Dagur - 15.06.1955, Blaðsíða 8
S
Miðvikudaginn 15. júní 1955
Baghjk
Akureyringur kominn heim að
aflokinni þriggja mánaða kynn-
isför til Bandaríkjanna
Fyrir nokkru er kominn hing-
að til bæjarins Jón Egilsson for-
stjóri Ferðaskrifstifunnar hér, að
aflokinni rösklega þriggja mán-
aða kynnisför til Bandaríkjanna.
Fór Jón vestur í boði Banda-
ríkjastjórnar til þess að kynnast
rekstri ferðaskrifstofa og ýmsu
varðandi móttöku og fyrirgreiðslu
ferðamanna. Ferðaðist hann víðs
vegar um ríkin, dvaldi fyrst í New
York og Washington. en fór síðan
allt vestur til Kyrrahafsstrandar og
suður til New Orleans. Dvaldi um
hrið í Texas og hinum fræga Sól-
ardal.
Ferðalög með afborgunarkjörum.
Jón Egilsson sagði blaðinu, að
för þessi hefði í alla staði verið
'hin ánægjulegasta og fyrirgreiðsla
vestra eins og bezt varð á kosið.
Bandarikjamenn standa þjóða
fremstir í fyrirgreiðslu við ferða-
fólk og hafa ágætt skipulag á þeim
hlutum. Meðal nýjunga á því sviði,
sem Jón kynntist, og nú ryður sér
til rúms, er sala á farmiðum í
lengri ferðir, með afborgunum.
Aukast slík afborgunarferðalög
mjög vestra um þessar mundir.
íslandsvinur í Texas.
Jón sagðist, auk annars, hafa
notið nokkurra daga dvalar í Tex-
as, í bænum Bonham, er þar
dvaldi hann hjá kunnum borgara,
er hér dvaldi á stríðsárununi, Mr.
Buster Cole lögfræðingi. Dagblað
bæjarins birti 8. apríl sl. viðtal við
Jón, og hefur för þessa Islendings
til Texas vakið athygli. Annars
kunna bæjarbúar þar nokkur skil
a Islandi, því að Mr. Cole hefur
flutt marga fyrirlestra um Island
og hefur borið land' og þjóð vel
söguna.
Miðgarðakirkja
í Grímsey fær góðar
gjafir
Séra Pétur Sigurgeirsson mess-
aði í Miðgarðakirkju í Grímsey á
sunnudaginn var og fermdi þá tvær
stúlkur, þær Birnu Óladóttur,
Sveinsstöðum, og Guðnýju Helgu
Geirsdóttur, Vallakoti. Á eftir var
altarisganga og tóku 2/3 safnað-
ins þátt í henni. I messulok voru
kirkjunni færðar gjafir: Voru það
endurnýjun á ljósakrónum og enn-
fremur gestabók forkunnaríögur,
er áður hefur verið getið hér í
blaðinu. Einar Einarsson, Grenivík
í Grímsey, færði kirkjunni báðar
þessar gjafir. Viðstaddir kirkju-
gestir rituðu nöfn sín í hina nýju
bók og er ætlast til að ferðamenn,
er leið sína leggja til eyjarinnar í
sumar, riti þar einnig nöfn sín.
Miðgarðakirkja er nú með nýju,
járnvörðu þaki, og ennfremur hef-
ur nýjum hitunartækjum verið
komið fyrir í henni Unnið er af
kappi við hafnarbæturnar nýju og
skilar því verki vel. — Afli er
ágætur þegar á sjó gefur.
Athyglisverðar niðurstöður af frjó-
semistilraunum á Hólum í Hjaltadal
Á skólabúinu á Hólum í Hjalta-
dal voru í vetur gerðar frjósemis-
tilraunir á sauðfé. Hefur þess áður
verið getið hér x blaðinu.
Hafðir voru 5 flokkar í tilraun
þessari og 20 ær í hverjum. Engin
þeirra hafði verið tvílembd áður.
