Dagur - 15.06.1955, Blaðsíða 4

Dagur - 15.06.1955, Blaðsíða 4
4 DAGUR Miðvikudaginn 15. júní 1955- DAGUR Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 90. — Sírni 1166. Argangur kostar kr. 60.00. Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Gjalddagi er 1. júli. ella vegna þess, að á hinu leitinu stendur Sjálfstæðisflokkurinn, sem er voldugt afl í landmu í dag, og heldur verndarhendi yfir aðstöðu einstakra aðila til að safna óhófleg- um auði á kostnað alls almennings. :í vernd Sjálfstæðisflokksins fyrir braskara og milliliði er gróðrarstía ófriðarins í þjóðfélaginu og tor- tryggninnar, sem herjar á launa- stéttimar. Vonin um heilbrigt ástand er klemmd í milli þessara öfga. Fyrr en hún losnar þaðan, og PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F. Hvernig á að friða þjóðfélagið? ÞESSA STUNDINA á að heita friður r þjóð- félaginu. Síðustu verkföllunum tveimur — meðal háseta á kaupskipum og rafvirkja — var aflétt fyrir helgina. Ef við íslendingar hefðum reist striðsguð inum hof, eins og Rómverjar hinir fornu, sem haft væri opið, er ófriður væri uppi, en lokað er frið samlegt mætti kalla í landi okkar, mundi því hægt að halla hurð að stöfum þessa dagana. En vindar hefðu blásið þar inn um opna gætt mikinn hluta þessa árs. Fyrst, er Vestmannaeyingar bundu báta sína við bryggjur í vertíðarbyrjun, þar næst, er matsveinar á kaupskipum lögðu þeim vegna kaup- kröfu, síðan vikurnar sex, sem stóra verkfallið stóð, og loks þá daga, er hásetar og kyndarar á kaupskip- um og rafvirkjar áttu í verkfalli í sl. viku. Naumast hefði gefist tími til að loka dyrum í milli þessara átaka. Það sem af er þessu misseri, hefðum við táeþ- ast átt þess kost að sjá dyr Janusarhofs okkar lok- aðar frekar en Rómverjar til forna. Ófriðareldar loguðu jafnan einhvers staðar í hinu víðlenda ríki þeirra. Hér í okkar litla þjóðfélagi eru kyntir eld- ar sundurlyndis og ófriðar langtímum saman. Er ekki að undra, þótt hugsandi mönnum hrjósi hugur við ástandinu, og sú spurning sæki æ fastar á alla þá, sem ekki vilja fljóta sofandi að feigðarósi, hvernig takast megi að friða þjóðfélagið, og sam- eina kraftana við uppbyggingarstörfin og varðveizlu þeirra góðu lífskjara, sem þjóðin býr nú við. i i • ? EN ÞÓTT DYRUM hofsins hafi verið lokað nú um sinn, er því miður ekki svo frá gengið, að ein- hverjum veitist ekki auðvelt að hrinda þeim upp á gátt á nýjan leik. Enginn varanlegur friður hefur verið saminn á vinnu- og framleiðslumarkaðinum, Stéttir og starfshópar sækja fram, hver á sínum reit, á hendur þjóðfélaginu í heild og krefjast aukins skerfs þjóðarteknanna í sinn hlut. Og varnaðarorðin um að hernaður þessi leiði til aukinnar fátæktar allra en ekki vaxandi ríkidæmis, falla máttlaus til jarðar. Hið gagnkvæma traust, sem ætti að ríkja í milli launþega og atvinnurekenda og þegna og stjórnarvalda, er of veikbyggt og vanmáttgut. Allt of margir eru fullir tortryggni, þegar rætt er um launa- mál, þjóðartekjur og heildarframleiðslu. Ymsir tala ' og á þá lund, að þegnskap skorti hjá fólki, og sann- ' girni í kröfum. Gjaman mætti sjást fleiri merki þess- i ara eiginleika, en rangt er að afgreiða öll þessi mál með slikum dómi. Málið