjóinar-
innar. Félagið sýndi 4 verkefni á
leikárinu og hafði alls 40 sýningar.
Nokkrar umræður urðu um starf-
semina og fjárhaginn, sem er
þröngur. 12 menn gengu í félagið
á fundinum. I stjórn voru kjörnir:
Guðm. Gunnarsson form., Jón
Kristinsson gjaldk., Oddur Krist-
jánsson umsjónarmaður leiktjalda.
Fyrir í stjórn voru Bjöm Þórðar-
son ritari og frú Sigríður P. Jóns-
dóttir umsjónarm. búninga.
Ágæfir fundir Herm. Jónassonar
á Akureyri, Dalvík cg Ólafsfirði
Fjölbreyff hátíðahöld hér í hæn-
um á þjóðhátíðardaginn
Gísli Sveinsson, fyrrverandi sendiherra,
flytur lýðveldisræðuna