4 flokkar fengu mismunandi magn
hormónalyfja og 5. flokkurinn. sem
r r
Magnús A. Arnason
listmálari helnr list-
sýningu á Akureyri
Hinn 17. júní n. k. opnar Magn-
ús Á. Árnason listmálari listsýn-
ingu í gagnfræðaskótahúsinu hér á
Akureyri og sýnir þar 56 málverk,
61 teikningu og 7 höggmyndir.
Auk þess verða sýnd nokkur vegg-
tjöld eftir konu hans, Barböru
Árnason listmálara, en tjöld þessi
hafa að undanförnu verið sýnd í
Þjóðminjasafninu í Reykjavík.
Magnús Á. Árnason hefur nokkr-
um sinnum áður haldið listsýning-
ar hér á Akureyri, síðast árið 1048.
Hann er kunnur og mikils metinn
listamaður, og er þakkarvert, að
hann skuli leggja leið sína h’ngað
með verk sín. Hér eru listsýningar
fátiðir viðburðir. En vonandi kem-
ur x ljós. að bæjarbúar kunna vel
að meta þau tækifæri, sem þeim
gefast til að sjá verk góðra lista-
manna, og fjölmenna því á sýningu
Magnúsar í gagnfræðaskólahxlsinu.
var samanburðarflokkur, fékk eng-
in hormónalyf.
Geta skal og þess að atlar ærn-
ar voru hafðar á húsf yfir fengitím-
inn og fremur knappt fóðraðar.
Var það gert með tilliti til þess að
fóðrunin hefði ekki áhrif á frjó-
semi ánna.
1. flokkur fékk 750 einingar af
frjósemishormónum.
2. flokkur fékk 500 einingar af
íslenzkum hormónalyfjum.
3. flokkur 500 einingar af dönsk-
um hormónalyfjum.
4. flokkur 250 einingar af frjó-
semishormónum.
5. flokkur enginn hormóna-
skammtur.
Þegar sauðburður hófst í vor var
fylgzt af mikilli nákvæmni með ár-
angrinum og urðu niðurstöðurnar
þessar:
1. flokkur: 2 einlembdar, 8 tvíl.,
4 þríl. og 2 fimmlembdar.
2. flokkur: 6 einl, 8 tvxl. og 2
þrílembdar.
3. flokkur: 4 einl, 10 tvíl., 1
þríl., 1 fjórl. og 1 fimmlembd.
4. flokkur: 14 einl og 3 tvíl.
5. flokkur: Þar var helmi.ngur
ánna tvxl.
Tilraunir þessar sýna ótvíræðan
árangur hormónagjafarinnar. Með
áframhaldandi tilraunum ættu
bændur að geta notfært sér þessa
nýju þekkingu, til mikilla hagsbóta
við framleiðslu dilkakjöts.
Halldór Pálsson, ráðunautur, lét
gera fyrstu tilraun af þessu tagi að
sauðfjárbúinu á Hesti í Borgar-
firði og gaf sú tilraun mjög góðan
árangur.
Ungr skagfirzk hjúkrunarkona
á förum til Ábyssiníu
Launagreiðslur Útgerð-
arfélagsins um 12 millj.
á ári
Á Aðalfundi Útgerðarfélags Ak-
ureyringa, sem haldinn var 4. þ. m.,
var upplýst, að rekstur félagsins
hefur gengið nokkuð lakar árið
1954 en fyrri ár, þó mun aíkoma
togaranna hér enn betri en víðast
hvar annars staðar. Heildarafurða-
sala nam 23,7 millj., vinnulaun
greidd á árinu lí,9 millj. Bókfært
verð skipanna fjögurra er nú 18,6
millj., en skuldir alls 36,4 millj.
Birgðir um áramót námu 13,6
millj. Stjórnin öll var endurkjörin.
Hana skipa Steinn Steinsen, Helgi
Pálsson, Jakob Frímannsson, Al-
bert Sölvason og Oskar Gxslason.
Skagfirzku samvinnu-
félögin hefja útgáfu
félagstíðinda
Um þessar mundir er að koma
út nýstárlegt rit, sem ber nafnið
Glóðafeykir. Er það félagstiðindi
þriggja skagfirzkra samvinnufé-
laga og búnaðarsambands hr.roðs-
ins. Standa að útgúfunni Kaupfél.