er stærra en þetta. Heil brigt stjórnarfar er undirstaða hins gagnkvæma trausts. Ef fólkið veit, að heiðarlega er stjórnað, og ekki skákað stærri hlut á disk neins aðila en sann- gjarnt og eðlilegt er, bá er líka skapaður grundvöllur til friðar í þjóðfélaginu, af því að fólkið mun ekki bregðast skyldum sínum við landið og söguna, ef það finnur að réttlátlega er að þvi vikið. KOMMÚNISTAR hafa náð kverkataki á verka- lýðshreyfingunni og tefla henni fram til skjóls fyrir flokk sinn. Þetta er ógæfusamlegt fyrirbæri fyrir verkalýðinn og þjóðfélagið í heild. Það stendur vegi fyrir pólitískri ábyrgð verkalýðsins og hrindir honum æ lengra á braut einhliða kaupkröfubaráttu, sem reynist í alvöru lífsins háskasamleg atvinnulífi og heilbrigðu þjóðfélagi. En þessi leikur kommún- ista með verkalýðsfélögin er gerður auðveldari en hin ábyrgu, lýðræðissinnuðu öfl fá tækifæri til þess að hafa úrslita- áhrif í þjóðfélaginu, er naumast að vænta varanlegs bata. Meðan þjóð- in áttar sig ekki á þeim sannleika, riðar þjóðfélagsbygging okkar til falls í átökum öfgamanna. Á slík- um timum er heildinni mikil þörf á því, að allir sannir lýðræðissinn- ar snúi bökum saman. Þá er þörf samstöðu meðal þeirra, sem á eðli- legum tímum deila um dægur- mál. H5 H ®3§ H§Hif Hví brosum vér ekki? „v“ rabbar enn við Fegrunar- félagið: EG HEF drepið á það áður í Fokdreifum, að sennilega muni það vera „Fegrunarfélag Akureyrar" sem eigi frumburðarréttinn að hinu fagra „brosi Akureyrar": hinni lát- lausu, en undrafögru fánaskreyt- ingu kirkjutröppunnar við hátíðleg tækifæri! Svo fagurt bros á enginn islenzkur bær annar' — En hvers vegna er bros þetta sparað, þegar sízt skyldi. Eg hef áður drepið á, er það gleymdist algerlega á sumardaginn fyrsta. — Og síðan kom hvíta- sunna! Hátíð vorsins, og ein hinna þriggja stórhátíða kirkjunnar: — Næturbokunni létti, það tók að birta í lofti fyrri hluta dags- og sunnanvindurinn var hlýr og góður. — Kirkjubrékkan var tekin að grænka, —- en óhirt og afar skell- ótt. — En' „brösi bæjarins" brá þar ekki fyfir á þessum fagra hátíðar- degi — frekar en á sumardaginn fyrsta. — Það hefði þó bieytt ótriilega yfir vanhirðu brekkunnar! - Fánar voru allvíða á stöng, hvítasunnudag, en alltof margar kuldalega berar. — Hvenær ætlar okkur Islendingum að lærast að gleðjast sameiginlega og einlæg- lega, — svo að segja ósjálfrátt? — Og hitabylgja hvítasunnunnar leið hjá — og nærri heil vika í viðbót, áður en farið var að sinna kirkju- brekkunni! — Og enn er þar farið ósköp gætilega. — Hverjir sofa hér á verðinum? — Hvers vegna minnir og árr.innir ekki Fegrunarfélagið samborgara sína á skyldur þeirra við sjálfa sig, unz þeir ranka við sér — og muna óáminntir? KIRKJUTRÖPPURNAR! Eg minntist á Kirkjubrekkuna. Einnig eru sjálfar kirkjutröppumar mjöé vanhirtar og úr sér gengnar! Enda aldrei nægilega traustar né full- gerðar frá upphafi. — Hér er svo alltof margt hálfgert og ólokið, þótt hafið sé! — Þó er þetta hvort tveggja, brekkan og kirkju- tröppurnar, alveg einstæður stofn að mikilli og glæsilegri bæjar- prýðí! — Lengra er enn ekki komið! — Eg á eftir að rabba nánara við Fegrunarfélagið um þessi mál. Því að hér dylst þungamiðja