Skagfirðinga á Sauðárkróki, Kaup-
fél. Austur-Skagfirðinga á Hofsósi
og Samvinnufélag Fljótamanna á
Haganesvík, auk búnaðarsam-
bandsins. Ritið flytur ýmsar grein-
ar um starf og sögu félaganua og
um rekstur þeirra á sl. ári. Ólafur
Sigurðsson á Hellulandi hefur
undirbúið útgáfuna.
Verkfalli bílstjóra
afstýrt
Ekki kom til verkfalls vörubíl-
stjóra hér, er hefjast átti 10. þ. m.
Levstist deilan fyrir milligöngu
héraðssáttasemjara, Þorst. M.
Jónssonar. Var forgangsréttur
vörubílstjórafélagsins til vöruakst-
urs í bænum viðurkenndur.
Það má með sanni segja, að víða
liggja leiðir. okkar Islendinga á
sxðustu tímum. Hjúkrunarkonan
Ingunn Gísladóttir, Skagfirðingur
að ætt, fer bráðlega til Konsó. —
Ingunn útskrifaðist sem hjúkrun-
arkona 1950, starfaði síðan bæði
hér á Akureyri og í Reykjavík, en
fór svo til Noregs og stundaði nám
við Biblíuskólann í Osló og var
eftir það hjúkrunark. á Ullevalla-
sjúkrahúsinu og einnig í Danmörk.
En Ingunn hefur alltaf haft sér-
stakt starf í huga og hún hefur bú-
ið sig undir það öll þessi ár, sem
hún hefur stundað nám og hjúkr-
un. Hún ætlaði að stunda trúboð
meðal frumstæðra þjóða.
Nú hefur hún fengið ósk sína
uppfyllta, og er ráðin til að fara til
Konsó og starfa á trúboðsstöðinni
hjá Felix Ólafssyni fyrst um sinn.
Ráðningartíminn er 5 ár. — Fyrst
ætlar hún þó að dvelja um tíma í
Addis Abeba og starfa á sjúkra-
húsi þar og kynnast heilbrigðis-
málunum og háttum fólksins. —
Hún er kostuð af xslenzka Kristni-
boðsfélaginu til þessarar farar. En
sjálf hefur hún aldrei notið nokk-
urra styrkja.
Ingunn Gísladóttir dregur ekki í
efa, að erfitt starf bíður hennar
meðal framandi þjóða, sem búa
við önnur og aö flestu ólík skil-
yrði, því er við eigum að venjast.
Þar verður hún að vera, bæði
læknir og hjúkrunarkona. Vonandi
ber líknarstarf hennar góðan.
ávöxt.
Samnorræna unglinga-
kepppnin í frjáls-
íþróttum
I þessari viku fer fram II.
keppni r.orrænna unglinga í frjáls-
íþróttum. Keppnin hefst hér á Ak-
ureyri í kvöld kl. 8 á íþróttavellin-
um. Þeir unglingar, sem íæddir
eru 1935 eða síðar, eru hlutgengir
keppendur. Keppnisgreinar eru:
Hástökk og langstökk,
kúluvarp og kringlukast.
Hér á íslandi koma til útreikn-
inga 15 beztu árangrar í hverri
grein, en á hinum Norðurlöndun-
um 25 beztu. Sú þjóð, sem fær
beztan meðalárangur í einni grein,
fær 5 stig. Sú, sem fær næstbeztan
árangur, fær 4 stig o. s. frv. Sigur-
vegari í keppninni verður sú þjóð,
er samanlagt fær flest stig.
Gert verður sameiginlegt heið-
ursmerki vegna þessarar keppni.
Hlýtur það hver sá unglingur, er
nær þeir árangri, að hann teljist
með við útreikning meðaltalsins.
Framkvæmdanefnd keppninnar
á Akureyri væntir þess, að ungling-
ar hér á Akureyri fjölmenni til
keppninnar í kvöld.
Ýmis fíðindi úr nágronnabyggðum
Frá starfi Gagnfræða-
skóla Sauðárkróks
Sauðárkróki 5. júní.