allrar fegrunar Bæjarins! — Og Fegrun- fétaéið á að vera hin velvakandi samvizka bæjarins v.m langan ald- ur! Það má ekki sofna á verðinum! — Auðvitað þarf ekki að minna á 17. júní! — Að gleyma honum væri að gleyma sjálfum sér! — En Fegrunarfélagið þarf einnig að muna næstu mánaðamót í tæka tíð! — Þá fjölmenna hingað þús- undir af æsku íslands til fundar og leiks á Landsmóti UMFÍ. Þeim fjölmenna hóp á að vera „bros Akureyrar“ ógleymanleét! v. Geðvont blaðtetur saknar gamla tímans. HÉR í BI.AÐINU var n/lega sagt frá ýmsum endurbótum innan dyra á Hótel KEA. Herbergi hafa verið máluð, og aðalveitingasalur, húsgögn endurbætt og ýmislegt gert til prýði. Nú skyldi maður ætla, að a. m. k. þeir, sem skrifa opinberlega um ferðamannamál, teldu slíkt lofsvert framtak. Og þá fremstir í flokki þeir, sem gagn- rýna útlit gististaða og umgengni iar. En viti menn: Kaupmanna- blaðið hér á staðnum finnur í ^essu tilefni til að birta enn einn geðvonskupistil um þetta fyrir- tæki samvinnumanna, og segir nú, að endurbæturnar jafngildi játn- ingu um að gistihúsið hafi verið óhæft til að taka á móti ferða- mönnum áður en þær fóru fram! Hafa menn nokkurn tíman heyrt annað eins? Aumingja blaðsnep- illinn má aldrei heyra kaupfél, og fyrirtæki þess nefnt, svo að skaps- munirnir gangi ekki úr skorðum. Ofan á þessi geðvonskulæti bætir jað svo saknaðaroiðum um þá góðu, gömlu tíma, er hér voru nokkur gamaldags smáhótel, en ekkert hótel KEA. Það var nú munur, segir ísþ, og er „drjúg aft- urför“ síðan. Það á með öffrum orðum að sletta úr klauf á KEA, sem rekur hér eina nýtízku hótel- ið úti á Iandi, af því að ýmsic aðrir aðilar hafa hætt hér hótelrekitri í gömlum húSum á seinni árum! ■ Skyldi aðstandendum, Isl. ekki finnast munur á, ef hér væri held- ur ekkert hótel KEA? Hvar skyldt Isl. þá ætla ferðamönnum að gista? Kannske í „sjálístæðishúsinu", sem eitt sinn var Hótel Akuieyri? Hvers vegna er það ekki starfrækt sem „nýtizku hótel“, er fullnægt geti „kröfum tímans“? Það er löngu viðurkennt, að Ak ureyri er betur sett um gistiher bergi, og aðstöðu ferðamanna en aðrir staðir á landinu nú, vegna framtaks kaupfélaé,sins. Þetta er staðreynd, sem engin geðvonsku- köst afturhaldsseggja geta breytt. Góður markaður fyrir nautgripakjöt Frystihússtjóri KEA, Haukur Olafsson, hefur komið að máli við blaðið í tilefni af auglýsingu um sumarslátrun stórgripa, sem ný- lega birtist hér í blaðinu. Virðast sumir bændur hafa misskilið hana. Ætlunin var, sagði Haukur, að vekja athygli bænda á því, að nú í júní er sérlega góður markaður fyrir nautakjöt, bæði hér og í Reykjavík, og ástæða til að hvetja bændur til að notfæra sér hann. Er kemur fram í júlí tregðast sala, og þá verður að frysta kjötið til geymslu um ófyrirsjáanlegan tíma. Samband isl. samvinnufélaga hef- ur því viljað vekja athygli bænda á hinum góða markaði nú í júní, og hvetja þá til að draga ekki slátrun nauta langt fram á sumar. Ætlun KEA með fyrrnefndri auglýsingu var að koma þessari vitneskju til bænda, og er misskilningi um efni hennár þar vonandi með rutt úr vegi. Þjónusta við húsmæður heima og erlendis EG DVALDI nýlega nokkra daga á heimili í Dan- mörk, og var það ánægjulegt og á ýmsan hátt lær- dómsríkt. Þótt samanburður sé ekki vinsæll, enda oft óréttlátur, freistast maður til þess að bera saman þá aðstöðu, sem maður sér annars staðar og þá, sem maður býr við heima Ef slíkt er gert án fordóma, getur það verið gagnlegt. Það víkkar sjóndeildar- hringinn að kynnast lifi og háttum annarra. Af þvi má jafnan læra nokkuð. SNEMMA Á FÆTUR OG SNEMMA TÍL HVÍLU. Eitt hið fyrsta, sem maður tekur eftir, er mismun- urinn á fótaferða- og háttatima hér og þar. Almenn- ingur gengur snemma til náða að öllum jafnaði, kl. 9—10, en kl. 7 eru menn líka komnir á fætur, og til- búnir að taka til starfa. Ekki síður þeir, sem vinna verzlunar- og skrifstofustörf en erfiðismenn.. Útvarp- :ð hefur með dagskrá sinni áhrif á fótaferðatímann. Það er ekki með almenna dagskrá fram eftir síð- kvöldum, eins og hér tíðkast, heldur aðeins dans- músík fyrir næturhrafna. En eldsnemma á morgnana hefst almenn dagskrá, svo sem fréttir. Hér hvetur hins vegar útvarpið til þess að menn risi seint úr rekkju. Fréttir hefjast hér kl. 8.30, ættu að vera kl. 8 í siðasta lagi, og það alla daga vikunnar. Á sunnudög- um sofa útvarpsmenn til klukkan hálf tíu, en i Dan- mörk, og raunar i öllum öðrum löiidúm, er eg’ þekki til, eru þeir jafnsnemma á ferli á helgum dqgum sem virkum. Almenn dagskrá er hér og langt fram á síð- kvöld, á stundum a. m. k. ÞJÓNUSTAN VIÐ HÚSMÆÐURNAR. Manni bregður í brún, að sjá þá þjónustu, sem 'verzlanir Iáta húsmæðrum í té. Mjólkin er flutt-heim að dyrum, i lokuðum flöskum, og komin á sinn stáð um 7 leytið á morgnana. Munu fáar þjóðir áðrar en Islendingar hafa efni á því, að hafa mikinn hluta þjóðarinnar í vinnu við að bera heim mjólk úr búð- um. Talið er hagkvæmara að láta fáa starfsmenn og vagna annast heimflutninginn til hinna mörgu. — Vinnustundir fjöldans verða þjóðinni dýrmætari við ónnur störf. NIÐURSKORIN BRAUÐ OG HEIMSEND. Þá bregður íslendingum í brún, er þeir kynnast þeirri þjónustu, sem brauðgerðir láta heimilunum í té. Niðurskornar brauðsneiðar í loftþéttum umbúðum, eru sendar heim til húsmæðranna á morgnana. Hæfi- lefur skammtur á dag, og aldrei nema nýtt brauð á boðstólum. Brauðskurðurinn í heimahúsum er horf- :nn. Heppilegra talið að láta vélar annast hann en allar húsmæður landsins, sem geta notað tíminn til annarra starfa. Slíkt fyrirkomulag á brajiðsölu mætti vel hugsa sér hér hjá okkur, jafnvel þótt við þyrftum að sækja brauðpakkana í brauðbúðirnar. t PÖNTUN MEÐ ÞVÍ AÐ SKRIFA MIÐA. Sendimenn, sem koma með þennan varning snemma á morgnana og láta í þar til gerð ílát við dyr hvers manns, fylgjast líka með því, hvemig húsmóð- irin vill breyta pöntun sinni frá degi til dags. Nægir að skilja eftir miða í kassanum að kvöldi, og þá er pöntunin afgreidd að morgni úr bílnum eða vagnin- um. Þarf engar símahringingar eða aðra fyrirhöfn út af því. Þetta gengur hljóðalaust fyrir sig, og kemur svo á viku- eða mánaðarreikninginn. Ýmislegt fleira mætti hér telja, sem athygli vekur. Eg er ekki að halda því fram, að allt sé gott, sem Danir gera á þessu sviði. En mér varð starsýnt á þá þjónustu, sem heimilin njóta. Þar eigum við talsvert eftir að læra.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.