Gagnfiæðaskóla Sauðárkróks
var slit'ð 3. b. m. Skólastjórinn, sr.
Helgi Konráðsson lýsti skólastarf-
inu og tilhögun kennslu, við það
tækifæri.
I skólanum voru alls 60 nemend
ur í þrem bekkjum. I bóknáms-
deildum voru 37 nem. en 23 x verk-
námsdeildum.
Skólinn er allmikið sóttur úr
nærliggjandi sveitum og fer það
frekar vaxandi. Að þessu sinni
voru 16 nemendur aðkomnir.
Heilsufar var með lakasta móti
á skólaárinu og af þeim sökum all-
mikil vanhöld á skólasókn. Nokkr-
ir fyrirlestrar voru haldnir í skól-
anum, bókmenntakynning, blað
gefið út, fjörugri fundir í skóla-
félaginu, spila- og skemmtikvöld
og margt annað gert til náms og
leikja.
Hæstu einkun í skólanum hlaut
Anna Solveig Ólafsdóttir 9 09 í
II. bekk.
Úr III. bekk brautskráðust 16
nemendur, þar af 12 í bóknáms-
deild og 4 í verknámsdeild. Hæstu
einkun við burtfarapróf hlaut Sig-
urbjörg Ásta Hálfdansdóttir, 8.36.
Önnur Geirlaug Björnsdóttir hlaut
8.22, og þriðji var Jón Rögnvalds-
son með 8.19.
Við skólaslit voru afhent bóka-
verðlaun frá Rotaryklúbb Sauðár-
króks til þeirra er hlutu hæstu
einkunn í hvorum bekk. Auk þess
hlaut umsjónarmaður skólans bóka
verðlaun fx'á skólanum.
Að lokum ávarpaði skólastjóri
hina brautskráðu nemendur og ósk
aði þeim heilla og blessunar í
framtíðinni. Skólafólkið söng við
uppsögn skólans svo sem venja er.
All margir voru við skótaslit, en
þeir hefðu gjarnan mátt vera fleiri.
Það er æskilegt að aðstandendur
skólafólksins fylgist sem best með
störfum skólans og komi þaixgað
svo oft sem tækifæri gefast til
þess. Guðjón Ingim.
Útbreiddu mislinga-
faraldur í Suður-
Þingeyjarsýslu
Húsavík.
Mislingar eru nú x algleymingi í
Húsavík. Legst unga fó'.kið í
hrönnum, en flest eldra fólk hefur
fengið þá áður. I Aðaldal er
ástandið mun verra. Þar eru misl-
ingar líka á ferðinni og mjog margt
af eldra fólki hefur tekið þá. Við
þetta bætist svo inflúenza og
hettusótt. Er ástandið víða hið erf-
iðasta, einkum á sveitabæjunum.
Fisklaust er að mestu, nema
helzt á handfæri, meðfram vegna
beituskorts. Hafin er barnaskóla-
bygging x Húsavík. Hinu nýja
skólahúsi er ætlaður staður á tún-
inu norðan við gamla barnaskól-
ann. Verður skólinn byggður í
áföngum. — Unnið er að byggingu
nýs vita á höfðinuxn norðan við
Húsavík, þar sem hæst ber og bezt
sést af hafi.
Bændur smala fé til
rúnings
Fosslióll.
Bændur úr Köldukinn og Bárð-
ardal smöluðu geldfé til rúnlngs á
afréttarlöndum sínum fyrir helg-
ina. Lögðu þeir af stað á föstudag
og höfðu lokið smölun og njningi
á sama tíma á laugardag. Afréttar-
löndin eru í Mjóadal og þar í
grennd. Hafði féð fært sig nær
byggð og því fljótsmalað.
Kuldar hafa verið síðustu daga
og gránaði í heiðar ofanverðar á
mánudag. Hiti mældist þá aðeins
1 stig.
Bifreiðaskoðun stendur yfir
þessa dagana í Þingeyjarsýslu.
Inflúenza og mislingar berja
ennþá í Bárðardal.